Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, mars 25
Baugar  
Herregud! Þvílík vika. Ég stend varla í lappirnar lengur. Það eina sem heldur mér vakandi er sú fullvissa að klukkan korter í tólf á morgun, að þá er vinnuvikan búin, og að ég geti tekið mér hálfsdags frí fyrr en lesturinn byrjar aftur.

En einhver! Hjálp! Hver er besta leiðin til að losna við bauga undir augunum? Ég er búin að prófa tepoka. Argasta þjóðsaga, gagnsemi tekpokanna, að mínu mati.

02:45

(0) comments mánudagur, mars 22
aaaarrrgh  
Spring Break er búið. Ég sit núna sveitt við tölvuna að hamra inn fyrirlestri sem að ég hefði auðvitað átt að gera í síðustu viku, en geymi fram á síðustu stundu eins og venjulega. Og ég sem að hef frá svo miklu að segja, eins og til dæmis frá hápólitíska kvörtunarfundinum sem ég sat í dag klukkan sex með stjórnanda deildarinnar þar sem annars árs nemendur sátu allir með tölu og skiptust á að kvarta yfir kennslufræðitímanum... boy is somebody going to be in trouble.

23:07

(0) comments föstudagur, mars 19
Hér með tilkynnist...  
Gleymdi algjörlega að láta ykkur vita! Ég er að fara að flytja minn fyrsta fyrirlestur á lítilli ráðstefnu í Princeton háskóla. Ef þið lítið á stundaskrána á heimasíðunni, sjáið þið yours truly tala um ljóðagerð Elísabetar drottningu í málstofu A, Material Letters. Versta er, að þá er ég hingað til með fyrirlestur upp á fjörutíu mínútur. Er núna að vinna að því að klippa hann niður í fimmtán mínútur. Sigh!

19:59

(0) comments
Ekki meir um íslenska tungu  
Var að renna yfir hvað gerðist í lífi mínu síðustu tvær vikurnar, en sá ekkert á þessari síðu nema endurtekin hræðsluköst yfir íslenskukunnáttu minni. Svo ekki meir um það!

Og hve sorglegt er minnið að ég þurfi að líta á dagbók til að sjá hvernig ég lifi lífi mínu. Ég sver, skammtímaminnið mitt nær svo mikið sem þrjá daga afturábak. Eftir það, er ég týnd (eða ekki til...).

19:53

(0) comments
Og enn snjóar  
Á mánudaginn fór ég niðrí miðbæ og verslaði og verslaði og gekk um í stuttum kjól og sólgleraugum og sumarsandölum. Næsta daginn arkaði ég um í vetrarskónum mínum í gegnum snjó og slyddu.

Það versta við þetta nýtilkomna kuldakast hér í NY er að vetrarkápan mín gaf endanlega upp öndina um helgina. Svo að ég geng um í fimm peysum og þremur treflum og tími ekki að kaupa nýja kápu, því að ég veit ekki hvort ég ætti að kaupa vetrarkápu eða sumarkápu. En ég á hins vegar átta pör af skóm núna í dag (yupp, have become a clotheshorse!).

19:52

(0) comments
Tax season  
Er nýkomin úr þriggja tíma fyrirlestri sem á að kenna mér að fylla út bandarísku skattaskýrslurnar þrjár sem ég þarf að skila inn. Ég hef sjaldan verið eins BORED! Guð minn góður. Það tók fimm mínútur að fara yfir einn reit á fyrstu skýrslunni. Sá reitur, by the way, vildi fá nafn og heimilisfang.

Svona er þetta, þegar hundrað stúdentar eru samankomnir og þurfa að fylla út eyðublöð. Stundum velti ég því fyrir mér hvernig við komumst inn í Kólumbíu!

19:49

(0) comments
LOL  
Ó! þvílík snilld! Ég stend með Skildi... hmmm. Skjöldur um Skjöld frá Skildi til Skjaldar? dammit!

19:37

(0) comments miðvikudagur, mars 17
Spring Break!  
Frí frí frí frí. Hef verið í fríi í hálfa viku og á hálfa viku eftir. Hef ekki kveikt á tölvunni þar til í dag, og ætla mér ekki að kveikja á henni aftur, því ég ætla mér ekki að vinna neitt næstu dagana...

Sit núna og blaða í Íslensku málfari eftir Árna Böðvarsson. Fann hana þegar ég var að taka til í bókaskápunum mínum (tók þá örvæntingafullu ákvörðun að ýta öllum bókunum mínum aftast í hillurnar og byrja að stafla bókum upp tvöfalt (er eitthvað íslenskt orð fyrir þetta? Enska sögnin er "to doubleshelf") eftir að ég komst ekki lengur inn í skrifstofuna mína í gær) og byrjaði að blaða í henni. Stórmerkilegt að ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti þessa ágætu bók (kannski ekki það merkilegt þar sem ég hef afar litla stjórn á bókakosti mínum). Kemur í ljós að ég þjáist af semsýki, eða áráttu til enskukenndra tilvísunarsetninga.

Dæmið sem þessi ágæta bók tekur er úr Njálu.
 • "Skip kom út í Arnarbælisós og stýrði skipinu Hallvarður hvíti, víkverskur maður." breytist í: "Skip, sem Hallvarður hvíti, víkverskur maður, stýrði, kom út í Arnarbælisós."
Yupp, og ekki nóg með að ég þjáist af semsýki, heldur þjáist ég líka af óstjórnlegri bókakaupsýki. Hætti núna að skrifa. Þarf að opna bókapakkana sem liggja núna á gólfinu. Hef keypt sextíu bækur síðustu tvo mánuðina. Sigh.

12:26

(0) comments þriðjudagur, mars 9
LOL. góður bókmenntafræðingur, ég  
Eik mín var að benda mér á AFAR vandræðalega villu sem ég gerði núna í fyrradag. Það er semsagt Hallgrímur Pétursson sem er sálmaskáldið, ekki Hallgrímur Helgason.

Þetta er hugvilla sem hefur þjakað mig síðustu þrjú árin, að þegar ég tala og skrifa um HP segi ég alltaf HH (ég hef lært af reynslunni, og þegar ég skrifa um verk HP, þá hef ég það fyrir reglu að nýta mér "Find" skipunina í Orðaforritinu). Þetta er allt stórfurðulegt, þar sem ég hef lesið mikið eftir HP og um HP, en alls ekkert eftir/um nafna hans Helgason.

Stórmerkilegt. I wonder if this is a Freudian slip. Og þó, Freud er kominn úr tísku...

00:43

(0) comments mánudagur, mars 8
Málfræði. Vei!  
Afi las vefleiðarann minn og ætlar að senda mér Íslenska málfræði Björns Guðfinsssonar. Kemur í ljós að reglan er sú að veika beyging lýsingarorða með ákveðnu nafnorði er: "með hvítu hestana". Þó er einnig hægt að nota "með hvíta hestana" og er ákveðinn blæbrigðamunur á þessum notkunum. En ég mun læra allt um þetta þegar bókin kemur!

11:49

(0) comments sunnudagur, mars 7
Að drepa dauða köttinn  
Hvurslags er þetta. Rakst á grein netinu frávantru.is. Segist síðan vera í "baráttu gegn hindurvitnum". Virðist mér þessi barátta gegn hindurvitnum aðallega snúast með því að ráðast á og sverta kristnar kirkjur. Tökum til dæmis síðuna sem ég vísaði til hér fyrir ofan. Sú síða gengur út á að birta ljósmyndir um kristilegt líf í Þýskalandi Hitlers. Afar fyndið/sorglegt/merkilegt er hvernig greinarhöfundur þarf að taka það fram undir hverri mynd að þetta er kristin kirkja, kristinn prestur, kristin messa, o.s.frv. Og síðan eru birtar myndir sem eru algjörlega fáránlegar, eins og mynd af "kristinni" útför mömmu Hitlers, mynd af "kristnum" minnisvarða um fallna hermenn, mynd af "kristinni" minningarathöfn um fallna hermenn, o.s.frv.

Now don't get me wrong. Hef sjálf verið trúleysingi frá því ég man eftir mér, en að mínu mati er það sjálfsagður hluti mannlegra samskipta að bera virðingu fyrir trú og trúarbrögðum annarra. Og síðan er þessi myndapistill einkar tacky, og sæmir ekki kennd minni fyrir góðri úrvinnslu á greinarefni. Því að það er rökvilla í henni. Það er mikill munur á kristinni trú og kristnu trúarlífi/kirkjum. Það er ekki rökstuðningur gegn "hindurvitnum" og trú þegar birt er hvernig mismunandi kirkjur hafa hegðað sér í gegnum tíðina.

OG, ofan á allt saman, þá fann ég á sömu síðu tvær greinar sem halda því fram að Passíusálmar Hallgríms Helgasonar hafi þjóðarskömm. Hef ekki haft tíma til að lesa þær, en eftir að hafa skrunað hratt niður eina þeirra, finnst mér sú bókmenntafræðilega úrvinnsla sem þar er stunduð afar 1920's! Það eina góða sem ég myndi ef til vill segja um þá grein, að ég er afar ánægð með að sautjándu aldar ljóðskáld geti enn vakið almenna umræðu, og hvet ég hér með alla til að skrifa eitthvað um sautjándu aldar bókmenntir.

11:00

(0) comments
Vondur bókmenntafræðingur. Vondur vondur!  
Aaarrgh. Ég prófaði textatölvuleikinn byggðan á Hamlet. Ég hef enga hæfileika í þessa átt, og framdi sjálfsmorð með því að hoppa út um glugga eftir að hafa lokið aðeins þremur prósentum af leiknum. Hins vegar held ég að mér hafi tekist að stúta Pólóníusi áður en ég fór sjálf.

09:09

(0) comments
Íslensk málfræði  
Ég held ég verði að kaupa mér íslenska málfræðibók. Ég hef ekki setið í málfræðitíma síðan ég var í Laugarlækjaskóla (yupp, tók stöðuprófið í MH og fékk að sleppa við málfræðina í menntó. og var afar ánægð þá... enda ekki ennþá orðinn súpernörrinn sem ég er í dag) og finn núna að þótt ég virðist hafa sæmilegt vald á tungunni og "tilfinningu" fyrir því hvað er málfræðilega rétt og rangt, þá get ég ekki útskýrt nákvæmlega af hverju með því að nota rétt hugtök.

Tökum t.d. textann sem ég var að skrifa rétt áðan. Upphaflega sagði ég að ég myndi sitja "með minnismiðana". Eftir tíu sekúnda umhugsun fylgdi ég gamalli og góðri hefð og breytti "minnismiðana" í "hestana". Nú, "með hestana" hljómar rétt. "Ég fer með hestana..." En ég "sit með hestunum"... Hmmm. Ég tek skjóta ákvörðun og ákveð að þessi mismunur á falli með sömu forsetningunni hefur að gera með hreyfingu og ekki hreyfingu, og breyti þolfalli í þágufall. "Ég sit með minnismiðunum". Aha! Þetta hljómar innilega vitlaust. Fer aftur í hestalíkinguna mína og tek þá ákvörðun að mismunur á falli með forsetningunni "með " hafi ekkert að gera með hreyfingu, heldur með (ah, nú man ég ekki íslenska orðið) agency. Svo að ég fer "með hestunum" sem eru ferðafélagar mínir, en ég fer "með hestana" sem eru eign mín og elta mig. Textanum aftur breytt í upphaflegt form. "Ég sit með hvíta minnismiðana".

Og aarrrgh. Velti núna fyrir mér lýsingarorðinu. Núna er ég búin að velta þessu svo mikið fyrir mér að ég get engan veginn munað hvort að rétt fleirtöluending á þolfalli, karlkyns með ákveðnum greini sé -u eða -a. Þessi víðfræga tilfinning mín fyrir réttri tungu er farin, og ég geri engan greinarmun á því að sitja "með hvíta minnismiðana" og að sitja "með hvítu minnismiðana" (vel síðarnefnda valkostinn, just for the heck of it... og það hljómar aðeins réttara...).

Ergo, mig vantar íslenska málfræðibók...eða afa. Er núna farin á ruv.is þar sem ég get hlustað á útvarpsþáttinn "Íslenskt mál" frá því í gær, og velt fyrir mér íslenskri tungu.

08:54

(0) comments
Yessirree  
Ah, Brantley minn er algjör snilld. Ég hefði ekki betur geta lýst hugarástandi bókmenntafræðinemans. Þetta er, bara svo að þið vitið, daglegt ástand okkar í deildinni. Hvað væri líf bókmenntafræðinemans ef ekki væri fyrir hugarangistina, kvíðann, bakverkinn, og flóttalega frestun allra verkefna?
 • I think it is the vice of academics to get into such amazing whirlpools of self-doubt and fear over such little, useless things. It's a nasty side-effect of their ability to try to bring useful meaning out of things that other people don't care about. Will I be crawling somewhere with a rifle? Will I be addressing an angry mob? Will I have a Bene Gesserit holding the gom jabbar to my throat while my hand sizzles in the mystery box? Will I be doing emergency medicine on a gunshot victim? Will I be crossing the Atlantic on a dinghy? I think it is the vice of academics to get into such amazing whirlpools of self-doubt and fear over such little, useless things. It's a nasty side-effect of their ability to try to bring useful meaning out of things that other people don't care about. Will I be crawling somewhere with a rifle? Will I be addressing an angry mob? Will I have a Bene Gesserit holding the gom jabbar to my throat while my hand sizzles in the mystery box? Will I be doing emergency medicine on a gunshot victim? Will I be crossing the Atlantic on a dinghy?
 • No, I'll be talking to academics for two hours about Chaucer, Allegory, and Witchcraft. There might even be brie. Yet somehow I'm twitching and my stomach is churning and everything seems sharp and detailed - I look around the room and it's got that threatening, real edge to it that you notice when a lover has slammed the door on you or you get a call that a friend has died.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á rökfræði, þá getum við bent á það að Brantley sýnir hér afbragðsnotkun á "anthypophora" (anþýpófóru?). Á meðan kallaðist inngangur minn á við tilvitnuna með því að beita erótemu. (Já, ég er sem sagt byrjuð að henda mér í rökfræðina. Hef fyllt út ótal hvíta minnismiða með hugtökunum, og skilgreiningunum, og sit núna fyrir framan sjónvarpið með hvítu minnismiðana og reyni að læra allt heila klabbið utanað. Sigh.)

08:20

(0) comments
LOL  
Elsku Brantley, sem tók munnlegu prófin sín núna á mánudaginn (munnleg próf: orals: próf sem við verðum að taka til að fá M.Phil gráðuna okkar og fá leyfi til að skrifa doktorsritgerð. Meira um þau á næsta ári...), útskýrir nákvæmlega hvernig það er að vera doktorsnemi, þ.e. ef doktorsneminn væri í fantasíuskáldsögu.

08:13

(0) comments laugardagur, mars 6
ástarjátning  
New York. Furðuleg borg sem ég á heima í. Oftast þegar ég geng um götur borgarinnar líður mér eins og ég sé á rölti í Reykjavík. Ég þekki borgina og ég á heima Hér. En stundum, endrum og eins, lít ég upp og finn fyrir skyndilegri framandgervingu. Hvar er ég? Hvernig komst ég hingað? Hver ert þú, ó New York?

14:51

(0) comments föstudagur, mars 5
Hvert stefnir?  
Sigh. Svo að talning mín á greinum um Óþelló hefur vakið mismunandi viðbrögð hér innan deildarinnar. Sumir telja þetta afar hallærislegt, og mikla tímasóun. Aðrir herpa varirnar, kinka kolli og umla: "hmmmm. inturrresting."

Þetta tengist auðvitað allt nýjustu tilvistunarkreppu bókmenntafræðinnar. Bókmenntafræðingar virðast gera lítið annað en að velta því fyrir sér af hverju þeir séu að þessu, hver sé tilgangur fræðigreinarinnar og hvert stefnir innan greinarinnar.

Tvennt er víst:
 1. A.m.k. einn prófessor innan deildarinnar heldur því fram að talning sé framtíðin: þ.e. að með því að telja útgáfur bóka, eintök bóka, lesendur, rithöfunda, fræðigreinar, o.s.frv., sé stigið fyrsta skrefið í átt að vinnslu af öllum þeim upplýsingum sem við í fræðaheiminum höfum sankað að okkur síðustu tvær aldirnar, og að muni leiða að nýjum útskýringum á bókmenntasögunni, sem og menningarsögu Vesturlanda.
 2. Ég tók eftir því þegar ég fór í gegnum greinarnar um Óþelló að ég átti mjög auðvelt með að draga saman hvaða hugmyndir fólust á bak við skrifin síðustu áratugina; nema auðvitað þennan áratug. Það er gömul klisja að við getum aldrei nafngreint eða útskýrt menningarstrauma samtímans og að það sé ekki fyrr en áratug(um) síðar að hægt sé að skilgreina þær. Svo að ef ég fer í gegnum þennan sama lista eftir tíu ár, ætti ég eftir að segja nákvæmlega hvaða hugmyndastefnu fræðimennirnir aðhylltust sem skrifuðu greinarnar 2000-2004. En af þessu leiðir að ef til vill er hægt að nálgast nýjan skilning að því hvert bókmenntafræðin stefnir með því að stunda tölulega rannsókn á þeim greinum sem verið er að skrifa þessa dagana. Þ.e., ef farið er í gegnum úrtak fræðigreina, skilgreint frá hvaða sjónarmiði fræðimennirnir tala, og þar með komast að því hvaða greiningarstefna (hingað til ónefnd) virðist vera að ryðja sér rúms.
It's all about being on top of the ball, people!

20:08

(0) comments fimmtudagur, mars 4
Allt um Óþelló  
Stórmerkilegt. Núna er ég nýkomin úr síðasta tíma vikunnar, Shakespeare II þar sem ég er aðstoðarkennari fyrir hann elsku Alan. Þessi tími er, eins og nafnið ber með sér, yfirlitskúrs um leikrit Shakespeares. Um það bil sjötíu manns eru skráðir í þennan tíma, en venjulega eru aðeins tíu nemendur sem taka reglulega þátt í umræðum í tímanum. En í þessari viku varð breyting á þessu mynstri. Skyndilega fóru hendur að skjóta upp í loftið, hendur nemenda sem hafa síðustu vikur starað á gólfið til að forðast augnsamband við Alan. Allir virðast hafa eitthvað að segja um Óþelló. Hvað kemur til?

Eins og margt annað í heiminum, þá fylgja bókmenntafræði og umfjöllun um bókmenntaverk fyrri alda ákveðnum tískustraumum. Óþelló, sem var tiltölulega óvinsælt um miðbik aldarinnar, er nú orðið eitt af vinsælustu verkum Shakespeares, og fræðimenn pumpa nú út greinum um leikritið. Ekki er nóg með að meira er skrifað um Óþelló; einnig er hægt að sjá ákveðna þróun í því hvað sagt er um verkið, þróun sem hægt er að setja í samhengi við sögulega atburði sem og þróun bókmenntafræðikenninga.

Í grófum dráttum er hægt að halda því fram að rétt fyrir miðbik aldarinnar var almennt fjallað um Óþelló í tengslum við stríð og heiður og sviðsetningu verka í byrjun sautjándu aldarinnar í Englandi. Eftir miðbik aldarinnar breytist umræðan og fólk fer að velta fyrir sér hvaða hlutverki Iagó gegnir í formgerð sögunnar og hvernig hann dregur saman söguþráðinn. Á áttunda áratugnum fór áherslan að berast meira að Desdemónu og Emelíu og hlutverki kvenna í leikritinu. Á síðari hluta níunda áratugarins var hinn svarti Óþelló sjálfur undir smásjá, og talað var um mismunandi kynþætti í tengslum við samfélagslega uppbyggingu. Og nú síðustu árin virðist áherslan vera að færast yfir á hnattvæðingu, viðskipti, og Íslam í leikritinu.

Til renna hér stoðir undir þessa grófu alhæfingu um þróun Óþellós, fór ég á MLA gagnagrunninn og gerði stutta könnun, mjög óvísindalega. Ég athugaði hvað margar greinar og bækur hafa birst um verkið á hverjum áratug fyrir sig. Taka verður fram að fram að 1963 er skráning verka tilviljanakennd.

1930-40. Ein grein. Ber heitið "Othello and the Revenge of Honour".

1940-50. Ellefu greinar. Aðallega um stríð og sviðsetningu.

1950-60. 32 verk. Aðallega um sviðsetningu, formgerð og tengsl leikritsins við sögulega atburði og önnur sautjándu aldar verk. Nokkuð um orðsifjafræði.

1960-70. 157 verk. Íagó, Íagó, Íagó! Formgerð leikritsins og textatengsl einnig áberandi. Desdemóna fer að birtast.

1970-80. 278 verk. Samskipti kynjanna, staða kynjanna, kynlíf, sálfræðigreiningar, og póstmódernísk textatengsl. Kynþáttagreining fer að verða vinsæl.

1980-90. 333 verk. Kynþáttagreining mest áberandi, og er Afríka leiðarminni í þeirri greiningu. Kynjafræðin er minna áberandi en á síðasta áratugnum en er enn til staðar, nú greind út frá tungumálaforsendum fremur en sálfræði. Aðrar vinsælar greiningaleiðir eru nöfn og tungumál leikritsins, afbyggð að sjálfsögðu; og svo skrýmsli og perversion og gróteska! Og ofbeldi...mmmm.

1990-2000. 409 verk. Nýsaga og síðnýlendustefna strike big. Allt um menninguna sem leikritið sprettur upp úr. Mikið um tengingar við aðra sautjándu aldar texta sem fjalla um samskipti kynþátta. Önnur áberandi greiningaraðferð er hvernig leikritið er nýtt í nútímanum, þ.e. hvernig verkið er sett upp á sviði, í bíómyndum, í ljóðum, skáldsögum, kennslustofunni og öðrum í greinum annarra fræðimanna.

2000- . 108 verk. Enn er of snemmt til að segja hvernig greiningaraðferðir þessa áratugar eiga eftir að taka á leikritinu. Umfjöllun um leikritið í tengslum við Íslam, þ.e. út frá trúarbragðafræði og kynþáttafræði, er áberandi. Enn er rifist um hvort Óþelló var svartur eður ei og hvort það skiptir máli. Og enn er talað um nútíma sviðsetningar á verkinu í mismunandi miðlum.

Taka verður fram að þessum tölum verður að taka með varúð og að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af þeim. Sambærilegar tölur fyrir Hamlet, t.d., eru 16-28-59-420-696-888-1083-385. Eins og hjá Óþelló, þá fjölgar greinum um Hamlet jafnt og þétt. Það eina sem við getum ef til vill staðhæft er að fræðigreinum fjölgar stöðugt, og á þessi fjölgun eflaust ræktur að rekja til sífellt sterkari þrýstings á fræðimenn til að birta greinar og bækur (og tengist það pólitík háskólastofnanna). Því fjölgar (lélegum? ófrumlegum? gagnslausum?) fræðiverkum stöðugt. Og einnig verðum við að taka tillit til gagnagrunnsins hvaðan ég fékk þessar tölur. MLA gagnagrunnurinn segir að hann "Provides over one million citations for items from journals and series published worldwide" og að hann "Indexes books, essay collections, working papers, proceedings, dissertations, and bibliographies." En gagnagrunnurinn leggur mesta áherslu á verk frá engilsaxneska málsvæðinu, og auðvitað tekst honum ekki að skrá allt sem kemur út. Það skekkir niðurstöðurnar.

Samt er gaman að grufla í tölum. Ef við kíkjum t.d. á Titus Andronicus, afskaplega blóðugt verk og eitt af því fyrsta sem Shakespeare skrifaði (verk sem fræðimenn hafa löngum talið vera afskaplega "lélegt"), þá sjáum við að milli níunda og tíunda áratugarins tvöfaldast greinarskrif um það. Á áttunda áratugnum birtust 65 greinar, á þeim níunda 67 greinar og á tíunda áratugnum 118 greinar. Hvað útskýrir þessa skyndilega fjölgun? Er það 1999 bíómyndin með Anthony Hopkins í aðalhlutverki (25 af þessum 118 greinum birtast 1999-2000). Eða er bíómyndin sjálf aðeins ein birtingarmynd af víðari, samfélagslegum áhuga á tíunda áratugnum um verkið sjálft, áhuga sem ef til vill mætti skilgreina sem áhuga á sviðsetningu ofbeldis og fjölskyldu-, samfélags-, stjórnmálatengsla.

Og hvað með King Lear? Fjöldi greina um verkið tvöfaldaðist á áttunda áratugnum, frá 210 í 421. Níundi áratugurinn var tiltölulega stöðugur með 508 greinar, en á tíunda áratugnum snarfækkaði þeim skyndilega, og 443 greinar eru skráðar. Af hverju misstu fræðimenn áhuga á Lé konungi? Varð of vandræðalegt að skrifa greinar um hann Lé, eftir að fræðimenn höfðu keppst um að nauðga verkinu á áttunda áratugnum með þunglamalegum sálfræði Freuds, Lacands, Kristevu og félaga? Var þessi fækkun bakslag gegn óslökkvandi áhuga níunda áratugarins á foucaultískum hugmyndum um geðveiki og samfélag? Eða var Lér konungur ekki nógu "sexy" fyrir áratuginn sem einkenndist af poppuðum uppsetningum á Shakespeare þar sem allir aðalleikararnir eru ungir og kynæsandi (yupp. það er erfitt að gera gamlan, hvítskeggjaðan, snargeggjaðan kóng að kyntrölli...).

En hvað um það. Eitt er víst, að nemendurnir í Shakespeare II hjá Alan Stewart virðast hafa einkar mikinn áhuga á Óþelló, áhuga sem þeir hafa ekki sýnt öðrum verkum hingað til, jafnvel ekki sjálfum Hamlet!. Og hver veit. Kannski eiga þeir eftir að skrifa skemmtilegar lokaritgerðir um leikritið. Þeir geta vísað í hálftíma umræðu okkar í tímanum í dag hvort að Óþelló hafi verið getulaus og hvort og þá hvenær Óþelló og Desdemóna hafi sofið saman (ah! undergrads!). Og ef þeir þjást að ritstíflu, þá geta þeir alltaf keypt ritgerð af Othelloessays.com.

14:50

(0) comments
Smá könnun  
LOL. Núna rétt áður en ég fór, rann ég yfir þessa vefsíðu. Það kemur ef til vill engum á óvart að ég virðist vera að skrifa færslur núna mjög reglubundið á vikufresti, og alltaf á fimmtudögum. Ég vísa hér með í færsluna fyrir neðan.

09:51

(0) comments
Gasp. Gleymi mér enn og aftur  
Sigh. Eftir að ég setti enn annað netprófið á þessa síðu, leit ég á síðustu færslu og sá að enn og aftur var liðin ein vika án þess að ég skrifaði neitt. Well, og ekki get ég skrifað núna: ekki fyrr en eftir hádegi, þar sem ég er á leiðina í tíma núna eftir tuttugu mínútur.

But please remember, ég er í sex tímum þessa önn:
 • Kukl og galdrar á sextándu öldinni
 • Handrit og prentverk á miðöldum og endurreisnartímanum
 • Samfélagslíf texta á átjándu öldinni
 • Kennslufræði (brrrrrr)
 • Latína II
 • já, og auðvitað aðstoðarkennsla í Shakespeare II
Ekki að þetta sé afsökun fyrir leti minni, en ég sef ekki milli laugardags og miðvikudags, þegar ég er að lesa fyrir tímana sem tókst öllum að raða sér á fyrstu daga vikunnar, og fimmtudagar og föstudagar fara venjulega í það að sitja, shellshocked, heima hjá mér, að reyna að minnka baugana undir augunum með tepokum. Hverjum hefði dottið þetta í hug síðasta ár, þegar, well, ég lærði ekki eins mikið. Og þó, þá var ég auðvitað bara lowly meistaranemi og gerði mest lítið nema að glósa í tímum og hlusta agndofa á kennarana, og skrifa síðan greinar um hvað þeim fannst skemmtilegt ekki mér. Sigh. En jey! Ég er núna doktorsnemi og ástandið er allt öðruvísi.

Gisp. Tókst mér að gleyma mér. Gotta run, but have SOOOoo much to say!

09:47

(0) comments
Aha!  
Tíhí! Femilistinn sendi þetta á listann í gær.

Virginia Woolf
You are Virginia Woolf! You were openly bisexual and had public affairs, but you never liked sex. You wrote a seminal feminist work, long before feminists knew that they were feminists. In this vein, you never really considered yourself a feminist. You were a tragic figure, but a damn genius.
Which Western feminist icon are you?

09:37

(0) comments fimmtudagur, febrúar 26
A toaster, a toaster, my kingdom for a toaster  
I don't want a toaster.
Furnulum pani nolo.
"I don't want a toaster."

Generally, things (like this quiz) tend to tick you off. You have contemplated doing grievous bodily harm to door-to-door salesmen.

Which Weird Latin Phrase Are You?

23:32

(0) comments
The Wolf-Bloom Affair  
Greinin er loksins komin út. Naomi Wolf um Harold Bloom. Svona lýsir Wolf atburðinum:
 • The four of us ate a meal. He had, as promised, brought a bottle of Amontillado, which he drank continually. I also drank. We had set out candles—a grown-up occasion. The others eventually left and—finally!—I thought we could discuss my poetry manuscript. I set it between us. He did not open it. He did not look at it. He leaned toward me and put his face inches from mine. “You have the aura of election upon you,” he breathed.
 • I hoped he was talking about my poetry. I moved back and took the manuscript and turned it around so he could read.
 • The next thing I knew, his heavy, boneless hand was hot on my thigh.
 • I lurched away. “This is not what I meant,” I stammered. The whole thing had suddenly taken on the quality of a bad horror film. The floor spun. By now my back was against the sink, which was as far away as I could get. He moved toward me. I turned away from him toward the sink and found myself vomiting. Bloom disappeared.
 • When he reemerged—from the bedroom with his coat—a moment later, I was still frozen, my back against the sink. He said: “You are a deeply troubled girl.” Then he went to the table, took the rest of his sherry, corked the bottle, and left.
Þessi grein hefur vakið ýmis viðbrögð. Zoe Williams spyr sig af hverju ásökun um kynferðislega áreitni vekur upp svona gífurlega sterk viðbrögð, viðbrögð sem felast í því að ráðast á ásakandann, og veltir fyrir sér mismuninum að saka frægan einstakling um kynferðislega áreitni og að saka hann um, til dæmis, þjófnað. Margarethe Wente segir það eðlilega og skemmtilega reynslu kvenháskólanemandans að sofa hjá kennurum, og að Wolf verði að muna að sumir karlmenn eru góðmenni, en aðrir skíthælar. Meghan O'Rourke ásakar Wolf fyrir að hafa eyðilagt baráttuna gegn kynferðislegri áreitni með því að ásaka Bloom svo opinberlega, og svo seint.

Og fyrir ykkur sem hafa áhuga á kynjamismun í háskólum hér í Bandaríkjunum, þá bendi ég á grein eftir Ann Douglas sem er kennari hér við enskudeildina í Kólumbíu, þar sem hún talar um reynslu sína frá því að hún var háskólanemi og til og með hún hóf störf við Kólumbíuháskóla.

01:23

(0) comments
Áfangi, eða hvað...  
Tíhí. Það hlaut að koma að því. Ég hef verið vöruð við því að þetta gæti skeð. En samt bjóst ég einhvern veginn ekki við því að þetta myndi gerast. Ég var sem sagt að fá bréf frá einum nemandanum í áfanga sem ég er aðstoðarkennari í hérna í skólanum. Bréfinu lýkur svo: "Thanks for getting back to me so quickly (a nice change from some of my other profs. who are afraid of email...)". Whooplee. Professor Binna strikes again.

Og í öðrum fréttum, þá fékk ég 100 í latínu endurtekningarprófinu sem ég tók á mánudaginn. En. Andvarp. Í prófinu sem ég tók sama daginn fékk ég hvorki meira en minna en 84. Andvarp aftur. Ég hef ALDREI fengið svona lága einkunn. A.m.k. ekki á prófi sem byggir á utanbókarlærdómi og almennri greindarvísitölu. Auðvitað fékk ég við og við lægri einkunn en ég átti skilið (hmmm, breytum þessu í: átti von á) í bókmenntafræði í háskólanum, en þá var það vegna þess að kennararnir voru ósammála því sem ég var að halda fram í ritgerðunum mínum. Eða af því að kennararnir voru...

Well, stoppaði mig af hérna. Því að ég var farin að hljóma ansi arrogant. Sem ég er ekki. Ahem...

00:14

(0) comments þriðjudagur, febrúar 24
Latina gaudium et utilis est  
Stuð í skólanum! Í dag sátum við í latínutíma og flettum í orðabókum og þýddum kafla úr Vúlgötunni, nánar tiltekið Matthíasarguðspjalli 26:45-49. Við verðum nefnilega að undirbúa okkur undir hann Mel Gibson. Mikil spenna. Frumsýning núna 29. febrúar!

Sem minnir mig á það. Ég hef ekki lifað 29. febrúar síðan ég var sautján ára. Pælum aðeins í því.

00:28

(0) comments
Hvað er í gangi  
Almáttugur. Ég er eitthvað í vondum gír þessa dagana. Eftir að hafa tekið prófið aftur sem ég er viss um að ég féll í (og gekk það vel, og held ég að ég hafi náð enn einni 10 plúsunni) þá tók ég enn annað skyndipróf... og voila: mér telst sem að Brynhildi hafi tekist að ná annarri falleinkunn á ævinni.

Enda er ég núna búin að koma mér á stefnumót með Hot Toddy. Sigh, verst að það stefnumót fer fram á skrifstofunni, með þrjár málfræðibækur, eina orðabók og, kennslubækur og milljón spurninga á milli okkar. Núna á miðvikudaginn fer ég og redda málunum.

En í millitíðinni... Er núna að reyna að ná mér eftir fyrirlesturinn sem ég hélt í dag á mettíma, þar sem kennaranum mínum finnst svo gaman að tala að hann skildi aðeins eftir fimmtán mínútur handa mér, og þó að ég hafi lesið á methraða (og þið sem þekkið mig vitið hve hratt það VIRKILEGA er) þá þarf ég að klára í næsta tíma. Og enn heldur vinnukreppan áfram. Núna eftir einn og hálfan sólarhring er fyrirlestur um orðræðu nornaveiðanna í Evrópu. Ég vildi óska að ég gæti sagt ykkur aðeins nánara frá því, en það er erfitt, þar sem ég veit það ekki sjálf.

Og já, í öðrum fréttum, þá er ég feministi (fyrir ykkur sem hafa ekki enn gert ykkur grein fyrir því...).

00:19

(0) comments sunnudagur, febrúar 22
Kjúklingar og kyn  
Vá! Halló. Greinilega illa farin eftir ammælið hennar Helenu í gær. Ég sit núna við tölvuna að hamra saman fyrirlestri um lestur og skrif kvenna í Edinbúrg 1720. Fyrir fimm mínútum stoppaði ég til að lesa yfir það sem var komið og fann eftirfarandi setningu: "Spain’s monograph emphasizes that gender stratification is irrevocably linked with the spatial segregation of the chicken".

Hmmmm. LOL. Mús á kjúklinginn, tvíklikka, uppljóma, eyða, skrifa: g-e-n-d-e-r-s.

Annars er Amazon bókabúðin í merku samstarfi við Mammón. Djöfulleg búð a'tarna. Mér tókst að kaupa ellefu bækur á fjórum mínútum núna fyrir hálftíma. Sigh.

15:09

(0) comments laugardagur, febrúar 21
Nú jæja. Kvenímynd nútímans  
Ég lenti óvart inn á síðu ljósmyndara sem setti á netið verkefni sem hann hefur gert fyrir auglýsingastofur og hvernig hann breytir myndum í tölvunni áður en þær birtast. Það er brjálað að sjá breytingarnar. Myndin birtist á skjánum og ef við setjum músina yfir hana þá sjáum við hvernig fyrirsætan leit út áður en henni var breytt. Hérna vinnur hann að bíkíníauglýsingu og hérna er hvernig hann breytir einni ljóshærðri gellu.

17:13

(0) comments
Barátta risanna  
Vá! Tölum aðeins um nýjasta skandalið í bókmenntaheimun. Naomi Wolf hefur ásakað Harold Bloom um kynferðislega áreitni þegar hún var háskólanemi í Yale á sjöunda áratugnum og Harold var kennarinn hennar. Camille Paglia hefur tekið upp hanskann fyrir Harold og hnýtir í Naomi fyrir að vera unglingur sem aldrei varð fullorðin. Lesið allt um þetta hér.

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Naomi auðvitað frægust fyrir að skrifa stórmerkilegu bókina The Beauty Myth í byrjun níunda áratugarins, bók sem útskýrir hvernig feðraveldið heldur konum niðri með útlitskröfum. Naomi er feministi af gamla skólanum, gallhörð, orðheppin, og þrátt fyrir að ég er ósammála henni um margt, hefur hún oft margt gott að segja.

Camille er erkióvinur Naomi. Camille er feministi (þótt margir vildu ef til vill neita henni um þann titil) sem er á móti feminisma. Halló einstaklingshyggja. Halló sígarettur. Halló frelsi einstakra kvenna og niður með systralagið.

Harold sjálfur, gamli kallinn, er ef til vill þekktasti bandaríski bókmenntafræðingurinn í dag. Hann hatar allt sem tengist bókmenntakenningum, póstmódernisma, franskri heimspeki og fjölmenningu. Hann hefur skrifað ógrynni bóka sem fjalla allar um hvernig við verðum að endurreisa gömlu góðu dagana (lesist: sjötti áratugurinn eða fyrr) þar sem sígildar bókmenntir voru mikils metnar og akademískir anarkistar ekki búnir að taka yfir bókmenntadeildir háskólana.

17:05

(0) comments fimmtudagur, febrúar 19
Fallisti  
Og ja! Nyjustu frjettir. Jeg held ad jeg hafi fallid a latinuskyndiprofinu sem jeg tok i gaer. Thetta er afar merkilegt. Jeg held ad hingad til hafi jeg aldrei fengid laegra en 8 i profum sem jeg hef tekid allt fra thvi jeg hof skolagongu mina i Isakskola, fimm ara ad aldri. En nuna. Wow mamma mia! Vid erum ad laera vidtengingarhattinn i latinunni, og kennarinn, hann hot Toddie, hafi sett okkur fyrir ad laera oll form af vidtengingarhaettinum, sem og ordafordan i kafla 29. Jeg las thad sem form vidtengingarhattsins og ordafordann i kafla 29. Afsokun? Audvitad. Eitt er vist, ad thegar jeg maetti i latinutimann i gaer, tha fjekk jeg profid i hendurnar og stardi a tiu setningar sem jeg atti ad bera kennsl a og greina samkvaemt rjettum malfraedireglum, reglum sem jeg thekkti ekki.

Jeg verd bara ad segja eitt, ad thad er gott ad jeg er ekki lengur eins einkunnasjuk og paranoid og jeg var i gamla daga. Tha hefdi jeg lagst i nokkra daga thunglyndi og efasemdir um eigin gafur eftir ad hafa tekid svona prof, en nuna fannst mjer thetta bara fyndid og teiknadi broskalla a spurningarnar sem jeg gat ekki svarad. En thar sem jeg er jeg, tha taladi jeg audvitad vid hann Hot Toddy og spurdi hvort jeg gaeti nu ekki tekid nytt prof i naestu viku i stadinn fyrir thetta!

Hot Toddy er algjort aedi. Jeg tilnefndi greyid til verdlaun Kolumbiuhaskola fyrir kennara arsins. Hann er thritugur framhaldsnemandi i klassiskum bokmenntum hjer i haskolanum, smavaxinn, fyrrverandi glimukappi, skollottur (but in a sexy way) og hardgiftur. Sigh. Jeg og Allison erum badar mestu addaendur hans. Vid erum reyndar ad plana matarbod thar sem vid getum bodid kappanum (jaja, asamt eiginkonunni) i lok annarinnar, thar sem vid viljum ekki missa samband vid manninn. Baedi er hann afar skemmtilegur, og sidan er lika alltaf gott ad thekkja einstaklinga sem eru pottthjettir i latinu. (Thvi eins og thid vitid, tha geri jeg ekkert hjer i NY, nema ad thad muni koma mjer vel i framtidinni... Cold, calculating woman, me.)

Thad eina sem jeg hef ad segja a moti Hot Toddy er ad hann hefur afar gaman af Cicero. Nu er jeg komin thad langt i latinunni ad jeg get lesid flesta texta ef jeg hef ordabok vid hond... flesta texta, thad er ef their eru skrifadir a midoldum eda sidar. En Cicero, Cicero er hraedilegur. Flokinn. Fullur af undantekningum. Convoluted. o.s.frv. Sem thydir thad i hvert skipti sem jeg fae nyjan Cicero texta fra Hot Toddy til ad thyda, fyllist jeg alltaf despair yfir thvi ad jeg muni aldrei skilja latinu og sit og lem hausinn med ordabokinni. Jeduddamia, mikid er jeg fegin ad min latina er einfold og blatt afram sautjandu aldar akademiska!

14:14

(0) comments
Enn og aftur  
Enn og aftur hef jeg ekki kveikt a tolvunni minni i eina viku, svo ad litid hefur verid um skrif. Og enn og aftur hef jeg fyllst gifurlegri sektarkennd, og thvi tek jeg nu sma tima fra lestri i Butler library til ad lata ykkur devoted readers vita ad jeg sje enn a lifi... og ad jeg sje njosnareifari!
You're Catch-22!
by Joseph Heller

Incredibly witty and funny, you have a taste for irony in all that you see. It seems that life has put you in perpetually untenable situations, and your sense of humor is all that gets you through them. These experiences have also made you an ardent pacifist, though you present your message with tongue sewn into cheek. You could coin a phrase that replaces the word "paradox" for millions of people.

Take the Book Quiz

13:56

(0) comments fimmtudagur, febrúar 12
Frank Muniz  
Í morgun fór ég í jarðaför. Frank Muniz, nágranni minn, dó fyrir tæpri viku síðan og minningarathöfn var haldin í Corpus Christi kirkjunni á 121 stræti og Broadway. Ég hafði sjálf aðeins séð Frank einu sinni. Það var á þriðja degi hérna í Bandaríkjunum. Einhvern veginn hafði mér tekist að læsa mig úti á fyrsta deginum hérna uppi í Kólumbíuhverfi, og bankaði uppi á íbúðina hjá Muniz hjónunum til að hringja í húsvörðinn. Mrs. Muniz svaraði og bauð mér inn til að nota símann og þar sé ég Frank. Síðustu árin hafði hann verið rúmliggjandi, með lungnakrabbamein á háu stigi. Í hverri viku fékk hann senda súrefnistanka.

Ég sá Frank aldrei aftur, en hins vegar sá ég eiginkonu hans, Pat, reglulega. Hún er afar indæl kona á níræðisaldri sem talaði alltaf um mig sem "the little lady from Iceland" (fyndið, hún er alveg 150 sentimetrar og kallar mig litla!) við gesti sem komu í heimsókn til mín. Og síðan dó Frank, og öllum íbúum hússins var boðið í minningarathöfn.

Og ég fór. Líkami Krists kirkja er kaþólsk kirkja, og ég fylgdist afar áhugasöm með athöfninni, enda í fyrsta skipti sem ég kemst í tæri við kaþólska messu. Auðvitað hef ég séð kaþólskar messur í ótal bíómyndum, þar sem athöfnin er alltaf sérstaklega ábúðarfull og duló. Svo að athöfnin sjálf olli mér töluverðum vonbrigðum, svona í fyrsta skipti þegar ég sá hana ekki á risastórum kvikmyndaskjá. En þó... Á sama tíma varð athöfnin einhvern veginn merkilegri akkúrat vegna smæðarinnar og venjuleikans. Já, altarisdrengirnir voru á staðnum, einn afar hávaxinn og rétt kominn á gelgjuna, og leið greinilega ekki vel að vera í kjól. Sá hélt á risastórum krossi með blóðugum líkama Krists. Hinn lítill og þybbinn og enn nógu ungur til að finnast kjóllinn ekki vera vandræðalegur. Sá sveiflaði um reykelsinu alræmda. Fjögurra manna kór elti altarisdrengina og söng sálma. Líka í fermingarkjólum. Og síðan kom presturinn, gamall maður í hvítum kjól með biblíu í höndunum.

Ég fylgdist afar áhugasöm með öllu þessu. Miðjan á sviðinu (hmm, er það kallað svið eða kór, svæðið þar sem presturinn athafnar sig?) var afar lítið notuð í athöfninni. Presturinn hélt sig aðallega hægra megin, þar sem hann sat og stóð og söng og las upp úr biblíunni. Síðan fór hann einu sinni vinstra megin á sviðið til að lesa upp ræðu. Í hvert skipti sem hann gekk yfir mitt sviðið, hneigði hann sig fyrir altarismyndinni af Kristi í gylltum og rauðum kóngafötum og tveimur dýrðlingum (reyndar gerðu það allir sem gengu yfir miðkirkju). Á miðju sviði var autt borð, sem ekki var notað fyrr en í lok athafnarinnar þegar presturinn bauð upp á altarisgöngu, og tók til brauð og vín.

Sérstaklega áhugavert við athöfnina var notkun reykelsisins. Reykelsinu var sveiflað aftur og aftur, bæði af altarisdrengjunum og prestinum sjálfum. Presturinn gekk tvisvar í kringum auða miðborðið og reykelsaði það. Síðan var biblían reykelsuð við og við, og loksins brauðið og vínið. Ég sat á fimmta bekk, og í lok athafnarinnar var reykelsið virkilega farið í augun á mér.

Það sem skildi kannski þessa athöfn mest frá þeim fáum messum sem ég hef sótt á Íslandi er hvað mikið er staðið í þeirri kaþólsku. Ég stóð uppi hálfa athöfnina, og vorkenndi gamla fólkinu sem var í kirkjunni. Presturinn var líka afar fyndinn. Hann var sætur og vinalegur gamall kall, og þegar maðurinn byrjaði að tala í fyrsta skipti, lá við að ég skellti upp úr. Er hann ekki með þennan þykka bandaríska hreim. Þetta eru áhrif bíómyndanna! Einhvern veginn bjóst ég að hann hefði írskan hreim!

Sigh. En það er nú það. Nú sit ég og bíð eftir að fara að hitta Alan Stewart, prófessorinn minn gloriosus frá Bretlandi sem er hýr og innilega blautur. Ég er með útblásinn maga eftir matinn sem ég fékk í erfidrykkjunni, og er ekki alveg í stuði til að vagga niðrá skrifstofu... en hvað get ég gert. Sigh.

12:40

(0) comments
Mikil sorg  
Sigh. Enn og aftur hef ég ekki skrifað lengi. Hvar hef ég verið síðustu vikuna? Stórt er spurt, en það sem klukkan er núna korter í eitt að nóttu til hef ég ekki orku í að svara henni. Eina ástæðan fyrir því að þið, my devoted readers, lesið þetta núna er að sektarkenndin yfir skrifleysi mínu var að fara með mig, svo ég tók tíma frá lestrinum til að slá inn nokkur orð. Svo að, hér með, endar þetta. Til morguns, kæru vinir, til morguns!

Já, og besta lína EVER. Ég var að lesa ritdóm um nýjar þýðingu Ann Carsons á ljóðum Sapphó og verkum bókmenntafræðinga um skáldið. "There is no reason to assume in advance that male poets rape Sappho while female poets sing with her."

Ú, og Óskar er farinn. Kemur í ljós að ég stal delíkettinum á Milano's Delicatessen. Litla skrýmslið, síamskettlingurinn grimmi sem velti sér upp úr sandinum, dreifði saur um allt skrifstofugólfið mitt og beit og klóraði mig og Helenu, er nú loksins kominn aftur í hendur réttra eigenda: slátraranna í Milano's. Og megi hann lengi lifa. Óskar, sem réttu nafni heitir ROCKY.

00:49

(0) comments þriðjudagur, febrúar 3
Jájá, ég líka um ofurskálina  
Já, ég er suddi. Auðvitað fór ég á netið til að leita að nýjasta skandalinu í Bandaríkjunum. Og fann vídjóupptöku af atburðinum.

10:00

(0) comments
Nýjustu fréttir af Óskari  
Gvöð, er þessi kettlingur maaasssa sætur! Sigh. Ég er núna að prenta út auglýsingaspjöld sem ég get hengt upp í nágrennið til að auglýsa eftir eigendum. Ég hálft í hvoru vona að þeir komi fram. Tja, auðvitað vildi ég gjarnan eiga kött, sérstaklega purebred síamskött, en þessi er afskaplega energetic. Er nú þegar búinn að henda öllum sandinum úr kassanum yfir á gólfið mitt, rétt fyrir framan skrifborðið, sem og bíta mig nokkrum sinnum í hendina (skiljanlegt, þar sem hún sem lýtur auðvitað út eins og risastór vansköpuð mús...eða ekki). Svo að auglýsingaspjöldin fara upp í dag.

09:38

(0) comments
The Scandinavian Menace  
Hahaha! Ég var að lesa alveg einstaklega illa skrifaða grein á netinu sem fjallar allt um hvernig Skandinavíubúar eru að eyðileggja hjónasælu Bandaríkjamanna. Greinin er einstaklega áhugaverð, hvernig hún reynir að tengja hjónabönd samkynhneigðra við eyðileggingu allra hjónabanda. A.m.k. reynir greinin að halda því fram, en höfundurinn er einnig umhugað að tala um hvernig trúleysi Skandinavíubúa, sósíalískar tilhneigingar, sem og argasti feminismi séu einnig um að kenna. Nokkrar tilvitnanir:
 • No Western economy has a higher percentage of public employees, public expenditures--or higher tax rates--than Sweden. The massive Swedish welfare state has largely displaced the family as provider. By guaranteeing jobs and income to every citizen (even children), the welfare state renders each individual independent. It's easier to divorce your spouse when the state will support you instead.

  The taxes necessary to support the welfare state have had an enormous impact on the family. With taxes so high, women must work. This reduces the time available for child rearing, thus encouraging the expansion of a day-care system that takes a large part in raising nearly all Swedish children over age one. Here is at least a partial realization of Simone de Beauvoir's dream of an enforced androgyny that pushes women from the home by turning children over to the state.

  ...

  There are also cultural-ideological causes of Swedish family decline. Even more than in the United States, radical feminist and socialist ideas pervade the universities and the media. Many Scandinavian social scientists see marriage as a barrier to full equality between the sexes, and would not be sorry to see marriage replaced by unmarried cohabitation. A related cultural-ideological agent of marital decline is secularism. Sweden is probably the most secular country in the world. Secular social scientists (most of them quite radical) have largely replaced clerics as arbiters of public morality. Swedes themselves link the decline of marriage to secularism. And many studies confirm that, throughout the West, religiosity is associated with institutionally strong marriage, while heightened secularism is correlated with a weakening of marriage. Scholars have long suggested that the relatively thin Christianization of the Nordic countries explains a lot about why the decline of marriage in Scandinavia is a decade ahead of the rest of the West.

  ...

  THE DECLINE OF MARRIAGE and the rise of unstable cohabitation and out-of-wedlock childbirth are not confined to Scandinavia. The Scandinavian welfare state aggravates these problems. Yet none of the forces weakening marriage there are unique to the region. Contraception, abortion, women in the workforce, spreading secularism, ascendant individualism, and a substantial welfare state are found in every Western country. That is why the Nordic pattern is spreading.
Greinarhöfundur heldur áfram og talar um það hvernig við Skandinavíubúar viljum ekki rannsaka þetta og að allar alvöru rannsóknir um ástandið í löndunum okkar hafa verið gerðar af alvörufræðimönnum (lesist: bandarískum og breskum). Já, og síðan talar hann einnig um það að skilnaðir eru því miður einnig algengir í Bandaríkjunum... EN, bara meðal svartra og spænskumælandi. Og ef við myndum taka þá vondu minnihlutahópa úr tölunum, þá er ástandið bara ansi gott hérna í hvítu Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn eru einstaklega mikil fífl.

00:31

(4) comments mánudagur, febrúar 2
Sandkassasúpa  
Ég var að líta niður á gólfið mitt. Það er sandur út um allt. Já og sums staðar er hann blautur, þar sem vatnsdiskurinn hefur greinilega farið á flug. Og George. Nei Óskar. Nei George er greinilega afar heimskur, því að hann heldur að það eigi að sofa í sandkassanum. Nú langar mig eiginlega ekki að taka til í skrifstofunni. Hvað ætli ég finni undir sófanum...

23:33

(0) comments
George... eða Óskar  
Ég er ekki lengur ein. Ónei, ég hef fundið mér lífsförunaut... að minnsta kosti næstu dagana. Í dag, þegar ég og Helena gengum niður Broadway á leiðinni á enn eitt kaffihúsið, sjáum við lítinn síamskettling sem skelfur af kulda undir óhreinu auglýsingaskilti. Svo að auðvitað tökum við upp kettlinginn, og skutlum honum í skrifstofuna mína, og þar situr greyið (ha, situr, if only. bækur út um allt. ekkert pláss þar). Svo að ef enginn auglýsir eftir kettinum næstu dagana, þá er hann minn. Minn segi ég, minn!

Annars ekkert í fréttum nema að ég er illa haldin af kvefi. Ég er búin að hósta og snýta mér síðustu þrjá dagana og reyna að þykjast enn vera klár, þrátt fyrir að hóstalyfin sem ég er á gera það að verkum að ég er oggulítið Wooooosy! Sem kom sér ekki sérstaklega vel í dag þar sem ég er í leiðinlega kennslufræðitímanum, og undir lokin missti ég alveg þolinmæðina, opnaði gúlann, og út kom ein löng kaldhæðnisleg athugasemd um kennslu, ritgerðaryfirferðir og recursive models in the pedagogical paradigms. hmmmmm. Ekki gott. Ég er reyndar búin að heyra allt núna um pólitíkina sem er á bak við þennan áfanga, og það er afskaplega spennó. En sú saga bíður betri tíma.

Annars var helgin róleg. Gerði mest lítið á föstudaginn nema að fara að versla og kaupa dót fyrir allt of mikinn pening. Og á laugardaginn fór ég á píanótónleika þar sem verið var að kynna verk avant garde tónskáldsins Antheils, og svo fékk (auðvitað) eitt verk eftir Satie að fylgja með. Ekki það að ég hafi nokkurn tímann heyrt um þessa gutta, en þetta var öfga skemmtilegt og ég skemmti mér afskaplega vel við að horfa á fingurnar á píanóleikaranum og hvernig þeir fóru svo hratt yfir lyklaborðið (hafa píanó lyklaborð?) að stundum hurfu þeir. En síðan endaði kvöldið á því að ég eyddi enn og aftur allt of miklum pening þar sem ég endaði uppi í einhverjum prívatdinner með píanóleikaranum, vinum hans og fjölskyldu, á fancy restaurant downtown, og þrátt fyrir að ég borðaði sem minnst ég gat, þurfti ég samt að blæða grænum seðlum. Sigh. En ég sló þessu bara upp í kæruleysi, fór og hitti Brantley sem var að klára skriflega prófið fyrir munnlega prófið, á hýrasta bar sem ég hef nokkurn tímann verið á, og drakk jelloskot til klukkan tvö.

Mazeltov.

Já, og ég FÓR á bókasafnið á sunnudaginn. Hallelújah!

23:32

(0) comments föstudagur, janúar 30
Busted!  
Ég var að lesa yfir aftur það sem ég hef skrifað síðasta mánuðinn (já, ég veit. Ég veit fátt skemmtilegra en að lesa yfir skrif mín og hlæja að eigin bröndurum. Víiií!) og ég verð að segja að ég er afar þakklát að enginn hefur enn snúið gagnrýnum lestri að þessum vefleiðara. Í alvörunni krakkar, hefur enginn annar en ég tekið eftir því hve oft ég tala um að ég "verði" að fara á bókasafnið og að ég sé "á leiðinni" á bókasafnið; og þá líka hve sjaldan ég tala um að ég "sé" á bókasafninu...

Svona er þetta. No holds barred on this weblog. All secrets revealed. Svona rétt eins og Jerry Springer þátturinn sem ég horfði óvart á í morgun meðan ég borðaði morgunmatinn, rétt áður en ég rölti í skólann. Í Jerry Springer múna allir allt og alla. Gæjar múna með rassinum. Gellur múna með brjóstunum. Gestir múna áhorfendur. Áhorfendur múna gestina. Allir múna sjónvarpsáhorfandann. Og sjónvarpsáhorfandinn... tja nóg um það.

"að múna". Þetta er afar athyglisverð sletta. Kannski ég hafi samband við íslensku málstöðina. Eða ekki. Afar ljót sletta þegar ég hugsa meira um þetta. Kannski er bara eins gott að nota gömlu góðu sögnina "að bera". Sú sögn hefur auðvitað þessi skemmtilegu hljóðtengsl við nafnorðið "ber", þótt, ef ég man rétt, engin séu málsögulegu tengslin.

02:50

(0) comments
Öfgavandræðalegt!  
Æ, þetta á að kenna mér að vera ekki að athuga tölvupóstinn minn klukkan hálftvö að nóttu til. Ég er áskrifandi að fjórum mismunandi tölvupóstlistum, og á hverjum einasta degi þarf ég að fara yfir pósthólfið mitt og eyða svo sem fimmtíu bréfum til þess að geta lesið "alvöru" bréfin mín. En núna í dag fékk ég bréf frá einum listanum (þessum æðislega, æðislega að því leyti að hann sendir aðeins tvær tilkynningar á viku, í mesta lagi. Bréfið var hálf furðulegt, og fjallaði eitthvað um beiðni um að staðfesta að þetta væri rétt póstfang til að vera áskrifandi að listanum. Svo að ég ýti auðvitað strax á "reply" og skrifa stórum stöfum í titilkassa: CONFIRMED og endurtek svo sömu hástafaskilaboðin í meginmáli. Ýti á "send" og ber hausnum í mjólkurglasið mitt fimm sekúndum seinna þegar ég uppgötva skyndilega að þetta hlaut auðvitað að vera einhver tæknilega ósinnaður einstaklingur sem hefur verið að leita að upplýsingum um að vera áskrifandi, en í stað þess að senda bréf til stjórnandans, sendir óvart bréf til alls listans. Svo núna býð ég í von og óvon eftir því hvort að ég sé skyndilega orðin ein af þessum tæknilega ósinnuðu einstaklingum, og hvort að CONFIRMED bréfið mitt alræmda birtist brátt í nokkur þúsund pósthólfum hér á austurströnd Bandaríkjanna.

Annars er ekkert að frétta héðan úr höfuðborg heimsins. Það merkilegasta er, ef til vill, að ég var að taka þá stórákvörðun að morgundeginum skyldi vera eytt í að taka til í skrifstofu og svefnherbergi mínu. Sem hefur auðvitað orðið þess valdandi að ég meika ekki alveg að fara að sofa, því að, eins og við vitum öll, því fyrr sem við förum að sofa, því fyrr kemur morgundagurinn...

Gerði auðvitað ekkert í dag nema að mæta í skólann og hanga heima hjá Helenu að horfa á Buffy myndgeisladiska (á frönsku með enskum undirtitlum, svo að ég gæti sagt sjálfri mér að ég væri í raun að læra...). Tja, ég mætti reyndar á einn fyrirlestur um kvöldið, um þýðingu sextándu aldar ljóðskáldsins Skeltons á fimmtándu aldar latneskri þýðingu ítalskt ljóðskálds á grískum frumtexta sagnfræðings frá því á fyrstu öld f.Kr. Mjög athyglisvert. Og auðvitað mjög pómó...

Já, og fyrir ykkur sem hafa ef til vill verið að velta því fyrir ykkur að ég lifi sældarlífi, og geri mest lítið fyrir muchos peninga, þá vil ég segja ykkur litla dæmisögu til að sanna fyrir okkur hasarinn og háskaleikina sem fylgja þessu námi, og hvaða hættur stafa að bókmenntafræðinemanum. Ramóna, þýsk vinkona mín sem býr hér við hliðina á mér, gat ekki mætt í tímann okkar í dag. Hún hringdi í mig snemma um morguninn og tilkynnti mér að hún gæti ekki staðið á fætur: eitthvað hefði skeð, eitthvað væri að, eitthvað væri bogið við hálsinn hennar. Ég sagði henni að fara að sofa og sat ein í gegnum umræður átján ára grislinga um Hamlet (átján ára fólk er fífl). Um kvöldið, eftir Buffyveisluna mína, þegar ég gekk í rólegheitunum með kaffibollann á leiðina á fyrirlesturinn, sé ég síðan Ramónu út á götu. Og ég skal sko segja ykkur: Ég hef aldrei séð annan eins hálsríg fyrr. Manneskjan gat ekki lyft hálsinum, sem var beygður niður á hægri öxl hennar og haggaðist ekki. Jedúddamía. Tölum aðeins um hálsríg, að læra yfir sig, hokin yfir litlu fartölvunum okkar.

Það sama gerðist nú reyndar við mig núna síðasta haust, einhvern tímann á þessum þremur mánuðum þegar ég hætti að skrifa. Ég vaknaði bara upp einn daginn og gat ekki hreyft á mér bakið. Á fjórða degi, þegar ég reyndi að standa upp úr bíósæti og gat ekki þá varð ég virkilega hrædd og fór beint til læknis. "Læknir, læknir, hvað er að? Er ég komin með brjósklos? Þarf ég að fara í uppskurð? Hve langan tíma tekur það? Ég þarf að fara á bókasafnið, hef engan tíma, ó nei, ó vei, hví ég?" Well, læknirinn tilkynnti mér að ég væri bara týpískur Kólumbíunemi. Kemur í ljós að við nemendur í Kólumbíu erum allir haldnir fullkomnunaráráttu, og að þessi fullkomnunarárátta veldur miklum stresseinkennum. Því eru bakverkir og aðrir stressáverkar óvenju algengir hér í skólanum. Læknirinn klykkti út með því að segja mér að hafa ávallt í huga þessi orð "the pain is all in the brain" og setti mig síðan niður fyrir framan sjónvarpið þar sem ég horfði á hálftíma heimildarmynd um hvernig bakverkir væru allir ímyndaðir sjúkdómar, og hvernig við gætum læknað sjálf okkur með því að hugsa jákvætt og vera í góðu skapi. Og I'll be damned. Nema að það svínvirkaði. Þegar ég gekk frá lækninum með lyfseðilinn að níðsterku vöðvaslakandi pillunum, þá fann ég strax fyrir óvenjum léttileika í hryggjarsúlunni, ég sveiflaði mjöðmunum til fram og til baka til að halda uppi á nýtilkomnum hreifanleika mínum og sveif inn í apótekið. Og þá um nóttina, þegar ég tók fyrstu vöðvaslakandi pilluna... Ójá, tölum aðeins um að svífa í lausu lofti á lyfrænu skýi...

02:02

(0) comments þriðjudagur, janúar 27
Metist um leiðindin  
Erna vinkona var að samhryggjast mér yfir kennslufræðiáfanganum sem ég þarf að taka þessa önn og segist vera í jafnleiðinlegum áfanga. Ég verð samt að segja, að ég var að lesa yfir útdráttinn úr einni af greinunum sem hún þarf að lesa. Ég verð að segja að þetta hljómar massa spennandi.

Greinin fjallar um eitthvað sem er "disrupted in the mouse dactylaplasia mutant" (Mutant!!! Vei!) og segir allt frá því þegar "the vertebrate embryonic limb" byrjar að vaxa, og síðan gerist eitthvað hjá "the apical ectodermal ridge" til þess að hafa áhrif á "the progress zone" og síðan ræðst eitthvað sem ég næ ekki alveg á móti og púslar saman nýjum erfðavilltum fæti "in a proximal to distal progression". En aðalfútt greinarinnar er auðvitað þegar uppreisnargenin ógurlegu, "the semidominant mouse mutant dactylaplasia" ráðast á tengslanetið, sprengja "the distal structures of the developing footplate" í loft upp og senda síðan fréttatilkynningu þar sem SMMD lýsir yfir ábyrgð á ódæðuverkinu og hvetur til nýs frelsis genabreyttra músaskrýmsla. Og afleiðingarnar eru óhugnanlegar. "Dac homozygotes thus lack hands and feet except for malformed single digits, whereas heterozygotes lack phalanges of the three middle digits."

Rithöfundar greinarinnar komast að þeirri niðurstöðu að SMMD er nánast óðstöðvandi, enda hefur eitthvað gert eitthvað sem "encodes adapters that target specific proteins for destruction by presenting them to the ubiquitination machinery."

Orange alert! Orange alert! Specific proteins have been targeted for destruction by a rogue group calling themselves SMMD, or the Semidominant Mouse Mutant Dactylaplasia. US travellers abroad are requested to show extra care.

Sigh. Þetta er miklu meira spennandi en flokkunarkenndur lestur. Og bara svo þið vitið, þá nýtti ég mér "expressive" lestur til að lesa greinina hennar Ernu (sem er og mun ávallt vera miklu greindari en ég, þar sem hún les í dag miklu lengri orð en ég mun nokkurn tímann skrifa).

03:14

(0) comments

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag
2002
brynhildur