föstudagur, mars 19 Og enn snjóar
Á mánudaginn fór ég niðrí miðbæ og verslaði og verslaði og gekk um í stuttum kjól og sólgleraugum og sumarsandölum. Næsta daginn arkaði ég um í vetrarskónum mínum í gegnum snjó og slyddu.
Það versta við þetta nýtilkomna kuldakast hér í NY er að vetrarkápan mín gaf endanlega upp öndina um helgina. Svo að ég geng um í fimm peysum og þremur treflum og tími ekki að kaupa nýja kápu, því að ég veit ekki hvort ég ætti að kaupa vetrarkápu eða sumarkápu. En ég á hins vegar átta pör af skóm núna í dag (yupp, have become a clotheshorse!).
19:52