föstudagur, mars 19 Hér með tilkynnist...
Gleymdi algjörlega að láta ykkur vita! Ég er að fara að flytja minn fyrsta fyrirlestur á lítilli ráðstefnu í Princeton háskóla. Ef þið lítið á stundaskrána á heimasíðunni, sjáið þið yours truly tala um ljóðagerð Elísabetar drottningu í málstofu A, Material Letters. Versta er, að þá er ég hingað til með fyrirlestur upp á fjörutíu mínútur. Er núna að vinna að því að klippa hann niður í fimmtán mínútur. Sigh!
19:59