sunnudagur, mars 7 Að drepa dauða köttinn
Hvurslags er þetta. Rakst á grein netinu frávantru.is. Segist síðan vera í "baráttu gegn hindurvitnum". Virðist mér þessi barátta gegn hindurvitnum aðallega snúast með því að ráðast á og sverta kristnar kirkjur. Tökum til dæmis síðuna sem ég vísaði til hér fyrir ofan. Sú síða gengur út á að birta ljósmyndir um kristilegt líf í Þýskalandi Hitlers. Afar fyndið/sorglegt/merkilegt er hvernig greinarhöfundur þarf að taka það fram undir hverri mynd að þetta er kristin kirkja, kristinn prestur, kristin messa, o.s.frv. Og síðan eru birtar myndir sem eru algjörlega fáránlegar, eins og mynd af "kristinni" útför mömmu Hitlers, mynd af "kristnum" minnisvarða um fallna hermenn, mynd af "kristinni" minningarathöfn um fallna hermenn, o.s.frv.
Now don't get me wrong. Hef sjálf verið trúleysingi frá því ég man eftir mér, en að mínu mati er það sjálfsagður hluti mannlegra samskipta að bera virðingu fyrir trú og trúarbrögðum annarra. Og síðan er þessi myndapistill einkar tacky, og sæmir ekki kennd minni fyrir góðri úrvinnslu á greinarefni. Því að það er rökvilla í henni. Það er mikill munur á kristinni trú og kristnu trúarlífi/kirkjum. Það er ekki rökstuðningur gegn "hindurvitnum" og trú þegar birt er hvernig mismunandi kirkjur hafa hegðað sér í gegnum tíðina.
OG, ofan á allt saman, þá fann ég á sömu síðu tvær greinar sem halda því fram að Passíusálmar Hallgríms Helgasonar hafi þjóðarskömm. Hef ekki haft tíma til að lesa þær, en eftir að hafa skrunað hratt niður eina þeirra, finnst mér sú bókmenntafræðilega úrvinnsla sem þar er stunduð afar 1920's! Það eina góða sem ég myndi ef til vill segja um þá grein, að ég er afar ánægð með að sautjándu aldar ljóðskáld geti enn vakið almenna umræðu, og hvet ég hér með alla til að skrifa eitthvað um sautjándu aldar bókmenntir.
11:00