Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, janúar 30
Busted!  
Ég var að lesa yfir aftur það sem ég hef skrifað síðasta mánuðinn (já, ég veit. Ég veit fátt skemmtilegra en að lesa yfir skrif mín og hlæja að eigin bröndurum. Víiií!) og ég verð að segja að ég er afar þakklát að enginn hefur enn snúið gagnrýnum lestri að þessum vefleiðara. Í alvörunni krakkar, hefur enginn annar en ég tekið eftir því hve oft ég tala um að ég "verði" að fara á bókasafnið og að ég sé "á leiðinni" á bókasafnið; og þá líka hve sjaldan ég tala um að ég "sé" á bókasafninu...

Svona er þetta. No holds barred on this weblog. All secrets revealed. Svona rétt eins og Jerry Springer þátturinn sem ég horfði óvart á í morgun meðan ég borðaði morgunmatinn, rétt áður en ég rölti í skólann. Í Jerry Springer múna allir allt og alla. Gæjar múna með rassinum. Gellur múna með brjóstunum. Gestir múna áhorfendur. Áhorfendur múna gestina. Allir múna sjónvarpsáhorfandann. Og sjónvarpsáhorfandinn... tja nóg um það.

"að múna". Þetta er afar athyglisverð sletta. Kannski ég hafi samband við íslensku málstöðina. Eða ekki. Afar ljót sletta þegar ég hugsa meira um þetta. Kannski er bara eins gott að nota gömlu góðu sögnina "að bera". Sú sögn hefur auðvitað þessi skemmtilegu hljóðtengsl við nafnorðið "ber", þótt, ef ég man rétt, engin séu málsögulegu tengslin.

02:50

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur