mánudagur, mars 8 Málfræði. Vei!
Afi las vefleiðarann minn og ætlar að senda mér Íslenska málfræði Björns Guðfinsssonar. Kemur í ljós að reglan er sú að veika beyging lýsingarorða með ákveðnu nafnorði er: "með hvítu hestana". Þó er einnig hægt að nota "með hvíta hestana" og er ákveðinn blæbrigðamunur á þessum notkunum. En ég mun læra allt um þetta þegar bókin kemur!
11:49