Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, mars 7
Íslensk málfræði  
Ég held ég verði að kaupa mér íslenska málfræðibók. Ég hef ekki setið í málfræðitíma síðan ég var í Laugarlækjaskóla (yupp, tók stöðuprófið í MH og fékk að sleppa við málfræðina í menntó. og var afar ánægð þá... enda ekki ennþá orðinn súpernörrinn sem ég er í dag) og finn núna að þótt ég virðist hafa sæmilegt vald á tungunni og "tilfinningu" fyrir því hvað er málfræðilega rétt og rangt, þá get ég ekki útskýrt nákvæmlega af hverju með því að nota rétt hugtök.

Tökum t.d. textann sem ég var að skrifa rétt áðan. Upphaflega sagði ég að ég myndi sitja "með minnismiðana". Eftir tíu sekúnda umhugsun fylgdi ég gamalli og góðri hefð og breytti "minnismiðana" í "hestana". Nú, "með hestana" hljómar rétt. "Ég fer með hestana..." En ég "sit með hestunum"... Hmmm. Ég tek skjóta ákvörðun og ákveð að þessi mismunur á falli með sömu forsetningunni hefur að gera með hreyfingu og ekki hreyfingu, og breyti þolfalli í þágufall. "Ég sit með minnismiðunum". Aha! Þetta hljómar innilega vitlaust. Fer aftur í hestalíkinguna mína og tek þá ákvörðun að mismunur á falli með forsetningunni "með " hafi ekkert að gera með hreyfingu, heldur með (ah, nú man ég ekki íslenska orðið) agency. Svo að ég fer "með hestunum" sem eru ferðafélagar mínir, en ég fer "með hestana" sem eru eign mín og elta mig. Textanum aftur breytt í upphaflegt form. "Ég sit með hvíta minnismiðana".

Og aarrrgh. Velti núna fyrir mér lýsingarorðinu. Núna er ég búin að velta þessu svo mikið fyrir mér að ég get engan veginn munað hvort að rétt fleirtöluending á þolfalli, karlkyns með ákveðnum greini sé -u eða -a. Þessi víðfræga tilfinning mín fyrir réttri tungu er farin, og ég geri engan greinarmun á því að sitja "með hvíta minnismiðana" og að sitja "með hvítu minnismiðana" (vel síðarnefnda valkostinn, just for the heck of it... og það hljómar aðeins réttara...).

Ergo, mig vantar íslenska málfræðibók...eða afa. Er núna farin á ruv.is þar sem ég get hlustað á útvarpsþáttinn "Íslenskt mál" frá því í gær, og velt fyrir mér íslenskri tungu.

08:54

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur