föstudagur, mars 5 Hvert stefnir?
Sigh. Svo að talning mín á greinum um Óþelló hefur vakið mismunandi viðbrögð hér innan deildarinnar. Sumir telja þetta afar hallærislegt, og mikla tímasóun. Aðrir herpa varirnar, kinka kolli og umla: "hmmmm. inturrresting."
Þetta tengist auðvitað allt nýjustu tilvistunarkreppu bókmenntafræðinnar. Bókmenntafræðingar virðast gera lítið annað en að velta því fyrir sér af hverju þeir séu að þessu, hver sé tilgangur fræðigreinarinnar og hvert stefnir innan greinarinnar.
Tvennt er víst:
A.m.k. einn prófessor innan deildarinnar heldur því fram að talning sé framtíðin: þ.e. að með því að telja útgáfur bóka, eintök bóka, lesendur, rithöfunda, fræðigreinar, o.s.frv., sé stigið fyrsta skrefið í átt að vinnslu af öllum þeim upplýsingum sem við í fræðaheiminum höfum sankað að okkur síðustu tvær aldirnar, og að muni leiða að nýjum útskýringum á bókmenntasögunni, sem og menningarsögu Vesturlanda.
Ég tók eftir því þegar ég fór í gegnum greinarnar um Óþelló að ég átti mjög auðvelt með að draga saman hvaða hugmyndir fólust á bak við skrifin síðustu áratugina; nema auðvitað þennan áratug. Það er gömul klisja að við getum aldrei nafngreint eða útskýrt menningarstrauma samtímans og að það sé ekki fyrr en áratug(um) síðar að hægt sé að skilgreina þær. Svo að ef ég fer í gegnum þennan sama lista eftir tíu ár, ætti ég eftir að segja nákvæmlega hvaða hugmyndastefnu fræðimennirnir aðhylltust sem skrifuðu greinarnar 2000-2004. En af þessu leiðir að ef til vill er hægt að nálgast nýjan skilning að því hvert bókmenntafræðin stefnir með því að stunda tölulega rannsókn á þeim greinum sem verið er að skrifa þessa dagana. Þ.e., ef farið er í gegnum úrtak fræðigreina, skilgreint frá hvaða sjónarmiði fræðimennirnir tala, og þar með komast að því hvaða greiningarstefna (hingað til ónefnd) virðist vera að ryðja sér rúms.
It's all about being on top of the ball, people!
20:08