Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, mars 4
Gasp. Gleymi mér enn og aftur  
Sigh. Eftir að ég setti enn annað netprófið á þessa síðu, leit ég á síðustu færslu og sá að enn og aftur var liðin ein vika án þess að ég skrifaði neitt. Well, og ekki get ég skrifað núna: ekki fyrr en eftir hádegi, þar sem ég er á leiðina í tíma núna eftir tuttugu mínútur.

But please remember, ég er í sex tímum þessa önn:
  • Kukl og galdrar á sextándu öldinni
  • Handrit og prentverk á miðöldum og endurreisnartímanum
  • Samfélagslíf texta á átjándu öldinni
  • Kennslufræði (brrrrrr)
  • Latína II
  • já, og auðvitað aðstoðarkennsla í Shakespeare II
Ekki að þetta sé afsökun fyrir leti minni, en ég sef ekki milli laugardags og miðvikudags, þegar ég er að lesa fyrir tímana sem tókst öllum að raða sér á fyrstu daga vikunnar, og fimmtudagar og föstudagar fara venjulega í það að sitja, shellshocked, heima hjá mér, að reyna að minnka baugana undir augunum með tepokum. Hverjum hefði dottið þetta í hug síðasta ár, þegar, well, ég lærði ekki eins mikið. Og þó, þá var ég auðvitað bara lowly meistaranemi og gerði mest lítið nema að glósa í tímum og hlusta agndofa á kennarana, og skrifa síðan greinar um hvað þeim fannst skemmtilegt ekki mér. Sigh. En jey! Ég er núna doktorsnemi og ástandið er allt öðruvísi.

Gisp. Tókst mér að gleyma mér. Gotta run, but have SOOOoo much to say!

09:47

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur