Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, febrúar 2
George... eða Óskar  
Ég er ekki lengur ein. Ónei, ég hef fundið mér lífsförunaut... að minnsta kosti næstu dagana. Í dag, þegar ég og Helena gengum niður Broadway á leiðinni á enn eitt kaffihúsið, sjáum við lítinn síamskettling sem skelfur af kulda undir óhreinu auglýsingaskilti. Svo að auðvitað tökum við upp kettlinginn, og skutlum honum í skrifstofuna mína, og þar situr greyið (ha, situr, if only. bækur út um allt. ekkert pláss þar). Svo að ef enginn auglýsir eftir kettinum næstu dagana, þá er hann minn. Minn segi ég, minn!

Annars ekkert í fréttum nema að ég er illa haldin af kvefi. Ég er búin að hósta og snýta mér síðustu þrjá dagana og reyna að þykjast enn vera klár, þrátt fyrir að hóstalyfin sem ég er á gera það að verkum að ég er oggulítið Wooooosy! Sem kom sér ekki sérstaklega vel í dag þar sem ég er í leiðinlega kennslufræðitímanum, og undir lokin missti ég alveg þolinmæðina, opnaði gúlann, og út kom ein löng kaldhæðnisleg athugasemd um kennslu, ritgerðaryfirferðir og recursive models in the pedagogical paradigms. hmmmmm. Ekki gott. Ég er reyndar búin að heyra allt núna um pólitíkina sem er á bak við þennan áfanga, og það er afskaplega spennó. En sú saga bíður betri tíma.

Annars var helgin róleg. Gerði mest lítið á föstudaginn nema að fara að versla og kaupa dót fyrir allt of mikinn pening. Og á laugardaginn fór ég á píanótónleika þar sem verið var að kynna verk avant garde tónskáldsins Antheils, og svo fékk (auðvitað) eitt verk eftir Satie að fylgja með. Ekki það að ég hafi nokkurn tímann heyrt um þessa gutta, en þetta var öfga skemmtilegt og ég skemmti mér afskaplega vel við að horfa á fingurnar á píanóleikaranum og hvernig þeir fóru svo hratt yfir lyklaborðið (hafa píanó lyklaborð?) að stundum hurfu þeir. En síðan endaði kvöldið á því að ég eyddi enn og aftur allt of miklum pening þar sem ég endaði uppi í einhverjum prívatdinner með píanóleikaranum, vinum hans og fjölskyldu, á fancy restaurant downtown, og þrátt fyrir að ég borðaði sem minnst ég gat, þurfti ég samt að blæða grænum seðlum. Sigh. En ég sló þessu bara upp í kæruleysi, fór og hitti Brantley sem var að klára skriflega prófið fyrir munnlega prófið, á hýrasta bar sem ég hef nokkurn tímann verið á, og drakk jelloskot til klukkan tvö.

Mazeltov.

Já, og ég FÓR á bókasafnið á sunnudaginn. Hallelújah!

23:32

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur