Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

miðvikudagur, mars 17
Spring Break!  
Frí frí frí frí. Hef verið í fríi í hálfa viku og á hálfa viku eftir. Hef ekki kveikt á tölvunni þar til í dag, og ætla mér ekki að kveikja á henni aftur, því ég ætla mér ekki að vinna neitt næstu dagana...

Sit núna og blaða í Íslensku málfari eftir Árna Böðvarsson. Fann hana þegar ég var að taka til í bókaskápunum mínum (tók þá örvæntingafullu ákvörðun að ýta öllum bókunum mínum aftast í hillurnar og byrja að stafla bókum upp tvöfalt (er eitthvað íslenskt orð fyrir þetta? Enska sögnin er "to doubleshelf") eftir að ég komst ekki lengur inn í skrifstofuna mína í gær) og byrjaði að blaða í henni. Stórmerkilegt að ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti þessa ágætu bók (kannski ekki það merkilegt þar sem ég hef afar litla stjórn á bókakosti mínum). Kemur í ljós að ég þjáist af semsýki, eða áráttu til enskukenndra tilvísunarsetninga.

Dæmið sem þessi ágæta bók tekur er úr Njálu.
  • "Skip kom út í Arnarbælisós og stýrði skipinu Hallvarður hvíti, víkverskur maður." breytist í: "Skip, sem Hallvarður hvíti, víkverskur maður, stýrði, kom út í Arnarbælisós."
Yupp, og ekki nóg með að ég þjáist af semsýki, heldur þjáist ég líka af óstjórnlegri bókakaupsýki. Hætti núna að skrifa. Þarf að opna bókapakkana sem liggja núna á gólfinu. Hef keypt sextíu bækur síðustu tvo mánuðina. Sigh.

12:26

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur