laugardagur, mars 6 ástarjátning
New York. Furðuleg borg sem ég á heima í. Oftast þegar ég geng um götur borgarinnar líður mér eins og ég sé á rölti í Reykjavík. Ég þekki borgina og ég á heima Hér. En stundum, endrum og eins, lít ég upp og finn fyrir skyndilegri framandgervingu. Hvar er ég? Hvernig komst ég hingað? Hver ert þú, ó New York?
14:51