föstudagur, mars 19 Tax season
Er nýkomin úr þriggja tíma fyrirlestri sem á að kenna mér að fylla út bandarísku skattaskýrslurnar þrjár sem ég þarf að skila inn. Ég hef sjaldan verið eins BORED! Guð minn góður. Það tók fimm mínútur að fara yfir einn reit á fyrstu skýrslunni. Sá reitur, by the way, vildi fá nafn og heimilisfang.
Svona er þetta, þegar hundrað stúdentar eru samankomnir og þurfa að fylla út eyðublöð. Stundum velti ég því fyrir mér hvernig við komumst inn í Kólumbíu!
19:49