laugardagur, febrúar 21 Nú jæja. Kvenímynd nútímans
Ég lenti óvart inn á síðu ljósmyndara sem setti á netið verkefni sem hann hefur gert fyrir auglýsingastofur og hvernig hann breytir myndum í tölvunni áður en þær birtast. Það er brjálað að sjá breytingarnar. Myndin birtist á skjánum og ef við setjum músina yfir hana þá sjáum við hvernig fyrirsætan leit út áður en henni var breytt. Hérna vinnur hann að bíkíníauglýsingu og hérna er hvernig hann breytir einni ljóshærðri gellu.
17:13