Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, febrúar 12
Mikil sorg  
Sigh. Enn og aftur hef ég ekki skrifað lengi. Hvar hef ég verið síðustu vikuna? Stórt er spurt, en það sem klukkan er núna korter í eitt að nóttu til hef ég ekki orku í að svara henni. Eina ástæðan fyrir því að þið, my devoted readers, lesið þetta núna er að sektarkenndin yfir skrifleysi mínu var að fara með mig, svo ég tók tíma frá lestrinum til að slá inn nokkur orð. Svo að, hér með, endar þetta. Til morguns, kæru vinir, til morguns!

Já, og besta lína EVER. Ég var að lesa ritdóm um nýjar þýðingu Ann Carsons á ljóðum Sapphó og verkum bókmenntafræðinga um skáldið. "There is no reason to assume in advance that male poets rape Sappho while female poets sing with her."

Ú, og Óskar er farinn. Kemur í ljós að ég stal delíkettinum á Milano's Delicatessen. Litla skrýmslið, síamskettlingurinn grimmi sem velti sér upp úr sandinum, dreifði saur um allt skrifstofugólfið mitt og beit og klóraði mig og Helenu, er nú loksins kominn aftur í hendur réttra eigenda: slátraranna í Milano's. Og megi hann lengi lifa. Óskar, sem réttu nafni heitir ROCKY.

00:49

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur