fimmtudagur, febrúar 26 Áfangi, eða hvað...
Tíhí. Það hlaut að koma að því. Ég hef verið vöruð við því að þetta gæti skeð. En samt bjóst ég einhvern veginn ekki við því að þetta myndi gerast. Ég var sem sagt að fá bréf frá einum nemandanum í áfanga sem ég er aðstoðarkennari í hérna í skólanum. Bréfinu lýkur svo: "Thanks for getting back to me so quickly (a nice change from some of my other profs. who are afraid of email...)". Whooplee. Professor Binna strikes again.
Og í öðrum fréttum, þá fékk ég 100 í latínu endurtekningarprófinu sem ég tók á mánudaginn. En. Andvarp. Í prófinu sem ég tók sama daginn fékk ég hvorki meira en minna en 84. Andvarp aftur. Ég hef ALDREI fengið svona lága einkunn. A.m.k. ekki á prófi sem byggir á utanbókarlærdómi og almennri greindarvísitölu. Auðvitað fékk ég við og við lægri einkunn en ég átti skilið (hmmm, breytum þessu í: átti von á) í bókmenntafræði í háskólanum, en þá var það vegna þess að kennararnir voru ósammála því sem ég var að halda fram í ritgerðunum mínum. Eða af því að kennararnir voru...
Well, stoppaði mig af hérna. Því að ég var farin að hljóma ansi arrogant. Sem ég er ekki. Ahem...
00:14