Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, febrúar 24
Hvað er í gangi  
Almáttugur. Ég er eitthvað í vondum gír þessa dagana. Eftir að hafa tekið prófið aftur sem ég er viss um að ég féll í (og gekk það vel, og held ég að ég hafi náð enn einni 10 plúsunni) þá tók ég enn annað skyndipróf... og voila: mér telst sem að Brynhildi hafi tekist að ná annarri falleinkunn á ævinni.

Enda er ég núna búin að koma mér á stefnumót með Hot Toddy. Sigh, verst að það stefnumót fer fram á skrifstofunni, með þrjár málfræðibækur, eina orðabók og, kennslubækur og milljón spurninga á milli okkar. Núna á miðvikudaginn fer ég og redda málunum.

En í millitíðinni... Er núna að reyna að ná mér eftir fyrirlesturinn sem ég hélt í dag á mettíma, þar sem kennaranum mínum finnst svo gaman að tala að hann skildi aðeins eftir fimmtán mínútur handa mér, og þó að ég hafi lesið á methraða (og þið sem þekkið mig vitið hve hratt það VIRKILEGA er) þá þarf ég að klára í næsta tíma. Og enn heldur vinnukreppan áfram. Núna eftir einn og hálfan sólarhring er fyrirlestur um orðræðu nornaveiðanna í Evrópu. Ég vildi óska að ég gæti sagt ykkur aðeins nánara frá því, en það er erfitt, þar sem ég veit það ekki sjálf.

Og já, í öðrum fréttum, þá er ég feministi (fyrir ykkur sem hafa ekki enn gert ykkur grein fyrir því...).

00:19

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur