Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, janúar 27
Metist um leiðindin  
Erna vinkona var að samhryggjast mér yfir kennslufræðiáfanganum sem ég þarf að taka þessa önn og segist vera í jafnleiðinlegum áfanga. Ég verð samt að segja, að ég var að lesa yfir útdráttinn úr einni af greinunum sem hún þarf að lesa. Ég verð að segja að þetta hljómar massa spennandi.

Greinin fjallar um eitthvað sem er "disrupted in the mouse dactylaplasia mutant" (Mutant!!! Vei!) og segir allt frá því þegar "the vertebrate embryonic limb" byrjar að vaxa, og síðan gerist eitthvað hjá "the apical ectodermal ridge" til þess að hafa áhrif á "the progress zone" og síðan ræðst eitthvað sem ég næ ekki alveg á móti og púslar saman nýjum erfðavilltum fæti "in a proximal to distal progression". En aðalfútt greinarinnar er auðvitað þegar uppreisnargenin ógurlegu, "the semidominant mouse mutant dactylaplasia" ráðast á tengslanetið, sprengja "the distal structures of the developing footplate" í loft upp og senda síðan fréttatilkynningu þar sem SMMD lýsir yfir ábyrgð á ódæðuverkinu og hvetur til nýs frelsis genabreyttra músaskrýmsla. Og afleiðingarnar eru óhugnanlegar. "Dac homozygotes thus lack hands and feet except for malformed single digits, whereas heterozygotes lack phalanges of the three middle digits."

Rithöfundar greinarinnar komast að þeirri niðurstöðu að SMMD er nánast óðstöðvandi, enda hefur eitthvað gert eitthvað sem "encodes adapters that target specific proteins for destruction by presenting them to the ubiquitination machinery."

Orange alert! Orange alert! Specific proteins have been targeted for destruction by a rogue group calling themselves SMMD, or the Semidominant Mouse Mutant Dactylaplasia. US travellers abroad are requested to show extra care.

Sigh. Þetta er miklu meira spennandi en flokkunarkenndur lestur. Og bara svo þið vitið, þá nýtti ég mér "expressive" lestur til að lesa greinina hennar Ernu (sem er og mun ávallt vera miklu greindari en ég, þar sem hún les í dag miklu lengri orð en ég mun nokkurn tímann skrifa).

03:14

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur