mánudagur, febrúar 2 Sandkassasúpa
Ég var að líta niður á gólfið mitt. Það er sandur út um allt. Já og sums staðar er hann blautur, þar sem vatnsdiskurinn hefur greinilega farið á flug. Og George. Nei Óskar. Nei George er greinilega afar heimskur, því að hann heldur að það eigi að sofa í sandkassanum. Nú langar mig eiginlega ekki að taka til í skrifstofunni. Hvað ætli ég finni undir sófanum...
23:33