laugardagur, febrúar 21 Barátta risanna
Vá! Tölum aðeins um nýjasta skandalið í bókmenntaheimun. Naomi Wolf hefur ásakað Harold Bloom um kynferðislega áreitni þegar hún var háskólanemi í Yale á sjöunda áratugnum og Harold var kennarinn hennar. Camille Paglia hefur tekið upp hanskann fyrir Harold og hnýtir í Naomi fyrir að vera unglingur sem aldrei varð fullorðin. Lesið allt um þetta hér.
Fyrir þá sem ekki vita, þá er Naomi auðvitað frægust fyrir að skrifa stórmerkilegu bókina The Beauty Myth í byrjun níunda áratugarins, bók sem útskýrir hvernig feðraveldið heldur konum niðri með útlitskröfum. Naomi er feministi af gamla skólanum, gallhörð, orðheppin, og þrátt fyrir að ég er ósammála henni um margt, hefur hún oft margt gott að segja.
Camille er erkióvinur Naomi. Camille er feministi (þótt margir vildu ef til vill neita henni um þann titil) sem er á móti feminisma. Halló einstaklingshyggja. Halló sígarettur. Halló frelsi einstakra kvenna og niður með systralagið.
Harold sjálfur, gamli kallinn, er ef til vill þekktasti bandaríski bókmenntafræðingurinn í dag. Hann hatar allt sem tengist bókmenntakenningum, póstmódernisma, franskri heimspeki og fjölmenningu. Hann hefur skrifað ógrynni bóka sem fjalla allar um hvernig við verðum að endurreisa gömlu góðu dagana (lesist: sjötti áratugurinn eða fyrr) þar sem sígildar bókmenntir voru mikils metnar og akademískir anarkistar ekki búnir að taka yfir bókmenntadeildir háskólana.
17:05