föstudagur, janúar 30 Busted!
Ég var að lesa yfir aftur það sem ég hef skrifað síðasta mánuðinn (já, ég veit. Ég veit fátt skemmtilegra en að lesa yfir skrif mín og hlæja að eigin bröndurum. Víiií!) og ég verð að segja að ég er afar þakklát að enginn hefur enn snúið gagnrýnum lestri að þessum vefleiðara. Í alvörunni krakkar, hefur enginn annar en ég tekið eftir því hve oft ég tala um að ég "verði" að fara á bókasafnið og að ég sé "á leiðinni" á bókasafnið; og þá líka hve sjaldan ég tala um að ég "sé" á bókasafninu...
Svona er þetta. No holds barred on this weblog. All secrets revealed. Svona rétt eins og Jerry Springer þátturinn sem ég horfði óvart á í morgun meðan ég borðaði morgunmatinn, rétt áður en ég rölti í skólann. Í Jerry Springer múna allir allt og alla. Gæjar múna með rassinum. Gellur múna með brjóstunum. Gestir múna áhorfendur. Áhorfendur múna gestina. Allir múna sjónvarpsáhorfandann. Og sjónvarpsáhorfandinn... tja nóg um það.
"að múna". Þetta er afar athyglisverð sletta. Kannski ég hafi samband við íslensku málstöðina. Eða ekki. Afar ljót sletta þegar ég hugsa meira um þetta. Kannski er bara eins gott að nota gömlu góðu sögnina "að bera". Sú sögn hefur auðvitað þessi skemmtilegu hljóðtengsl við nafnorðið "ber", þótt, ef ég man rétt, engin séu málsögulegu tengslin.
02:50
(0) comments
Öfgavandræðalegt!
Æ, þetta á að kenna mér að vera ekki að athuga tölvupóstinn minn klukkan hálftvö að nóttu til. Ég er áskrifandi að fjórum mismunandi tölvupóstlistum, og á hverjum einasta degi þarf ég að fara yfir pósthólfið mitt og eyða svo sem fimmtíu bréfum til þess að geta lesið "alvöru" bréfin mín. En núna í dag fékk ég bréf frá einum listanum (þessum æðislega, æðislega að því leyti að hann sendir aðeins tvær tilkynningar á viku, í mesta lagi. Bréfið var hálf furðulegt, og fjallaði eitthvað um beiðni um að staðfesta að þetta væri rétt póstfang til að vera áskrifandi að listanum. Svo að ég ýti auðvitað strax á "reply" og skrifa stórum stöfum í titilkassa: CONFIRMED og endurtek svo sömu hástafaskilaboðin í meginmáli. Ýti á "send" og ber hausnum í mjólkurglasið mitt fimm sekúndum seinna þegar ég uppgötva skyndilega að þetta hlaut auðvitað að vera einhver tæknilega ósinnaður einstaklingur sem hefur verið að leita að upplýsingum um að vera áskrifandi, en í stað þess að senda bréf til stjórnandans, sendir óvart bréf til alls listans. Svo núna býð ég í von og óvon eftir því hvort að ég sé skyndilega orðin ein af þessum tæknilega ósinnuðu einstaklingum, og hvort að CONFIRMED bréfið mitt alræmda birtist brátt í nokkur þúsund pósthólfum hér á austurströnd Bandaríkjanna.
Annars er ekkert að frétta héðan úr höfuðborg heimsins. Það merkilegasta er, ef til vill, að ég var að taka þá stórákvörðun að morgundeginum skyldi vera eytt í að taka til í skrifstofu og svefnherbergi mínu. Sem hefur auðvitað orðið þess valdandi að ég meika ekki alveg að fara að sofa, því að, eins og við vitum öll, því fyrr sem við förum að sofa, því fyrr kemur morgundagurinn...
Gerði auðvitað ekkert í dag nema að mæta í skólann og hanga heima hjá Helenu að horfa á Buffy myndgeisladiska (á frönsku með enskum undirtitlum, svo að ég gæti sagt sjálfri mér að ég væri í raun að læra...). Tja, ég mætti reyndar á einn fyrirlestur um kvöldið, um þýðingu sextándu aldar ljóðskáldsins Skeltons á fimmtándu aldar latneskri þýðingu ítalskt ljóðskálds á grískum frumtexta sagnfræðings frá því á fyrstu öld f.Kr. Mjög athyglisvert. Og auðvitað mjög pómó...
Já, og fyrir ykkur sem hafa ef til vill verið að velta því fyrir ykkur að ég lifi sældarlífi, og geri mest lítið fyrir muchos peninga, þá vil ég segja ykkur litla dæmisögu til að sanna fyrir okkur hasarinn og háskaleikina sem fylgja þessu námi, og hvaða hættur stafa að bókmenntafræðinemanum. Ramóna, þýsk vinkona mín sem býr hér við hliðina á mér, gat ekki mætt í tímann okkar í dag. Hún hringdi í mig snemma um morguninn og tilkynnti mér að hún gæti ekki staðið á fætur: eitthvað hefði skeð, eitthvað væri að, eitthvað væri bogið við hálsinn hennar. Ég sagði henni að fara að sofa og sat ein í gegnum umræður átján ára grislinga um Hamlet (átján ára fólk er fífl). Um kvöldið, eftir Buffyveisluna mína, þegar ég gekk í rólegheitunum með kaffibollann á leiðina á fyrirlesturinn, sé ég síðan Ramónu út á götu. Og ég skal sko segja ykkur: Ég hef aldrei séð annan eins hálsríg fyrr. Manneskjan gat ekki lyft hálsinum, sem var beygður niður á hægri öxl hennar og haggaðist ekki. Jedúddamía. Tölum aðeins um hálsríg, að læra yfir sig, hokin yfir litlu fartölvunum okkar.
Það sama gerðist nú reyndar við mig núna síðasta haust, einhvern tímann á þessum þremur mánuðum þegar ég hætti að skrifa. Ég vaknaði bara upp einn daginn og gat ekki hreyft á mér bakið. Á fjórða degi, þegar ég reyndi að standa upp úr bíósæti og gat ekki þá varð ég virkilega hrædd og fór beint til læknis. "Læknir, læknir, hvað er að? Er ég komin með brjósklos? Þarf ég að fara í uppskurð? Hve langan tíma tekur það? Ég þarf að fara á bókasafnið, hef engan tíma, ó nei, ó vei, hví ég?" Well, læknirinn tilkynnti mér að ég væri bara týpískur Kólumbíunemi. Kemur í ljós að við nemendur í Kólumbíu erum allir haldnir fullkomnunaráráttu, og að þessi fullkomnunarárátta veldur miklum stresseinkennum. Því eru bakverkir og aðrir stressáverkar óvenju algengir hér í skólanum. Læknirinn klykkti út með því að segja mér að hafa ávallt í huga þessi orð "the pain is all in the brain" og setti mig síðan niður fyrir framan sjónvarpið þar sem ég horfði á hálftíma heimildarmynd um hvernig bakverkir væru allir ímyndaðir sjúkdómar, og hvernig við gætum læknað sjálf okkur með því að hugsa jákvætt og vera í góðu skapi. Og I'll be damned. Nema að það svínvirkaði. Þegar ég gekk frá lækninum með lyfseðilinn að níðsterku vöðvaslakandi pillunum, þá fann ég strax fyrir óvenjum léttileika í hryggjarsúlunni, ég sveiflaði mjöðmunum til fram og til baka til að halda uppi á nýtilkomnum hreifanleika mínum og sveif inn í apótekið. Og þá um nóttina, þegar ég tók fyrstu vöðvaslakandi pilluna... Ójá, tölum aðeins um að svífa í lausu lofti á lyfrænu skýi...
02:02
(0) comments
þriðjudagur, janúar 27 Metist um leiðindin Erna vinkona var að samhryggjast mér yfir kennslufræðiáfanganum sem ég þarf að taka þessa önn og segist vera í jafnleiðinlegum áfanga. Ég verð samt að segja, að ég var að lesa yfir útdráttinn úr einni af greinunum sem hún þarf að lesa. Ég verð að segja að þetta hljómar massa spennandi.
Greinin fjallar um eitthvað sem er "disrupted in the mouse dactylaplasia mutant" (Mutant!!! Vei!) og segir allt frá því þegar "the vertebrate embryonic limb" byrjar að vaxa, og síðan gerist eitthvað hjá "the apical ectodermal ridge" til þess að hafa áhrif á "the progress zone" og síðan ræðst eitthvað sem ég næ ekki alveg á móti og púslar saman nýjum erfðavilltum fæti "in a proximal to distal progression". En aðalfútt greinarinnar er auðvitað þegar uppreisnargenin ógurlegu, "the semidominant mouse mutant dactylaplasia" ráðast á tengslanetið, sprengja "the distal structures of the developing footplate" í loft upp og senda síðan fréttatilkynningu þar sem SMMD lýsir yfir ábyrgð á ódæðuverkinu og hvetur til nýs frelsis genabreyttra músaskrýmsla. Og afleiðingarnar eru óhugnanlegar. "Dac homozygotes thus lack hands and feet except for malformed single digits, whereas heterozygotes lack phalanges of the three middle digits."
Rithöfundar greinarinnar komast að þeirri niðurstöðu að SMMD er nánast óðstöðvandi, enda hefur eitthvað gert eitthvað sem "encodes adapters that target specific proteins for destruction by presenting them to the ubiquitination machinery."
Orange alert! Orange alert! Specific proteins have been targeted for destruction by a rogue group calling themselves SMMD, or the Semidominant Mouse Mutant Dactylaplasia. US travellers abroad are requested to show extra care.
Sigh. Þetta er miklu meira spennandi en flokkunarkenndur lestur. Og bara svo þið vitið, þá nýtti ég mér "expressive" lestur til að lesa greinina hennar Ernu (sem er og mun ávallt vera miklu greindari en ég, þar sem hún les í dag miklu lengri orð en ég mun nokkurn tímann skrifa).
03:14
(0) comments
mánudagur, janúar 26 The horror, the horror
Vá, kennslufræðin var verri en ég hélt. Ég er búin að heyra hryllingssögur af áfanganum síðan ég byrjaði í skólanum, en einhvern veginn var ég búin að ákveða að allir hlytu að vera að ýkja, að áfanginn hefði eitthvað að segja, að kennslufræði er, þrátt fyrir allt, nógu merkilegt og skemmtilegt umræðuefni að tíminn gæti kennt mér eitthvað. I was mistaken.
Tíminn hófst á því að kennarinn stóð upp, fór að töflunni og spurði bekkinn, sem var stútfullur af bókmenntafræðiMeisturum hvað lestur væri. Og eftir að allir störðu hvor á annan í forundran, reyndi kennarinn að láta boltan rúlla með því að segja... "lestur getur til dæmis verið til að nálgast upplýsingar". Og síðan hélt þetta áfram. Við hámenntaða fólkið þurftum að koma upp með stikkorð fyrir hvað lestur sé. God. Næst var kominn tími til að fara yfir ritgerðirnar sem við þurftum að lesa um sögu enskukennslu. Ritgerðirnar, sem ég rann yfir í gærkveldi, voru í sjálfu sér ekki alslæmar, þótt höfundarnir væru allir haldnir ákveðinni minnimáttarkennd yfir að stunda ritkennslu en ekki bókmenntakennslu. En kennarinn okkar elskulegi tók sig til og lét okkur flokka nákvæmlega niður hvað þessir greinarhöfundar höfðu að segja um lestur og skrif. Einn skipti öllum skrifuðum texta niður í mímetískan, rhetórískan, formalískan og expressivískan. Annar skipti skólum kennslufræðinnar niður í nýaristótelískan, nýplatónskan, nýrhetórískan og pósitivískan. Og svo framvegis. Og þegar þessar töflur voru komnar upp á töfluna, þá dreifði kennarinn út tveimur ritgerðum sem að samnemendur okkar höfðu skilað inn í síðustu viku (þið munið: hvert er hlutverk ritkennslu í háskólanum). Og eftir að við höfðum lesið þessar ritgerði yfir, þá þurftum við gersovel að flokka þær niður í mismunandi töflurnar sem voru komnar upp á töfluna. OG síðan þurftum við að gera afarspennandi verkefni sem ber hið merkilega heiti "frjáls skrif" og sitja í fimm mínútur og skrifa það sem okkkur datt í hug um þessar ritgerðir, og síðan voru almennar umræður. Tíminn lauk síðan á öðrum fimm mínútna frjálsum skrifum um hvað við höfðum lært í þessum tíma.
Ég hélt varla andlitinu. Mig langaði að hlæja og hlæja og hlæja, sérstaklega þegar ég starði á andlitin í kringum mig. Í staðinn einbeitti ég mér að frjálsum skrifum mínum sem eru stútfull af "jedúddamía" og "I'll be damned" og "Isn't this a crazy world."
God. Þvílík tímaeyðsla. Þvílík flokkun. Ég er frjáls andi. Ég flokka ekki ritgerðir niður á töflu. Sigh. Og til hvers er þetta annars. Til að kenna heimskum nýnemum að skrifa ritgerðir, eitthvað sem er ómögulegt að mínu mati þar sem langflestir geta aldrei lært að skrifa góðan texta, sama hvaða aðferðum er beitt til að kenna þeim.
Hljóma ég bitur. I am. Ég á að vera að gera annað meira og merkilegra en að sitja í lélegum kennslufræðitíma.
22:17
(0) comments
sunnudagur, janúar 25 Lífið gengur sinn vanagang
God. Helgarnar eru algjört pain. Ég vakna seint og nenni aldrei að gera neitt. Sigh. Ég þarf að taka til í skrifstofunni minni og lesa fyrir morgundaginn og skúra íbúðina áður en að Hayley kemur aftur heim úr jógafríinu sínu, en geri ég það? Ó nei! Í staðinn heng ég á netinu og tek asnaleg persónuleikapróf í örvæntingafullri tilraun til að finna lífinu tilgang og æðri merkingu. Persónuleikapróf eru ansi merkilegt fyrirbæri. Oft finnst próftakandanum þau hitta beint í mark, en þegar niðurstöðurnar eru alveg út úr kú, þá flýtir próftakandinn til að eyða niðurstöðunum og taka næsta próf. Þetta t.d. finnst mér alveg vera ég sjálf, og því birti ég þetta hér með:
You are a Theory Slut. The true elite of the postmodernists, you collect avant-garde Indonesian hiphop compilations and eat journal articles for breakfast. You positively live for theory. It really doesn't matter what kind, as long as the words are big and the paragraph breaks few and far between.
Annars átti ég ansi skemmtilegt kvöld í gær. Ég fór í kvöldmat til Ramónu, þýsks enskunemenda hér við deildina og kærasta hennar, hins írska Bens. Þau eiga heima rétt við hliðina á mér, sem kom sér vel þar sem kuldinn var skuggalega mikill í gærkveldi. Við sátum saman í nokkrar klukkustundir og slúðruðu um deildina og lífið í New York. Ég verð að segja það, að undanfarna viku hef ég átt óvenju mikil samskipti við aðra Evrópubúa, eitthvað sem ég gerði ekki á síðasta ári þegar allir sem ég þekkti voru UberKanar. Ég held að ég sé að enduruppgötva evrópsku ræturnar mínar. Það er afar þægilegt að geta sagt einhvern brandara eða komið með djúphugsaða athugasemd um Bandaríkin og sjá fólkið í kringum konu brosa skilningsríkt, kinka kolli, hlæja og bæta við annarri athugasemd í sama dúr, í stað þess að sjá tómar, kurteisislegar brosviprur frá bandaríska andlitinu.
Dude! Ég var að lesa þetta yfir. Hljóma ég ekki sem bitur Evrópubúi í Nýju Jórvík. Hahahaha! Stórfurðulegt þar sem ég velti mér upp úr bandarískri menningu og er sjálf orðinn uberKani, horfi á veruleikasjónvarp og hlæ að Jerry Springer og Dr. Phil!
14:47
(0) comments
laugardagur, janúar 24 Stutt um Bush
Já, Bush hélt sína State of the Union stefnuræðu síðasta þriðjudag. Ég horfði ekki á alla ræðuna. Reyndar kveikti ég aðeins á sjónvarpinu, og sá skyndilega andlitið á Bush, þar sem hann sagði eitthvað á þessa leið: "We have met many challenges together, and grown stronger. Now it is the time to make a choice. Do we look towards a safer future, or backwards to the dangerous illusions that terrorism does not affect us..." Binna slökkti á sjónvarpinu, og síðustu daga hefur hún verið að gera grín að þessari setningu fyrir alla sem vilja heyra, og hefur verið tekið vel undir það af öllum vinstrisinnuðum vinum hennar.
En guess what! Ég hef alltaf haldið að Kólumbíuháskóli væri tiltölulega vinstrisinnaður (á bandarískan mælikvarða, ef ekki evrópskum), en núna hef ég þurft að breyta skoðun minni. Einn kunningi minn horfði á ræðuna í nýja uppáhaldsveitingastaðnum mínum, Radio Perfecto, sem er staðsettur rétt við hliðina á háskólasvæðinu. Kunningi minn var horrified þar sem fólk sat og horfði á ræðuna og klappaði reglulega og öskruðu "Go" og "That's right" hér og þar. Sigh. Ég bý í Bandaríkjunum.
P.S. Ég var núna að lesa ræðuna og svona hljóðar setningin sem ég er búin að endurtaka aftur og aftur með Bushröddinni minni: "We have faced serious challenges together and now we face a choice. We can go forward with confidence and resolve or we can turn back to the dangerous illusion that terrorists are not plotting and outlaw regimes are no threat to us." Allt í allt, þá held ég að minni mitt sé nokkuð gott, þó að setningin hafi gengið í gegnum nokkur stig einföldunar hjá mér. Þetta sýnir okkur hvað góðar rannsóknir á frumheimildum eru mikilvægar fyrir fræðimenn.... Bleugh.
Já, og ég veit hvað ég geri á næsta ári, þegar næsta stefnuræða verður haldin. Því að ég hef fundið The State of the Union Drinking Game! Leikur fyrir pólitíska þenkjandi, kaldhæðnislega háskólanema...
15:32
(0) comments
Samkvæmisleikir
Núna er klukkan svo mikið sem þrjú á laugardagseftirmiðdegi og ég er loksins að jafna mig eftir óvenju mikil samskipti við annað fólk síðustu daga. Það er erfitt að byrja aftur í skólanum, ekki vegna lestursins, heldur vegna þess að skyndilega þarf nemandinn að hafa samskipti við annað fólk daginn út og inn.
Þetta byrjaði allt á fimmtudaginn. Ég mætti snemma í skólann til að sitja í bekknum þar sem ég er aðstoðarkennari í grunnáfanga í Shakespeare. Ég sat hálfdofin í tímanum, þar sem hann er óeðlilega snemma (lesist: 10:30) og strax og kennslunni lauk var ég skyndilega undir árás milljón nemenda sem vildu vita allt frá því hvernig ætti að skrá sig í tímann, til hvort að þau ættu að sækja um að vera leikendur í nemendauppfærslu og The Tempest, og þá hvaða hlutverk þau ættu að reyna að nálgast. Ég svaraði út og suður (þó mjög greindarlega, ég flýti mér að bæta við hér!) og tókst að losa mig úr stóðinu þar sem ég var orðin sein á fyrirlestur innan háskólans.
Þessi fyrirlestur er reyndar afar merkilegur. Það er verið að ráða nýjan miðaldarfræðing í deildina, og tveir ungir fræðimenn koma til greina. Svo að þeir gangast núna undir eldraunina. Bæði tvö hafa þurft að hitta framhaldsnemendur við deildina og tala við þá um hvað þau vilja kenna og rannsaka næstu árin. Einnig þurfa þau að hitta hina kennarana og tala við þá um rannsóknarefni sín og sanna hvort þau séu skemmtileg viðbót við kennarakokkteilboðin. Og síðan, loksins, þurfa þau að halda fyrirlestra fyrir kennara og nemendur um efni að eigin vali, og sitja undir spurningum eftirá þar sem reynt er að skjóta fyrirlesturinn niður. Mjög brútal. Ég sótti fyrirlesturinn, og allan tíman gat ég ekki hætt að hugsa um að þetta væri eitthvað sem ég þarf að ganga í gegnum eftir fimm ár...).
En nóg um það. Eins og áður hefur komið fram eru fyrirlestrar ekkert annað en afsökun fyrir fræðafólk að hittast og tala eftir fyrirlesturinn. Ég gerði skyldu mína þegar fyrirlestrinum lauk og talaði við hina og þessa innan deildarinnar. Sérstaklega talaði ég lengi við elsku Jean Howard, leiðbeinanda minn við meistararitgerðina, sem hefur verið í rannsóknarleyfi í Huntington bókasafninu í Kaliforníu síðan í september. Ég þurfti að gefa nákvæma skýrslu um nákvæmlega hvað ég hef verið að gera undanfarna mánuði og hvað ég ætla að gera við þessi rannsóknarefni næstu mánuði. Eins og alþjóð veit, hef ég love/hate samband með þessari yndislegu en terrifying konu. Svo að það kom mér undarlega á óvart að í fyrsta skipti síðan ég hef hitt hana, hafði Jean virkilegan áhuga á því sem ég var að pæla í og mælti með því að ég héldi áfram með þær rannsóknir í stað þess að benda mér á milljón bækur sem þegar hafa verið skrifaðar um sama efni. Scccooooooore!
En allt þetta er auðvitað undanfari fyrir aðalstund fimmtudagsins, kvöldverðarboðið mikla. Andras, stórskemmtilegur gutti frá Ungverjalandi, og konan hans Agnes, sem er að ljúka doktorsgráðu í listasögu frá einhverjum skóla í París, voru búin að bjóða mér í kvöldmat. Og síðasta mánudag, þar sem við stóðum og drukkum rauðvín eftir fyrirlestur Peter Stallybrass, bættust Joanna, breskur framhaldsnemandi og hálfgerð gothgoddess, sem og hann Alan, breski prófessorinn, í hópinn.
Brilljant! Við sátum saman langt fram eftir kvöldi og drukkum ógrynni mikið af miðlungsgóðu rauðvíni og afar lélegu freyðivíni, töluðum um Eurovision og bandarískt raunveruleikasjónvarp, bandaríska pólitík og hvað við, Evrópubúarnir, fannst um að búa í þessu virkilega furðulega landi sem Bandaríkin er. Ég sagði Alan frá minni kenningu um Shakespeare, þ.e. nákvæmlega um samband Shakespeare við Star Trek, og talaði um póstmódernískt eðli klíngonsku útgáfu á heildarsafni Shakespeares, og hann hristi höfuðið títt og ótt á móti, enda klassískur Shakespearefræðingur. Ég sé ekki fram á að ég megi halda fyrirlestur um Shakespeare the Klingon í náinni framtíð... En absolutely brilljant. Ég var farin að sjá tvöfalt þegar kvöldinu lauk klukkan fjögur um morguninn, og föstudagurinn fór í það að reyna að jafna mig, þegar ég lá eins og skata í sófanum, með þrjár fjarstýringar í hönd, að horfa á lélegar bíómyndir á WE, the Women's Entertainment Network. Eins gott að ég var búin að jafna mig um kvöldið þegar við tók annað kokkteilboð, í þetta skipti með samnemendum mínum sem ég sé afar sjaldan.
Exciting, n'est-ce pas? En nóg um það. Núna er ég fyllt sektarkennd, enda er sektarkenndin náttúrulegt ástand háskólanemans, og er á leiðinni á bókasafnið. Lifi lesturinn. Á mánudag þarf ég að sitja latínupróf í öllu því sem ég er búin að gleyma frá síðustu önn, sem og að sitja í tíma í kennslufræði þar sem ég þarf að þykjast hafa lesið allt heimskulega lestrarefnið með brennandi áhuga og gleði.
15:20
(0) comments
Ha! Brilljant! Enn og aftur er tímanum sóað í netprófum...
(0) comments
Jólin 2003
Björk var loksins að senda mér myndir frá síðustu jólum. Svo hér kemur örstutt myndasaga um jólaævintýri Íslendingsins í Nýju Jórvík. Ef smellt er á myndirnar, birtist stærri útgáfa!
Binna starir í örvæntingu á allt draslið í skrifstofunni eftir mánaðar ritgerðarskrif. Bækur, bækur, bækur hylja gólfið.
Allar bækurnar hafa verið staflaðar upp í horni skrifstofunnar.
Svo þið trúið ekki hve stórir staflanir voru? Notið mig sem mælistiku! (By the way, staflarnir hrundu fyrir tveimur dögum. Ég veð núna í gegnum bækurnar til að nálgast skrifborðið mitt!)
Sigh. Jólin eru að verða búin.
Björk veit að Jesús vill að við höfum hreinar tennur. Aðeins máttur bænarinnar mun hvítþvo tanngarð okkar og hreinsa syndina burt...
(0) comments
fimmtudagur, janúar 22 Illa farið með doktorsnemann
aAAAAAAAAHHHH. Ég er byrjuð í áfanga sem eldri nemendur tala um með blöndu af hryllingi, leiðindum og hneyksli í röddinni. Þessi áfangi er hvorki meira en minna en inngangur að kennslufræðum, og á hann að gera mig fullkomlega hæfa til að kenna átján ára ofdekruðum, bandarískum millistéttarbörnum að skrifa sæmilega leshæfan texta á ensku. Booooring! Það síðasta sem ég þarf er kennsla í kennslufræðum, sérstaklega eftir það sem ég hef heyrt um hvernig hún fer fram hérna í enskudeildinni í Kólumbíuháskóla. Ég hef lesið ógrynni verka um klassískar kennslufræðikenningar, enda hef ég lengi haft áhuga á kennslufræði því að orðið hljómar svo vel (peddagókí!). En þessi sígilda og skandinavíska kennslufræði á ekkert sameiginlegt með því skrípi sem kennt er hérna í Kólumbíu. Nei, hérna fjallar allt um að "sjá textana í gegnum lensu", að "skilja mikilvægi þessara kennslu sem við gefum nemendum okkar", að "sjá fram á tækifæri til sífelldrar þróunar og betrunar kennslunnar með stöðugum samskiptum við vinnufélaga okkar". Aaaaaaaarrrgh.
Kennarinn er svo pretentious. Ég sver! Í dag var ég að prenta út eina blaðsíðu sem er mitt fyrsta verkefni fyrir þennan merkilega áfanga. Efni verkefnsins? "What does teaching writing mean? What should the goals of a required, first-year writing course be?" You gotta be kidding me!
By the way, fyrir þá sem hafa áhuga, þá var svarið mitt álíka pretentious og useless og spurningin sjálf. Ég tala kaldhæðnislega um óhæfni flestra til að skrifa, hve algjörlega óþarft það er fyrir flesta að geta skrifað vel, um texta sem málfræðilegt hugtak, byggingu ólíkra eininga ala Ferdinand de Saussure, um texta sem púsluspil og rithöfundinn sem púslara, ég nota mikið orðin "construct", "differentiated constructs", "structure", "structural operation", "logic", "elementary principle", "principle elements", "basic elementary principles", "basic elementary principles of logic", o.s.frv. Kennarinn á það skilið. Ef beðið er um heimskulega ritgerð, þá fær hann heimskulega ritgerð. Og hananú!
10:11
(0) comments
miðvikudagur, janúar 21 Djammað með prófessorum
Núna í gær kom merkilegur maður í heimsókn til Kólumbíu. Peter Stallybrass er prófessor við háskólann í Pennsylvaniu, og hefur stundað afar áhugaverðar rannsóknir síðustu árin á sögu bókarinnar og prentverki frá sextándu til nítjándu aldarinnar. Þetta er annar fyrirlesturinn sem ég fer á með manninum, og hann er alltaf jafn skemmtilegur. Það sem gerir hann einstaklega skemmtilegan er að hann lætur alltaf fylgja með tíu til tuttugu blaðsíður af myndefni með fyrirlestrunum sínum, og fyrir okkur þurra bókmenntafræðingana, þá er það eins skemmtilegt og að fara í bíó, þegar við getum slömmað smá með myndum.
Það er þó ver og miður að hann er ekki í New York. Fyrir ári síðan sótti konan hans, Anne Jones, um stöðu hérna í bókmennta- og kynjafræðum í háskólanum. Jones hefur undanfarin ár mikið rannsakað fatnað og myndefni og texta sem fylgja þeim á endurreisnartímabilinu. Ég álpaðist óvart inn í nefnd sem átti að koma með ráðleggingar um hver yrði ráðinn í þessa stöðu, en, alas, nefndin fylgdi ekki mínu áliti, og önnur var ráðin. Eins og ég var búin að sjá fyrir mér, þá myndum við lokka Jones til okkar og Stallybrass innan fimm ára, og whooplee! deildin mín yrði orðin risastór, en hin tímabilin í bókmenntasögunni mættu svelta (yeah, who cares about twentieth century lit?).
Það sem var þó skemmtilegast við fyrirlesturinn er kokkteilboðið sem fylgdi eftir. Við fræðingar þurfum á sósíaliseringu að halda eftir alla kennsluna sem fylgir fyrirlestrum, og því enda flestir fyrirlestrar á rauðvíni, ostum og súkkulaði. Ah. Kokkteilboðin, þar sem ég sötra mitt vín, snúsa við prófessorana og aðra nemendur, og tek mér stöðu við matarboðið svo ég hafi tækifæri til að ráðast á merkilega fólkið þegar það kemur til að fylla á diskinn sinn. Ég og Andras og Alan (Alan, a.k.a. Professor Stewart, sem er nýbyrjaður í Kólumbíu) urðum hífuð saman, töluðum (kaldhæðnislega) um bandarísk stjórnmál og afþreyingarmenningu, og slúðruðu um deildina. Andras fékk síðan þá snilldarhugmynd að bjóða Alani í matarboðið sitt á fimmtudaginn. Hahahah! Brilljant. Hann er meiraðsegja búinn að bjóða vini sínum frá neðrabæ, til þess að setta Alan upp (o.k. veit ekki íslenska orðið fyrir "to set up"). Þetta verður afar áhugavert.
Og LOL. [Verð að flýta mér núna þar sem ég á að vera mætt í fyrsta latínutíma annarinnar eftir tuttugu mínútur.] En ég var að finna nýtt íslenskt blogg sem minnir mig afar mikið á my pretentious ponderings about the state of blog í gamla daga. Þetta er svo ég!
17:39
(0) comments
Síðasti dagur jólafrísins
AAaarrgh. Núna eru jólin loksins búin og á morgun byrjar skólinn. Sem þýðir að ég er í afskaplega mótþróafullu skapi í dag. Sérstaklega þar sem ég sé fram á að þurfa að bera fimmtán kíló með mér í skólann, þar sem ég var að fá sent harðort bréf frá bókasafninu þar sem tekið er til að ég skuldi þó nokkrar bækur á safnið. Sem mér finnst alveg fáránlegt. Það eru bara svo sem hundrað sem ég er með hérna heima...
Seriously, það er æðislegt að vera doktorsnemi. Ég get tekið allt að fimmhundruð bækur með mér heim, og ég fæ að hafa þær í hálft ár í senn. Enda er skrifstofan mín núna svo stútfull af bókum að ég get varla opnað hurðina. Í vikunni ætla ég að fara að tala við Darren aðstoðarhúsvörð og múta honum til að hjálpa mér að hengja upp nýjar bókahillur fyrir ofan skrifborðið mitt, og mögulega fyrir ofan sófann. That should take care of the pesky business.
Annars hefur enn og aftur ekkert verið að gerast hérna í New York. Kuldinn hérna er nægilegur til að halda manni innan dyra nema að eitthvað sérstaklega óvanalegt er í boði. Og þar sem ekkert óvanalegt er í boði hef ég lesið afskaplega mikið og horft á afskaplega mikið af sjónvarpi (so what else is new...).
Og ég hef ekki enn byrjað á ritgerðinni sem ég frestaði fyrir jól. Go figure.
(0) comments
miðvikudagur, janúar 14 Kindaflakk í fimmtándu aldar Provence
Brantley elskan er hrein argasta snilld. Ég var loksins að lesa ljóðin hans og smásögur, og ég mæli með ljóðinu SPENT þar sem hann túlkar örvæntingu háskólanemans í bókmenntum í epísku ljóðaformi.
(0) comments
Nýir vinir
Stórfréttir. Ég er búin að endurskrifa krækjulistann hér til hægri, og bæta inn tveimur nýjum bloggurum, vinum mínum hér úr enskudeildinni í Kólumbíu. Efst á baugi er auðvitað Helena, sem mun líklegast flytja inn til mín núna í vor þegar Hayley fer aftur til Kaliforníu. En einnig býð ég upp á Brantley, skuggalega skemmtilegan gutta sem fílar lélegar bíómyndir, Buffy, Dungeons & Dragons, tölvuleiki og miðaldalatínu. Helena fílar reyndar það sama, nema fyrir utan lélegu bíómyndina, D&D og miðaldalatínuna... Jú og auðvitað elskan hann Fláráður, mannfræðingur og MHingur með meiru.
19:31
Vilhjálmur Englandsprins
Ég var að frá póstkort í dag frá Þóreyju systur. Hún er í London þar sem teiknimyndin hennar hefur verið tekin til sýninga á einhverri kvikmyndahátíð. Þórey fann auðvitað besta póstkortið í bænum. Kynæsandi Vilhjálmur Englandsprins, í prjónaðri peysu, starir þokkafullt í myndavélina meðan sterkar, rauðbirknar unglingshendurnar grípa um mosavaxna girðinguna í sveitum Englands. Mmmmm. Auðvitað fannst mér það langbest við myndina að ég uppgötvaði að prinsinn þjáist af rósroða, alveg eins og ég. Algjört æði. Þetta er auðvitað besta pikköpp línan sem ég mun nota þegar ég loksins hitti litla prinsinn (sem mun áreiðanlega gerast, og hann mun strax falla fyrir sjarma mínum og fegurð og draga mig út úr lífi vinnumaursins og gera mig að heimavinnandi húsmóður og prinsessu). Ah, framtíðin!
Annars er í rauninni ekkert að frétta héðan úr borginni sem aldrei sefur. Lífið heldur áfram sinn daglega vanagang í jólafríinu. Ég verð að tilkynna ykkur, að mér til mikillar furðu virðist sem að ég sé orðin leið á að vera í fríi. Ég reyni að draga úr leiðindinum með því að horfa á óhemju mikið af sjónvarpi, lesa hverja einustu kilju sem ég finn og hanga á netinu. Auðvitað ætti ég að vera að vinna að ritgerðinni sem ég fékk frest á fram í febrúar. En orkan, orkan virðist ekki vera til staðar.
En góðar fréttir: nýr veitingastaður hefur verið opnaður á horni Amsterdam breiðgötunnar og 119. stræti. Barþjónninn Dominique er nýjasti besti vinur minn og hefur verið að kynna mér fyrir hinum merka heimi kokkteila. Hingað til eru í uppáhaldi Móðurmjólkin: yndisleg, snæhvít blanda sem er best ef kanil er stráð yfir glasið; og Sítrónugræna eplabakan, sem smakkast alveg eins og bráðinn grænn frostpinni.
Ég hef einnig ákveðið að skrifa bók. Um hvað, veit ek ei. En það kemur!
(0) comments
mánudagur, janúar 12 Vandamál netsíðueigandans
Sigh. Það er erfitt að hætta að blogga í þrjá mánuði. Nú þegar ég sný aftur á vettvanginn kemur í ljós að athugasemdarkerfið sem ég notaði er farin að krefjast borgunar. Svo að allar gömlu athugasemdirnar eru farnar. Þar sem ég er cheap bastard, hef ég núna skipt um athugasemdakerfið, í þriðja skiptið á síðasta eina og hálfa árinu. Erfitt líf.
Einnig hef ég skemmt mér við að athuga hvaða leitarorð fólk notar til að komast inn á síðuna mína. Hér kemur stutt yfirlit:
"Xnudd" er ennþá langvinsælasta leitarorðið sem dregur fólk að hingað. 24 hafa hingað til nýtt sér það, og er það 6.48% af öllum leitum. Í öðru sæti er orðið "sex" með ellefu smelli eða 2.97% (þvílík vonbrigði þegar fólkið sér að ég er að tala um númerið 6, en ekki "making the beast with two backs", eins og Shakespeare orðaði það); og í þriðja sæti er "Brynhildur" með tíu smelli og 2.70%.
Ég er stolt að tilkynna að ef leitað er að "vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar" á Google birtast síður frá Hagstofunni, Seðlabankanum, ASÍ, og mér...
Einnig er ég stolt að tilkynna að ef leitað er að "Sigvaldi Kaldalóns" á Google er ég svo mikið sem í áttunda sæti.
Ef leitað er að "Binna" á Google er ég í þriðja sæti, eftir "Binna Burra" fjallinu í Ástralíu.
Aðrar athyglisverðar leitir sem vísa til mín eru t.d. "schizophrenia", "cartoon sex karamella" (love that one!), "lesbian sex" og "biblíubeltið".
Og mesta stoltið... Ef leitað er að "þekkt fræðikona" birtast tvær tilvísanir á Google... beint til mín! Ætli þetta sé prophetic? (hmmm. hvað er "prophetic" á íslensku? Sigh. þarf orðabók.)
(0) comments
Deli-catessen
Ég er loksins búin að eignast sanna vini hérna í Bandaríkjunum. Í gær sá ég að delíið á horninu er búið að hengja upp mynd af mér...
Ah. Delígaurarnir mínir. Samband okkar byrjaði ekki vel. Strax fyrstu vikuna sem ég var hérna var ég búin að sjá að betra væri að ég keypti ekki það mikið í þessu delíi. Annan daginn minn gekk ég inn í delíið, sá að delíkötturinn svaf rólega í grænmetinu, og hafði strax efasemdir um hreinlætið í búllunni. Það hjálpaði ekki að einn guttinn sem vann þar var afskaplega dubious, með litla kryppu á bakinu, pervertalegan svip á andlitinu, og óhemju mikinn áhuga á að tala við mig.
En eins og allt annað í heiminum, þá eru það litlu smáatriðin sem breyta lífinu. Einn daginn í október 2002 vaknaði ég allt of seint, hafði ekki tíma til að kaupa mér morgunkaffi, og stoppaði í delíinu til að kaupa mér kaffibolla fyrir tímann. OG þvílík upplifun. Guðleg angan steig upp úr pappírsbollanum, og fyrsti sopinn. aaahh. Heitur straumur af ánægju leið niður líkamann. Fyrstu vikuna átti ég erfitt með að drekka kaffið. Það var nóg fyrir mig að þefa af því reglulega. En eins og allt hið góða í heiminum, vandist ég lyktinni, og nú finn ég ekki fyrir þeirri ofsagleði og fyrstu vikuna þegar ég drekk kaffið.
En aftur að delíinu. Áður en ég vissi af var ég orðin fastagestur. Tvisvar á dag í delíið að kaupa mér kaffi, halda á SmuSmu, delíkettinum og slúðra við eigendurnar. Það eina sem eyðilagði samband mitt var pervertalegi starfsmaðurinn, sem var furðulegri og furðulegri eftir sem leið á árið. Áður en ég vissi af var ég farin að hitta hann út á götu, seint á næturnar, og hann heilsaði mér alltaf og var farinn að biðja mig um peninga. Hann hékk til á götuhorninu mínu, og einu sinni sá ég hann fyrir framan stigaganginn minn, blindfullan og suddalegan. En... loksins loksins var hann rekinn úr delíinu síðasta haustið, og aðrir starfsmenn slúðruðu við mig um vandamál hans.
Ah. Delíið mitt góða. Afi gamli faðmaði mig um jólin og óskaði mér gleðilegra jóla, meðan ég óskaði honum gleðilegs Ramadans. Gamli frændi bauðst til þess að keyra mig og Björk um borgina einn daginn, þótt við þyrftum að afþakka það góða boð. Og núna í fyrradag, geng ég inn í búðina, og við hliðina á dagblaðsúrklippunni sem segir frá verðlaununum sem að einn frændi þeirra, læknir, fékk fyrir vísindauppgötvun, er mynd af mér með SmuSmu... a.m.k. held ég að það sé ég, því að þetta er mynd af bakinu á konu með sömu hárgreiðslu og að ég held í fötunum mínum.
Ah kaffið. Ég er núna að ljúka fyrsta bolla dagsins, þegar ég skrifa þetta, og ég finn fyrir skyndilegri löngun að rjúka niður og kaupa nýjan bolla. Sem ég og geri. Núna.
11:42
(0) comments
sunnudagur, janúar 11
Vá, ég var að horfa á Kastljósið á heimasíðu RÚV í fyrsta skipti í afar langan tíma. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga mínum var auðvitað þessi stórmerkilega deila sem núna stendur yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og ævisögu hans um Halldór Laxness. Nú verð ég að segja að ég hef ekki lesið þessa ævisögu og hef lítinn sem engan áhuga á að lesa hana. Ég hef lesið þrjár bækur eftir Halldór á ævi minni. Í grunnskóla var ég neydd til að lesa Íslandsklukkuna. Menntaskólinn henti í mig Sjálfstæðu fólki, og Háskóli Íslands Vefaranum mikla frá Kasmír. Bækurnar voru svo sem ekki það leiðinlegar, en þær engu að síður alls ekki skemmtilegar. Og áður en ég fæ á mig milljón bréf sem segja mér af hverju ég hef rangt fyrir mér, þá vil ég bæta því við að ég hef afar litla þolinmæði fyrir nútímaskáldsögum (þ.e. skáldsögum frá 1820 til dagsins í dag) og er það afar sjaldgæft að ég taki mér eina í hönd. Þetta skapar auðvitað ákveðna spennu í mínu lífi, þar sem ég á að heita bókmenntafræðingur en hef afar lítið vit á skáldsagnaheimi 19. og 20. aldarinnar. En ég hugga mér við það að meirihluti íslenskra bókmenntafræðinga hafa einmitt áhuga á nútíma menningu, svo að það er alveg óþarft fyrir mig að reyna að blanda mér í þeirra umræðu með hálfum hug.
En nú er ég aðeins komin út fyrir efnið. Ég var að tala um Kastljós. Ég horfði á þáttinn sem var sýndur síðasta fimmtudag, þar sem Hannes svaraði ásökunum um ritstuld. Þetta var OFUR vandræðalegt. Ég gat hreinlega ekki horft á þetta. Eftir að hafa starað á skjáinn í nokkrar mínútur í gegnum fingur hægri handar, tók ég þá ákvörðun að fela spilarann og hlusta aðeins á hvað var sagt, án þess að horfa á samspil spyrjendanna tveggja og viðmælanda.
Nú hef ég aðeins vitneskju um þessa deilu í gegnum hin og þessi rit á vefnum. Ég las greinina hennar Helgu Kress á mbl.is og fannst sú gagnrýni eiga rétt á sér. Ef það er eitt sem ég hef lært síðasta eina og hálfa árið hér í Kólumbíu, er að fræðileg vinnubrögð eru það sem fræðimenn og/eða ævisöguskrifarar standa og falla með. Einnig var grein Guðna Elíssonar sem birtist í sömu Lesbók afar fyndin! Það eru þó, kannski, tvö atriði sem mér finnst athyglisverðust í þessari deilu.
Í fyrsta lagi: staða Hannesar sem ævisöguritari. Núna hafa staðið yfir miklar deilur um hvort að Hannes hafi rétt á að skrifa um Halldór og Hannes sjálfur byggir vörn sína á því að segja að gagnrýnendur bókarinnar hafi fyrir löngu ákveðið að hann sé óhæfur til skrifa þetta verk og hafi þar af leiðandi lesið bókina með því sjónarmiði að finna á henni vankanta. Þetta er athyglisvert orðalag: "að eiga rétt á einhverju". Hver hefur rétt á að skrifa um Halldór? Nú virðist mér sem að við stöndum frammi fyrir tveimur ósamræmanlegum Halldórum Laxnessum. Í fyrsta lagi höfum "Halldór", manninn fæddist árið 1902, ferðaðist hér og þar um heiminn þar til hann settist að í Mosfellsbæ ásamt konu sinni þar til hann dó árið 1998. Í öðru lagi höfum við "Laxness" sjálfan, nóbelskáldið mikla, þjóðareign okkar Íslendinga. Halldór og Laxness er tvö ólík fyrirbæri sem erfitt er að samræma.
Laxness er Skáldið okkar. Við lesum bækurnar hans, ljóðin og greinarnar, við lesum fræðirit og skáldsögur um hann, við tölum um hann í fjölskylduboðum og útvarpsþáttum, við deilum enn við vini okkar hvort að hann eða Þórbergur hafi verið betri rithöfundur, við segjum stolt við útlendinga að við, litla Ísland, höfum einn nóbelsverðlaunahafa. Þetta er Laxness. Við eigum hann og við getum sagt það sem við viljum um hann (hmmm... það er auðvitað, ef það sýnir Skáldinu tilhlýðilega virðingu...). Hannes hefur jafn mikinn rétt á að skrifa um Laxness og hver annar, og mér virðist sem að það eina sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af við þær skriftir er að segja ekki of ljóta hluti um Skáldið, því að Laxness er ekki aðeins þjóðareign, heldur einnig órjúfanlegur hluti af íslensku þjóðarstolti.
En ekki er hægt að segja það sama um Halldór. Ef að ég man rétt, þá er tímabundið búið að loka bréfum Halldórs á Þjóðarbókhlöðunni, og aðeins tveimur fræðimönnum hefur verið gefinn aðgangur að þessum bréfum af fjölskyldu Halldórs. Nú man ég enn eftir því þegar amma mín gaf bréf og dagbækur Sigríðar langömmu á Skjalasafn Reykjavíkur árið 1997. Hún lét loka þessum bréfum í einhverja áratugi, nema fyrir afkomendum Sigríðar, og einstaklingum sem hefðu skriflegt leyfi frá okkur fjölskyldumeðlimum. Hennar ástæður fyrir þessari lokun voru þær að Sigríður langamma skrifaði um hina og þessa einstaklinga sem enn væru á lífi sem og börn þeirra, og að þessir einstaklingar myndu líklegast ekki kunna nógu vel við það að skrif sem fjölluðu um þá væri opin öllum þeim sem tæku lyftuna upp á fimmtu hæð á Tryggvagötu 15. Í þessu tilviki virðist sem að réttur Hannesar til að skrifa um Halldór hafi verið skertur af afkomendum Halldórs sem meinuðu honum (löglega) aðgang að gögnum um manninn.
Nú ætla ég ekki að deila um það hvort að rétt sé að skerða aðgang að gögnum um Halldór Laxness. Ég vil þó segja það að ég skil afkomendur Halldórs fullkomlega að hafa takmarkað aðgang að þessum skjölum, og finnst það ekki óréttlæti að aðeins tveimur fræðimönnum hafi verið gefinn aðgangur að þessu safni. Þvert í móti finnst mér það mikil heppni fyrir íslenskt fræðasamfélag að safninu hafi ekki verið algjörlega lokað næstu árin eða áratugina, og að við höfum að minnsta kosti þennan aðgang að þeim fjársjóði sem eflaust leynist meðal skjalanna. Eins og þessi vefleiðari minnir okkur á:
Frumheimildir sem Guðjón Friðriksson hefur aðgang að [við ritun ævisögu Hannesar Hafsteins] munu nokkru fátæklegri en þær sem Kristján Albertsson notaði. Það stafar af því að einkabréfum Hannesar, sem ekki voru í opinberum söfnum, var fargað nokkru eftir útgáfu ævisögunnar. Persónuleg viðkvæmni fyrir slíkum heimildum er gömul saga og ný.
Að minnsta kosti getum við fræðifólk andað rólega yfir því að bréf Halldórs eru í traustum höndum Þjóðarbókhlöðunnar og seint um síðir mun aðgangur að þeim verða frjáls.
En aftur að þessu tvíeykinu Halldóri og Laxnes(s?)i. Það er erfitt að skrifa um einstaklinga sem eru enn á lífi, eða nýlátnir, sérstaklega í svo litlu samfélagi sem Ísland er. Þá skarast þessi tvö hugtök saman, Halldór og Laxness, og skapa deilur milli fræðimanna og aðstandenda. Hins vegar getum við hlakkað til ársins 2100, þegar ég er alveg viss um að við öll sem hittum manninn erum löngu dauð, sem og "Halldór" sjálfur, og eftir stendur aðeins "Laxness" sem afkomendur okkar geta karpað um óhindrað, ad verbatum.
Hitt atriðið sem hefur vakið athygli mína í þessum deilum eru hvernig þau hafa átt sér stað. Eins og einn vefleiðarinn bendir á, þá er það ekki nógu fræðilegt hvernig staðið hefur verið á deilunni, sem hefur átt sér stað í dagblöðum landsins, ljósvökum og vefsíðum. Eins og hann segir:
Laxnessdeilan, þ.e. heimildanotkun Hannesar Hólmsteins, er dæmi um deilu sem hefði getað orðið mjög frjó og gagnleg ef hún hefði farið fram á síðum fræðirita, en ekki a síðum dagblaða og í "almennum" fjölmiðlum... Ástæðan er einfaldlega sú að mál sem þetta er mjög erfitt að reifa í beinni útsendingu með landsmenn alla standandi hjá, hrópandi "Slagur! Slagur!"
Nú hef ég afar lítið til að segja um þetta, nema að auðvitað hefur þessi vefleiðari rétt fyrir sér... upp að vissu marki. Þegar deila á sér stað á hröðum vettvangi fjölmiðlanna falla ýmis ógrunduð orð og lítið fer oft fyrir vandlega rannsökuðum rökum. En þó, ég hef ekki verið þáttakandi í íslensku fræðasamfélagi í þó nokkur ár en verð þó að segja að mig minnir að það sé ekki um sérstaklegan ríkan garð að gresja á fræðilegum vettvangi Íslendinga (hmmm. er nokkurn veginn viss um að hér sé alveg kolvitlaust farið með orðatiltækið). Ég viðurkenni fúslega, að eftir að "Tímarit Máls og menningar" breyttist í "TMM: tímarit um menningu" árið 2001 hef ég ekki haft orku í að blaða í gegnum það. Einnig vil ég meina að þessi opinbera deila á "ófræðilegum" vettvangi hafi verið óhjákvæmanleg, akkúrat vegna hugtakaruglingsins milli mannsins "Halldórs" og Skáldsins "Laxness" sem ég rakti áðan. Kannski ættum við líka að vera örlítið glöð yfir því að fræðibók sem þessi getur skapað svona opinberar deilur meðal alls almennings á landinu. Það er ekki alls staðar sem að rithöfundur og fræðibók um hann myndi vekja svona mikinn áhuga meðal Jóns á frystitogaranum og Gunnu á bæjarskrifstofunni. Við Íslendingar erum, þrátt fyrir allt, ennþá sagnaþjóðin (þótt að sögurnar sem við segjum fjalla núna allar um nágrannann!).
(1) comments
Well! Ég held að ég skuldi öllum vinum mínum heima á Íslandi afsökun fyrir að hafa horfið skyndilega af sjónarsviðinu. Ég veit ekki hvað skeði. Einn daginn rann upp fyrir mér að ég hafði ekki kveikt á tölvunni minni í þrjár vikur, og þessi "dagbók" mín á netinu væri stöðnuð við þriðjudaginn 23. september. Og það var það. Næstu þrjá mánuði var þriðjudagurinn 23. september orðinn dánardagur netverunnar Brynhildar. Ekki það að ég hafi ekki fengið áhyggjufull bréf frá vinum og vandamönnum (bréf sem ég hef ekki enn svarað). Fríða elskan skrifaði bréf einhvern tímann í október. Tinna fékk systur sína Dísu til að hringja í mig í sama mánuði til að athuga hvort ég væri á lífi. Ása hefur bæði hringt og sent mér ýmis skammarbréf sem verða groddalegri eftir því sem tíminn líður. Vaka elskan gefst aldrei upp. Og ég hef ekki þorað að kíkja á athugasemdarkerfið á síðunni minni. Well. Ég skulda ykkur öllum afsökunarbeiðni. Og núna næstu dagana vind ég mér í það að senda öllum þeim sem hafa skrifað mér svarbréf. Sigh. I'm a bad person.
Í alvörunni. Ég veit ekki hvað gerðist. Einhvern veginn hætti ég bara að skrifa. Alveg stórfurðulegt. Og núna, laugardaginn 10. janúar 2004, stend ég frammi fyrir því að þrír mánuðir eru horfnir úr þessari tilvist minni í netheimum... sem vonandi á eftir að skapa miklar umræður og deilur eftir svo sem fimmtíu ár þegar allir sagnfræðingarnir og bókmenntafræðingarnir fara að skrifa ævisögur mínar...LOL. Ekki það að margt hefur ekki skeð þessa mánuði. Nokkrir punktar.
Ég fór á feministaráðstefnu í Maryland.
Ég fór í heimsókn til Völu vinkonu og fjölskyldu hennar norður í New York fylki og skemmti mér afar vel við að tala íslensku við það gáfaða og þenkjandi fólk.
Ég kynntist tveimur nýjum prófessorum í faginu mínu sem núna eru orðnir góðir vinir mínir.
Ég lærði latínu hjá Hot Toddie og er það vel.
Ég hætti öllum samskiptum við einn nafnlausan Belga sem ég kalla núna "pissant" í daglegu tali.
Ég átti í stormasömu sambandi við einn lítinn gyðingastrák...
Ég uppgötvaði, mér til mikillar skelfingar, að ég skil frönsku nokkurn veginn þegar ég les hana, og að þýska er einnig afar skiljanlegt mál.
Ég uppgötvaði nýtt kaffihús á horni 122. strætis og Amsterdam breiðgötunnar, þar sem ég heng núna reglulega í sófunum og les.
Ég leigði minn fyrsta bíl og keyrði til Pennsylvaniu þar sem ég og Helena grétum á jarðarför pabba Allisonar, hans Alans, sem var alveg stórmerkilegur og skemmtilegur kall, sem kallaði mig Burn og sagði í tíma og ótíma "Eeeshland" eftir að ég kenndi honum hvernig ætti að segja nafn landsins míns á íslensku.
Ég þrammaði um götur New York borgar með Björk, fyrrverandi sambýliskonu minni, sem kom til mín yfir jólin og skemmti mér vel að geta rölt um á nærfötunum í íbúðinni minni þar sem Hayley var á Spáni.
Ég lenti í miklum háskaleik þegar Pútín Rússlandsforseti heimsótti Kólumbíu, og háskólasvæðinu var lokað, og ég var á vitlausum stað á vitlausum tíma og uppskar grunsamlegt augnaráð frá tveimur svartklæddum mönnum sem höfðu hægri hendina hálft í hvoru undir jakkanum, tilbúnir í allt.
Ég mætti á minningarstund um Edward Said, hinn víðfræga og skapilla kennara sem kenndi mér síðasta vor, en gafst upp eftir fimm mínútur að horfa á kertaljósin, fór inn og laumaði mér inn í vínboð félagsvísindadeildarinnar.
Og svo framvegis. Nokkrir punktar. Man. Nú ætla ég að sanna fyrir sjálfri mér að ég geti haldið þessu við og skrifa strax annan pistil!
00:03