Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, janúar 26
The horror, the horror  
Vá, kennslufræðin var verri en ég hélt. Ég er búin að heyra hryllingssögur af áfanganum síðan ég byrjaði í skólanum, en einhvern veginn var ég búin að ákveða að allir hlytu að vera að ýkja, að áfanginn hefði eitthvað að segja, að kennslufræði er, þrátt fyrir allt, nógu merkilegt og skemmtilegt umræðuefni að tíminn gæti kennt mér eitthvað. I was mistaken.

Tíminn hófst á því að kennarinn stóð upp, fór að töflunni og spurði bekkinn, sem var stútfullur af bókmenntafræðiMeisturum hvað lestur væri. Og eftir að allir störðu hvor á annan í forundran, reyndi kennarinn að láta boltan rúlla með því að segja... "lestur getur til dæmis verið til að nálgast upplýsingar". Og síðan hélt þetta áfram. Við hámenntaða fólkið þurftum að koma upp með stikkorð fyrir hvað lestur sé. God. Næst var kominn tími til að fara yfir ritgerðirnar sem við þurftum að lesa um sögu enskukennslu. Ritgerðirnar, sem ég rann yfir í gærkveldi, voru í sjálfu sér ekki alslæmar, þótt höfundarnir væru allir haldnir ákveðinni minnimáttarkennd yfir að stunda ritkennslu en ekki bókmenntakennslu. En kennarinn okkar elskulegi tók sig til og lét okkur flokka nákvæmlega niður hvað þessir greinarhöfundar höfðu að segja um lestur og skrif. Einn skipti öllum skrifuðum texta niður í mímetískan, rhetórískan, formalískan og expressivískan. Annar skipti skólum kennslufræðinnar niður í nýaristótelískan, nýplatónskan, nýrhetórískan og pósitivískan. Og svo framvegis. Og þegar þessar töflur voru komnar upp á töfluna, þá dreifði kennarinn út tveimur ritgerðum sem að samnemendur okkar höfðu skilað inn í síðustu viku (þið munið: hvert er hlutverk ritkennslu í háskólanum). Og eftir að við höfðum lesið þessar ritgerði yfir, þá þurftum við gersovel að flokka þær niður í mismunandi töflurnar sem voru komnar upp á töfluna. OG síðan þurftum við að gera afarspennandi verkefni sem ber hið merkilega heiti "frjáls skrif" og sitja í fimm mínútur og skrifa það sem okkkur datt í hug um þessar ritgerðir, og síðan voru almennar umræður. Tíminn lauk síðan á öðrum fimm mínútna frjálsum skrifum um hvað við höfðum lært í þessum tíma.

Ég hélt varla andlitinu. Mig langaði að hlæja og hlæja og hlæja, sérstaklega þegar ég starði á andlitin í kringum mig. Í staðinn einbeitti ég mér að frjálsum skrifum mínum sem eru stútfull af "jedúddamía" og "I'll be damned" og "Isn't this a crazy world."

God. Þvílík tímaeyðsla. Þvílík flokkun. Ég er frjáls andi. Ég flokka ekki ritgerðir niður á töflu. Sigh. Og til hvers er þetta annars. Til að kenna heimskum nýnemum að skrifa ritgerðir, eitthvað sem er ómögulegt að mínu mati þar sem langflestir geta aldrei lært að skrifa góðan texta, sama hvaða aðferðum er beitt til að kenna þeim.

Hljóma ég bitur. I am. Ég á að vera að gera annað meira og merkilegra en að sitja í lélegum kennslufræðitíma.

22:17

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur