Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

miðvikudagur, janúar 14
Vilhjálmur Englandsprins  
Ég var að frá póstkort í dag frá Þóreyju systur. Hún er í London þar sem teiknimyndin hennar hefur verið tekin til sýninga á einhverri kvikmyndahátíð. Þórey fann auðvitað besta póstkortið í bænum. Kynæsandi Vilhjálmur Englandsprins, í prjónaðri peysu, starir þokkafullt í myndavélina meðan sterkar, rauðbirknar unglingshendurnar grípa um mosavaxna girðinguna í sveitum Englands. Mmmmm. Auðvitað fannst mér það langbest við myndina að ég uppgötvaði að prinsinn þjáist af rósroða, alveg eins og ég. Algjört æði. Þetta er auðvitað besta pikköpp línan sem ég mun nota þegar ég loksins hitti litla prinsinn (sem mun áreiðanlega gerast, og hann mun strax falla fyrir sjarma mínum og fegurð og draga mig út úr lífi vinnumaursins og gera mig að heimavinnandi húsmóður og prinsessu). Ah, framtíðin!

Annars er í rauninni ekkert að frétta héðan úr borginni sem aldrei sefur. Lífið heldur áfram sinn daglega vanagang í jólafríinu. Ég verð að tilkynna ykkur, að mér til mikillar furðu virðist sem að ég sé orðin leið á að vera í fríi. Ég reyni að draga úr leiðindinum með því að horfa á óhemju mikið af sjónvarpi, lesa hverja einustu kilju sem ég finn og hanga á netinu. Auðvitað ætti ég að vera að vinna að ritgerðinni sem ég fékk frest á fram í febrúar. En orkan, orkan virðist ekki vera til staðar.

En góðar fréttir: nýr veitingastaður hefur verið opnaður á horni Amsterdam breiðgötunnar og 119. stræti. Barþjónninn Dominique er nýjasti besti vinur minn og hefur verið að kynna mér fyrir hinum merka heimi kokkteila. Hingað til eru í uppáhaldi Móðurmjólkin: yndisleg, snæhvít blanda sem er best ef kanil er stráð yfir glasið; og Sítrónugræna eplabakan, sem smakkast alveg eins og bráðinn grænn frostpinni.

Ég hef einnig ákveðið að skrifa bók. Um hvað, veit ek ei. En það kemur!

Blah. Dagarnir renna saman í eitt.

18:14

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur