sunnudagur, janúar 25 Lífið gengur sinn vanagang
God. Helgarnar eru algjört pain. Ég vakna seint og nenni aldrei að gera neitt. Sigh. Ég þarf að taka til í skrifstofunni minni og lesa fyrir morgundaginn og skúra íbúðina áður en að Hayley kemur aftur heim úr jógafríinu sínu, en geri ég það? Ó nei! Í staðinn heng ég á netinu og tek asnaleg persónuleikapróf í örvæntingafullri tilraun til að finna lífinu tilgang og æðri merkingu. Persónuleikapróf eru ansi merkilegt fyrirbæri. Oft finnst próftakandanum þau hitta beint í mark, en þegar niðurstöðurnar eru alveg út úr kú, þá flýtir próftakandinn til að eyða niðurstöðunum og taka næsta próf. Þetta t.d. finnst mér alveg vera ég sjálf, og því birti ég þetta hér með:
You are a Theory Slut. The true elite of the postmodernists, you collect avant-garde Indonesian hiphop compilations and eat journal articles for breakfast. You positively live for theory. It really doesn't matter what kind, as long as the words are big and the paragraph breaks few and far between.
Annars átti ég ansi skemmtilegt kvöld í gær. Ég fór í kvöldmat til Ramónu, þýsks enskunemenda hér við deildina og kærasta hennar, hins írska Bens. Þau eiga heima rétt við hliðina á mér, sem kom sér vel þar sem kuldinn var skuggalega mikill í gærkveldi. Við sátum saman í nokkrar klukkustundir og slúðruðu um deildina og lífið í New York. Ég verð að segja það, að undanfarna viku hef ég átt óvenju mikil samskipti við aðra Evrópubúa, eitthvað sem ég gerði ekki á síðasta ári þegar allir sem ég þekkti voru UberKanar. Ég held að ég sé að enduruppgötva evrópsku ræturnar mínar. Það er afar þægilegt að geta sagt einhvern brandara eða komið með djúphugsaða athugasemd um Bandaríkin og sjá fólkið í kringum konu brosa skilningsríkt, kinka kolli, hlæja og bæta við annarri athugasemd í sama dúr, í stað þess að sjá tómar, kurteisislegar brosviprur frá bandaríska andlitinu.
Dude! Ég var að lesa þetta yfir. Hljóma ég ekki sem bitur Evrópubúi í Nýju Jórvík. Hahahaha! Stórfurðulegt þar sem ég velti mér upp úr bandarískri menningu og er sjálf orðinn uberKani, horfi á veruleikasjónvarp og hlæ að Jerry Springer og Dr. Phil!
14:47