Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, janúar 12
Deli-catessen  
Ég er loksins búin að eignast sanna vini hérna í Bandaríkjunum. Í gær sá ég að delíið á horninu er búið að hengja upp mynd af mér...

Ah. Delígaurarnir mínir. Samband okkar byrjaði ekki vel. Strax fyrstu vikuna sem ég var hérna var ég búin að sjá að betra væri að ég keypti ekki það mikið í þessu delíi. Annan daginn minn gekk ég inn í delíið, sá að delíkötturinn svaf rólega í grænmetinu, og hafði strax efasemdir um hreinlætið í búllunni. Það hjálpaði ekki að einn guttinn sem vann þar var afskaplega dubious, með litla kryppu á bakinu, pervertalegan svip á andlitinu, og óhemju mikinn áhuga á að tala við mig.

En eins og allt annað í heiminum, þá eru það litlu smáatriðin sem breyta lífinu. Einn daginn í október 2002 vaknaði ég allt of seint, hafði ekki tíma til að kaupa mér morgunkaffi, og stoppaði í delíinu til að kaupa mér kaffibolla fyrir tímann. OG þvílík upplifun. Guðleg angan steig upp úr pappírsbollanum, og fyrsti sopinn. aaahh. Heitur straumur af ánægju leið niður líkamann. Fyrstu vikuna átti ég erfitt með að drekka kaffið. Það var nóg fyrir mig að þefa af því reglulega. En eins og allt hið góða í heiminum, vandist ég lyktinni, og nú finn ég ekki fyrir þeirri ofsagleði og fyrstu vikuna þegar ég drekk kaffið.

En aftur að delíinu. Áður en ég vissi af var ég orðin fastagestur. Tvisvar á dag í delíið að kaupa mér kaffi, halda á SmuSmu, delíkettinum og slúðra við eigendurnar. Það eina sem eyðilagði samband mitt var pervertalegi starfsmaðurinn, sem var furðulegri og furðulegri eftir sem leið á árið. Áður en ég vissi af var ég farin að hitta hann út á götu, seint á næturnar, og hann heilsaði mér alltaf og var farinn að biðja mig um peninga. Hann hékk til á götuhorninu mínu, og einu sinni sá ég hann fyrir framan stigaganginn minn, blindfullan og suddalegan. En... loksins loksins var hann rekinn úr delíinu síðasta haustið, og aðrir starfsmenn slúðruðu við mig um vandamál hans.

Ah. Delíið mitt góða. Afi gamli faðmaði mig um jólin og óskaði mér gleðilegra jóla, meðan ég óskaði honum gleðilegs Ramadans. Gamli frændi bauðst til þess að keyra mig og Björk um borgina einn daginn, þótt við þyrftum að afþakka það góða boð. Og núna í fyrradag, geng ég inn í búðina, og við hliðina á dagblaðsúrklippunni sem segir frá verðlaununum sem að einn frændi þeirra, læknir, fékk fyrir vísindauppgötvun, er mynd af mér með SmuSmu... a.m.k. held ég að það sé ég, því að þetta er mynd af bakinu á konu með sömu hárgreiðslu og að ég held í fötunum mínum.

Ah kaffið. Ég er núna að ljúka fyrsta bolla dagsins, þegar ég skrifa þetta, og ég finn fyrir skyndilegri löngun að rjúka niður og kaupa nýjan bolla. Sem ég og geri. Núna.

11:42

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur