mánudagur, janúar 12 Vandamál netsíðueigandans
Sigh. Það er erfitt að hætta að blogga í þrjá mánuði. Nú þegar ég sný aftur á vettvanginn kemur í ljós að athugasemdarkerfið sem ég notaði er farin að krefjast borgunar. Svo að allar gömlu athugasemdirnar eru farnar. Þar sem ég er cheap bastard, hef ég núna skipt um athugasemdakerfið, í þriðja skiptið á síðasta eina og hálfa árinu. Erfitt líf.
Einnig hef ég skemmt mér við að athuga hvaða leitarorð fólk notar til að komast inn á síðuna mína. Hér kemur stutt yfirlit:
"Xnudd" er ennþá langvinsælasta leitarorðið sem dregur fólk að hingað. 24 hafa hingað til nýtt sér það, og er það 6.48% af öllum leitum. Í öðru sæti er orðið "sex" með ellefu smelli eða 2.97% (þvílík vonbrigði þegar fólkið sér að ég er að tala um númerið 6, en ekki "making the beast with two backs", eins og Shakespeare orðaði það); og í þriðja sæti er "Brynhildur" með tíu smelli og 2.70%.
Ég er stolt að tilkynna að ef leitað er að "vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar" á Google birtast síður frá Hagstofunni, Seðlabankanum, ASÍ, og mér...
Einnig er ég stolt að tilkynna að ef leitað er að "Sigvaldi Kaldalóns" á Google er ég svo mikið sem í áttunda sæti.
Ef leitað er að "Binna" á Google er ég í þriðja sæti, eftir "Binna Burra" fjallinu í Ástralíu.
Aðrar athyglisverðar leitir sem vísa til mín eru t.d. "schizophrenia", "cartoon sex karamella" (love that one!), "lesbian sex" og "biblíubeltið".
Og mesta stoltið... Ef leitað er að "þekkt fræðikona" birtast tvær tilvísanir á Google... beint til mín! Ætli þetta sé prophetic? (hmmm. hvað er "prophetic" á íslensku? Sigh. þarf orðabók.)