Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, janúar 12
Vandamál netsíðueigandans  
Sigh. Það er erfitt að hætta að blogga í þrjá mánuði. Nú þegar ég sný aftur á vettvanginn kemur í ljós að athugasemdarkerfið sem ég notaði er farin að krefjast borgunar. Svo að allar gömlu athugasemdirnar eru farnar. Þar sem ég er cheap bastard, hef ég núna skipt um athugasemdakerfið, í þriðja skiptið á síðasta eina og hálfa árinu. Erfitt líf.

Einnig hef ég skemmt mér við að athuga hvaða leitarorð fólk notar til að komast inn á síðuna mína. Hér kemur stutt yfirlit:
  • "Xnudd" er ennþá langvinsælasta leitarorðið sem dregur fólk að hingað. 24 hafa hingað til nýtt sér það, og er það 6.48% af öllum leitum. Í öðru sæti er orðið "sex" með ellefu smelli eða 2.97% (þvílík vonbrigði þegar fólkið sér að ég er að tala um númerið 6, en ekki "making the beast with two backs", eins og Shakespeare orðaði það); og í þriðja sæti er "Brynhildur" með tíu smelli og 2.70%.
  • Ég er stolt að tilkynna að ef leitað er að "vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar" á Google birtast síður frá Hagstofunni, Seðlabankanum, ASÍ, og mér...
  • Einnig er ég stolt að tilkynna að ef leitað er að "Sigvaldi Kaldalóns" á Google er ég svo mikið sem í áttunda sæti.
  • Ef leitað er að "Binna" á Google er ég í þriðja sæti, eftir "Binna Burra" fjallinu í Ástralíu.
  • Aðrar athyglisverðar leitir sem vísa til mín eru t.d. "schizophrenia", "cartoon sex karamella" (love that one!), "lesbian sex" og "biblíubeltið".
  • Og mesta stoltið... Ef leitað er að "þekkt fræðikona" birtast tvær tilvísanir á Google... beint til mín! Ætli þetta sé prophetic? (hmmm. hvað er "prophetic" á íslensku? Sigh. þarf orðabók.)

12:27

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur