miðvikudagur, janúar 21 Djammað með prófessorum
Núna í gær kom merkilegur maður í heimsókn til Kólumbíu. Peter Stallybrass er prófessor við háskólann í Pennsylvaniu, og hefur stundað afar áhugaverðar rannsóknir síðustu árin á sögu bókarinnar og prentverki frá sextándu til nítjándu aldarinnar. Þetta er annar fyrirlesturinn sem ég fer á með manninum, og hann er alltaf jafn skemmtilegur. Það sem gerir hann einstaklega skemmtilegan er að hann lætur alltaf fylgja með tíu til tuttugu blaðsíður af myndefni með fyrirlestrunum sínum, og fyrir okkur þurra bókmenntafræðingana, þá er það eins skemmtilegt og að fara í bíó, þegar við getum slömmað smá með myndum.
Það er þó ver og miður að hann er ekki í New York. Fyrir ári síðan sótti konan hans, Anne Jones, um stöðu hérna í bókmennta- og kynjafræðum í háskólanum. Jones hefur undanfarin ár mikið rannsakað fatnað og myndefni og texta sem fylgja þeim á endurreisnartímabilinu. Ég álpaðist óvart inn í nefnd sem átti að koma með ráðleggingar um hver yrði ráðinn í þessa stöðu, en, alas, nefndin fylgdi ekki mínu áliti, og önnur var ráðin. Eins og ég var búin að sjá fyrir mér, þá myndum við lokka Jones til okkar og Stallybrass innan fimm ára, og whooplee! deildin mín yrði orðin risastór, en hin tímabilin í bókmenntasögunni mættu svelta (yeah, who cares about twentieth century lit?).
Það sem var þó skemmtilegast við fyrirlesturinn er kokkteilboðið sem fylgdi eftir. Við fræðingar þurfum á sósíaliseringu að halda eftir alla kennsluna sem fylgir fyrirlestrum, og því enda flestir fyrirlestrar á rauðvíni, ostum og súkkulaði. Ah. Kokkteilboðin, þar sem ég sötra mitt vín, snúsa við prófessorana og aðra nemendur, og tek mér stöðu við matarboðið svo ég hafi tækifæri til að ráðast á merkilega fólkið þegar það kemur til að fylla á diskinn sinn. Ég og Andras og Alan (Alan, a.k.a. Professor Stewart, sem er nýbyrjaður í Kólumbíu) urðum hífuð saman, töluðum (kaldhæðnislega) um bandarísk stjórnmál og afþreyingarmenningu, og slúðruðu um deildina. Andras fékk síðan þá snilldarhugmynd að bjóða Alani í matarboðið sitt á fimmtudaginn. Hahahah! Brilljant. Hann er meiraðsegja búinn að bjóða vini sínum frá neðrabæ, til þess að setta Alan upp (o.k. veit ekki íslenska orðið fyrir "to set up"). Þetta verður afar áhugavert.
Og LOL. [Verð að flýta mér núna þar sem ég á að vera mætt í fyrsta latínutíma annarinnar eftir tuttugu mínútur.] En ég var að finna nýtt íslenskt blogg sem minnir mig afar mikið á my pretentious ponderings about the state of blog í gamla daga. Þetta er svo ég!
17:39
Comments:
Free [url=http://www.greatinvoice.com]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget professional invoices in minute while tracking your customers.