miðvikudagur, janúar 14 Nýir vinir
Stórfréttir. Ég er búin að endurskrifa krækjulistann hér til hægri, og bæta inn tveimur nýjum bloggurum, vinum mínum hér úr enskudeildinni í Kólumbíu. Efst á baugi er auðvitað Helena, sem mun líklegast flytja inn til mín núna í vor þegar Hayley fer aftur til Kaliforníu. En einnig býð ég upp á Brantley, skuggalega skemmtilegan gutta sem fílar lélegar bíómyndir, Buffy, Dungeons & Dragons, tölvuleiki og miðaldalatínu. Helena fílar reyndar það sama, nema fyrir utan lélegu bíómyndina, D&D og miðaldalatínuna... Jú og auðvitað elskan hann Fláráður, mannfræðingur og MHingur með meiru.
19:31