laugardagur, janúar 24 Stutt um Bush
Já, Bush hélt sína State of the Union stefnuræðu síðasta þriðjudag. Ég horfði ekki á alla ræðuna. Reyndar kveikti ég aðeins á sjónvarpinu, og sá skyndilega andlitið á Bush, þar sem hann sagði eitthvað á þessa leið: "We have met many challenges together, and grown stronger. Now it is the time to make a choice. Do we look towards a safer future, or backwards to the dangerous illusions that terrorism does not affect us..." Binna slökkti á sjónvarpinu, og síðustu daga hefur hún verið að gera grín að þessari setningu fyrir alla sem vilja heyra, og hefur verið tekið vel undir það af öllum vinstrisinnuðum vinum hennar.
En guess what! Ég hef alltaf haldið að Kólumbíuháskóli væri tiltölulega vinstrisinnaður (á bandarískan mælikvarða, ef ekki evrópskum), en núna hef ég þurft að breyta skoðun minni. Einn kunningi minn horfði á ræðuna í nýja uppáhaldsveitingastaðnum mínum, Radio Perfecto, sem er staðsettur rétt við hliðina á háskólasvæðinu. Kunningi minn var horrified þar sem fólk sat og horfði á ræðuna og klappaði reglulega og öskruðu "Go" og "That's right" hér og þar. Sigh. Ég bý í Bandaríkjunum.
P.S. Ég var núna að lesa ræðuna og svona hljóðar setningin sem ég er búin að endurtaka aftur og aftur með Bushröddinni minni: "We have faced serious challenges together and now we face a choice. We can go forward with confidence and resolve or we can turn back to the dangerous illusion that terrorists are not plotting and outlaw regimes are no threat to us." Allt í allt, þá held ég að minni mitt sé nokkuð gott, þó að setningin hafi gengið í gegnum nokkur stig einföldunar hjá mér. Þetta sýnir okkur hvað góðar rannsóknir á frumheimildum eru mikilvægar fyrir fræðimenn.... Bleugh.
Já, og ég veit hvað ég geri á næsta ári, þegar næsta stefnuræða verður haldin. Því að ég hef fundið The State of the Union Drinking Game! Leikur fyrir pólitíska þenkjandi, kaldhæðnislega háskólanema...
15:32