Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, janúar 22
Illa farið með doktorsnemann  
aAAAAAAAAHHHH. Ég er byrjuð í áfanga sem eldri nemendur tala um með blöndu af hryllingi, leiðindum og hneyksli í röddinni. Þessi áfangi er hvorki meira en minna en inngangur að kennslufræðum, og á hann að gera mig fullkomlega hæfa til að kenna átján ára ofdekruðum, bandarískum millistéttarbörnum að skrifa sæmilega leshæfan texta á ensku. Booooring! Það síðasta sem ég þarf er kennsla í kennslufræðum, sérstaklega eftir það sem ég hef heyrt um hvernig hún fer fram hérna í enskudeildinni í Kólumbíuháskóla. Ég hef lesið ógrynni verka um klassískar kennslufræðikenningar, enda hef ég lengi haft áhuga á kennslufræði því að orðið hljómar svo vel (peddagókí!). En þessi sígilda og skandinavíska kennslufræði á ekkert sameiginlegt með því skrípi sem kennt er hérna í Kólumbíu. Nei, hérna fjallar allt um að "sjá textana í gegnum lensu", að "skilja mikilvægi þessara kennslu sem við gefum nemendum okkar", að "sjá fram á tækifæri til sífelldrar þróunar og betrunar kennslunnar með stöðugum samskiptum við vinnufélaga okkar". Aaaaaaaarrrgh.

Kennarinn er svo pretentious. Ég sver! Í dag var ég að prenta út eina blaðsíðu sem er mitt fyrsta verkefni fyrir þennan merkilega áfanga. Efni verkefnsins? "What does teaching writing mean? What should the goals of a required, first-year writing course be?" You gotta be kidding me!

By the way, fyrir þá sem hafa áhuga, þá var svarið mitt álíka pretentious og useless og spurningin sjálf. Ég tala kaldhæðnislega um óhæfni flestra til að skrifa, hve algjörlega óþarft það er fyrir flesta að geta skrifað vel, um texta sem málfræðilegt hugtak, byggingu ólíkra eininga ala Ferdinand de Saussure, um texta sem púsluspil og rithöfundinn sem púslara, ég nota mikið orðin "construct", "differentiated constructs", "structure", "structural operation", "logic", "elementary principle", "principle elements", "basic elementary principles", "basic elementary principles of logic", o.s.frv. Kennarinn á það skilið. Ef beðið er um heimskulega ritgerð, þá fær hann heimskulega ritgerð. Og hananú!

10:11

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur