Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, janúar 19
Síðasti dagur jólafrísins  
AAaarrgh. Núna eru jólin loksins búin og á morgun byrjar skólinn. Sem þýðir að ég er í afskaplega mótþróafullu skapi í dag. Sérstaklega þar sem ég sé fram á að þurfa að bera fimmtán kíló með mér í skólann, þar sem ég var að fá sent harðort bréf frá bókasafninu þar sem tekið er til að ég skuldi þó nokkrar bækur á safnið. Sem mér finnst alveg fáránlegt. Það eru bara svo sem hundrað sem ég er með hérna heima...

Seriously, það er æðislegt að vera doktorsnemi. Ég get tekið allt að fimmhundruð bækur með mér heim, og ég fæ að hafa þær í hálft ár í senn. Enda er skrifstofan mín núna svo stútfull af bókum að ég get varla opnað hurðina. Í vikunni ætla ég að fara að tala við Darren aðstoðarhúsvörð og múta honum til að hjálpa mér að hengja upp nýjar bókahillur fyrir ofan skrifborðið mitt, og mögulega fyrir ofan sófann. That should take care of the pesky business.

Annars hefur enn og aftur ekkert verið að gerast hérna í New York. Kuldinn hérna er nægilegur til að halda manni innan dyra nema að eitthvað sérstaklega óvanalegt er í boði. Og þar sem ekkert óvanalegt er í boði hef ég lesið afskaplega mikið og horft á afskaplega mikið af sjónvarpi (so what else is new...).

Og ég hef ekki enn byrjað á ritgerðinni sem ég frestaði fyrir jól. Go figure.

En fyrsti dagur skólans á morgun. Whooplee!

20:59

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur