fimmtudagur, mars 25 Baugar
Herregud! Þvílík vika. Ég stend varla í lappirnar lengur. Það eina sem heldur mér vakandi er sú fullvissa að klukkan korter í tólf á morgun, að þá er vinnuvikan búin, og að ég geti tekið mér hálfsdags frí fyrr en lesturinn byrjar aftur.
En einhver! Hjálp! Hver er besta leiðin til að losna við bauga undir augunum? Ég er búin að prófa tepoka. Argasta þjóðsaga, gagnsemi tekpokanna, að mínu mati.
02:45
(0) comments
mánudagur, mars 22 aaaarrrgh
Spring Break er búið. Ég sit núna sveitt við tölvuna að hamra inn fyrirlestri sem að ég hefði auðvitað átt að gera í síðustu viku, en geymi fram á síðustu stundu eins og venjulega. Og ég sem að hef frá svo miklu að segja, eins og til dæmis frá hápólitíska kvörtunarfundinum sem ég sat í dag klukkan sex með stjórnanda deildarinnar þar sem annars árs nemendur sátu allir með tölu og skiptust á að kvarta yfir kennslufræðitímanum... boy is somebody going to be in trouble.
23:07
(0) comments
föstudagur, mars 19 Hér með tilkynnist...
Gleymdi algjörlega að láta ykkur vita! Ég er að fara að flytja minn fyrsta fyrirlestur á lítilli ráðstefnu í Princeton háskóla. Ef þið lítið á stundaskrána á heimasíðunni, sjáið þið yours truly tala um ljóðagerð Elísabetar drottningu í málstofu A, Material Letters. Versta er, að þá er ég hingað til með fyrirlestur upp á fjörutíu mínútur. Er núna að vinna að því að klippa hann niður í fimmtán mínútur. Sigh!
19:59
(0) comments
Ekki meir um íslenska tungu
Var að renna yfir hvað gerðist í lífi mínu síðustu tvær vikurnar, en sá ekkert á þessari síðu nema endurtekin hræðsluköst yfir íslenskukunnáttu minni. Svo ekki meir um það!
Og hve sorglegt er minnið að ég þurfi að líta á dagbók til að sjá hvernig ég lifi lífi mínu. Ég sver, skammtímaminnið mitt nær svo mikið sem þrjá daga afturábak. Eftir það, er ég týnd (eða ekki til...).
19:53
(0) comments
Og enn snjóar
Á mánudaginn fór ég niðrí miðbæ og verslaði og verslaði og gekk um í stuttum kjól og sólgleraugum og sumarsandölum. Næsta daginn arkaði ég um í vetrarskónum mínum í gegnum snjó og slyddu.
Það versta við þetta nýtilkomna kuldakast hér í NY er að vetrarkápan mín gaf endanlega upp öndina um helgina. Svo að ég geng um í fimm peysum og þremur treflum og tími ekki að kaupa nýja kápu, því að ég veit ekki hvort ég ætti að kaupa vetrarkápu eða sumarkápu. En ég á hins vegar átta pör af skóm núna í dag (yupp, have become a clotheshorse!).
19:52
(0) comments
Tax season
Er nýkomin úr þriggja tíma fyrirlestri sem á að kenna mér að fylla út bandarísku skattaskýrslurnar þrjár sem ég þarf að skila inn. Ég hef sjaldan verið eins BORED! Guð minn góður. Það tók fimm mínútur að fara yfir einn reit á fyrstu skýrslunni. Sá reitur, by the way, vildi fá nafn og heimilisfang.
Svona er þetta, þegar hundrað stúdentar eru samankomnir og þurfa að fylla út eyðublöð. Stundum velti ég því fyrir mér hvernig við komumst inn í Kólumbíu!
19:49
(0) comments
miðvikudagur, mars 17 Spring Break!
Frí frí frí frí. Hef verið í fríi í hálfa viku og á hálfa viku eftir. Hef ekki kveikt á tölvunni þar til í dag, og ætla mér ekki að kveikja á henni aftur, því ég ætla mér ekki að vinna neitt næstu dagana...
Sit núna og blaða í Íslensku málfari eftir Árna Böðvarsson. Fann hana þegar ég var að taka til í bókaskápunum mínum (tók þá örvæntingafullu ákvörðun að ýta öllum bókunum mínum aftast í hillurnar og byrja að stafla bókum upp tvöfalt (er eitthvað íslenskt orð fyrir þetta? Enska sögnin er "to doubleshelf") eftir að ég komst ekki lengur inn í skrifstofuna mína í gær) og byrjaði að blaða í henni. Stórmerkilegt að ég hafði ekki hugmynd um að ég ætti þessa ágætu bók (kannski ekki það merkilegt þar sem ég hef afar litla stjórn á bókakosti mínum). Kemur í ljós að ég þjáist af semsýki, eða áráttu til enskukenndra tilvísunarsetninga.
Dæmið sem þessi ágæta bók tekur er úr Njálu.
"Skip kom út í Arnarbælisós og stýrði skipinu Hallvarður hvíti, víkverskur maður." breytist í: "Skip, sem Hallvarður hvíti, víkverskur maður, stýrði, kom út í Arnarbælisós."
Yupp, og ekki nóg með að ég þjáist af semsýki, heldur þjáist ég líka af óstjórnlegri bókakaupsýki. Hætti núna að skrifa. Þarf að opna bókapakkana sem liggja núna á gólfinu. Hef keypt sextíu bækur síðustu tvo mánuðina. Sigh.
12:26
(0) comments
þriðjudagur, mars 9 LOL. góður bókmenntafræðingur, ég
Eik mín var að benda mér á AFAR vandræðalega villu sem ég gerði núna í fyrradag. Það er semsagt Hallgrímur Pétursson sem er sálmaskáldið, ekki Hallgrímur Helgason.
Þetta er hugvilla sem hefur þjakað mig síðustu þrjú árin, að þegar ég tala og skrifa um HP segi ég alltaf HH (ég hef lært af reynslunni, og þegar ég skrifa um verk HP, þá hef ég það fyrir reglu að nýta mér "Find" skipunina í Orðaforritinu). Þetta er allt stórfurðulegt, þar sem ég hef lesið mikið eftir HP og um HP, en alls ekkert eftir/um nafna hans Helgason.
Stórmerkilegt. I wonder if this is a Freudian slip. Og þó, Freud er kominn úr tísku...
00:43
(0) comments
mánudagur, mars 8 Málfræði. Vei!
Afi las vefleiðarann minn og ætlar að senda mér Íslenska málfræði Björns Guðfinsssonar. Kemur í ljós að reglan er sú að veika beyging lýsingarorða með ákveðnu nafnorði er: "með hvítu hestana". Þó er einnig hægt að nota "með hvíta hestana" og er ákveðinn blæbrigðamunur á þessum notkunum. En ég mun læra allt um þetta þegar bókin kemur!
11:49
(0) comments
sunnudagur, mars 7 Að drepa dauða köttinn
Hvurslags er þetta. Rakst á grein netinu frávantru.is. Segist síðan vera í "baráttu gegn hindurvitnum". Virðist mér þessi barátta gegn hindurvitnum aðallega snúast með því að ráðast á og sverta kristnar kirkjur. Tökum til dæmis síðuna sem ég vísaði til hér fyrir ofan. Sú síða gengur út á að birta ljósmyndir um kristilegt líf í Þýskalandi Hitlers. Afar fyndið/sorglegt/merkilegt er hvernig greinarhöfundur þarf að taka það fram undir hverri mynd að þetta er kristin kirkja, kristinn prestur, kristin messa, o.s.frv. Og síðan eru birtar myndir sem eru algjörlega fáránlegar, eins og mynd af "kristinni" útför mömmu Hitlers, mynd af "kristnum" minnisvarða um fallna hermenn, mynd af "kristinni" minningarathöfn um fallna hermenn, o.s.frv.
Now don't get me wrong. Hef sjálf verið trúleysingi frá því ég man eftir mér, en að mínu mati er það sjálfsagður hluti mannlegra samskipta að bera virðingu fyrir trú og trúarbrögðum annarra. Og síðan er þessi myndapistill einkar tacky, og sæmir ekki kennd minni fyrir góðri úrvinnslu á greinarefni. Því að það er rökvilla í henni. Það er mikill munur á kristinni trú og kristnu trúarlífi/kirkjum. Það er ekki rökstuðningur gegn "hindurvitnum" og trú þegar birt er hvernig mismunandi kirkjur hafa hegðað sér í gegnum tíðina.
OG, ofan á allt saman, þá fann ég á sömu síðu tvær greinar sem halda því fram að Passíusálmar Hallgríms Helgasonar hafi þjóðarskömm. Hef ekki haft tíma til að lesa þær, en eftir að hafa skrunað hratt niður eina þeirra, finnst mér sú bókmenntafræðilega úrvinnsla sem þar er stunduð afar 1920's! Það eina góða sem ég myndi ef til vill segja um þá grein, að ég er afar ánægð með að sautjándu aldar ljóðskáld geti enn vakið almenna umræðu, og hvet ég hér með alla til að skrifa eitthvað um sautjándu aldar bókmenntir.
11:00
(0) comments
Vondur bókmenntafræðingur. Vondur vondur!
Aaarrgh. Ég prófaði textatölvuleikinn byggðan á Hamlet. Ég hef enga hæfileika í þessa átt, og framdi sjálfsmorð með því að hoppa út um glugga eftir að hafa lokið aðeins þremur prósentum af leiknum. Hins vegar held ég að mér hafi tekist að stúta Pólóníusi áður en ég fór sjálf.
09:09
(0) comments
Íslensk málfræði
Ég held ég verði að kaupa mér íslenska málfræðibók. Ég hef ekki setið í málfræðitíma síðan ég var í Laugarlækjaskóla (yupp, tók stöðuprófið í MH og fékk að sleppa við málfræðina í menntó. og var afar ánægð þá... enda ekki ennþá orðinn súpernörrinn sem ég er í dag) og finn núna að þótt ég virðist hafa sæmilegt vald á tungunni og "tilfinningu" fyrir því hvað er málfræðilega rétt og rangt, þá get ég ekki útskýrt nákvæmlega af hverju með því að nota rétt hugtök.
Tökum t.d. textann sem ég var að skrifa rétt áðan. Upphaflega sagði ég að ég myndi sitja "með minnismiðana". Eftir tíu sekúnda umhugsun fylgdi ég gamalli og góðri hefð og breytti "minnismiðana" í "hestana". Nú, "með hestana" hljómar rétt. "Ég fer með hestana..." En ég "sit með hestunum"... Hmmm. Ég tek skjóta ákvörðun og ákveð að þessi mismunur á falli með sömu forsetningunni hefur að gera með hreyfingu og ekki hreyfingu, og breyti þolfalli í þágufall. "Ég sit með minnismiðunum". Aha! Þetta hljómar innilega vitlaust. Fer aftur í hestalíkinguna mína og tek þá ákvörðun að mismunur á falli með forsetningunni "með " hafi ekkert að gera með hreyfingu, heldur með (ah, nú man ég ekki íslenska orðið) agency. Svo að ég fer "með hestunum" sem eru ferðafélagar mínir, en ég fer "með hestana" sem eru eign mín og elta mig. Textanum aftur breytt í upphaflegt form. "Ég sit með hvíta minnismiðana".
Og aarrrgh. Velti núna fyrir mér lýsingarorðinu. Núna er ég búin að velta þessu svo mikið fyrir mér að ég get engan veginn munað hvort að rétt fleirtöluending á þolfalli, karlkyns með ákveðnum greini sé -u eða -a. Þessi víðfræga tilfinning mín fyrir réttri tungu er farin, og ég geri engan greinarmun á því að sitja "með hvíta minnismiðana" og að sitja "með hvítu minnismiðana" (vel síðarnefnda valkostinn, just for the heck of it... og það hljómar aðeins réttara...).
Ergo, mig vantar íslenska málfræðibók...eða afa. Er núna farin á ruv.is þar sem ég get hlustað á útvarpsþáttinn "Íslenskt mál" frá því í gær, og velt fyrir mér íslenskri tungu.
08:54
(0) comments
Yessirree
Ah, Brantley minn er algjör snilld. Ég hefði ekki betur geta lýst hugarástandi bókmenntafræðinemans. Þetta er, bara svo að þið vitið, daglegt ástand okkar í deildinni. Hvað væri líf bókmenntafræðinemans ef ekki væri fyrir hugarangistina, kvíðann, bakverkinn, og flóttalega frestun allra verkefna?
I think it is the vice of academics to get into such amazing whirlpools of self-doubt and fear over such little, useless things. It's a nasty side-effect of their ability to try to bring useful meaning out of things that other people don't care about. Will I be crawling somewhere with a rifle? Will I be addressing an angry mob? Will I have a Bene Gesserit holding the gom jabbar to my throat while my hand sizzles in the mystery box? Will I be doing emergency medicine on a gunshot victim? Will I be crossing the Atlantic on a dinghy? I think it is the vice of academics to get into such amazing whirlpools of self-doubt and fear over such little, useless things. It's a nasty side-effect of their ability to try to bring useful meaning out of things that other people don't care about. Will I be crawling somewhere with a rifle? Will I be addressing an angry mob? Will I have a Bene Gesserit holding the gom jabbar to my throat while my hand sizzles in the mystery box? Will I be doing emergency medicine on a gunshot victim? Will I be crossing the Atlantic on a dinghy?
No, I'll be talking to academics for two hours about Chaucer, Allegory, and Witchcraft. There might even be brie. Yet somehow I'm twitching and my stomach is churning and everything seems sharp and detailed - I look around the room and it's got that threatening, real edge to it that you notice when a lover has slammed the door on you or you get a call that a friend has died.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á rökfræði, þá getum við bent á það að Brantley sýnir hér afbragðsnotkun á "anthypophora" (anþýpófóru?). Á meðan kallaðist inngangur minn á við tilvitnuna með því að beita erótemu. (Já, ég er sem sagt byrjuð að henda mér í rökfræðina. Hef fyllt út ótal hvíta minnismiða með hugtökunum, og skilgreiningunum, og sit núna fyrir framan sjónvarpið með hvítu minnismiðana og reyni að læra allt heila klabbið utanað. Sigh.)
08:20
(0) comments
LOL
Elsku Brantley, sem tók munnlegu prófin sín núna á mánudaginn (munnleg próf: orals: próf sem við verðum að taka til að fá M.Phil gráðuna okkar og fá leyfi til að skrifa doktorsritgerð. Meira um þau á næsta ári...), útskýrir nákvæmlega hvernig það er að vera doktorsnemi, þ.e. ef doktorsneminn væri í fantasíuskáldsögu.
08:13
(0) comments
laugardagur, mars 6 ástarjátning
New York. Furðuleg borg sem ég á heima í. Oftast þegar ég geng um götur borgarinnar líður mér eins og ég sé á rölti í Reykjavík. Ég þekki borgina og ég á heima Hér. En stundum, endrum og eins, lít ég upp og finn fyrir skyndilegri framandgervingu. Hvar er ég? Hvernig komst ég hingað? Hver ert þú, ó New York?
14:51
(0) comments
föstudagur, mars 5 Hvert stefnir?
Sigh. Svo að talning mín á greinum um Óþelló hefur vakið mismunandi viðbrögð hér innan deildarinnar. Sumir telja þetta afar hallærislegt, og mikla tímasóun. Aðrir herpa varirnar, kinka kolli og umla: "hmmmm. inturrresting."
Þetta tengist auðvitað allt nýjustu tilvistunarkreppu bókmenntafræðinnar. Bókmenntafræðingar virðast gera lítið annað en að velta því fyrir sér af hverju þeir séu að þessu, hver sé tilgangur fræðigreinarinnar og hvert stefnir innan greinarinnar.
Tvennt er víst:
A.m.k. einn prófessor innan deildarinnar heldur því fram að talning sé framtíðin: þ.e. að með því að telja útgáfur bóka, eintök bóka, lesendur, rithöfunda, fræðigreinar, o.s.frv., sé stigið fyrsta skrefið í átt að vinnslu af öllum þeim upplýsingum sem við í fræðaheiminum höfum sankað að okkur síðustu tvær aldirnar, og að muni leiða að nýjum útskýringum á bókmenntasögunni, sem og menningarsögu Vesturlanda.
Ég tók eftir því þegar ég fór í gegnum greinarnar um Óþelló að ég átti mjög auðvelt með að draga saman hvaða hugmyndir fólust á bak við skrifin síðustu áratugina; nema auðvitað þennan áratug. Það er gömul klisja að við getum aldrei nafngreint eða útskýrt menningarstrauma samtímans og að það sé ekki fyrr en áratug(um) síðar að hægt sé að skilgreina þær. Svo að ef ég fer í gegnum þennan sama lista eftir tíu ár, ætti ég eftir að segja nákvæmlega hvaða hugmyndastefnu fræðimennirnir aðhylltust sem skrifuðu greinarnar 2000-2004. En af þessu leiðir að ef til vill er hægt að nálgast nýjan skilning að því hvert bókmenntafræðin stefnir með því að stunda tölulega rannsókn á þeim greinum sem verið er að skrifa þessa dagana. Þ.e., ef farið er í gegnum úrtak fræðigreina, skilgreint frá hvaða sjónarmiði fræðimennirnir tala, og þar með komast að því hvaða greiningarstefna (hingað til ónefnd) virðist vera að ryðja sér rúms.
It's all about being on top of the ball, people!
20:08
(0) comments
fimmtudagur, mars 4 Allt um Óþelló
Stórmerkilegt. Núna er ég nýkomin úr síðasta tíma vikunnar, Shakespeare II þar sem ég er aðstoðarkennari fyrir hann elsku Alan. Þessi tími er, eins og nafnið ber með sér, yfirlitskúrs um leikrit Shakespeares. Um það bil sjötíu manns eru skráðir í þennan tíma, en venjulega eru aðeins tíu nemendur sem taka reglulega þátt í umræðum í tímanum. En í þessari viku varð breyting á þessu mynstri. Skyndilega fóru hendur að skjóta upp í loftið, hendur nemenda sem hafa síðustu vikur starað á gólfið til að forðast augnsamband við Alan. Allir virðast hafa eitthvað að segja um Óþelló. Hvað kemur til?
Eins og margt annað í heiminum, þá fylgja bókmenntafræði og umfjöllun um bókmenntaverk fyrri alda ákveðnum tískustraumum. Óþelló, sem var tiltölulega óvinsælt um miðbik aldarinnar, er nú orðið eitt af vinsælustu verkum Shakespeares, og fræðimenn pumpa nú út greinum um leikritið. Ekki er nóg með að meira er skrifað um Óþelló; einnig er hægt að sjá ákveðna þróun í því hvað sagt er um verkið, þróun sem hægt er að setja í samhengi við sögulega atburði sem og þróun bókmenntafræðikenninga.
Í grófum dráttum er hægt að halda því fram að rétt fyrir miðbik aldarinnar var almennt fjallað um Óþelló í tengslum við stríð og heiður og sviðsetningu verka í byrjun sautjándu aldarinnar í Englandi. Eftir miðbik aldarinnar breytist umræðan og fólk fer að velta fyrir sér hvaða hlutverki Iagó gegnir í formgerð sögunnar og hvernig hann dregur saman söguþráðinn. Á áttunda áratugnum fór áherslan að berast meira að Desdemónu og Emelíu og hlutverki kvenna í leikritinu. Á síðari hluta níunda áratugarins var hinn svarti Óþelló sjálfur undir smásjá, og talað var um mismunandi kynþætti í tengslum við samfélagslega uppbyggingu. Og nú síðustu árin virðist áherslan vera að færast yfir á hnattvæðingu, viðskipti, og Íslam í leikritinu.
Til renna hér stoðir undir þessa grófu alhæfingu um þróun Óþellós, fór ég á MLA gagnagrunninn og gerði stutta könnun, mjög óvísindalega. Ég athugaði hvað margar greinar og bækur hafa birst um verkið á hverjum áratug fyrir sig. Taka verður fram að fram að 1963 er skráning verka tilviljanakennd.
1930-40. Ein grein. Ber heitið "Othello and the Revenge of Honour".
1940-50. Ellefu greinar. Aðallega um stríð og sviðsetningu.
1950-60. 32 verk. Aðallega um sviðsetningu, formgerð og tengsl leikritsins við sögulega atburði og önnur sautjándu aldar verk. Nokkuð um orðsifjafræði.
1960-70. 157 verk. Íagó, Íagó, Íagó! Formgerð leikritsins og textatengsl einnig áberandi. Desdemóna fer að birtast.
1970-80. 278 verk. Samskipti kynjanna, staða kynjanna, kynlíf, sálfræðigreiningar, og póstmódernísk textatengsl. Kynþáttagreining fer að verða vinsæl.
1980-90. 333 verk. Kynþáttagreining mest áberandi, og er Afríka leiðarminni í þeirri greiningu. Kynjafræðin er minna áberandi en á síðasta áratugnum en er enn til staðar, nú greind út frá tungumálaforsendum fremur en sálfræði. Aðrar vinsælar greiningaleiðir eru nöfn og tungumál leikritsins, afbyggð að sjálfsögðu; og svo skrýmsli og perversion og gróteska! Og ofbeldi...mmmm.
1990-2000. 409 verk. Nýsaga og síðnýlendustefna strike big. Allt um menninguna sem leikritið sprettur upp úr. Mikið um tengingar við aðra sautjándu aldar texta sem fjalla um samskipti kynþátta. Önnur áberandi greiningaraðferð er hvernig leikritið er nýtt í nútímanum, þ.e. hvernig verkið er sett upp á sviði, í bíómyndum, í ljóðum, skáldsögum, kennslustofunni og öðrum í greinum annarra fræðimanna.
2000- . 108 verk. Enn er of snemmt til að segja hvernig greiningaraðferðir þessa áratugar eiga eftir að taka á leikritinu. Umfjöllun um leikritið í tengslum við Íslam, þ.e. út frá trúarbragðafræði og kynþáttafræði, er áberandi. Enn er rifist um hvort Óþelló var svartur eður ei og hvort það skiptir máli. Og enn er talað um nútíma sviðsetningar á verkinu í mismunandi miðlum.
Taka verður fram að þessum tölum verður að taka með varúð og að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af þeim. Sambærilegar tölur fyrir Hamlet, t.d., eru 16-28-59-420-696-888-1083-385. Eins og hjá Óþelló, þá fjölgar greinum um Hamlet jafnt og þétt. Það eina sem við getum ef til vill staðhæft er að fræðigreinum fjölgar stöðugt, og á þessi fjölgun eflaust ræktur að rekja til sífellt sterkari þrýstings á fræðimenn til að birta greinar og bækur (og tengist það pólitík háskólastofnanna). Því fjölgar (lélegum? ófrumlegum? gagnslausum?) fræðiverkum stöðugt. Og einnig verðum við að taka tillit til gagnagrunnsins hvaðan ég fékk þessar tölur. MLA gagnagrunnurinn segir að hann "Provides over one million citations for items from journals and series published worldwide" og að hann "Indexes books, essay collections, working papers, proceedings, dissertations, and bibliographies." En gagnagrunnurinn leggur mesta áherslu á verk frá engilsaxneska málsvæðinu, og auðvitað tekst honum ekki að skrá allt sem kemur út. Það skekkir niðurstöðurnar.
Samt er gaman að grufla í tölum. Ef við kíkjum t.d. á Titus Andronicus, afskaplega blóðugt verk og eitt af því fyrsta sem Shakespeare skrifaði (verk sem fræðimenn hafa löngum talið vera afskaplega "lélegt"), þá sjáum við að milli níunda og tíunda áratugarins tvöfaldast greinarskrif um það. Á áttunda áratugnum birtust 65 greinar, á þeim níunda 67 greinar og á tíunda áratugnum 118 greinar. Hvað útskýrir þessa skyndilega fjölgun? Er það 1999 bíómyndin með Anthony Hopkins í aðalhlutverki (25 af þessum 118 greinum birtast 1999-2000). Eða er bíómyndin sjálf aðeins ein birtingarmynd af víðari, samfélagslegum áhuga á tíunda áratugnum um verkið sjálft, áhuga sem ef til vill mætti skilgreina sem áhuga á sviðsetningu ofbeldis og fjölskyldu-, samfélags-, stjórnmálatengsla.
Og hvað með King Lear? Fjöldi greina um verkið tvöfaldaðist á áttunda áratugnum, frá 210 í 421. Níundi áratugurinn var tiltölulega stöðugur með 508 greinar, en á tíunda áratugnum snarfækkaði þeim skyndilega, og 443 greinar eru skráðar. Af hverju misstu fræðimenn áhuga á Lé konungi? Varð of vandræðalegt að skrifa greinar um hann Lé, eftir að fræðimenn höfðu keppst um að nauðga verkinu á áttunda áratugnum með þunglamalegum sálfræði Freuds, Lacands, Kristevu og félaga? Var þessi fækkun bakslag gegn óslökkvandi áhuga níunda áratugarins á foucaultískum hugmyndum um geðveiki og samfélag? Eða var Lér konungur ekki nógu "sexy" fyrir áratuginn sem einkenndist af poppuðum uppsetningum á Shakespeare þar sem allir aðalleikararnir eru ungir og kynæsandi (yupp. það er erfitt að gera gamlan, hvítskeggjaðan, snargeggjaðan kóng að kyntrölli...).
En hvað um það. Eitt er víst, að nemendurnir í Shakespeare II hjá Alan Stewart virðast hafa einkar mikinn áhuga á Óþelló, áhuga sem þeir hafa ekki sýnt öðrum verkum hingað til, jafnvel ekki sjálfum Hamlet!. Og hver veit. Kannski eiga þeir eftir að skrifa skemmtilegar lokaritgerðir um leikritið. Þeir geta vísað í hálftíma umræðu okkar í tímanum í dag hvort að Óþelló hafi verið getulaus og hvort og þá hvenær Óþelló og Desdemóna hafi sofið saman (ah! undergrads!). Og ef þeir þjást að ritstíflu, þá geta þeir alltaf keypt ritgerð af Othelloessays.com.
14:50
(0) comments
Smá könnun
LOL. Núna rétt áður en ég fór, rann ég yfir þessa vefsíðu. Það kemur ef til vill engum á óvart að ég virðist vera að skrifa færslur núna mjög reglubundið á vikufresti, og alltaf á fimmtudögum. Ég vísa hér með í færsluna fyrir neðan.
09:51
(0) comments
Gasp. Gleymi mér enn og aftur
Sigh. Eftir að ég setti enn annað netprófið á þessa síðu, leit ég á síðustu færslu og sá að enn og aftur var liðin ein vika án þess að ég skrifaði neitt. Well, og ekki get ég skrifað núna: ekki fyrr en eftir hádegi, þar sem ég er á leiðina í tíma núna eftir tuttugu mínútur.
But please remember, ég er í sex tímum þessa önn:
Kukl og galdrar á sextándu öldinni
Handrit og prentverk á miðöldum og endurreisnartímanum
Samfélagslíf texta á átjándu öldinni
Kennslufræði (brrrrrr)
Latína II
já, og auðvitað aðstoðarkennsla í Shakespeare II
Ekki að þetta sé afsökun fyrir leti minni, en ég sef ekki milli laugardags og miðvikudags, þegar ég er að lesa fyrir tímana sem tókst öllum að raða sér á fyrstu daga vikunnar, og fimmtudagar og föstudagar fara venjulega í það að sitja, shellshocked, heima hjá mér, að reyna að minnka baugana undir augunum með tepokum. Hverjum hefði dottið þetta í hug síðasta ár, þegar, well, ég lærði ekki eins mikið. Og þó, þá var ég auðvitað bara lowly meistaranemi og gerði mest lítið nema að glósa í tímum og hlusta agndofa á kennarana, og skrifa síðan greinar um hvað þeim fannst skemmtilegt ekki mér. Sigh. En jey! Ég er núna doktorsnemi og ástandið er allt öðruvísi.
Gisp. Tókst mér að gleyma mér. Gotta run, but have SOOOoo much to say!
09:47
(0) comments
Aha!
Tíhí! Femilistinn sendi þetta á listann í gær.
You are Virginia Woolf! You were openly bisexual and had public affairs, but you never liked sex. You wrote a seminal feminist work, long before feminists knew that they were feminists. In this vein, you never really considered yourself a feminist. You were a tragic figure, but a damn genius.
Which Western feminist icon are you?