þriðjudagur, september 23
Svo virðist vera að ég sé að kynnast nýju og nýju fólki núna á þessu ári. Núna á föstudaginn var mér boðið í trúlofunarveislu til einnar Patriciu, sem stúderar endurreisnarbókmenntir hérna í Kólumbíu. Ég mætti galvösk á staðinn og komst að mér til mikillar skelfingar að ég hafði ekki lesið boðskortið mitt nógu vandlega. Ég held að ég hafi verið eina manneskjan á svæðinu sem ekki kom með gífurlega flókna og flotta heimabakaða tertu í tilefni dagsins.
Svo að auðvitað tek ég mér bara ódýrt þýskt freyðivín í hönd, yppi öxlum og drekk til heiðurs tilvonandi brúðhjónanna. Eftir tvö glös af þessum gáruga drykk er mér farið að líða ansi furðulega. Ég skipti yfir í rauðvínið, en allt kemur fyrir ekki, ég þarf að yfirgefa svæðið klukkan tíu þar sem mér leið ekkert sérstaklega vel. Munum öll að forðast þýska freyðivínið!
Reyndar komst ég að því daginn eftir að ákvörðun mín var sú akkúrat rétta. Becky og Jo, nýjar stelpur í prógramminu, höfði ekki mína forsjálni og voru í trúlofunarveislunni þangað til á miðnætti. Skömmu eftir að ég yfirgaf veisluna, þá byrjaði allt fólkið (sem enginn þekkti þar sem þetta voru allt vinir parsins frá því í "college") að skiptast á opinberum sögum um líf og daga parsins síðustu árin. Kvöldið endaði á því að ljóð sem parið hafði samið síðustu tvö árin voru lesin upp, sem og boðorðið leikið fyrir allan þann skara sem ekki hafði verið viðstaddur þegar það var upphaflega borið fram.
Ég dæsti af þakklæti þegar ég komst af þessu framhaldi. Becky sem sagði mér frá þessu daginn eftir, glotti andstyggilega þegar hún endurtók í hinum ýtarlegustu smáatriðum öll þau vemmilegheit sem þetta "out-of-state" pakk, vinahópur parsins, hafði tekið upp á. Becky er töff, bara svo að allir íslenskir lesendur þessa vefleiðara viti. Hún er 149.86 sentimetrar á hæð og hefur þróað létt-kaldhæðnislegan húmor (hvort að hann tengist eitthvað hæðinni, vil ég ekki tjá mig um, enda er ég enginn poppsálfræðingur...). Það sem einnig er afskaplega spennandi við hana er að hún er ef til vill ennþá betri gestgjafi heldur en Allison, Allison sem á þúsund blaðsíðna doðrant frá Emily Post sem kennir mannasiði og veisluhald. Það hlakkar í okkur Helenu, þar sem við eigum líklega eftir að sjá blóðuga baráttu tveggja gestgjafa áður en þessari önn líkur.
17:19
(0) comments
föstudagur, september 19
Aaaaaaarrrrgh. Ég á að vera að lesa og læra og lesa og læra. Það sem ég hef gert í dag:
Eldað mér eggjaköku
Horft á tvo þætti af Star Trek
Tekið mér lúr
Farið út í búð og keypt mér kaffibolla
Lesið The New York Times afturábak og áfram
Spjallað í tvo tíma í símann við Allison og Helenu
Horft á annan Star Trek þátt
Og hvað er ég að fara að gera núna? Well, ég er að pæla að reyna að tengja PlayStation við sjónvarpið mitt, en Helena var svo góð að lána mér til lengri tíma gömlu leikjatölvuna sína...
17:15
(0) comments
Enn ein vikan í skólanum er nú liðin, og ég er að líða niður af þreytu. Það er ekkert eins mindnumbingly exhausting og að fara í þrjá tíma á einum degi. Og eins og við vitum öll, þá er ekkert eins gott fyrir þreytta sálu og að fara út að skemmta sér. Því ákvað ég að hoppa niðrí lestina í gær, fara niðrí Greenwich, og fara í billjard.
Mikil mistök það. Ekki er nóg með að gítarkunnátta mín virðist hafa staðnað við að geta spilað fyrstu þrjá tónana í Stál og hnífur, heldur virðist kunnátta mín með billjardkuða einnig hafa geispað golunni einhvern tímann í sumar. Og nú sit ég klukkan hálf ellefu við tölvuna og þykist vera að skrifa eitthvað, en geri í raun ekkert nema að geispa og geispa, og sigh ég verð að fara að sofa aftur.
Síðan er það auðvitað alveg hræðilegt, að allar bækurnar sem ég pantaði af Amazon fyrir haustið í haust, streyma núna inn um lúguna, og ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja. Ég tek upp eina bók og hef lesturinn áköf, en næsta dag eru tvær jafn skemmtilegar komnar til mín, og ég hendi hinni fyrstu frá mér og tek hinar upp.
Schizophrenískur lestur...
Tíhí, ég get stafað s-c-h-i-z-o-p-h-r-e-n-i-a!
Bæði Allison og Helena eru að fara á alvöru amerísk "date" í kvöld. Ég er hins vegar á leiðinni í trúlofunarpartíi til einnar Patriciu, stelpu sem stúderar sautjándu öldina hérna í Kólumbíu og er á öðru ári eins og ég. Exciting, non?
10:42
(0) comments
þriðjudagur, september 16
Aha! ég var að pakka upp úr ferðatöskunum mínum, og fann þá ljóðið sem afi minn samdi fyrir mig í tilefni af 25 ára afmælinu:
Brynhildur með brosin sín
bræðir hjörtun, kát og hýr.
Ævinlega óskin mín
ylji þér sem blærinn hlýr.
Þetta ljóð er komið á skrifborðið. Ég þarf á öllu að halda til að tapa ekki geðheilsunni nú þegar ég læri utanað enn aðra beygingarregluna í latínu.
16:44
(0) comments
Björk vinkona sem ég bjó með á Hjarðarhaganum hér forðum daga er nú komin til Norður Ameríku til framhaldsnám í umhverfisfræðum. Nánar tiltekið, þá er hún komin til höfuðborgar Vestur Íslendinga, Winnipeg í Kanada (einhvern veginn finnst mér eins og það ætti að vera hörkufrost þar núna...). Nú þegar ég les pælingar hennar um fyrstu dagana í nýjum skóla fæ ég algjört flashback. Einföldustu setningar vekja upp í mér hugrenningar eins og "Já" og "Akkúrat" og "Sammála".
Ein mest elegant útskýring á Norður Ameríku í boði Bjarkar:
Her drekka allir kaffi i 3 staerdum, small, medium og large plastmalum sem eru oll skreytt ad utan og svo faerdu pappa utan um malid thitt svo thu brennir thig ekki.
Sigh. Ég hef alltof mikinn frítíma hérna í New York þessa stundina. Sit núna og þykist vera að lesa fyrir málstofur á fimmtudaginn, en er í raun að leika mér að nýja geisladiskabrennaranum mínum.
Byrjaði á Passíusálmum Hallgríms P. í gærkvöldi og skemmti mér vel. Kvöl og pína er merki hans, merki passíusálmaskáldsins.... Jæja, lélegur brandari a'tarna.
Hef komist að því mér til mikillar skelfingar að ég hef ekki haft samband við neinn heima á Íslandi, og er ekki vel. Hringdi í skyndingu til lykilfjölskyldumeðlima og lét vita af mér.
Sigh. Alltof heitt til að skrifa (léleg afsökun, vil í rauninni bara yfirgefa ykkur til að fara aftur í geisladiskabrennaraforritið mitt að fikta). Ég fer. Vale!
12:41
(0) comments
laugardagur, september 13
Það eru svo sannarlega hasar og háskaleikir í litlu íbúðinni minni hér á the Upper West Side. Ég sat í mesta sakleysi í gærkveldi og horfði á mína fyrstu vídjómynd síðan ég kom til Bandaríkjanna. Þegar tíu mínútur voru á eftir myndinni, tökum við eftir stærsta skorkvikindi sem ég hef á ævinni séð skríða eftir gólfmottunni undir sófann.
Ég er auðvitað sjóuð í ýmsum skorkvikindum, eftir að hafa ferðast um hina myrku Asíu, og eftir að hafa búið í hinni myrku New Jersey sem unglingur. Kakkalakkar eru landlægir í NJ, og ég tel mig hafa ansi góð viðbrögð við að kremja þessi sentimetra löng brúnu kvikindi með fálmarana og kræklóttu fæturnar... EN. Þessi viðbjóður sem ég sá utanundir mér í gær var ÞRÍR sentimetrar. ÞRÍR sentimetrar. Og fór hratt yfir.
Ég hoppaði upp á sófann, og eftir mikla snúninga, tekst að hoppa úr sófanum, í gegnum stofuhurðina og stíg á hreina gólfið á ganginum. Ég flýti mér inn í skrifstofuna og set á mig skó. Ég öskra á Hayley sem kemur með tissjú og einbeittan svip. Við förum að ýta til húsgögnunum, fram og til baka. Sjáum við og við til pöddunnar þar sem hún skutlast til, en erum aldrei nógu snöggar að kremja hana.
Sögulok. Ég tek ónotaða brúsann minn af skordýraeitri og spreyja alla stofuna, fram og til baka, fram og til baka. Ég reyni að klára að horfa á myndina, en augun á mér svíða undir sætum ilmi eitursins, og ég gefst upp. Ég fer inn á skrifstofuna mína og reyni að glamra á gítarinn minn, og er ansi svekkt yfir því að gítarhæfileikar mínir virðast hafa farið aftur á bak þar sem ég hef ekki snert hljóðfærið í viku. Ég vil núna verða góður gítarleikari. En það er erfitt, þar sem ég kann ekki einu sinni að stilla kvikindið.
Sigh. Og í dag er hreinsidagurinn mikli. Er búin að skófla öllu út úr svefnherberginu mínu og sé nú gólfið í fyrsta skipti síðan ég kom hingað. Ferðatöskurnar mínar eru núna tómar og komnar upp í skáp, og bókahillurnar mínar nýju og góðu sem ég keypti í IKEA eru núna troðfullar. Sem útaf fyrir sig er áhyggjuefni, þar sem ég hef ekki enn keypt skólabækurnar mínar. Bókahillurnar eru fullar, ég er ekki enn búin að kaupa bækur að ráði fyrir haustið, og það er enn bókastafli af miðlungsbókum í svefnherberginu mínu, bókastafli sem ég er hægt og hægt að gera mér grein fyrir að muni vera kyrr og ósnertur næstu fimm árin.
Lífið sem fræðimanneskja er svo sannarlega erfitt. En ég er að læra latínu. Whooplee!
18:24
(0) comments
Það er greinilega massa erfitt að koma sér aftur í vefleiðaraskap eftir að hafa tekið sér mánaðarfrí. En núna hef ég enga afsökun lengur. Gæjarnir frá Time Warner komu á föstudaginn, og ég er aftur nettengd, og mér er því ekki til setunnar búið. Svo hér ég sit og skrifa.
Núna er önnur vikan í skólanum næstum lokið. Önnur vikan, en samt sú fyrsta þegar við tökum tillit til þess að í fyrstu vikunni gerðum við ekkert annað en að fara yfir lesefni annarinnar og kynnast kennurunum. Ég hef því hér með stórfréttir: Stundaskráin mín í vetur.
Ég er að taka tíma með nýráðinni ungri konu að nafni Molly Murray í sextándu alda ljóðafræði. Mollí er algjört æði. Þetta er svo innilega fyrsti tíminn sem hún kennir, og greyið er alltaf að mæta of seint, hleypur í gegnum fyrirlestrana sína og er alltaf jafn hissa þegar hún er búin og tíu mínútur eru eftir af tímanum. En hún veit allt allt og allt um ljóðafræði endurreisnartímabilsins. Eftir fimm ár ætla ég að verða alveg eins og hún. :)
Í annan stað þá sit ég tíma hjá kennara sem er á hinum endanum á kennaraferli sínum. Maðurinn, sem ber hið virðulega heiti Bob Hanning er að nálgast sjötugt og á þrjú ár eftir af kennslu við Kólumbíuháskóla. Bob er miðaldargutti og er að kenna mér allt um riddaramennsku og samskipti á miðöldum. Auðvitað hef ég afar takmarkaðan áhuga á því tímabili, en Bob er töff gutti, sem heimtar að í hverjum tíma komi einhver með mat sem allir við langborðið ógurlega geti naslað á meðan á kennslu stendur. Einnig vantar töluvert upp á að hann sé að taka eftir þeim málefnum í textanum sem ég og Allison, báðar lærimeyjar Jean elsku Howard, tökum eftir, svo sem konum...
Í þriðja stað þá er ég í námskeiði með nýjum prófessori við deildina, einum Alan Stewart. Alan, mikill vinur Jean, er að vinna að nákvæmlega sömu málefnum og hún, svo að kennslan hjá honum verður easy piecy japanese. Málstofan hjá honum ber nafnið "Trade and Traffic in the Early Modern Period" og innihald námskeiðsins er eftir því. Afar spennó.
Í fjórða stað, þá er ég loksins byrjuð að læra latínu. Ég er búin með þrjá tíma í þessum yndislega bekk og er farin að geta lesið einfaldar setningar á latínu. Það er algjört pain að læra fyrir tímann, þar sem að hingað til gengur kennslan út á að læra utan að málfræðibeygingar og reglur (og mun gera næstu árin.. sigh), en halló! ég er loksins byrjuð að læra latínu.
Ég skal sko segja ykkur að latínan gerir gæfumuninn. Það er eitthvað við hvernig þetta dauða tungumál hefur verið byggt upp í samfélagi okkar sem tungumál menningarelítunnar, tungumál sem allir "alvöru" fræðimenn eiga að geta lesið. Því hef ég alltaf fundið fyrir minnimáttarkennd yfir að geta ekki lesið fja... málið, og oft bölvað í sand og ösku fyrir að hafa valið svo nýmóðins skóla eins og MH sem krafðist ekki latínu sem skyldumáls. En í dag hef ég tekið minn stað sem upprennandi "alvöru" fræðikona. Ég finn hvernig bakið réttist og brjóstkassinn blæs út og í dag gekk ég um í fyrsta skipti í stuttu pilsi síðan ég var 15 ára. Furðuleg tilfinning a'tarna, að finna hvernig vindurinn blæs um nývaxaða fótleggina (já já já, ég veit, ég er komin til Bandaríkjanna... Í alvöru, allar konurnar hérna raka sig... ég hef alltaf verið veik fyrir staðalmyndum...)
Það spillir ekki fyrir að latínukennarinn okkar er ungur og myndarlegur maður. Todd elskan er á þriðja ári í klassískum fræðum, en auðvitað er hann giftur. Ég finn mér til mikilllar skelfingar að eftir að verða orðin svo gömul eins og ég er (25 ára fyrir tæpum tveimur vikum), þá þarf ég núna að líta á vinstri höndina á gæjum sem ég hitti til að athuga hvort að þeir séu enn til staðar á markaðnum. Pælum aðeins í þessu!
Hmmmm. Hvað meira get ég sagt eftir að hafa sagt frá skólanum mínum. Well, það gerðist svo sem ekkert merkilegt í síðustu viku nema að við og Allison gerðum ekkert nema að sakna Big John og Edwards sem báðir hafa yfirgefið staðinn. Núna stendur yfir mikil leit af strákum til að fylla upp í vinahópinn okkar, sem eins og er samanstendur aðeins af Litla Jón. Hingað til hafa komið til nokkrir frambjóðendur, but I'll keep you posted.
Já, og ég fór í brúðkaupið ógurlega á sunnudaginn. Algjört ÆÐI. Þetta var gyðingarbrúðkaup og einhvern veginn hafði ég búið mig undir að fara í afskaplega leiðinlega og þurra þjónustu. But helló dúdda mía. Þegar við mættum á staðinn var þegar byrjað að syngja. Fólk gekk um í trúarlegum kónga, með rabbíanum með kassagítarinn í fararbroddi og söng til heiðurs brúðinni. Og í brúðkaupinu sjálfu þá voru alveg milljón manns uppi á sviðinu (náfjölskyldan held ég) sem öll voru á flakki meðan á athöfninni stóð til að sinna krakkaskaranum. Og þegar kom í partíið eftir á. Halló! Jafnvel áttatíuára ömmurnar voru að tjútta eins og þær ættu lífið að leysa. Tónlistin minnti dáldið á austurevrópska sígaunatónlist, og allir dönsuðu og dönsuðu og dönsuðu. Hringdansa, kóngadansa, fólk fór í miðjuna og köstuðu hvoru öðru upp í loftið. Við fjögur frá Kólumbíu sátum á borðinu okkar og störðum skelfingu lostin á athöfnina, þar til ég og Kairós tókum af skarið og fórum inn í hringinn og létum dansinn taka völd. Kairós entist í tíu mínútur. Ég vildi segja að ég hafi enst í tuttugu, en mig grunar að það hafi verið frekar nálægt korterinu. Ég kom til baka á borðið, sveitt, másandi, með blautt hárið plastrað niðrá bak. Áttatíuára ömmurnar héldu áfram að dansa. KREISÍ!!! Ég skal segja ykkur það, að ef ég gifti mig nokkurn tímann (doubtful) í kirkju (highly improbable), að þá mun ég gifta mér að gyðingarsið. Mazeltov!
En snúum okkur aftur úr brúðkaupinu. Aðrar stórfréttir sem gerðust núna í síðustu viku, er það að ég var næstum því dáin. Á þriðjudaginn í síðustu viku fundum við Hayley fyrir furðulegri lykt í íbúðinni okkar. Á fimmtudaginn fer okkur að gruna að lyktin sé gas. Á föstudaginn er lyktin orðin óbærileg, okkur svíður í augun, og við eigum erfitt með andardrátt. Kemur í ljós að eitthvað fór úrskeiðis í gaspípum byggingarinnar, og það tók fja... Kólumbíupípulagningameistarana þrjá daga að laga það (vilja ekki vinna um helgar, greyin). Svo að ég gisti hjá Allison í tvær nætur, og í kvöld er í fyrsta skipti sem ég er heima að ráði, þar sem lyktin fór ekki úr íbúðinni fyrr en í gær, eftir að ég kastaði uppi öllum gluggum og hleypti inn umferðinni af Broadway.
Síðan er ég auðvitað með massa samviskubit yfir því hvað ég skuli vera í fáum tímum í vor. Við þurfum að taka átta námskeið áður en við fáum að taka munnlegu prófum okkar og útskrifast með merkisgráðuna M.Phil sem basically þýðir að ég eigi að vera að skrifa doktorsritgerð. Kemur í ljós að hver einasti framhaldsnemi skiptir þessu niður í þrjú námskeið á haustönn, þrjú námskeið á vorönn og skilur síðan eftir síðustu tvö námskeiðin til að halda sér við efnið á þriðja ári, skólaárið sem munnlegu prófin fara venjulega fram í kringum marsmánuð. Ég er auðvitað samt kominn í það skap að ég eigi að vera að taka fjögur fjögur námskeið, eitthvað sem er ekki hægt... að ég eigi að vera að taka erfiðari námskeið þessa önn, sem er hægt, en væri leiðinlegt, og í staðinn ætla ég að læra sjálfstætt. Segi ég núna á fyrstu viku skólaársins. More on that later. En off to bed with books I go. Mazeltov!
23:00
(0) comments
miðvikudagur, september 3
Va! Jeg virdist vera komin a einhvern virus tolvupostlista i gegnum hotmail tolvupostfangid mitt. Jeg tharf nuna ad opna postinn minn tvisvar a dag til ad hreinsa ur postholfinu sem fyllist a sex tima fresti af einhverjum posti med titlum eins og "Re:thank you", "Re:your details" o.s.frv. Og thad versta er, ad jeg virdist vera ad dreifa thessum tolvuposti. Var nuna i dag ad fa skilabod ad postur sem jeg hef sent til einhvers tolvupostfangs a Akureyri hafi verid skilad aftur til min vegna mogulegrar virusarhaettu. Hallo! Thekki engan a Akureyri, en vaguely remember ad jeg skrifadi einni stelpu thar fyrir tveimur arum. Thetta er skaedur virus, og hver sem hefur fengid furdulegan post fra mjer undanfarid, jeg bidst hjer med afsokunar.
Jeg er loksins buin ad senda fra mjer ljodathydingarnar sem jeg var ad vinna fyrir Menningarmidstodina i Gerdubergi. Thetta er mikill ljettir, thar sem jeg er byrjud ad hugsa i ljelegum ljodlinum. The majestic breast of swans. The plovers embraced by the leafy tendrils of mournful willows. O.s.frv. Fyrir tha sem hafa ekki graena hvad jeg er ad tala um, tha er sagan thessi:
Jeg fjekk sem sagt starf vid ad "ritstyra" geisladiskabaeklingi med nyjum utgafum af logum Sigvalda Kaldalons. Sigvaldi gamli samdi oll sin log vid ljodlinur skalda fra aldamotunum 1900. Nu, the way I figure it, tha voru thessi ljodskald e.t.v. vinsael a thessum barbarisku timum, en i dag, eru thau oll longu urelt, og morg hver afar ljeleg. Svo ad i dag lifa thau adeins i gegnum fallegu login sem hann Sigvaldi samdi. Thad er sjerstaklega eitt alveg skelfilegt. Naesta faersla verdur tileinkud thvi ljodi og hvad nakvaemlega gerir thad afar ljelegt.
En nuna, nuna verd jeg ad thjota og kaupa baekur. Jeg var ad ljuka fyrsta timanum minum sem adstodarkennari, sem virdist vera afar rolegt starf, a.m.k. fyrir mig, thar sem kennarinn minn er rolegur m'kay grar gaei og thad eina sem hann virdist thurfa fra mjer er ad jeg fari yfir prof og ritgerdir fyrir hann. Og a eftir, sigh, a eftir tha er fyrsta malstofan min i tuttugustu aldar bokmenntum med Bruce Robbins, fyrrverandi viktorianskur fraedimadur sem faerdi sig yfir i tuttugustu oldina eftir ritstjornarskandal hja timaritinu sem hann ritstyrdi fyrir aratug sidan (very wild!). Og eftir thad, klukkan sex, tha fer Binna i sinn fyrsta LATINUtima!!!!
P.S. Schwartzenegger neitadi ad taka thatt i fyrstu rokraedum frambjodenda til rikisstjora Kaliforniu, rokraedur sem haldnar verda i dag. Hmmmmm.
13:17
(0) comments
mánudagur, september 1
Welcome back to America. Dagarnir sidan jeg kom hingad hafa farid i leidinlega bureaukratiska hluti. Siminn minn er buinn ad vera ur sambandi i alveg oendanlega langan tima, og vidgerdarkarlarnir hafa komid og farid en aldrei getad lagad thad thvi ad thessi helgi er Labor Day Weekend og husvordurinn neitar ad koma til min med lyklana ad kjallaranum thar sem simakassinn er. Numer tvo, jeg er loksins buin ad fa atvinnuleyfi hjerna. Tok mig adeins heilan dag og otrulegar gonguferdir upp og nidur hverfid i Kolumbia. Ja, og sidast en ekki sist: netid mitt er dottid nidur. Sem thydir ad nuna sit jeg a stolinni tolvu ad pikka inn skilabod til ykkar: Time Warner Cable hefur thvi midur ekki tima til ad senda vidgerdarmann til okkar thar til a fostudaginn. So hasta la vista web log.
En adur en jeg haetti nuna (Allison starir a mig augum daudans thar sem jeg er ad eydileggja Law and Order marathonid med ad horfa ekki a thad), tha verd jeg ad segja ykkur fra thvi ad JEY! Jeg er 25 ara! Whoople. Hingad til er jeg buin ad fa gitar i ammaelisgjof (fra ommu), gitardot (pabbi og Ingibjorg), ljod (afi), vasapeningur til Bretlands (afi, Harpa fraenka og Ragnhildur stjupamma), geisladiskabrennari asamt fylgihlutum (Allison og Helena), kvoldverdur a Meridiano's asamt celebratory drinks a Abbey kranni og Underground kranni (Allison og Helena aftur!) og glasamottur (Little Jon). Ef jeg er ad gleyma einhverjum, latid mig vita ef thid viljid ad jeg uppfaeri listann og geri ykkur odaudleg hjer a thessum vefleidara.
Og gisp. Fyrsti skoladagur a morgun. I don't know how I will endure!
20:48
(0) comments
föstudagur, ágúst 29
Ótrúlegt! Ég er hundveik. Sit í skrifstofunni minni, í þrjátíu stiga molluhita; klukkan er að nálgast tólf á miðnætti og í fjarska heyri ég í þrumuveðrinu ógurlega sem nú skekur hið fagra fylki New Jersey. Það er ekkert eins óþægilegt og að sitja í raka og hita og þurfa að vefja nælonsjali utan um hálsinn. Ef kvefið drepur mig ekki, þá verður það gerviefnaónæmi.
Stórfréttir dagsins. Ég held að ég eigi ekki eftir að geta haldið við fjárhagsáætlunina mína góðu. Fór nebbnilega í IKEA í dag. Er enn hálf dösuð eftir þessa frægðarför, og ég get ekki rétt úr bakinu mínu almennilega eftir að hafa borið upp allar nýju bókahillurnar. En júpplíjey. Nú loksins verður almennnilegt pláss fyrir bækurnar mínar.
En nú er ég farin að sofa (almennilegt föstudagskvöld þetta) og krosslegjum öll fingurnar í þeirri von að kvefið verði farið úr mér á morgun.
23:36
(0) comments
fimmtudagur, ágúst 28
I'll be back. Fleyg orð og fræg eftir næstumþví næsta ríkisstjóra Kaliforníu, hann Arnie dearie. Og ég er... komin til baka það er að segja. Ég sit við tölvuna mína með hraðtengi/sítengi kapaltenginguna mína í boði Time Warner Cable og líður vel. Þrjátíu stiga hiti. Skólinn byrjar í næstu viku (gisp. panik) og ég er að pæla í að prófa nýja ellefuþúsunda bíkiníið mitt í suddasundlauginni í Kólumbíu eftir klukkutíma.
Bandaríkin eru ennþá stórfurðulegur staður. Ég hélt upp á endurkomu mína með því að horfa á hálftíma af CNN í gærmorgun. Heitasta fréttin: Það er búið að kæra dómara í Alabama fyrir að setja upp risastóra styttu með boðorðunum tíu í dómshúsið sitt. Síðast þegar ég vissi var búið að fjarlægja styttuna, ekki út úr húsinu, heldur út úr anddyrinu yfir í eitthvað lítið herbergi inn í iðrum hússins. Aðrar stórfréttir. Símon Wiesenthal stofnunin rannsakar pabba Arnie, hann Gústaf, og athugar hvort að hann var vondur nasisti eða góður nasisti. Stjórnámálaspekúlantar ræða fram og til baka hvort að syndir föðursins eigi eftir að hafa áhrif á stjórnmálaferil sonsins, en rabbíninn sem stjórnar rannsókninni segir að samkvæmt æðstu boðorðum gyðingdómsins, þá eigi þetta að hafa engin áhrif. Arnie er sinn eiginn maður. Stjórnámálaspekúlantarnir kinka kolli með mikilli þolinmæði en horfa hvor á annan og andvarpa yfir þessari afskaplegu fávissu rabbínans á bandarískum stjórnmálum.
Annars var ég að leggja á það sem ég myndi telja furðulegasta símtal sem ég hef nokkurn tímann átt. Það virðast vera vandræði með símann minn. Sama hvað ég geri, þá kemur enginn hringitónn. Svo ég hringdi afskaplega þolinmóð til Verizon símafyrirtækisins, í kvörtunardeildina og kona svarar. Eftir þrjátíu sekúndur uppgötva ég að ég er að tala við tölvu. Ég svara spurningum með stöðluðum svörum "yes", "no", og "I'm not sure" og segi símanúmerið mitt ("two one two eight six four zero three one two") nokkrum sinnum. Og eftir fimm mínútna intensíft samtal við tölvukonuna, þá er ég búin að bóka viðgerðarmann til að koma í heimsókn á morgun milli átta og ellefu. Bandaríkjamenn!
But to recapitulate. Hvað hefur gerst þennan mánuð sem ég hef tekið mér sumarfrí frá þessum afar velskrifaða vefleiðara?
Síðasta vikan í júlí: Við seljum húsið okkar. Ég fæ svo mikið sem tvær milljónir af þessari sölu.
Fyrsta vikan í ágúst. Mikil erfiðisvinna við að bera húsgögn út úr húsinu.
Önnur vikan í ágúst. Afskaplega flóknir fundir við sölufulltrúa í Kaupþingi sem skilur ekki að það eina sem ég vildi heyra frá henni var að "þú átt að kaupa bréf í þessum sjóði". Ónei. Gellan gerði ekkert nema tala um marga mismunandi sjóði, hvaða gallar eru á þeim og hvaða kostir, og síðan bjóst hún við að ég myndi velja sjálf. Djeez!
Þriðja vikan í ágúst. Yo mama! Wales og London. Bretar eru algjört klikk og sumir (eins og sessunautur minn í næturlestinni til Cardiff, örgustu pervertar) en þeir mega eiga það að þeir eru með æðislega sjónvarpsdagskrá. Ég elska heimildamyndir BBC!
Og nú þegar mér hefur tekist að endursegja síðasta mánuðinn í örfáum línum, þá snúum við okkur aftur að New York, og hefjum netlíf mitt enn á ný.
Kvartanir dagsins í dag: Ég er ekki enn búin með verkefnið mitt fyrir menningarmiðstöðina í Gerðubergi, og er því á leiðinni á bókasafnið núna eftir fimm mínútur. Magaverkurinn sem ég finn fyrir núna er annaðhvort þessari staðreynd að þakka, eða gömlu pitsunni sem ég fann í ísskápnum og þurfti að borða í morgunmat þar sem ég var of löt til að rölta niður í pakistanska delíið mitt (í hverri, by the way, ég er greinilega uppáhalds fastagestur. Þegar ég keypti mér kaffibollana mína í gær, lá við að allir fimm starfsmenn búllurnar föðmuðu mig af gleði yfir að sjá mína ljósu lokka á ný.)
Rambling rambling post.
Já, og næstum búin að gleyma stórfréttunum. Ég keypti gítar. Sudda gítar. Gítar sem mér er sagt að sé alveg hræðilega lélegur. Well, to those doubters I tell you: Hann kostaði 150 dali og má því alveg vera lélegri en 1000 dala gítarar. Besides, þá er ég tónvillingur mikill og heyri engan mun á gíturum þegar þeir eru spilaðir.
LOL. Tíhí. Þjóðvillingur og tónvillingur. Hvað næst???
11:47
(0) comments
þriðjudagur, júlí 29
Jæja. Það þýðir greinilega ekkert að heimsækja þessa síðu þar til ég kem aftur heim til NY þann 26. ágúst næstkomandi.
Til frekari skýringar birti ég hér með ferðaáætlun mína:
Siglufjörður: 30. júlí - 1. ágúst
London: 20. ágúst - 21. ágúst
Cardiff, Wales: 21. ágúst - 26. ágúst
Keflavík: 1.5 tími þann 26. ágúst
New York: 26. ágúst fram í hið óendanlega (Loksins, loksins)
Þar til ég sný aftur til minna heimahafa hef ég afskaplega lítið að segja og afskaplega lítið að gera.
Úuuuuu! En stórfréttir! Ég kem líklegast ekki aftur til Íslands í bráð, þar sem pabbi var að fá vinnu í Lúxembúrg, og flytur þangað í október og verður þar næstu árin. Þar með er ég orðin heimilisleysingi á Íslandi, og sumarfríin mín, ef þau verða einhver, munu koma til með að eiga sér stað á meginlandi Evrópu. (Já, já, ég er massa tríst yfir þessu fyrirkomulagi... ahem).
En núna er ég auðvitað bara að teygja lopann. Ekkert markvert hefur skeð frá því að ég skrifaði síðast fyrir viku síðan, og við heyrumst aftur í lok ágúst. Úgga!
15:05
(0) comments
fimmtudagur, júlí 24
Mein Gott! Hvernig getur Reykjavík verið leiðinleg. Ég er alveg búin að sjá það að ég eigi ekki eftir að hafa frá neinu markverðu að segja þangað til ég kem aftur til stórborgarinnar góðu í vestrinu. Sigh. Það er erfitt að vera "þjóðvillingur" (nýtt orð sem ég lærði í hinni stórmerkilegu bók Uppgjör við umheiminn eftir Val Ingimundarson sem ég gluggaði í í gær. Þjóðvillingur. Merkilegt.
Ég fór nefnilega á Dýraspítalann í Víðidal í gær að ná í hormónapillur fyrir kisuna mína sem er komin á breytingarskeiðið (really). Samtal mitt við dýralækninn var einhvern veginn svona:
B: Sko, héddna, kötturinn minn var orðinn hárlaus þegar ég kom frá Bandaríkjunum í vor, og hún, sko...
D: Já, já, hérna eru pillurnar og til það er afar auðvelt að gefa kettinum þínum hana [hefur upp tæknilegar útskýringar sem fara inn um eitt eyrað og út um hitt hjá mér. Jemeina, pillur og kattagjöf. Christ Bananas!]
B: [truflar kurteislega] Sko, gætirðu kannski xeroxað leiðbeiningarnar fyrir mig, því að annars verð ég svo nervous að gefa kisu... ahem... héddna hér.
D: Ekki málið. Býrðu í Bandaríkjunum?
B: Já.
D: Mikið ertu rosalega dugleg að tala íslensku [sagt með afar condescending tón; sama tón og ég myndi nota til að segja ellefu ára stelpu að hún sé rosalega dugleg að lesa þótt að hún sé að stauta sig fram úr bókinni á algjörlega óafsakanlegum hraða].
B: Thank you, það er sometimes erfitt, héddna, en ég reyni mitt besta, you know!
(0) comments
þriðjudagur, júlí 22
Og hvað með það að Demi Moore sé byrjuð með manni sem er fimmtán árum yngri en hún? Ég sver, ef ég heyri frá enn öðrum útvarpsþáttafáráðlingnum að hún sé "nú flott á því keddlingin" þá mun ég... well þá mun ég skipta um stöð. Aldrei heyrði ég að Rod Steward hafi verið "flottur á því" að dandalast með Rachel Hunter. Og hvað með Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones? Það eina sem stóð upp úr fréttaflutningum um þau skötuhjúin var að goðið Michael sá Catherine í fyrsta skipti í sjónvarpsmynd og hafi ákveðið þá þegar að þessi gella skuli verða eiginkona sín (C. þá 21 árs, M. á sextugsaldrinum). Jú og auðvitað að grey M. sé kynlífsfíkill. Go Demi Moore, go!
06:20
(0) comments
föstudagur, júlí 18
Það er gott gott veður. En neeeeei. Ég fæ ekki að liggja í sólbaði þrátt fyrir að ég hafi sett á mig the indecent sólbaðsbuxurnar og hlýrabolinn sem segist vera frá Nike en er það ekki þar sem ég keypti hann falsaðan af strætissölumanni í Bangkok. Í staðinn ligg ég núna útí beði, að rifja upp reynslu mína sem unglingastarfsmaður, að rífa upp skriðsóleyjar. Og þessar skriðsóleyjar hafa fengið að grassera síðustu þrjú árin svo núna þegar við ráðumst loksins á þær, þá finnum við dauð, rotnandi, illa-lyktandi, slímugar garðplöntur undir þeim.
Just what I need to make my day: the Amazing Mutant Killing Garden Weed.
11:47
(0) comments
fimmtudagur, júlí 17
Ekkert að gerast í dag. Nema ef til vill að ég uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég hef misst af "besta sumardegi sumarsins" eins og eitthver snepillinn orðaði það svo vel í dag. Yessirree. Í dag, þegar allir Reykvíkingar urðu skyndilega veikir af dularfullu veikinni sem aðeins virðist hrjá okkur þegar viðrar vel; fengu frí úr vinnunni; flykktust til rónanna á Austurvelli; drukku bjór; og kvörtuðu yfir yfirgengilegri hitasvækjunni og flúðu aftur inn í hús klukkan fjögur, þá, þá var ég, Binna, inní húsi, að vinna við tölvuna og fussaði og sveiaði yfir vitleysunni í vinnufélögum mínum sem hurfu hver á eftir öðrum. Því þegar allt kemur til alls, þá spáði veðurstofan jafn góðu veðri fram yfir helgina. Og hvað gerist svo: Veðrið var ekki gott í dag. Sigh. Og núna er ég uppnuminn af þessum séríslenska ótta og kvíða að ég hafi misst af eina góða veðrinu í sumar og að það verði aldrei eins gott veður aftur í sumar og að ég sé ekki nógu sólbrún og bla og bla og bla.
Ég er að segja ykkur. Bandaríkjamenn eru ekki að skilja þennan íslenska ótta. Þegar ég fór til Bandaríkjanna í ágúst á síðasta ári, þá skildu vinir mínir ekki af hverju ég var svo æst í að komast út á hverjum morgni þegar ég sá sólina skína. Ég reyndi að segja þeim það að við verðum að grípa hvert tækifæri til að njóta sólarinnar því að hver veit hvenær við sjáum hana aftur og þeir störðu á mig furðu lostnir, núðu vísifingrinum við ennið og tautuðu í barm sér: ella estas loca (hahaha: spænskukunnáttan mín eftir að hafa búið í hálfspænsku samfélagi Harlem).
Crap. Fer í sund á morgun.
Já og Þórey systir er komin aftur heim til Íslands, stutthærð, rauðhærð, og með milljón teiknimyndir í farteskinu sem hún teiknaði sjálf. Gisp. Hvað er ég að pæla að fara í svona leiðinlegt nám. Aldrei nokkurn tímann á fólk eftir að skemmta sér vel yfir fræðigreinunum mínum eins og yfir teiknimyndum. Sigh enn og aftur.
En þó, I do not quite yet despair. Stephen Greenblatt, maðurinn sem "bjó til" hugtakið um nýsöguhyggjuna, hann var að fá hálfa milljón dollara í fyrirgreiðslu fyrir ævisögu sína um Shakespeare. Í maí síðastliðnum fór ég á fyrirlestur hjá þessari fyrirmynd okkar fræðimanna þar sem hann var að reyna að útskýra ákvörðun sína að skrifa svona "populist" bók um ævi rithöfundar sem ekkert er vitað um og sem verður þar af leiðandi byggð á tilgátum og líkindum og skáldskap fremur en staðreyndum. Vissulega hafði Greenblatt eitthvað til málanna að leggja þegar hann benti á það felist ákveðin mótsögn í því að bókmenntafræðingar hafa löngum litið á ævisögur og ævisögulega bókmenntarýni sem skammarlegar, sem eitthvað fyrir sauðsvartan almúgan, sem eitthvað sem er ekki þess virði að starfa við, á meðan að ævisögur og ævisöguleg rýni er eitthvað sem er langvinsælasta túlkunaraðferð samfélagsins. EN skiljanlega læðist sá grunur að þessi eðal póstmódernisti, Greenblatt sjálfur, hafi eytt löngum tíma í að reyna að réttlæta fyrir sjálfum sér og öðrum þá ákvörðun að skrifa þessa bók, bók sem eins og áður kemur fram á eftir að gefa honum muchos muchos money í framhaldi. Fyrirlesturinn var sem sagt afar klénn.
En Greenblatt má nú eiga það. Hann er lifandi eftirmynd George Bush. Sama hvaða efasemdir ég hafði um efni þessa ákveðna fyrirlesturs, þá skemmti ég mér konunglega við að horfa á andlit Georges Bushs skringilega afmyndað: það leit greindarlega út!
(0) comments
miðvikudagur, júlí 16
Það var verið að bjóða mér í mitt fyrsta bandaríska brúðkaup. Það er ekkert grín að vera boðin í bandarískt brúðkaup. Troðfullt umslag barst inn um lúguna mína í gærdaginn og ég gróf upp úr því flennistórt kremlitað boðskort sem tilkynnti mér að Mr. and Mrs. Gurman buðu mér vinsamlegast að fagna með mér merkisbrúðkaupi dóttur þeirra Hönnu og ástinni hennar honum Joe. En þá er ekki sögunni lokið. Því að einnig barst með leiðbeiningar um hvernig átti að finna kirkjuna (eða synagóguna í þessu tilviki) sem er staðsett einhversstaðar í New Jersey; hvernig átti að finna hótelið sem er staðsett í nágrenninu; hvernig átti að bóka hótelið undir hópafslætti; hvernig átti að finna bestu gjafirnar fyrir hjónakornin (macys.com eða weddingchannel.com); hvernig átti að haga sér og klæða sig í synagógunni svo okkur yrði ekki hent út (hógvær klæðaburður og engin myndataka á laugardögum, og sjö fleiri atriði sem ég man ekki alveg eftir).
Ég er núna strax byrjuð að hafa áhyggjur af þessu. Hvernig kem ég mér út úr New York og til New Jersey. Það eru engar lestir í Bandaríkjunum og ég þyrfti að leigja bíl. Og það þýðir að ég þurfi að komast að því hvaða fleiri frá skólanum fara til þess að hægt verði að leggja í púkk fyrir bílaleigubíl. Og að KEYRA. Hello! Ég hef ekki keyrt bíl að ráði síðan 1999. Og núna á ég að fara að bruna á bandarískum þjóðvegum, á the New Jersey Turnpike, to be precise. Sigh.
Annars hef ég yfir engu að kvarta. Hayley herbergisfélagi (33 ára frá Kaliforníu) hefur farið í fimm brúðkaup á þessu eina ári sem við höfum búið saman. Og í tvö skipti var hún brúðarmær, og eitt skipti aðalbrúðarmær (Matron of Honor...). Og þetta eru ekki nein smá útlát. Skipulagningin hefst þremur mánuðum fyrr hjá vinkonum brúðarinnar. Kaupa þarf kjólinn sem brúðurin hefur valið (já, brúðarmeyjarnar borga sjálfar fyrir kjólana, sama hve ljótir þeir séu); skipuleggja þarf fundi með fylgdarmönnum brúðgaumans um partíið sem haldið er fyrir brúðhjónin áður en af brúðkaupinu verður; skipuleggja þarf einkapartí fyrir brúðurina þar sem brúðarmeyjarnar leigja sal og kaupa mat og bjóða ÖLLUM vinkonum brúðarinnar í smá fyrir-giftingarveislu (nota bene: einnig þarf að fylgja með góð fyrir-brúðkaupsgjöf til brúðarinnar); hjálpa þarf foreldrum brúðgumans (ef á þarf) við að halda "the rehearsal dinner" (alltaf haldinn daginn fyrir brúðkaupið; ekki í raun æfing, bara setið og étið og borðað á kostnað foreldra gæjans); hjálpa þarf foreldrum brúðarinnar við að skipuleggja brúðkaupið og brúðkaupsveisluna (ef á þarf).
En ég er ekki brúðarmær. Thank god. Heldur bara suddagestur sem ætlar að skemmta sér vel að sjá sína fyrstu synagógu, og sitja síðan pent í giftingarveisluni og glápa á sætu gyðingastrákana.
05:43
(0) comments
mánudagur, júlí 14
Og Hello! Loksins blasir heimsfrægð á Íslandi við þessari eðalsíðu. Í nýjasta eintaki Veru er fjallað um bloggfyrirbærið á Íslandi. Í þremur mismerkilegum greinum eru bloggsíður landsmanna greindar og rýndar, og ritsýni úr þeim bestu birt (lesist: ritsýni meðal annars frá yours truly).
EN, ónei! Heimsfrægð mín og virðing mun eflaust bíða eftir sér. Því að textinn sem þeir völdu sem dæmi um ritsnilli mínu (and doubt it not children, I can be purrrty darned eloquent) er alveg útúrkú og sýnir lélega þekkingu á íslensku og íslenskri málfræði (þó ekki stafsetningu, hjúkkit).
Jubbs, ætli þetta þýði ekki að nú mun hefjast enn eitt tímabilið þar sem ég kvarta yfir lélegri íslenskukunnáttu minni hérna á opinberum vettvangi, auðvitað í þeirri von um að einhver hughreysti mig, þó því miður það hafi ekki gerst hingað til. En alltaf reynir kona að fiska...
15:54
(0) comments
Stórfréttir! Ég og Ása fórum á merkismyndina The Hulk í gær. Suddaleg mynd og ekki áttahundruð króna virði. Olli mér miklum vonbrigðum. En ein pæling vaknaði upp við áhorf myndarinnar: Af hverju er Hulkurinn hárlaus? Ég meina, hann er með hárlausa bringu, hárlausa lappir, og síðast en ekki sítt, nauðarakaða handarkrika. Hvað kemur til? Mín persónulega skoðun er sú að Hulkurinn er eins og við fórnarlambafeministarnir einnig fórnarlamb fegurðarímynda samfélagsins og hefur lesið of mikið af Cosmo. Hvað finnst þér?
15:46
(0) comments
Ekkert skrifað í rúmlega viku... Ekki mér að kenna. Ég hef verið úti á landi. REally... En nú hef ég sem sagt snúið aftur í siðmenninguna.
Glöggir lesendur spyrja eftilvill hvað manneskja eins og ég (óforskammað borgarbarn sem aldrei hefur séð fjós nema í Hollywood myndum sem gerast á nítjándu aldar Írlandi... Ah, Tom Cruise í Far and Away... ahem...) Síðastliðna viku hef ég löglega afsökun fyrir að hafa ekki bætt inn í þessa stórmerkilega síðu. Ég hef ekki getað komist á netið því að ég hef verið úti í óbyggðum Íslands, að predika yfir krökkum í sveitaþorpum landsins um heilbrigt líferni og æskilega framtíð þjóðarinnar, þeirra og kattanna þeirra. (Já, já, ég er greinilega mjög súrhúmorísk eftir þessa lífsreynslu). Ferðin gekk ágætlega. Týpíski dagurinn í þessari heimsreisu Jafningjafræðslunnar innihélt fimm tíma keyrslu, fimm tíma fræðslu og fimm tíma að sitja í sundlaugum landsins og spila TP, betur þekkt sem Trivial Pursuit.
Ég gerði auðvitað taktísk mistök í þessari ferð: Ég mætti hress með aðeins einn suddalegan náttkjól sem ég hef átt síðan ég var þrettán ára, en uppgötvaði strax á fyrsta degi að ég átti að sofa í sama herbergi og ferðafélagar mínir, ein stelpa og tveir strákar. En þar sem ég er þroskuð kona gerði ég gott úr þessu og fór bara að sofa seinna en allir aðrir og á fætur á undan öllum öðrum svo að enginn sæi bleiku hjörtun á hvíta bómullnum...
Þegar ég kom loksins aftur í bæinn á föstudaginn fór ég strax niðrí miðbæ til þess að halda upp á endurkomu mína til í siðmenninguna, og fór í fyrsta skipti núna í sumar á Sirkús. Um það kvöld hef ég aðeins eitt að segja: Sirkús stendur enn fyrir sínu, sama hvað fólk segir. Hvað er skemmtilegra en að hanga með listaspírum og wanna-be gurus og sötra fokdýran bjór í funky húsgagnainnréttingu?
15:43
(0) comments
föstudagur, júlí 4
Ég er í hláturkrampa. Núna ætla ég að birta smá pistil sem ég las í breska dagblaðinu The Guardian. Pistillinn er viðbrögð einnar konu við grein eftir Zoe Williams sem fjallar um nútíð og framtíð feminismans. Ofurfyndið. En endilega ekki taka þessu sem árás eða eitt eða neitt. Ég er allt of löt þessa dagana til að rökræða! ;)
There is a short and sharp way to deal with women who say they are not feminists - you could do it as a nationwide census, which might be more representative than the survey of "35 selected individuals". If a woman answers no to the question "Are you a feminist?", she should immediately be stripped of her voting rights, her right to institute divorce, her legal protection from domestic violence and marital rape - oh, and her pay should be cut to 19% less than that of her male colleagues. Then she could lead the carefree, non-ball-breaking life she so desires, and not be forced to take advantage of all those unpleasant and exhausting social gains which those nasty butch feminists in the 20th century forced on her.
When I hear a woman say "I'm not a feminist" I avoid her. Partly because I despise her, but partly because this makes me think that she spends time entertaining furtive fantasies about lesbian sex, and repeats such Stepford Wife clichés merely to put us off the "scent". And as a respectable middle-aged heterosexual monogamist matron from Hove, such closeted, confused suck-ups fill me with horror. For they are neither friends of women or of men; but stunted misanthropists, fearful and envious of the true love and comradeship between the sexes that can only come from simple equality. Let these cowering wretches embrace the state of allegedly longed-for slavery that existed before modern feminism, and see if they like it; it could even be a reality TV show. It'd be a total hoot!
(0) comments
fimmtudagur, júlí 3
Húplaheyhey! Eftir að hafa starfað á Hagstofu Íslands með skóla síðan ég var sextán ára, fékk ég loksins að prófa að vera yfirmanneskja á þeirri mikilvægu ríkisstofnun. Fríða vinkona, sem eftir eins árs starf hjá Hagstofunni var ráðin sem yfirmanneskja, þurfti að yfirgefa staðinn snemma, og var ég, Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, fengin til að stjórna vaktinni og hafði þar mannaforráð yfir heilum fjórum starfsmönnum.
Eins og alþjóð veit, þá starfa ég við úthringingar í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, og svona seint í vikunni, þá erum við yfirleitt búin að ná í flesta þá sem hægt er að ná í. Því lenti ég í því að mínir fjórir starfsmenn voru alltaf að hringja í sama fólkið og eftir panikerað símtal við Fríðu, sendi ég þrjá þeirra heim. Eftir var ég, the head cheese, sem nú hafði aðeins yfir einum starfsmanni að ráða. Og þessi starfsmaður gerði uppreisn þegar stundarfjórðungur var eftir af vinnutímanum og fór einnig heim.
Og þá fór út um sjóferð þá. Mín tveggja tíma reynsla af stjórnunarstöðu hefur verið afar lærdómsrík. Ég er ekki frá því að ég er meiri manneskja fyrir vikið, og ber betur skilning til uppbyggingu vinnustaðasamfélaga og verklags o.s.frv. LOL. (Bara svo þú vitir elsku Fríða, að þegar þessi orð eru skrifuð, þá er ég búin að skrá mig út, og er því ekki að misnota aðstöðu mína sem yfirmanneskja hjá íslenska ríkinu.) LOL.
16:07
(0) comments
Ég held ég sé orðin geðveik. Í gær, eftir vinnu, tók ég eftir því að glósurnar mínar í spássíunni á þýsku ástarsögunni minni voru mikið til þýðingar á sömu orðunum aftur og aftur. Auðvitað er það ekki gott verklag, svo ég hljóp út í Mál og menningu og keypti tvö stykki af glósubókum. Og þegar heim var komin settist ég niður og skrifaði niður öll orðin sem ég glósaði í fyrsta kafla í glósubókina. Úr þessum níu blaðsíðum komu 24 blaðsíður af glósum, 476 orð thank you very much (eða ætti ég að segja "danke schön"?).
Ég er semsagt búin að reikna þetta allt út. Það tók mig þrjá daga, líklegast um 8 klukkutímar allt í allt að fara í gegnum fyrsta kaflann. Í bókinni eru 26 kaflar. Þetta þýðir að það á eftir að taka mig 75 daga að klára bókina, og þar sem ég býst fastlega við því að hraði minn í þýskulestri eigi eftir að aukast þegar á líður, þá er væntanlega hægt að helminga þennan tíma.
Athyglisverð orð í þýsku sem ég hef lært á síðustu dögum:
(0) comments
miðvikudagur, júlí 2
Ég held að ég kunni ekki lengur að búa í Reykjavík. Eða að ég var búin að gleyma hvað er lítið að gerast hérna í þessari höfuðborg norðursins. Hvar er menningin? Hvað er að gerast í mannlífinu hérna? Er einhver leið á að búa hérna án þess að tapa sér í andleysu íslensks vinnumórals?
(0) comments
Það er greinilega mikið stuð þessa dagana á Bloggergreyinu. Enn og aftur er búið að breyta skjámyndinni þar sem skrifaðir eru pistlar. Áður en ég veit af, verður þetta orðið allt of flókið og ég gefst bara upp, enda heilinn minn of lítill til að halda utan um þetta offlæði upplýsinga. Ahem.
Anyways, þá nálgast hringferð Jafningjafræðslunnar stöðugt. Núna á sunnudaginn verður semsagt lagt af stað til bæja á landsbyggðinni, þar sem við borgarkrakkarnir deilum reynslu okkar meðal sveitakrakkanna. Ahem enn og aftur. En nú er verið að trufla mig aftur. Svona er þetta þegar eina nettengingin er í gegnum vinnuna. Ég er allt of sýnilegt og það er í sífellu verið að kalla á mig og biðja mig um að vinna. Émeinaða! Hvurslags skipulag er þetta.
Sigh. Á næsta ári ætla ég að redda mér feitum styrk og borga sjálfri mér laun fyrir að vera til. Sigh.
12:52
(0) comments
þriðjudagur, júlí 1
Well, ég er að fara til tannlæknis eftir fimmtíu mínútur og hlakka massa mikið til. Ég er búin að hafa áhyggjur af tanngarðinum mínum núna í níu mánuði samfleytt. Einhvern veginn er þetta alltaf þannig að tennurnar eru í fínu lagi þangað til að farið er til útlanda og enginn aðgangur að tannlæknum er til staðar; þá fara draugaverkirnir að byrja og paranoian yfir kaffiblettum á gómnum. En núna reddast þetta. Whooplee. Og síðan ætla ég að biðja um sleikjó!
10:15
(0) comments
mánudagur, júní 30
Halló! Mér hitnar hreinlega um hjartaræturnar. Hver segir að netverjar hjálpi hverjum öðrum ekki á neyðarstundu. Nú kom hún elsku Maríanna mér til hjálpar (you out there me dear? thank ye kindly!). Ég var semsagt búin að senda harðorða kvörtun til Bloggerfólksins til þess að skynda sig til að laga tungumálaerfiðleikana á forritunu, med det samme. Og sat síðan og beið eftir svari. Og hvað kemur svo í ljós! Spurningarmerkin sem komu í stað íslensku stafanna voru mér að kenna þar sem ég var ekki búin að láta Blogger vita af því að ég tala íslensku, ekki ensku. Ahem. En allt er vel sem endar vel. O.s.frv.
Annars var gaman í gær. Ég sat heima hjá Hörpu frænku og las sósíópólitíska ádeilu á kjör lægri stéttanna í Englandi 19. aldarinnar. Bar þessi ádrepa nafnið "Tælandi samningurinn" og segir frá ungu Ariel Summers sem gerir þann samning við jarlinn í hverfinu að ef hann kostar hana til náms, muni hún gefa honum líkama sinn. En svo deyr gamli jarlinn, og ungi og myndarlegi og grimmdarlegi og vel vaxni óskilgetinn sonur jarlsins krefst réttar síns sem erfingi gamla mannsins.
Það sem er kannski einnar helst merkilegast við þessa bók (fyrir utan auðvitað slef slef myndina framan á) er sú staðreynd að hún er á þýsku og ber réttu heiti "Der verfuhrerischer Handel". Það tók mig svo mikið sem TVO tíma til að fara í gegnum rétt tæplega þrjár blaðsíður í þessum sudda. Er sem sagt búin að taka þá ákvörðun að hvert einasta orð sem ég skil ekki, leita ég uppi í orðabók, og glósa það samviskusamlega í spássíuunum. Og þar sem ég býst fastlega við því að not mín fyrir orðabókina munu fara minnkandi eftir því sem á líður blaðsíðuna, mun ég, ef allt gengur eftir björtustu vonum, ljúka við þennan 387 blaðsíðna doðrant í lok sumars. GISP.
Og Harry Potter V er búinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Svo ég segi ekki neitt.
05:34
(0) comments
föstudagur, júní 27
Dudes! Blogger is going crazy, and it ain't publishing our darlin' Icelandic symbols anymore. Patience everyone. Am sure this will be back up soon.
14:29
(0) comments
I'll be damned. Það eru stórfréttir í gangi hér í Bloggerheiminum. Blogger er búinn að skipta um útlit á hólfunum sínum. Ég veit bara varla hvað ég á að segja lengur. En gisp.
Enn ein vikan búin og aðeins sex vikur áður en ég fer aftur til Bandaríkjana. Hjúkkit maður. Ég er að fara yfirum af vinnu og íslenskan mín hefur versnað meira á síðasta mánuði en allt árið á undan. Af hverju? gætuð þið spurt ykkur. Nú, vegna þess að sem starfsmaður Jafningjafræðslunnar er ég umkringd ungu fólki (únglíngum, tíhí!) daginn út og inn, og er farin að nota "skilrrru?" "þú'st" og "hddna" í hverri einustu setningu sem kemur út úr mínum rósarmunni. Og ég sem hélt að gamla góða Ísland myndi endurvekja málhæfileika mína. Oh well.
En annars stórfréttir í veðrinu í gær. Kemur í ljós að ofsahitinn hérna á Íslandi er alveg eins merkilegur og okkur öll hafði grunað. Ef tekið er meðaltal af hitastiginu hérna í júnímánuði, fram að 26. júní, kemur í ljós að meðalhitinn í Reykjavík er 11.2°C. Aðeins einu sinni áður hefur meðalhitinn í júní í Reykjavík farið yfir ellefu gráður síðan mælingar hófust. Það var árið 1941 þegar meðalhitinn var 11.1°C. Nú hefst því mikil spenna. Mun veðurguðunum í Reykjavík takast að slá fyrra met sitt? Við fylgjumst spennt með þessu næstu dagana!
(ah, New York, 28 stiga hiti í gær, sól og blíða. Hvar hafar dagar lífs míns hita sínum glatað? (dude, ég er svo kúl með afbökuðu tilvitnanirnar mínar og enskuslettunum, að ég er að farast ma'r... ok, ég er greinilega að fara yfirum. Föstudagur. Er farin heim. Að lesa Harry Potter V.))
14:20
(0) comments
miðvikudagur, júní 25
Almáttugur. Ég fæ ekki að sleppa við flóknu samskiptaleikina sem Bandaríkjamenn virðast þrífast á, jafnvel þótt ég sé flúin yfir Atlantshafið, í örugga heimahöfn Íslands. Ég er núna búin að fá þó nokkur bréf frá Helenu og Allison, þar sem koma fram misvísandi túlkanir á vandræðunum sem áttu sér stað rétt áður en ég flutti aftur heim, og ég þarf að sýna mikla diplómatíska hæfileika, skrifa þeim sitt hvort bréfið þar sem ég styð þeirra málstað, en þó á þann hátt að ef hinn aðilinn les bréfið, þá sjái hann ekkert í því til þess að móðgast yfir, heldur í raun sjái stuðningsyfirlýsingu við sig í bréfinu. Bréfin enda því ansi klisjukennt og opin og hægt er að túlka þau á mismunandi vegu.
OG, síðan var ég að fá bréf frá Hayley herbergisfélaga. Við erum semsagt báðar tvær að leigja út íbúðarhlutann okkar. Ég hafði talað við leigandann minn, Blake einn tuttugu ára sætur strákur, og sagt honum frá íbúðinni og hvernig á að haga sér í henni og fara með húsgögnin, sérstaklega húsgögnin sem eru í eigu Hayley þar sem henni er mjög annt um þau, og bla bla bla. Blake hefur væntanlega sagt Mickey, leigjanda Hayley, sem hefur líklegast sagt Hayley. Nú var ég sem sagt að fá bréf frá Hayley sem spyr mig af hverju ég sagði Blake að hún væri paranoid um húsgögnin sín, og sagði mér að ég ætti að tala um við hana ef mér líður illa að búa með henni blablablabla. Svo ég þurfti að skrifa henni bréf þar sem ég sagði að mér líkaði mjög vel við hana, að hún væri yndisleg manneskja, og æðislegt að búa með henni og að ég minntist þess aldrei að hafa baktalað hana o.s.frv. o.s.frv. Og nú er ég með magaverk og bíð eftir svari og ég hata svona vandræði. Gisp. Slúðurberar. Auðvitað hefði ég átt að gæta orðanna minna frekar, en ég hélt í alvörunni að ég væri að vera fyndin þegar ég sagði Blake að hún væri paranoid, og meinti nú aldrei illt með því. Einnig hefði ég átt að minnast þess að Blake greyið er aðeins tvítugur og þeir tala nú ansi mikið oft.
En nóg um þetta rant. Ég verð bara fúl að tala um þetta. Í gærdag og í dag er ég að skrifa fyrirlestur sem ég held fyrir þátttakendur í Snorraverkefninu á morgun. Snorraverkefnið er verkefnið þar sem ungir vestur-íslenskir krakkar koma til Íslands og kynnast uppruna sínum. Ég á að halda fyrirlestur, ásamt Ásu vinkonu, þar sem ég segi frá kjörum íslenskra kvenna þegar þær komu til Vesturheims, og nefna nokkrar merkar íslenskar landnámskonur. Ég hef flutt þennan fyrirlestur áður (tvisvar) en er núna að endurbæta hann töluvert. Ég er búin að klippa út allt sem ég hafði skrifað um sögu feminisma á Íslandi, og er að lengja hlutann sem leggur áherslu á Vesturheiminn. Það eru síðan auðvitað engar heimildir um þetta efni. Ég er að pæla mig í gegnum það helsta sem skrifað hefur verið um flutningana til Nýja Íslands, bæði á íslensku og á ensku, og aldrei er talað um konurnar og hvað þær gerðu.
Týpísk lýsing er einhvernveginn svona: "Jón bóndi flutti út ásamt konu sinni Gunnu. Jón bóndi starfaði alla tíð sem bóndi og fiskimaður. Þau áttu tvö börn." Svo við fáum skilmerkilegar og greinargóðar lýsingar um hvernig íslenskir karlmenn eyddu deginum, hvað þeir eyddu löngum tíma í fiskerí, bóndastörf, mat, svefn o.s.frv., en konurnar, þær eru ósýnilegar. Þrátt fyrir að þær hafi mjög oft stjórnað búskapnum algjörlega þar sem fiskeríið dró vestur-íslensku karlmennina burt frá heimilinu marga mánuði á hverju ári. Ég klára að fara í gegnum heimildirnar í kvöld og skrifa niður fyrirlesturinn. Aðalniðurstöðurnar eru: það er til fátt skrifað um vestur-íslenskar konur.
Fyrir þá sem hafa áhuga, er hægt að finna gamla fyrirlesturinn á veffanginu: http://www.briet.tk
Einnig er afar merkilegt fyrir mig að ég er ekki að skrifa niður heimildirnar í fyrirlestrinum. Þar sem hann er aðeins lesinn upp og á aldrei eftir að vera yfirfarinn af sagnfræðingi, bókmenntafræðingi eða fræðingi af einhverju tagi, þá punkta ég bara niður hvaða bækur ég notaði ef ég vil breyta síðar, en merki ekki niður blaðsíðutöl, heimildamenn, dagsetningar, o.s.frv. Eftir ársnám í framhaldsnámi í háskóla, er það mjög óþægileg tilfinning að vera gera þetta svona ófræðilega og ófaglega. But what the hey. You only live once, and it's fun to live on the edge. Eða eitthvað í þá áttina.
(0) comments
sunnudagur, júní 22
Ættarmót ættarmót ættarmót. Það er alltaf mikið stuð á ættarmótum... Fór á ættarmót um helgina. Stútfullt félagsheimili einhversstaðar í sveit sem ég man ekki alveg hvað heitir, í dal sem er fylltur af þokumóðu og með ekkert símasamband nema gengið sé upp fimmhundruð metra þverhnípi og stiginn hinn velþekkti gemsadans sem gengur út á að halda símanum frá sér með útréttar hendur og hökta um þangað til að merki Símans birtist á skjánum.
Annars var þetta ættarmót ansi hefðbundið. Fólk byrjar á því að faðma alla og kyssa, þrátt fyrir að það þekkist ekki neitt og muni ekki alveg nafnið hvort á öðru. Síðan er tekið við að éta og setið í gegnum tvo tíma af skemmtun þar sem krakkakvikindi ættarinnar láta ljós sitt skína meðan foreldrarnir úúúaa og aaaaa og aðrir taka mynd af sætleikanum (LOL. cuteness. léleg þýðing, eða hvað!). Og þegar skemmtidagskránni lýkur, þá er tekið við að drekka og dansa við ABBA og íslenska slagara, og fólkið sem þekktist ekki fyrir fimm tímum er núna orðið bestu vinir (enda bundnir órjúfanlegum íslenskum blóðböndum), þar til klukkan slær þrjú og allir slagast fram í tjald um miðja íslenska sumarnótt.
Ég fór á ættarmótið með eitt takmark, og eitt takmark aðeins: að sofa. Ég vildi sofa og sofa og sofa. Og já, kannski liggja í sólbaði í sveitinni og lesa eina af þessum átta bókum sem ég passaði að pakka niður í töskuna mína. En þar sem ég er elsta frænkan í föngulegum hóp barnabarna (ég 24 ára, allir hinir 6-13 ára) þá fékk ég ekki mikið tækifæri til að liggja í leti. Í hvert skipti sem ég hélt að ég hefði fundið stað þar sem enginn gæti fundið mig, var ég leituð uppi og þurfti að láta ljós mitt skína; að breiða út visku mína sem eldri (kúl?) frænkan. Þetta gekk svo langt að á laugardagseftirmiðdegið fyllti ég brúsa af kaffi, dró upp tvær bækur og gekk af stað. Eftir tuttugu mínútna göngu var ég komin úr augsýn á félagsheimilinu og fimm mínútum seinna fann ég lítinn lund þar sem íslenskur skógur (30 sentimetra há tré) beið eftir mér. Ég leit flóttalega í kringum mig, kastaði mér niður á fjóra fætur, og skreið eins og ég ætti lífið að leysa í gegnum þennan frumskóg þar til ég kom að litlum lundi þar sem ég gat falist frá veginum svo lengi sem ég settist ekki upp. Ah, frelsið, kaffið, bókin.
(0) comments
fimmtudagur, júní 19
Ofurfyndið! Í dag sat ég á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar á Grandhótelinu í Sóltúni. Bríet hafði verið beðin um að koma með kveðju til flokksins í tilefni af 19. júní, og ég verð að segja að kveðjurnar okkar voru kannski aðeins of kaldar. Einhvern veginn var ávarpið sem við sömdum í gær massa flott og yfirvegað þegar við lásum það yfir í tölvunni. En þegar þetta var lesið upp fyrir fullan sal af Samfylkingarþingmönnum og öðrum bigwiggum í kaffidrykkju, var það skyndilega orðið miklu neikvæðara en við héldum. En þetta var samt fínt! Vegna þess að allar athugasemdirnar sem við höfðum fram að leggja um starf Samfylkingarinnar í þágu jafnréttis síðustu árin áttu fullkomlega rétt á sér. Og Kiddý elskan sem flutti ávarpið var algjört æði og var mjög yfirveguð. Annað en við Fríða sem sátum aftast í salnum og reyndum að fela á okkur stressuðu hendurnar.
Bærinn var hálfbleikur í dag í tilefni dagsins og það var fínt. Ég á auðvitað bara svört föt, en gekk stolt um í bleiku pottloki. Eða að minnsta kosti á það að heita bleikt. Húfan er svo gömul og upplituð og fúin að hún er hálf grá og guggin þessa dagana.
En aftur að Samfylkingunni. Það var gaman að sjá að Össur hefur greinilega farið til ímyndarfræðings. Hann gengur ekki lengur um með þverslaufu heldur með mjög myndarlegt bindi. Og ég verð líka að viðurkenna að gæinn kom mér mikið á óvart. Ég hef ekki séð hann halda ræðu áður, og maðurinn var lifandi, hress, skemmtilegur, orðhvass... þangað til auðvitað að hann fór að tala um nauðsyn landvarna á Íslandi þegar ég missti áhugann. Og Ingibjörg Sólrún er alltaf jafn skelegg, þó eitthvað var hún í rólegu skapi þegar hún kom upp í ræðupúltið eftir Össuri. Myndaði skemmtilegt mótvægi. I wonder, hvaða baktjaldamakk er í gangi í jafnaðarflokk Íslands?
Já og það kom mörg yndisleg skot frá bæði Össuri og Ingibjörgu á Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna. En engar á Framsóknarflokkinn. Hmmm. Ætli þetta þýði eitthvað sérstakt? Verð að hugsa... LOL.
Og á morgun. Á morgun fer ég út á land á ættarmót. Kannski. Er ennþá að velta þessu fyrir mér. Hvort ætli það sé skemmtilegra að slaka á í sveitinni og lesa um helgina, eða fara á útskriftir í háskólanum á laugardaginn, og grillveislu meðal gamalla Kvennalistakvenna á föstudaginn. Verð að hugsa meira. Eða sofa kannski frekar. Hmmmmm.
21:01
(0) comments
Þessi skrif vekja auðvitað upp ákveðnar hugrenningar. Hvaða orð er best?
(0) comments
Aðeins þrjátíu blaðsíður eftir. Gellan sem lifði af öðru árásina hefur framið sjálfsmorð. Önnur kona er núna í haldi raðmorðingjans. Mjög spennó.
Annars eyddi ég gærkveldinu í að semja harðorða yfirlýsingu til Samfylkingarinnar ásamt Kiddý og Önnu og Fríðu. Við erum brútal, skal ég segja ykkur. Samfylkingin verður núna að fylgja eftir fögrum loforðum sínum um jafnrétti. O.s.frv...
08:30
(0) comments
miðvikudagur, júní 18
Það er enn allt á floti hérna sem er vont fyrir okkur lúðana sem höfum ekki efni á einkabíl og reiðum okkur á fjóra jafnfljóta og strætó. En það gaf mér þó tækifæri til að vera Florence Nightingale fyrir 21. öldina. Á leiðinni úr jafningjafræðslunni yfir í vinnuna mína í Hagstofunni rambaði ég á orm sem var að synda í polli í Nóatúni. Blíðum höndum fór ég um greyið þegar ég greip um búkinn á honum og henti honum í næsta beð. Reyndar sá ég síðan tvo aðra orma á leiðinni, sem skriðu makindarlega um gangstéttirnar, en var þá of löt til að hjálpa þeim. Einn af hverjum þremur. Ég kalla þetta nú bara góðan árangur.
Raðmorðingjasaga dagsins: Blindsighted eftir Karin Slaughter. Auglýsingin um bókina tilkynnir stolt: "Don't read this alone. Don't read this after dark. But do read it." Ég verð samt að segja að hún er ekki alveg nógu blóðug fyrir minn smekk. Aðeins tvær árásir hingað til (bls. 215) og af þeim lifði annar af. Þó má hún Slaughter eiga það að árásirnar eru ansi hugmyndaríkar. Sérstaklega sú fyrri. Sú var svo viðbjóðsleg að ég hef aldrei séð annað eins notað áður í spennubókmenntum, og verð að viðurkenna að mér hafði ekki einu sinni dottið í hug að þetta væri hægt. Það virkar greinilega að heita Slátrun þegar kona skrifar spennusögu!
17:12
(0) comments
Rigning rigning og aftur rigning. Sautjándi júní var afar blautur. Ekki það að það skipti mig neinu máli. Ég var að vinna til miðnættis þann dag.
Sem starfsmaður hins hússins var ég sett í að sjá um tjaldið á Ingólfstorgi þar sem listamennirnir fengu sér kaffi áður en þeir fóru á svið og sungu fyrir fjöldan. Ljúft starf að öllu leyti þar sem ég sat í sex tíma, drakk kaffi, borðaði kleinur, og las eina raðmorðingjasögu frá Bandaríkjunum. Gæslan var afar lítil, nema þegar Páll Óskar kom inn í tjaldið og ég þurfti að reka tíu ára krakkagrislingana sem héngu í kringum tjaldið, bönkuðu í það og öskruðu: "Palli. We love you."
Hápunktur dagsins: þegar bílstjóri á vegum Reykjavíkurborgar var afar dónalegur við mig og aðra stelpu og talaði um hve stelpur væri lélegar að bera og sagði okkur að við yrðum bara að skila það að við gætum ekki borið jafn mikið og karlar, jafnvel þótt við værum Rauðsokkur. Síðan tók hann strákinn í hópnum, fór með hann í bíltúr og skildi okkur "stelpurnar" eftir til að bera kassanna sem hann var búinn að eyða svo miklum tíma í að tala um hve aumar við værum og gætum ekki lyft þeim.
Annar hápunktur dagsins: að vera inni í tjaldinu þegar Páll Óskar skipti yfir í sviðsfötin. Palli er æði. Palli. We love you!
09:48
(0) comments
laugardagur, júní 14
Sigh. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að vera með sítengingu á internetið þegar haldið er úti einhvers konar vefleiðara. Þegar tölvugimpið tengist netinu í gegnum 56K módem í gegnum lélegu símalínurnar í Smáíbúðarhverfinu hverfur einhvern veginn glansinn af netinu og ég finn mér eitthvað annað að gera. Ég er ekki að segja að það er auðvelt. Fyrstu tvær vikurnar hérna á Íslandi þjáðist ég beinlínis af afvötnunareinkennum (skyldi að ef til vill kallast aftengslaeinkenni?). Ég skalf af löngun til að komast á netið, að finna fingur mína hamra með stöðugum og kröftugum takti á plasttakka lyklaborðsins. Ég sá í hverri einustu gangstéttarsprungu tengingar símalína og rafmagnssnúra. Ég fór ekki á Matrix II, því að ég vissi að minningarnar sem myndin myndi vekja yrðu mér ofviða. En í síðustu viku náði ég nokkurs konar jafnvægi. Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt. Ef ég kemst í internettengda tölvu núna, þá á ég það til að tapa mér í tilgangslausu en stórkostlegu vafri. Ég flökti á milli afkima netsins í algleymingi. Ég... hemm hemm. Farið að verða aðeins of klénn texti... Let's move on.
Ég get sem sagt upplýst það að síðustu tvær vikurnar og næsta eina og hálfa mánuðinn er ég starfsmaður Jafningjafræðslunar (staðsett í Hinu húsinu í Reykjavík). Hvernig það starf mun verða get ég ekki sagt til þar sem þessar fyrstu tvær vikur hafa farið í það að kynnast hópnum sem ég mun starfa með og að sitja ýmis konar fyrirlestra um málefni sem tengjast unglingum á Íslandi. Mér finnst námskeið æði...
Einnig er ég aftur orðinn "stoltur" starfsmaður Hagstofu Íslands, þar sem ég vinn á kvöldin við að hringja út og spyrja fólk um vinnu og tölvunotkun. Þessar spurningar eru auðvitað, eins og ég flýti mér til að benda á, stórmerkilegar fyrir framhaldandi þjóðarhag og þjóðarhamingju. Svo ef þið kæru lesendur lendið í rannsókn frá Hagstofu Íslands, svarið þið greiðlega og skilmerkilega því að hvert svar skiptir máli!
Þessar tvær vinnur þýða það að síðan ég kom til Íslands hefur meðal vinnudagur minn verið tólf tímar. Sem er ansi hart þar sem ég er orðin soft eftir að hafa verið nemandi í Bandaríkjunum í eitt ár. Ég er búin að missa niður þennan íslenska harðneskjuskap sem allir hérna virðast hafa, að geta mætt í vinnu dag eftir dag, unnið yfir sig, og allt það án þess að kvarta og jafnvel gera lítið úr vinnunni við vini og fjölskyldu. Ég vil ljúfa lífið aftur. New York, engar áhyggjur, ég kem aftur í lok ágúst.
Síðan er ég með þrjátíu bækur sem ég verð að lesa í sumar, tvö tungumál sem ég verð að læra (þýsku og latínu), verkefni sem ég þarf að starfa að á Þjóðarbókhlöðunni (meira um það seinna) og eitt handrit sem ég þarf að lesa yfir. Sigh ég er overworked and underpaid.
En ég verð núna að drífa mig þar sem pabbi ætlar að gefa mér far niðrí bæ ef ég slekk á tölvunni innan fimm mínútna (Ah, New York þar sem neðanjarðarlestirnar svifu fram hjá á fimm mínútna fresti og hálftíma leigubílafar kostaði fimmhundruð krónur). Því hef ég ekki tíma til að segja þær sögur sem ég er búin að ákveða að megi fara inn á þennan vefleiðara (það kemur nefnilega í ljós að það er mjög erfitt að skrifa um fólk hér á Íslandi, þegar ég er á Íslandi. Allt spurning um persónuvernd beibí!). Svo "hasarinn og háskaleikurinn í smáþorpinu" sem ég hef orðið fyrir síðan ég kom hingað aftur til Reykjavíkur bíður til næsta skiptis. En til að halda í ykkur áhuganum ætla ég að birta niðurstöður internetprófa sem ég var að taka. Því að ég veit að allir hafa jafn mikinn áhuga á mér og ég sjálf. Er það ekki?
You are The Merovingian, from "The Matrix." Wit and danger, with a French twist. You are adamant about the slightly materialistic things- power, wealth, posession. Dominating, aren't we?
What Matrix Persona Are You? brought to you by Quizilla
You are the typical feminist, depressed, artist. You go against the crowd and do everything you can to be different. Too bad noone notices. Try communicating with people, not just looking down on them.
What kind of typical high school character from a movie are you? brought to you by Quizilla
(0) comments
föstudagur, júní 6
Loksins loksins! Ég er komin með internettengingu hérna heima og get semsagt byrjað að skrifa aftur. Ég er búin að vera á Íslandi í tíu daga núna og mér líður eins og ég hafi verið hérna síðustu fimm mánuði. Ah, gamla Ísland. Sigh. En ekki núna. Ég ligg afvelta eftir að hafa fengið lambalæri í fyrsta skipti í ár og ætla að vera ansi halló núna á föstudagskvöldi og hoppa upp í rúm með kisu og fara að lesa.
19:10
(0) comments
mánudagur, maí 26
Á sjöttu hæð byggingar minnar býr kona ein að nafni Connie. Connie er stórmerkileg kona. Hún er fimmtug, en lítur út fyrir að vera þrjátíu ára gömul. Hún var í músíkheiminum þegar hún var á fertugsaldrinum og ferðaðist um heiminn í tíu ár á tónleikaflandri með listamönnum eins og The Who og David Bowie. Hún á hús í Zansibar. Hún vinnur sem almannatengslafulltrúi í Harlem. Hún er með fjöldan allan af sögum af samböndum hennar við karlmenn tíu, tuttugu árum yngri en hún sjálf. Og hún er vinkona mín.
Núna um helgina bauð Connie mér í göngutúr í Harlem. Ég verð að viðurkenna það að í það tæpa ár sem ég hef búið hér á 122. stræti, þá hef ég aldrei farið ofar en 125. stræti, gatan sem skilur að Morningside Heights og Harlem. En Connie dró mig í þetta hverfi sem leigubílstjórar vildu ekki fara til fyrir áratug síðan. Og ég fékk mikið menningarsjokk. Ég hef ekki séð jafn fallegt og jafn rólegt hverfi og Harlem síðan ég kom hingað til New York. Vissulega tala allar túristabækurnar um Greenwich og Soho og TriBeCa og þangað flykkjast New York búar þegar þeir vilja skemmta sér í borginni, en þau hverfi eru einhvern veginn öll svo eins, öll svo vel þekkt að þau eru ekki spennandi lengur. En Harlem, it's the undiscovered country. Húsin þar eru gömul einbýlishús, sem öll er verið að gera upp. Umferð er ekki mikil, og hér og þar eru almenningsgarðar þar sem fólk getir setið og sólað sig í friði frá mannþrönginni í Central Park.
Og Connie er auðvitað algjört æði. Hún gekk um hverfið með mér og sýndi mér það helsta og fór með mér til að heimsækja hina og þessa hönnuði í hverfinu. Í fyrsta skipti skildi ég hvað öll tískutímaritin eru að tala um þegar þau minnast á "The Harlem Renaissance". Í hverfinu eru að flytjast inn ungir hönnuðir sem hafa búðir hér og þar í heiminum, en bækistöðvar í Harlem. Connie kynnti mér fyrir Veronicu Jones, Eto Evans og Montgomery. Og sem punkturinn yfir i-ið hitti ég Dr. Garries, litla miðaldra konu með sléttustu húð í heimi, sem er kannski engin furða, því að hún er fegurðarskurðlæknir... Og í lok dagsins fórum við á nýjan veitingastað sem verið var að opna í hverfinu og Connie keypti fyrir mig besta grillmat sem ég hef smakkað í langan tíma, suðurríkja/karabískan mat.
Harlem er samt engin paradís. Hverfið er blanda af þessu hugsjónafólki sem flyst þangað, gerir upp húsin, opnar nýja og skemmtilega staði, en því fylgir auðvitað að húsaleigan í hverfinu hækkar, verð í búðum hækkar, og gömlu íbúar hverfisins hrökklast á brott. Hverfið er stórfurðuleg blanda af hinu nýja og spennandi og fallega, og af niðurníddum byggingum, vínbúðum þar sem allt er selt í gegnum skothelt gler, skuggalegum mörkuðum á götuhornum og offeitu fólki í sjúskuðum fötum.
Ég varð vitni að dæmi um þennan árekstur hins nýja og ríka og hins gamla og fátæka. Montgomery er hönnuður með búð í Central Harlem þar sem hún selur boli á 150 dali og kjóla á 600. Á hverjum degi koma einhverjir íbúar hverfisins í heimsókn, ekki til að kaupa, heldur til að sjá herlegheitin. Og samkvæmt Montgomery, taka margir þeirra því sem persónulegri móðgun að fötin skuli vera svona dýr. Ég var vitni að því þennan dag, þegar tvær konur gengu inn í búðina til að skoða fötin. Þær spurðu hve einn kjóll kostaði og voru ekki nógu hressar með verðið (595). Montgomery vildi ekki tala við þær og afsakaði sig og fór að lagfæra tónlistina, en þó ekki fyrr en hún var búin að taka pilsið sem önnur kvennanna hélt kæruleysislega á (345). Þær gengu út í fússi og voru fyrir utan búðina í þó nokkrar mínútur að tala saman mjög hressilega og horfðu við og við í gegnum glerið á búðinni og störðu á okkur með merkingarþrungnum augnsvip. Montgomery hefur gefist upp á að hafa búðina opna fyrir almenning. Í næstu viku ætlar hún að setja inn bjöllu á búðina, og viðskiptavinir þurfa því að hringja bjöllunni ef þeir vilja komast inn.
Ég vil taka það fram að þótt að mér finnist þessi saga vera afar einkennandi fyrir þennan árekstur tveggja menningarheim (ekki lengur svartra og hvítra, heldur ríkra og fátækra), þá er hún ef til vill ekki besta dæmisagan. Því að Montgomery sjálf er stórfurðuleg. Hún er opinská svört kona á miðjum aldri, orkumikil og sjálfsörugg, skemmtileg og oft á tíðum hrokafull. Hún talar mikið um hvernig hverfið vill ekki að hún sé þarna, og hvernig íbúar hverfisins trufla hana í vinnunni og eftir vinnu. En ég er ekki viss. Voru það íbúarnir, sem skrimta á 1000 dollurum á mánuði, sem vildu ekki að Montgomery kæmi í hverfið og stríddi þeim með því að sýna þeim kjóla sem kosta jafn mikið og þeir þéna á tveimur vikum? Eða er það Montgomery sjálf, hrokafull og upptekin af fötunum sínum, sem vill ekki að óhreinn og ómenntaður almenningur kemur inn í búðina og káfar á verkum hennar?
11:45
(0) comments
sunnudagur, maí 25
Júróvisjón er stórfurðuleg keppni. Á hverju ári keppa öll þessi lönd í hver sé hallærislegur, og áhorfendur skemmta sér konunglega yfir herlegheitunum. Gæði laganna eru yfirleitt hverfandi og þess vegna hefur komið upp þessi hefð júróvisjónpartía þar sem fólk getur drukkið frá sér ráð og rænu og þegar að lokalögunum kemur eru lögin þolanleg. En í ár... Vegna tímamismunar sáum við júróvisjón að degi til, í gegnum þokkalega internettengingu í boð latneska ríkissjónvarpsins, svo að júróvisjón partístemningin var ekki alveg að gera sig. Ég sá aðeins eina mínútu af íslenska laginu þar sem það var svo framarlega og ég var að böggast með tölvutenginguna, og hreinlega gerði mér ekki grein fyrir því að það væri íslenska lagið og eyddi næstu þrem tímunum í að bíða eftir því. Ég sé reyndar ekki mikið eftir því að hafa misst af því lagi, en Austurríki, ég hefði viljað fá að sjá Austurríki... Alltaf jafn cheesy!
Annars er mikil sorg í New York þessa dagana. Little John og Big Jon eru farnir, Arne fer í dag, Helena er í burtu næstu fimm dagana, og ég sjálf fer á þriðjudaginn (já elskurnar, ég er að fara koma). OG, ég er ekki enn búin að sjá Matrix. Pælið í bömmer!
Og halló! Lagið frá Tyrklandi! Eitt lélegasta lag keppninnar. Ég er núna endanlega búin að missa trú á smekk evrópskra kjósenda, sérstaklega þar sem mér hefur verið sagt að þetta lag eigi eftir að verða mjög vinsælt í klúbbum í Hollandi og Belgíu.
Og hápunktur keppninnar: Rússneski fréttamaðurinn sem hóf stigagjöfina á að segja (með rússneskum hreim auðvitað): "We in Russia do not have televoting and our votes come from a jury. But don't worry, since they are all very respected entertainment people..."
12:02
(0) comments
fimmtudagur, maí 22
Robert og Priscilla eru nágrannapar sem ég hata út af lífinu. Robbie og Prissie eru dúfnapar sem eiga heima í holinu í íbúðarhúsinu okkar. Þau fljúga um milli glugganna, sitja þar og kurra og kurra og óhreinka (mjög PC orð) gluggasyllurnar. Já, og síðan fljúga þau inn í íbúðirnar. Á þriggja vikna fresti fljúga þau inn í skrifstofuna mína og taka sér stað á bókahillunni minni eða á skrifborðinu mínu. Þegar ég vakna og staulast illa sofin inn í skrifstofuna er svo venjulega mikið fjaðrafok, ég öskra og þau fljúga út, og oftar en ekki
á gluggann í ofboði sínu.
Það versta við Robbie og Prissie er að þau eru einstaklega ráðagóð. Ég er löngu hætt að skilja gluggann eftir galopinn eins og ég gerði fyrst, en skil þó vanalegast eftir einhverja rifu. En það er nebbnilega málið með dúfur. Þegar þær fljúga eitthvert einusinni, þá muna þær vanalegast eftir þeim stað sem eðal kurrstað. Svo að dúfnaparið mitt hefur komið sér upp vana að beygja sig og bukta þar til þau smeygja sér inn í skrifstofuna mína og kurra í friði meðan ég sef.
Og í dag, í dag kemur í ljós að þau eru svo vön mér að þau kippa sér ekkert upp við það að ég kem inn í herbergið. Algjörlega græn og grunlaus vakna ég í morgun og sest við tölvuna. Ég opna öll tölvupósthólfin mín og svara þeim bréfum sem þarf að svara, eyði flestum; les tvö dagblöð á netinu; hringi í litla sæta háskólastrákinn sem ætlar að leigja hjá mér; hringi í Helenu vinkonu... þegar... ég heyri kurr... kurrið er ansi nálægt. Ég lít við, og situr parið ekki makindarlega á bókaskápnum mínum og starir á mig og sig og herbergið og jafnvel þegar ég hoppa upp, hoppa oná sófann og byrja að klappa höndunum, tekur það Robbie og Prissie nokkrar sekúndur að lyfta vængjunum og fljúga beinustu leið út. Robbie flaug á gluggann. Hahahaha. Gott á hann. Og í þetta skipti virðast skemmdirnar vera í lágmarki. Aðeins einn drithnjúkur sem ég hef fundið hingað til og hann er á tösku vinar míns sem á það vel skilið. Svo að all in all, allt er undir stjórn.
Í öðrum fréttum. Little Jon fór á þriðjudaginn til Bangkok. Helena fer til Wisconsin á föstudaginn. Big Jon fer til Kaliforníu á laugardaginn. Arne fer til Belgíu á sunnudaginn. Binna fer til Íslands á þriðjudaginn. Jeanette fer til Mexíkó á miðvikudaginn. Edward fer til New Orleans á fimmtudaginn. Síðustu dagarnir hafa því verið tilfinningaþrungnir. Nema fyrir mig auðvitað, sem er sú eina sem hefur vit á því að flýja út í horn þegar enn ein senan er í uppsiglingu, fletta bók eða horfa á sjónvarp meðan aðrir ljúka uppgjöri vetrarins. Fleiri leyndarmál hafa komið í ljós á síðustu þremur dögum en ég þótti vera mögulegt. Það sem kemur mér mest á óvart: Hvernig í ósköpunum er hægt að gera eitthvað hérna í Morningside án þess að hinir frétti af med det samme. Stórfurðulegt.
11:14
(0) comments
miðvikudagur, maí 21
Ég er núna orðinn meistari. Svo þegar ég kem heim í næstu viku, þá vil ég gersovel að allir kalli mig meistara Binnu. Því að tilhvers er að fá þennan titil ef að hann er ekki notaður? tíhí!
Anyways, útskrifaðist í gær. Það var alveg fáránlegur dagur. Kjólarnir sem við þurftum að ganga í voru alveg illilega óklæðilegir. Gráir pokar sem huldu sparifötin okkar og pottlokahatturinn sem við höfum séð í öllum þessum bandarísku bíómyndum (hérna er mynd sem ég fann á einhverri norskri heimasíðu af norsara í meistarabúningnum. Það er nebbnilega engar myndir á netinu af þessum búningi. Sem er ekki furða, því þeir eru einstaklega hallærislegir. Sérstaklega fyrir konur... Ég er að segja ykkur það, þessir búningar voru hannaðir fyrir löngu síðan þegar bara karlmenn voru fræðimenn, og því líta þeir þokkalega út á þeim, en þegar konur byrja að ganga í þessum búningi, þá eyðileggja brjóstin allar fellingarnar á kjólnum. Gisp.)
Dagurinn í gær var einstaklega heitur, og við sátum allir meistarakandidatarnir í kirkjunni og hlustuðum á ræðu eftir ræðu, og svitnuðum, því að það gleymdist að kveikja á loftkælingunni. Og síðan gengum við í röð upp á svið og tókum við gráðunni og heilsuðum upp á Pinkham skólastjóra, og það var tekin mynd af okkur, og ég held að myndin mín verði afar hallærisleg því að skyndilega byrjaði ég að skælbrosa og hoppa... LOL
En nóg um það. Síðan var boðið upp á kampavín og jarðaber fyrir utan enskudeildina og ég hitti aftur alla foreldra vina minna og snúsaði smá, og eftir það fórum við Helena og Arne, einu nemendurnir sem höfðum enga fjölskyldu til að hanga með, niður á 50 stræti í tælenskan mat. Eftir að matnum lauk vorum við svo energetic að við höldum beinustu leið í Central Park þar sem við förum í hringekju (alltof gaman!) og leigjum árabát og sitjum þarna þrjú í kvöldklæðnaði á skænu í garðinum og róum eins og við ættum lífið að leysa. Fólk starði á okkur, but hey, we are masters, we can do what we want... Deginum lauk þegar við hittum hina krakkana, flökkum á milli veitingastaða á 80 stræti (þar sem ég sé fyrstu sjónvarpsstjörnuna mína, Sarah Jessica Parker, þegar ég glápi inn um gluggana á lokuðum veitingastað þar sem var verið að taka upp þátt af Beðmál í borginni) og förum síðan heim til Helenu og sitjum þar halfheartedly og reynum að geispa ekki of mikið eftir daginn.
Og í dag, í dag bíð ég eftir flugmiðanum mínum sem kom ekki gær og reyni að safna orku til að hringja í símafyrirtækið, leigusalann og bankann. Já, og bíð eftir Allison, en við ætlum að glápa á vídjó og gera ekki neitt á þessum gráa, leiðinlega rigningardegi.
13:12
(0) comments
þriðjudagur, maí 20
Vei! Ég er búin að finna leigjanda að íbúðinni minni í sumar. Hann heitir Xavier Blake Sparrow (I kid you not) og er í Amherst College. Ég fann hann í gegnum póstlistasíðu á netinu sem sérhæfir sig í því að finna leigjendur og leigusala í Bandaríkjunum. Ég leitaði auðvitað strax að honum Blake á netinu og komst að því að hann útskrifast frá háskólanum í Amherst á næsta ári, og að hann er mjög virkur í stúdentapólitíkinni. Blake er að fara til New York í tvo og hálfan mánuð til að vinna sem ólaunaður starfskraftur á lögfræðistofu í borginni.
Þetta er samt alveg stórfurðulegt. Ég hef ekki græna hvernig á að fara að þessu. Málið er nebbnilega að Kólumbíuháskóli vill ekki að við leigjum út íbúðina okkar til fólks af öðru kyni. En ég þufti eiginlega að finna karlmann þar sem Hailey var búin að finna kall fyrir sinn hluta af íbúðinni, og bandarískar konur eru furðulegar og eru ekki alveg að meika að búa með karlmanni. Svo að ég er búin að hugsa mikið um þetta. Blake virðist vera dependable (pólitískur aktívur, í forríkum einkaskóla ahem, pabbi ætlar að borga fyrir leiguna, er að fara að vinna á lögfræðistofu). Ég ætla að reyna að biðja hann um ávísunina í heilu lagi fyrir sumarið, leggja það inn á reikninginn minn hér í Bandaríkjunum og borga síðan leiguna í Kólumbíu upp í topp í sumar. Og Hailey kemur síðan fram og til baka í sumar að fylgjast með strákunum í íbúðinni þar sem hún kannast við guttann sem verður í hennar hluta íbúðarinnar. Og síðan er það bara að krossleggja fingurnar og vona. Gisp. Þetta er allt mjög erfitt!
En núna er ég farin að sofa. Klukkan er hálfeitt og ég útskrifast eftir tíu tíma...
00:33
(0) comments
mánudagur, maí 19
Hef ekki frá neinu skemmtilegu að segja. Helgin hefur verið vitlaus. Útskriftin er á morgun, og allir hafa verið að standa í hörkuundirbúningi síðustu dagana. Ég held ég hafi ekki sofið hálfa nóttina síðustu fimm dagana. Búin að versla hins vegar ansi mikið. Fór í Harlem og keypti föt. Fór í Chinatown og keypti útskriftargjafir handa öllum. Fór í vínbúðina og keypti alltofmikið. Ha? spyrjið þið ef til vill? Af hverju vín? Nú, í gær var gott veður í fyrsta skipti í einn mánuð, og við héldum risastórt kokkteilboð fyrir okkur sjö vinina sem erum að útskrifast og foreldrana sem voru á staðnum. Ég er núna sólbrennd og illa farin, en kokkteilboðið var mikið success. Hélt uppi hörkusamræðum við gamla gengið og sniðgekk matinn sem Allison hafði eldað síðustu dagana (sjávarréttir, thank you very much. Vissuð þið að það þarf að sjóða lobstera lifandi. Og að þeir öskra. Ég held að ég eigi aldrei eftir að jafna mig). En hvítvínið var gott. Foreldrar Edwards komu með ansi mikinn fjársjóð frá villunni sinni í Frakklandi.
Og bla og bla og bla. Ég útskrifast á morgun, og síðan hefjast kveðjustundirnar þar sem við föðmum þá sem við eigum aldrei eftir að sjá aftur, sem og auðvitað þá sem við eigum eftir að hanga með næstu sex árin. Og síðan hefst pappírsvinnan enn á ný, og ég undirbý brottför mína til Íslands. Gisp. Sigh. Bleugh.
19:16
(0) comments
föstudagur, maí 16
Well, ég fer ekki til Parísar. Reyndi að taka út pening á bankakortinu mínu í gær, og, horrors of horrors... Innistæðan er ekki nægileg fyrir þessa úttekt. Ég eyddi fjórum klukkutímum í gær að skipuleggja áætlanir hvernig ég gæti verið hérna í næstu tvær vikurnar án þess að eyða neinu (áætlanirnar snerust að mestu leyti um hrísgrjónapokana mína tvo sem ég keypti í september og gleymdi, svo og niðursuðudósunum mínum fimm frá því guð má vita hvenær. Já og síðan á ég heilan poka af proscuttio sneiðum í frystinum. Bleugh.) En allt kom fyrir ekki. Ég þarfnast fés! Svo að núna á seinustu dögum New York dvalar minnar vippa ég upp vísakortinu, pabbi vírar til mín pening til að ég hafi eitthvað konkret í höndunum og ég get hætt að hugsa upp áætlanir hvernig ég get eldað þurru kartöflurnar tvær í ísskápnum. Og oh well, París bíður betri tíma!
Annars ekkert merkilegt að frétta. Fór í kaffiboð heim til kennara míns í gær. Það er ótrúlegt hvað við eigum mikið sameiginlegt, og ég fór á taugum þegar ég uppgötvaði að hún er aðeins sex árum eldri en ég og strax orðinn lektor... Já, og Edward Said gaf mér stórt og feitt A. Sem ég hélt fyrst að væri pró forma, að hann hefði gefið öllum. En í matarboðinu hitti ég sem sagt tvær sem voru með mér í bekk sem fengu lágt lágt lágt. Og ég segi ykkur það, ég er svo petty, skapið mitt batnaði med det samme. Ofurfyndið! LOL.
Fór síðan á New York State Ballet í gær í boði Fulbright. Kemur í ljós að sætin sem þau gáfu mér voru bæði langt aftur í merinni, sem og í vitlausri röð. Allison tók sér sem sagt sæti fyrir framan Binnu gömlu sem var ekki nógu ánægð með þetta uppátæki Fulbright. Og ballettinn sjálfur. Feugh. Nú man ég af hverju ég er afar diskúltúreruð. Fólk í funky búníngum að hoppa um sviðið og geifla sig (ég sver, eitt danssporið var eins ot "powerwalking", ofurfyndið) is not my cup of tea.
Og jájá, það gerðist fullt af skemmtilegu gær, en ég er enn svo ánægð með peningaleysið (really, mikill léttir. Ég veit í fyrsta skipti í fimm mánuði hvað ég á mikið á bankareikningnum mínum) að ég held ég fari núna til að vígja vísakortið.
10:46
(0) comments
miðvikudagur, maí 14
Þekkir einhver einhvern í París? Var að fá tilboð frá Flugleiðum þar sem ég flogið til Parísar og aftur til baka á 318 dollara. Málið er svona: Ég get keypt miðann og hoppað út á Leifsstöð og gleymt afganginum. Eða... ég get farið til Parísar í tvo daga og flogið aftur heim og farið að vinna. En þar sem ég er gjaldþrota nemi hef ég ekki efni á að vera á hóteli?
Dyggu lesendur! Ég kalla á ykkur! Hver þekkir einhvern í París?
23:29
(0) comments
Það er erfitt líf í stórborginni þessa dagana. Þessir dagar snúast um búrókratísk málefni. Gærdagurinn var fyrsti dagurinn minn í baráttunni við kerfið.
Dagurinn hófst í ISSO, International Scholars and Students' Office. Þar sýndi ég vegabréfið mitt og fékk stimplað I-9 form sem gefur mér atvinnuleyfi hérna í Bandaríkjunum. Síðan hélt ég beinustu leið niðrá enskuskrifstofuna, en uppgötvaði miðja leið að ég ætti kannski að tala aðeins betur við ISSO og fá hjá þeim formið sem gefur mér kleyft til að fá endurgreiddan allan skattinn minn (þar sem Ísland og BNA hafa skattasamning sem þýðir að ég borga engan skatt í fimm ár). ISSO gellurnar voru þó ekki á því að þetta form, 8233 væri fyrir mig og ég hélt aftur af stað, vonsvikin til enskudeildarinnar.
Þegar þar var komið fór ég beinustu leið á skrifstofu Davids Damrosch, forstöðumanns framhaldsskólanámsins. Auglýstar skrifstofustundir hans eru á þriðjudögum milli eitt og fjögur, en kemur í ljós að þar sem skóla er lokið, hafa skrifstofustundir dottið niður. Svo ég hékk á skrifstofunni þar til Joy Hayton, skrifstofustjóri deildarinnar mætti á staðinn. Þar fór hún í gegnum þau átta form sem ég var búin að komast yfir með því að prenta þau af netinu frá heimasíðu háskólans og skattstofunnar, og henti út helmingnum þar sem þau áttu ekki við mig þar sem ég er erlendur skiptinemi (kemur til dæmis í ljós að ég bý ekki í NY, nonresident, thank you very much). Og I-9 formið mitt, sem var eina rétta eyðublaðið mitt, var gagnslaust þar sem landvistarleyfi mitt rennur út í ágúst, og því hef ég ekki leyfi til að vinna næsta haust. Joy var afar jákvæð og gaf mér 8233 sem ISSO gellurnar höfðu neitað mér um og sendi mig burt, og ég renn yfir bleðilinn á ganginum og sé að ég get ekki heldur fyllt út þetta blessaða eyðublað þar sem ég er ekki með landvistarleyfi á næsta ári.
Og þá er Binna heppin. Nappa ég ekki hann Damrosch á ganginum og heng í honum þar til hann sest við tölvuna og pikkar inn bréf þar sem hann segir að ég sé í "good standing" í prógramminu, að ég hafi peninga fyrir næsta ár, og að ég sé skráð í deildina. Og hann fer yfir landvistareyðublöðin mín og skrifar undir á réttum stað.
Og hvað svo? Well, á morgun fer ég aftur á ISSO, læt þau skrifa undir landvistareyðublöðin mín, svo ég geti sent þau af stað í Fulbright, beðið eftir svari þaðan, og þegar þau berast og ég fæ nýtt leyfi, fer ég aftur á ISSO, fæ nýtt I-9 og get þá fyllt út 8233 og upplýsingaeyðublöðin sem ég þarf að skila inn til að geta fengið þessa 17,044 dollara sem ég á að fá á næsta ári.
Og næstu dagarnir: segja upp símanum, segja upp internetinu, segja upp sjónvarpinu, leita að leigjanda að íbúðinni minni (þó ég sé þó komin á þá skoðun að ég ætti bara að borga leiguna og leyfa engum að vera í skrifstofunni minni með öllum bókunum mínum), leita að flugi heim til Íslands (já, ég er ekki komin með flug heim...), biðja póstinn um áframsendingu á reikningunum mínum, o.s.frv. o.s.frv.
Og það hjálpaði ekki að eftir alla búrókratísku hringavitleysuna í dag, þá fór ég á fyrirlestur með þremur kennurum í deildinni þar sem talað var um framtíð doktorsnámsins, slaks ástands á atvinnumarkaðnum í dag, krísu akademíunnar, og hvernig framhaldsnemarnir í bókmenntafræði eru í vondum málum, og eiga eftir að enda uppi sem atvinnulausir aumingjar í ræsinu. Gisp. Og vorið er komið. Og muggan. Mengunin hér á götum New York eykst með hverjum deginum sem líður og eftir sex daga á ég eftir að standa í Harry Potter kufli, með kassalaga pottlok á hausnum og taka við gráðu sem segir að ég sé með meistaragráðu í bókmenntafræði, og hello, ég get sagt ykkur það, að eftir eitt ár í bókmenntafræði hérna hef ég komist að því að ég veit ekki neitt, og það er hypókrísa af hæstu gráðu að gefa mér meistararéttindi fyrir það eitt að komast að því að ég veit ekki neitt.
Sigh. Og því er engin furða að ég er andvaka í nótt. Grey Binna.
04:24
(0) comments
þriðjudagur, maí 13
Ég get hér með upplýst ykkur um það að ég hef störf í Reykjavík 2. júní næstkomandi. Ég er semsagt nýr starfsmaður jafningjafræðslunnar. Illa borgað starf, en gífurlega áhugavert, og felur í sér miklar setur á námskeiðum (which I like), tala yfir hausamótunum á ungu fólki um daglegt líf og FEMINISMa, og hringferð um landið í ágúst. So little Binna is coming home. Don't know if I should cry or laugh...
11:46
(0) comments
Ég var að fá meistararitgerðina mína aftur til baka. Fékk ágætiseinkunn frá elsku Jean minni, en annar lesandinn gaf mér ágætiseinkunn/mínus (mjög flókið einkanakerfi fyrir ritgerðina, og ég er í engu ástandi til að útskýra það). Það var því mikil sorg á bænum í dag. Ég keypti mér comfort food fyrir fjörutíu dali, og lagðist í vídjógláp. Horfði á Tomb Raider sem er enn jafn léleg, og á Die Hard III sem er enn jafn góð. Fékk síðan support frá Allison, Helenu og Arne, og við slúðruðum um annan lesanda minn, sem er enginn annar en David Kastan, ein af súperstjörnunum í deildinni minni, mikið autoritet um Shakespeare þar sem hann hefur ritstýrt öllum leikritum hans og skrifað milljón bækur um guttann, er velborgaður, ríkur og nennir greinilega ekki að lesa ritgerðir fyrsta árs nema. Athugasemdirnar sem hann skrifaði voru engar. Venjulega skila lesendur inn einni til þremur blaðsíðum af athugasemdum með einkunnargjöf sinni, en hann lét sér nægja tíu línur sem voru illa stafsettar og greinilega engin hugsun lögð í þær (wow Bryn, bitter-much!). Er búin að hlusta á allt safnið mitt af þunglyndislögum og planleggja það að spyrja Jean um manninn. Því að þetta er ekki Kosher!
En í góðum fréttum, Kastan er fífl sem reynir við alla kvennemendur skólans og lítur svo hátt á sjálfan sig að hann hefur ekki viljað kenna í háskólanum síðustu þrjú árin þar sem hann er að vinna við "rannsóknir". Hann er einkakennari Júlíu Styles, sem eins og allir vita gengur í Kólumbíuháskóla og missir oft af tímum þar sem hún er stórleikkona í Hollívúdd.
Já, og Jean var að bjóða mér í kvöldverðarboð, ásamt Allison, Patriciu (öðrum fyrsta árs nema) og Joanne (annars árs nemi frá Bretlandi, öfgakúl gothari!). Jean er æði æði skæði. Ég á auðvitað í ástar/hatarsambandi við hana þar sem hún gagnrýnir ritgerðirnar mínar og bendir mér á hvar ég get gert betur, hvar ég er vitlaus, og hvar ég er brilljant. Ég hef aldrei verið gagnrýnd fyrir ritskrif mín. Jean er fyrsti kennarinn sem hefur gert það. Ever! Svo að það er enginn furða að jafn arrogant manneskja og ég eigi stundum erfitt með að þola það. En ég og Allison erum þó búin að nefna okkur sem lærimeyjar hennar, og höfum stofnað the Jean Fan Club, þar sem við erum Jeanites!
Og hell! Mér til ólýsanlegrar ánægju virðist ég enn vera atvinnulaus. Skrifaði á föstudaginn til tilvonandi vinnuveitandans míns þar sem ég tók starfinu, en hef ekki enn fengið nein svör! Svo að ég hef all the time in the world að hanga í New York í sumar, eyða LÍN sjóðnum mínum, lesa Shakespeare, heimsækja söfn og verða beturlesinn doktorsnemi.
Og fjórðu stórfréttirnar! Fór á heilsugæslustöðina í Kólumbíu. Ég er ekki með Conjunctivities eða Diabetic Kidney Disease. Nei, en ég er hins vegar hypochondriac sem hefur sofið ansi óreglulega síðustu dagana. Og Dr. Rudy leit meiraðsegja á fótinn minn sem ég rak svo illilega í fyrir tveimur mánuðum og hefur verið bólginn síðan. Kemur í ljós að ég braut ekki neitt (hjúkkitt) og það sem ég hélt að væri bólga og ónýtur vöðvi, er ekkert annað en vatnssöfnuður sem á að hverfa á næstu mánuðum (ef ekki, þá get ég alltaf farið til læknis og látið stinga á það... oj).
01:05
(0) comments
Harrumph! Ef ég væri að borga fyrir þessa þjónustu, myndi ég segja henni upp. En þar sem þetta er ókeypis fyrir níska Íslendinga eins og mig, þá læt ég mig hafa það...
00:54
(0) comments
mánudagur, maí 12
Herregud! Ég er fárveik. Vaknaði í morgun með þrútin augnlok, og eftir að borðaði morgunmatinn, þá ældi ég honum upp. Fór auðvitað strax á netið og leitaði að symptómunum. Hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta er annaðhvort Conjunctivitis eða Diabetic Kidney Disease. Eftir að ég hef lokið mér af í ISSO fer ég semsagt beinustu leið á John Jay, til að heimsækja læknana í Columbia Health Services... Krossleggjum öll fingurnar og vonum að ég deyi ekki.
14:14
(0) comments
Eg eyddi svo innilega hálftíma í gær að leita að einhverjum stað í New York fylki þar sem ég gæti farið og verið í tvo daga án þess að heyra í umferðinni sem er alltumlykjandi hérna. Ég bý á Broadway, sem þýðir það að það er ekki hægt að komast hjá umferðaróhljóðunum. Og núna þegar vorið er komið (fyrsta útlenska lyktin blossaði upp í fyrradag, þegar það var tiltölulega heitt, og mikill loftraki, og ég fann fyrir erlenda blómailminum) og Íslendingurinn í útlöndum finnur ósjálfrátt fyrir skyndilegri löngun að komast í skarpt íslenskt vorið þar sem enginn loftraki er, engin mugga, engin fýla (já og engin sól, ahem....). Og auðvitað lét ég af því að æsa upp Íslandsþrá mína með að fara í gegnu myndir sem einhver erlendur túristi tók af landinu og setti á netið. En eftir hálftíma leit á netinu komst ég að því að allir gististaðir hérna í New York fylki væru dýrir, dýrir og dýrir svo ég læt ekki vera af því að hverfa í þrjá daga.
(0) comments
Ha! Halló sundurlaust! (Úps, er ég ekki búin að segja þetta, oft áður?) Ég er greinilega illa farin eftir vorið.
03:14
(0) comments
Ég bý í segregated society. Nú verð ég að viðurkenna að ég hef búið á mörkum Harlem í tæplega eitt ár, 122 stræti, en aldrei hef ég farið upp fyrir 125 stræti. Það eina sem ég hef átt að sækja á 125 stræti er neðanjarðarlestarstöðin og McDonaldsstaðurinn sem er einmitt á horninu á Broadway og 125 stræti (hmmm. ég er ekki hamborgararass og hananú. Hef aðeins farið á McD fimm sinnum síðan ég flutti hingað...). En í dag ákvað ég að þetta væri Harlem dagurinn minn. Og ég gekk niður 125 stræti, sem einnig er þekkt sem Martin Luther King Boulevard, og Halló! fann ég ekki H&M og aðrar hörkubúðir á götunni þegar ég gekk eftir hana í austurátt. Ég hef eytt svo miklum peningi í föt núna í dag að ég gispa bara og reyni ekki að hugsa um það. En ég byrjaði með því að segja að ég bý í flokkaskiptu samfélagi. Og ég geri það. Ég gekk fimm kílómetra niður 125 stræti í dag. Og ég sá svo mikið sem fjóra hvíta einstaklinga (fyrir utan mig auðvitað, ég ljóshærða skandinavíska mjaltarstúlkan). Og pæliðíþví, Kólumbíuháskóli er á 116 stræti. Þar eru svo sem 90 prósent nemenda hvítir, hinir eru asískir... America, land of the free.
Já, og við gengið erum búin að komast að niðurstöðu. Við erum öll ónýt eftir meistaranámið. Svo þið vitleysingarnir sem reyna að halda því fram að þetta sé sætt líf að fá borgað muchos money við að sitja og lesa og læra, hugsið betur. Það er eins og síðustu þrír mánuðir hafi verið á sífelldri adrenalínsprautu, og núna þegar hún er farin, þá sitjum við öll eftir og vitum ekki hvað við eigum af okkur að gera. Munið þið eftir lélegu bíómyndinni með Brendan Fraser og Liz Hurley? Þið vitið, þar sem Brendan selur sál sína til djöfulsins Liz og vinnur hana aftur undir lokin með herkjum? Well, í þeirri bíómynd er stórmerkileg sena þar sem Brendan gengur inn í skemmtistað djöfulsins. Þegar Brendan gengur fyrst inn til að selja sálu sína, þá er fullt af myndarlegu fólki að dansa og allt gengur vel og allt lítur vel út. Þegar Brendan kemst síðan loksins að því að það er kannski ekki nógu gott að selja sálu sína, fer hann aftur til djöfulsins og þá er sama fólkið ennþá að dansa, nema að núna er hávær diskótónlistin orðin stöðnuð og ógnvekjandi og dansararnir dansa enn eins og þeir eiga lífið að leysa, nema núna er það í bókstaflegri merkingu, þar sem dansararnir geta ekki hætt að dansa... Og pointið með þessari sögu? Við Morningside Crew erum búin að komast að því að þetta er lífið okkar.
Tja, en nóg um það. Á morgun held ég áfram að lesa "May You Have a Hundred Sons", stórmerkilega feminíska frásögn af lífi indverskra kvenna, og fara á vísindaskáldsöguleikrit með Helenu, gothvinkonu minni og eðalmey.
03:13
(0) comments
sunnudagur, maí 11
Lítið hefur verið skrifað þessa dagana. Því að skólinn er búinn, ég forðast að kveikja á tölvunni, og mér dettur ekki í hug að skrifa neitt merkilegt. Svo að öll loforð hafa verið svikin. Þrátt fyrir að ég er búin í ritgerðarsmíðum, þá mun ég ekki hefja aftur upp raust mína sem annálaskrifari í Nýju Jórvík... Sigh. En ætli það komi ekki allt í ljós.
Anyways, við héldum upp á ný meistararéttindi okkar á föstudaginn. Öll vorum við loksins búin að skila og hittumst heima hjá Allison klukkan sjö (Allison, Helen, Edward, Big John, Little Jon og Arne. Kvöldið gekk auðvitað í kringum sama gamla brandarann.
"Why hello Master Edward."
"And hello Master Bryn."
"Dude, I ain't no master. Call me Mistress."
"Bryn that just sounds so filthy."
"Oh, and why is that, Master Edward? Is that perhaps because of the patriarchal structures of society? You know that in the seventeenth century, Mistress was a common form of address for women, as Master was, and why have those two meanings diverged so radically in the past centuries? Does that perhaps denote a certain trends that we can trace to a common root..."
"Why Mistress Bryn, dance with me!"
Þetta var síðan endurtekið í nokkrum útgáfum yfir kvöldið. Sigh. Ég veit ekki hvað við gerum þegar Edward og Big John yfirgefa okkur núna í sumar, Edward til að fara í doktorsnám í Oxford, og Big John til að gefa út geisladiskinn sinn í Kaliforníu og verða massa ríkur. En nóg um það.
Kvöldið hófst á veitingastaðnum Mama Mexico, sem var cheesy troðfullur veitingastaður með framkvæmdastjóra sem var lítill, feitur, með rætingslegt yfirvaraskegg, og kolsvart sítt-að-aftan hár, klæddur í rjómagulann jakka, svarta skyrtu og hvítt bindi. Grrr. beibí yeah. Þar pöntuðum við könnu eftir könnu af sangría og margarítum, og skemmtum okkur konunglega, þar sem eitt gengi af maríötsjum fór um staðinn og serenadaði borðin. Eftir að hafa hellt niður svo sem fimm glösum milli okkar á dúkana, svo að litlu þjónarnir í mexíkönsku þjóðbúningunum gat komið og skipt um dúka, gekk einhver vitleysingurinn frá veitingastaðnum um með Tequila flösku og hellti oní gesti og gangandi. Og við opnuðum ginin. Já, og Master Edward fékk þá snilldarhugmynd að koma með allar mexíkósku blöðrurnar sem flugu um loftið, og opnaði nokkrar, saug inn helíumið og óákveðnir aðilar við borðið töluðu með Andrésarandar önd næstu fimm mínúturnar (alas, ekki ég...). Og reikningurinn ekki það hár þrátt fyrir að við höfum sjö setið við borðið og verið muchos fullos. 222 bandaríkjadalir og 37 sent.
Hvað svo? Hvað svo? Spyrjið þið ef til vill. Well, ekkert meira frá að segja nema förum til Big Johns sem býr í íbúð sem er alveg eins og íbúðin hennar Miss Havershams (þið vitið, Dickens, Great Expectations). Og síðan förum við til Allisons. Og síðan fara allir á Underground bar. Aftur til Allisons. Gönguferð í Morningside Park til klukkan tíu um morguninn þegar aftur er farið heim til Allisons. Nema ég. Ég endaði í miðri þessari keðju. Þegar allir fóru í neðanjarðarbarinn fór ég heim, klukkan tvö, til að vakna snemma daginn eftir þegar enginn annar var vakandi, sitja og horfa sjónvarp og borða tvær samlokur frá Skanky Deli og drekka fjóra kaffibolla frá þeim, lesa eina bók um indverskan feminisma, sitja horfa meira á sjónvarp, láta mér leiðast, enda uppi hjá Allison að horfa á Stargate og Goodfellas og geispa og fara alltofsnemma heim til að sofa meðan aðrir halda áfram.
Gvvvöð. Verð þreytt bara að lesa yfir síðustu tvo dagana, og er að pæla að fara og sitja smá í sófanum. Þetta er ekki alveg eðlilegt! Ég er alveg farin að velta því fyrir mér hvenær þessari lethargíu lýkur. Er ég kannski orðinn heimakær köttur?
13:51