Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, ágúst 28
 
I'll be back. Fleyg orð og fræg eftir næstumþví næsta ríkisstjóra Kaliforníu, hann Arnie dearie. Og ég er... komin til baka það er að segja. Ég sit við tölvuna mína með hraðtengi/sítengi kapaltenginguna mína í boði Time Warner Cable og líður vel. Þrjátíu stiga hiti. Skólinn byrjar í næstu viku (gisp. panik) og ég er að pæla í að prófa nýja ellefuþúsunda bíkiníið mitt í suddasundlauginni í Kólumbíu eftir klukkutíma.

Bandaríkin eru ennþá stórfurðulegur staður. Ég hélt upp á endurkomu mína með því að horfa á hálftíma af CNN í gærmorgun. Heitasta fréttin: Það er búið að kæra dómara í Alabama fyrir að setja upp risastóra styttu með boðorðunum tíu í dómshúsið sitt. Síðast þegar ég vissi var búið að fjarlægja styttuna, ekki út úr húsinu, heldur út úr anddyrinu yfir í eitthvað lítið herbergi inn í iðrum hússins. Aðrar stórfréttir. Símon Wiesenthal stofnunin rannsakar pabba Arnie, hann Gústaf, og athugar hvort að hann var vondur nasisti eða góður nasisti. Stjórnámálaspekúlantar ræða fram og til baka hvort að syndir föðursins eigi eftir að hafa áhrif á stjórnmálaferil sonsins, en rabbíninn sem stjórnar rannsókninni segir að samkvæmt æðstu boðorðum gyðingdómsins, þá eigi þetta að hafa engin áhrif. Arnie er sinn eiginn maður. Stjórnámálaspekúlantarnir kinka kolli með mikilli þolinmæði en horfa hvor á annan og andvarpa yfir þessari afskaplegu fávissu rabbínans á bandarískum stjórnmálum.

Annars var ég að leggja á það sem ég myndi telja furðulegasta símtal sem ég hef nokkurn tímann átt. Það virðast vera vandræði með símann minn. Sama hvað ég geri, þá kemur enginn hringitónn. Svo ég hringdi afskaplega þolinmóð til Verizon símafyrirtækisins, í kvörtunardeildina og kona svarar. Eftir þrjátíu sekúndur uppgötva ég að ég er að tala við tölvu. Ég svara spurningum með stöðluðum svörum "yes", "no", og "I'm not sure" og segi símanúmerið mitt ("two one two eight six four zero three one two") nokkrum sinnum. Og eftir fimm mínútna intensíft samtal við tölvukonuna, þá er ég búin að bóka viðgerðarmann til að koma í heimsókn á morgun milli átta og ellefu. Bandaríkjamenn!

But to recapitulate. Hvað hefur gerst þennan mánuð sem ég hef tekið mér sumarfrí frá þessum afar velskrifaða vefleiðara?
  • Síðasta vikan í júlí: Við seljum húsið okkar. Ég fæ svo mikið sem tvær milljónir af þessari sölu.
  • Fyrsta vikan í ágúst. Mikil erfiðisvinna við að bera húsgögn út úr húsinu.
  • Önnur vikan í ágúst. Afskaplega flóknir fundir við sölufulltrúa í Kaupþingi sem skilur ekki að það eina sem ég vildi heyra frá henni var að "þú átt að kaupa bréf í þessum sjóði". Ónei. Gellan gerði ekkert nema tala um marga mismunandi sjóði, hvaða gallar eru á þeim og hvaða kostir, og síðan bjóst hún við að ég myndi velja sjálf. Djeez!
  • Þriðja vikan í ágúst. Yo mama! Wales og London. Bretar eru algjört klikk og sumir (eins og sessunautur minn í næturlestinni til Cardiff, örgustu pervertar) en þeir mega eiga það að þeir eru með æðislega sjónvarpsdagskrá. Ég elska heimildamyndir BBC!
Og nú þegar mér hefur tekist að endursegja síðasta mánuðinn í örfáum línum, þá snúum við okkur aftur að New York, og hefjum netlíf mitt enn á ný.

Kvartanir dagsins í dag: Ég er ekki enn búin með verkefnið mitt fyrir menningarmiðstöðina í Gerðubergi, og er því á leiðinni á bókasafnið núna eftir fimm mínútur. Magaverkurinn sem ég finn fyrir núna er annaðhvort þessari staðreynd að þakka, eða gömlu pitsunni sem ég fann í ísskápnum og þurfti að borða í morgunmat þar sem ég var of löt til að rölta niður í pakistanska delíið mitt (í hverri, by the way, ég er greinilega uppáhalds fastagestur. Þegar ég keypti mér kaffibollana mína í gær, lá við að allir fimm starfsmenn búllurnar föðmuðu mig af gleði yfir að sjá mína ljósu lokka á ný.)

Rambling rambling post.

Já, og næstum búin að gleyma stórfréttunum. Ég keypti gítar. Sudda gítar. Gítar sem mér er sagt að sé alveg hræðilega lélegur. Well, to those doubters I tell you: Hann kostaði 150 dali og má því alveg vera lélegri en 1000 dala gítarar. Besides, þá er ég tónvillingur mikill og heyri engan mun á gíturum þegar þeir eru spilaðir.

LOL. Tíhí. Þjóðvillingur og tónvillingur. Hvað næst???

11:47

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur