Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, ágúst 29
 
Ótrúlegt! Ég er hundveik. Sit í skrifstofunni minni, í þrjátíu stiga molluhita; klukkan er að nálgast tólf á miðnætti og í fjarska heyri ég í þrumuveðrinu ógurlega sem nú skekur hið fagra fylki New Jersey. Það er ekkert eins óþægilegt og að sitja í raka og hita og þurfa að vefja nælonsjali utan um hálsinn. Ef kvefið drepur mig ekki, þá verður það gerviefnaónæmi.

Stórfréttir dagsins. Ég held að ég eigi ekki eftir að geta haldið við fjárhagsáætlunina mína góðu. Fór nebbnilega í IKEA í dag. Er enn hálf dösuð eftir þessa frægðarför, og ég get ekki rétt úr bakinu mínu almennilega eftir að hafa borið upp allar nýju bókahillurnar. En júpplíjey. Nú loksins verður almennnilegt pláss fyrir bækurnar mínar.

En nú er ég farin að sofa (almennilegt föstudagskvöld þetta) og krosslegjum öll fingurnar í þeirri von að kvefið verði farið úr mér á morgun.

23:36

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur