miðvikudagur, maí 21
Ég er núna orðinn meistari. Svo þegar ég kem heim í næstu viku, þá vil ég gersovel að allir kalli mig meistara Binnu. Því að tilhvers er að fá þennan titil ef að hann er ekki notaður? tíhí!
Anyways, útskrifaðist í gær. Það var alveg fáránlegur dagur. Kjólarnir sem við þurftum að ganga í voru alveg illilega óklæðilegir. Gráir pokar sem huldu sparifötin okkar og pottlokahatturinn sem við höfum séð í öllum þessum bandarísku bíómyndum (hérna er mynd sem ég fann á einhverri norskri heimasíðu af norsara í meistarabúningnum. Það er nebbnilega engar myndir á netinu af þessum búningi. Sem er ekki furða, því þeir eru einstaklega hallærislegir. Sérstaklega fyrir konur... Ég er að segja ykkur það, þessir búningar voru hannaðir fyrir löngu síðan þegar bara karlmenn voru fræðimenn, og því líta þeir þokkalega út á þeim, en þegar konur byrja að ganga í þessum búningi, þá eyðileggja brjóstin allar fellingarnar á kjólnum. Gisp.)
Dagurinn í gær var einstaklega heitur, og við sátum allir meistarakandidatarnir í kirkjunni og hlustuðum á ræðu eftir ræðu, og svitnuðum, því að það gleymdist að kveikja á loftkælingunni. Og síðan gengum við í röð upp á svið og tókum við gráðunni og heilsuðum upp á Pinkham skólastjóra, og það var tekin mynd af okkur, og ég held að myndin mín verði afar hallærisleg því að skyndilega byrjaði ég að skælbrosa og hoppa... LOL
En nóg um það. Síðan var boðið upp á kampavín og jarðaber fyrir utan enskudeildina og ég hitti aftur alla foreldra vina minna og snúsaði smá, og eftir það fórum við Helena og Arne, einu nemendurnir sem höfðum enga fjölskyldu til að hanga með, niður á 50 stræti í tælenskan mat. Eftir að matnum lauk vorum við svo energetic að við höldum beinustu leið í Central Park þar sem við förum í hringekju (alltof gaman!) og leigjum árabát og sitjum þarna þrjú í kvöldklæðnaði á skænu í garðinum og róum eins og við ættum lífið að leysa. Fólk starði á okkur, but hey, we are masters, we can do what we want... Deginum lauk þegar við hittum hina krakkana, flökkum á milli veitingastaða á 80 stræti (þar sem ég sé fyrstu sjónvarpsstjörnuna mína, Sarah Jessica Parker, þegar ég glápi inn um gluggana á lokuðum veitingastað þar sem var verið að taka upp þátt af Beðmál í borginni) og förum síðan heim til Helenu og sitjum þar halfheartedly og reynum að geispa ekki of mikið eftir daginn.
Og í dag, í dag bíð ég eftir flugmiðanum mínum sem kom ekki gær og reyni að safna orku til að hringja í símafyrirtækið, leigusalann og bankann. Já, og bíð eftir Allison, en við ætlum að glápa á vídjó og gera ekki neitt á þessum gráa, leiðinlega rigningardegi.
13:12