Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

fimmtudagur, maí 22
 
Robert og Priscilla eru nágrannapar sem ég hata út af lífinu. Robbie og Prissie eru dúfnapar sem eiga heima í holinu í íbúðarhúsinu okkar. Þau fljúga um milli glugganna, sitja þar og kurra og kurra og óhreinka (mjög PC orð) gluggasyllurnar. Já, og síðan fljúga þau inn í íbúðirnar. Á þriggja vikna fresti fljúga þau inn í skrifstofuna mína og taka sér stað á bókahillunni minni eða á skrifborðinu mínu. Þegar ég vakna og staulast illa sofin inn í skrifstofuna er svo venjulega mikið fjaðrafok, ég öskra og þau fljúga út, og oftar en ekki
á gluggann í ofboði sínu.

Það versta við Robbie og Prissie er að þau eru einstaklega ráðagóð. Ég er löngu hætt að skilja gluggann eftir galopinn eins og ég gerði fyrst, en skil þó vanalegast eftir einhverja rifu. En það er nebbnilega málið með dúfur. Þegar þær fljúga eitthvert einusinni, þá muna þær vanalegast eftir þeim stað sem eðal kurrstað. Svo að dúfnaparið mitt hefur komið sér upp vana að beygja sig og bukta þar til þau smeygja sér inn í skrifstofuna mína og kurra í friði meðan ég sef.

Og í dag, í dag kemur í ljós að þau eru svo vön mér að þau kippa sér ekkert upp við það að ég kem inn í herbergið. Algjörlega græn og grunlaus vakna ég í morgun og sest við tölvuna. Ég opna öll tölvupósthólfin mín og svara þeim bréfum sem þarf að svara, eyði flestum; les tvö dagblöð á netinu; hringi í litla sæta háskólastrákinn sem ætlar að leigja hjá mér; hringi í Helenu vinkonu... þegar... ég heyri kurr... kurrið er ansi nálægt. Ég lít við, og situr parið ekki makindarlega á bókaskápnum mínum og starir á mig og sig og herbergið og jafnvel þegar ég hoppa upp, hoppa oná sófann og byrja að klappa höndunum, tekur það Robbie og Prissie nokkrar sekúndur að lyfta vængjunum og fljúga beinustu leið út. Robbie flaug á gluggann. Hahahaha. Gott á hann. Og í þetta skipti virðast skemmdirnar vera í lágmarki. Aðeins einn drithnjúkur sem ég hef fundið hingað til og hann er á tösku vinar míns sem á það vel skilið. Svo að all in all, allt er undir stjórn.

Í öðrum fréttum. Little Jon fór á þriðjudaginn til Bangkok. Helena fer til Wisconsin á föstudaginn. Big Jon fer til Kaliforníu á laugardaginn. Arne fer til Belgíu á sunnudaginn. Binna fer til Íslands á þriðjudaginn. Jeanette fer til Mexíkó á miðvikudaginn. Edward fer til New Orleans á fimmtudaginn. Síðustu dagarnir hafa því verið tilfinningaþrungnir. Nema fyrir mig auðvitað, sem er sú eina sem hefur vit á því að flýja út í horn þegar enn ein senan er í uppsiglingu, fletta bók eða horfa á sjónvarp meðan aðrir ljúka uppgjöri vetrarins. Fleiri leyndarmál hafa komið í ljós á síðustu þremur dögum en ég þótti vera mögulegt. Það sem kemur mér mest á óvart: Hvernig í ósköpunum er hægt að gera eitthvað hérna í Morningside án þess að hinir frétti af med det samme. Stórfurðulegt.

11:14

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur