Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, maí 20
 
Vei! Ég er búin að finna leigjanda að íbúðinni minni í sumar. Hann heitir Xavier Blake Sparrow (I kid you not) og er í Amherst College. Ég fann hann í gegnum póstlistasíðu á netinu sem sérhæfir sig í því að finna leigjendur og leigusala í Bandaríkjunum. Ég leitaði auðvitað strax að honum Blake á netinu og komst að því að hann útskrifast frá háskólanum í Amherst á næsta ári, og að hann er mjög virkur í stúdentapólitíkinni. Blake er að fara til New York í tvo og hálfan mánuð til að vinna sem ólaunaður starfskraftur á lögfræðistofu í borginni.

Þetta er samt alveg stórfurðulegt. Ég hef ekki græna hvernig á að fara að þessu. Málið er nebbnilega að Kólumbíuháskóli vill ekki að við leigjum út íbúðina okkar til fólks af öðru kyni. En ég þufti eiginlega að finna karlmann þar sem Hailey var búin að finna kall fyrir sinn hluta af íbúðinni, og bandarískar konur eru furðulegar og eru ekki alveg að meika að búa með karlmanni. Svo að ég er búin að hugsa mikið um þetta. Blake virðist vera dependable (pólitískur aktívur, í forríkum einkaskóla ahem, pabbi ætlar að borga fyrir leiguna, er að fara að vinna á lögfræðistofu). Ég ætla að reyna að biðja hann um ávísunina í heilu lagi fyrir sumarið, leggja það inn á reikninginn minn hér í Bandaríkjunum og borga síðan leiguna í Kólumbíu upp í topp í sumar. Og Hailey kemur síðan fram og til baka í sumar að fylgjast með strákunum í íbúðinni þar sem hún kannast við guttann sem verður í hennar hluta íbúðarinnar. Og síðan er það bara að krossleggja fingurnar og vona. Gisp. Þetta er allt mjög erfitt!

En núna er ég farin að sofa. Klukkan er hálfeitt og ég útskrifast eftir tíu tíma...

00:33

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur