Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, mars 31
 
Aaaargh! Ég er komin með 25 blaðsíðna meistararitgerðarsudda og ég er ekki einu sinni búin að minnast á annað af tveimur leikritum sem ég á að vera fjalla um. Sem er ekki gott þar sem skólinn vill að ritgerðin sé í menningarritagreinalengd, sem þýðir 20-25 blaðsíður. Þetta á eftir að taka til mikið fiff með línubil, stafastærð og spássíubreidd á Orðinu. Ekki það að þetta skiptir ykkur "vini" mína neinu máli. Hef ekki enn fengið svo mikið sem "you go girl" eða "binna, you're gorgeous" eða, god forbid, "binna, you rule the universe" í skilaboðaskjóðuna mína. Tsú kíní gáatei ossíókíó!

22:40

(0) comments sunnudagur, mars 30
 
Atvinnuleysisvandamálið er leyst... Xnudd er að leita að nýjum nuddurum vegna gífurlegrar aðsóknar. Jeepers Creepers. Hvenær kom þetta til Íslands? Grey gellurnar sem eru að vinna þarna. Andlitin þeirra eru photoshoppuð út úr myndunum af þeim. Guess why...

12:35

(0) comments laugardagur, mars 29
 
Vei! Ég var að fá páskaegg og kleinur frá ömmu. Í þetta skipti tók aðeins þrjá daga fyrir sendinguna að koma frá Íslandi, en hingað til hefur það tekið póstinn allt að einn mánuð að koma ömmupakkanum til skila. Mig grunaði svo sem ástæðuna. Lyktin að harðfisknum er svo svæsin að pósturinn hérna opnar auðvitað pakkann til að athuga hvaða biological hazard væri verið að senda til New York. Ég bað ömmu um að sleppa harðfisknum og voila! pakkkinn kemur á réttum tíma.

Já, og íbúðin hennar Allison er orðin alræmd í hverfinu. Ekki er nóg með að heimsendingaguttarnir frá International Wines and Liquors þekkja hana vel, þá er Famous Deli líka komið með hana á skrá. Klukkan eitt í nótt kemur í ljós að áfengið frá IWL er búið og IWL er lokað. Hún dregur upp símann, hringir í Famous Deli, og pantar svo mikið sem einn KASSA af bjór, fjórar rúllur af klósettpappír, sex flöskur af Mike's Hard Liquor (ofursætur, klígjulegur, léttáfengur ávaxtadrykkur sem Helen drekkur), einn poka af Super Cheesy Dorrito's, einn poka af kattarmat og eina samloku. Heimsendingarguttinn var skellihlæjandi þegar hann kom á staðinn. Og bjórinn, well bjórinn auðvitað ekki drukkinn. Í alvörunni: einn kassi af bjór: jafnvel við í enskudeildinni höndlum ekki svona mikið, sérstaklega ekki á þessum tímapunkti þegar allir eru í meistararitgerðarsmíð. Ég held að milli okkar tókst okkur að torga einni kippu. Sem er spectacularly lítið miðað við hvað gengið okkar (The Morningside Crew) getur á góðum degi. Ég var líka, bara svo þið vitið, mjög góð og hélt mér frá áfenginu (enda ennþá lightheaded eftir hasslyktina í tónleikunum) og fór mjög snemma heim.

Sem minnir mig á annað. Fokdýra skyrtan mín: auðvitað var ég í henni á tónleikunum. Núna þori ég ekki að lykta af henni því að ég er viss um að svæsinn reykur hafi eyðilagt hana. Og auðvitað er mikil responsibility að eiga svona dýra skyrtu. Hún þarf auðvitað að fara í professional þurrhreinsun. Gisp. Það sem er lagt á tískudýrið!

En núna hætti ég. Auðvitað er ég bara að prókrastineita þar sem ég nenni ekki að fara aftur í meistararitgerðasmíð. Mikið vildi ég að ég væri eins uppveðruð og elsku Eagle. Gisp. Er farin að háma í mig kleinur og lesa bækur um þróun enskrar tungu á sextándu öldinni.

16:05

(0) comments
 
Tölvuvandræðin eru leyst. Öll þessi leitarforrit sem ég hef verið að hala inn í tölvuna til að uppræta þetta leiðinlega njósnaforrit sem opnar auglýsingaglugga í hvert skipti sem ég geri eitthvað á netinu hafa ekki virkað. Svo með þungu hjarta fór ég í innviði tölvunnar, setti í gang ferli sem færði tölvuna aftur í sama ástand og hún var föstudaginn 21. mars. Eftir mikinn hamagang endurræsti tölvan sig aftur, ég fór strax inn í Orðið og athugaði hvort að meistararitgerðin mín væri enn til staðar (hún var!) og auglýsingagluggarnir eru hættir að birtast.

Og ég er núna farin að hafa miklar áhyggjur af fatakaupum mínum. Let's break this down shall we:
  • fjórir brjóstahaldarar og tvær sokkabuxur: 88 bandaríkjadalir. Vel sloppið.
  • Íþróttapeysa sem hægt er að nota sem sumarjakka: 60 bandaríkjadalir.
  • Svört sumarskyrta (ekkert annað en svart beibí) 45 bandaríkjadalir. Góð kaup.
  • Bómullarskyrta, stunning..... gisp....... 132 bandaríkjadalir

Ég er auðvitað enn í sjokki yfir að hafa keypt mér skyrtu fyrir 9000 ÍSK. En hún er stunning. Ég hef aldrei átt eins flotta flík. Og með nýja "deep cleavage" brjóstahaldaranum mínum er hún headturning, mesmerising, hypnotising. Allison bjargaði mér eins og oft áður. Hún sagði mér að við konur þurfum að eiga að minnsta kosti eina flík sem er óvenju dýr, meðan allar hinar eru suddaflíkur á bilinu 20-40 dalir. Ein peysan hennar kostaði svo lítið sem 350 dalir (mjög flott) og hún hefur aldrei séð eftir kaupunum. Líka, ég hef ekki keypt mér föt síðan... well, síðan aldrei. Á unglingsárunum var ég afar kúl og prúdent gella sem fékk öll sín föt frá gömlum frænkum og frá hjálpræðishernum. Og þegar ég hef þurft á nýjum fötum að halda síðustu fjögur árin (mjög sjaldan, þar sem ég er enn að þrælka út gömlum suddapeysum frá unglingsárunum) hef ég keypt mér rúllukragapeysur í Hagkaup. En núna hefur tískuskrýmslið í Brynhildi vaknað til lífsins. Í næstu viku fer ég í H&M og í Macy's og engar áhyggjur pabbi, í þetta skipti fer ég í hraðbankann áður en ég fer inn í búðina! Ég tel að það sé orðið löngu tímabært að ég verði velklæddur ungur og upprennandi bókmenntafræðingur.

15:53

(0) comments
 
Þvílíkt æði! Ég er ennþá upphrifin. Fór á tónleika í gær með Big John. Hljómsveitin Zwan með Billy Corgan í fararbroddi spilaði í gær á Hammersmith tónleikahúsinu. Billy Corgan er kannski einna best þekktastur fyrir að vera snillingurinn í Smashing Pumpkins og að mati aðdáenda og tónlistargúrúa er Zwan betur þekkt sem Smashing Pumpkins II. Ég hef aldrei farið á alvöru rokktónleika, með alvöru rokktónleikabandi og er ennþá í sjöunda himni.

Það furðulegasta við að vera á þessum tónleikum er hassið. Ofurfyndið. Milljón unglingar voru á svæðinu, flest frá úthverfunum eða surburbians, eins og við Manhattan búar köllum þau condescendingly, og þegar ljósin slokknuðu á gólfinu byrjuðu reykjarsúlurnar að stíga upp í loftið. Við sáum eitt grey vera dregið af gólfinu af gæslunni (fíflið var óþolinmótt og kveikti í pípunni meðan enn var kveikt á ljósunum) en hann var ekki handtekinn og tuttugu mínútum síðar læðist hann aftur á sama staðinn sinn, með hjartað í hálsinum enn eftir að hafa hlustað á hótanir gæslumannanna. Ég og Big John vorum búin að koma okkur fyrir á góðum stað fremur framarlega og líður ágætlega meðan upphitunarhljómsveitin spilar. En þegar Zwan stígur á svið klukkan níu er fjandinn laus. Skyndilega finn ég fyrir þúsundmanna bylgju sem ýtir á bakið á mér og ég hefði drukknað ef Big John hefði ekki staðið undir nafni, verið stórt sker í ólgusjónum og ég gríp taki í hann og tekst að draga mig afturábak. Gisp. Næstu mínúturnar eru fremur óþægilegar þar sem skyndilega er fólk komið miklu nær okkur en áður, en þá, thank god, fer Zwan að rokka. Rafmagnsgítararnir ýlfra, fjöldinn ærist, og áður en ég veit af er komið tveggja metra bil fyrir framan mig þar sem sardínurnar fyrir framan reyna allar að nálgast sviðið. Og við sjáum loksins goðið, Billy Corgan á sviðinu. Það sem eftir er erum við í góðum standi. Gott pláss fyrir framan okkur þar sem við stöndum í hópi eldri aðdáenda sem finnst gaman að standa og horfa á tónleikana, meðan í kvösinni fyrir framan okkur eru allir ungu vitleysingarnir, the suburbians, sem hassast og crowd surfa. Og Zwan/Billy Corgan er æði æði æði.

Það sem bætir auðvitað á euphoríuna, er að ég fór að versla í gær. Föt föt föt og aftur föt. Og ég segi bara, Victoria Secret hvað? Ég hef tvisvar farið í Victoriu Secret og hef aldrei fundið góða brjóstahaldara. En eftir að hafa heimsótt Lord and Taylor's í gær er ég búin að finna mekka undirfatanna. Ég hef aldrei getað gengið inn í búð og fundið fleiri en svo sem tvo brjóstahaldara sem ég hef getað keypt. En í L&T voru tugir, tugir geðsjúkt flottra brjóstahalda. Og fötin. Gisp. Keypti eina peysu og tvær skyrtur, og önnur skyrtan var svo dýr að ég fæ ennþá magaverk þegar ég hugsa um hana. En hún er líka stunning og ég hef aldrei átt svona flotta flík. Get ekki verið meira eloquent en það en endurtekið að ég ELSKA L&T. Já, og pabbi á eftir að fá hjartaáfall. Kemur í ljós að það var ekki hraðbanki í búðinni, svo Brynhildur vippar upp vísakortinu í fyrsta skipti síðan í ágúst á síðasta ári. Núna í næstu viku tekur sem sagt við boring boring víratransfer frá bankareikningnum mínum hérna heim.

Ach, og partí hjá Allison eftir tónleikana, þar sem Allison, Helen, Big John, Arne, Edward og Jeanette og ég sátum og spiluðum á spil og orðaleiki til klukkan hálfþrjú. Kemur í ljós að við höfum öll greinilega skáldhæfileika (ekki við öðru að búast þar sem við erum í bókmenntafræði...). Skemmtum okkur við að búa til limrur hvert um annað í hálftíma. Komu margir gullmolarnir fram þar, flestir ekki prenthæfir. Og skyrtan mín vakti mikla athygli, to say the least.

En núna. Gisp. Núna fer ég að skrifa. Þar til á þriðjudaginn. Kveðjur frá menningarborg Vesturálfunnar!

14:57

(0) comments föstudagur, mars 28
 
Já, og ég er hætt að horfa á fréttirnar. Ég hreinlega meikaði þetta ekki lengur. Ekki það að fréttastöðvarnar hérna séu með góðan fréttaflutning. Ég fer frekar á bresku fréttamiðlana á netinu, á þá norsku og frönsku. Reyndi að komast inn á Al-Jazeera, ensku útgáfuna, en hún var óvart á arabísku. Gisp. Það var aðeins ein krækja sem benti mér á HELP, sem ég ýtti þegar í stað á, og þar kom um mjög athyglisverður möguleiki: How to read Arabic. Smellti ég þar, og vonaðist til að á fimm mínútum yrði ég fluglæs á arabísku. Alas, þetta voru aðeins upplýsingar um hvernig tölvan getur birt arabíska letrið rétt, og tölvan mín kann það þegar. Alas.

12:52

(0) comments
 
Sjaldséðir hvítir hrafnar harrumph. Ég skilaði inn fyrsta hluta meistararitgerðarinnar minnar á miðvikudaginn eftir nokkradaga þvaður og panikköst og oföndun. Hef liðið svo vel síðan þá að ég hef ekki hunskast til að setja saman glósurnar mínar í comprehensive texta fyrir seinni hlutann sem ég á að skila inn á mánudaginn. Í staðinn hef ég:

Miðvikudagur: Sumarið er komið. Rölti niður Broadway til að kaupa sumarföt, en fríka út og kem úr verslunarferð þeirri með ullarpeysu. Hoppa til Allisonar. Kemur í ljós að það er hægt að fá allt sent heim hérna í New York. Ég og Allison og Edward hringjum þrisvar í International Wines and Liquor til að fá sendar fleiri rauðvínsflöskur sem við sötrum rólega meðan við horfum á eðal breska sjónvarpsseríu frá níundaáratugnum, Brideshead Revisited. Þegar líða fer á kvöldið bætast fleiri í hópinn, þ.e. Helen, Big John og Jeanette og ég yfirgef staðinn mjög snemma, klukkan ellefu, til að fara sofa, enda lítið um svefn dagana áður. Þegar ég kem heim er ég reyndar ekki syfjuð lengi svo ég gref upp þynnstu bókina sem ég finn, sem reynist vera Í Unuhúsi eftir Þórberg Þórðarson og les hana. Ákveð að reyna að skrifa jafn quaint mál og Þórbergur næstu dagana og umla nokkrar setningar með orðaforða Þórbergs, en þegar ég vakna er 1920 íslenskan ekki lengur í mínu valdi.

Fimmtudagur: Vakna vel útsofin í fyrsta skipti í tvær vikur. Fer í tölvuna þar sem ég kemst að því, mér til mikillar skelfingar, að ég hef óvart halað inn einhverju forriti sem gerir það að verkum að í hvert skipti sem ég opna nýjan vafraglugga, þá poppar upp netauglýsing. Svo ég fer on the prowl á netinu, og hala inn hreinsiforritum galore, og litla tölvan mín fer í mikla vorhreingerningu. Hingað til: 145 óþekkt forrit sem eru potential njósnaforrit hefur verið eytt. Poppupauglýsingarnar? Ennþá hérna, en ekki í eins miklu magni. Gisp. Hoppa síðan af gleði þegar ég kemst að því að tímanum mínum þann daginn hefur verið frestað, svo ég dríf mig í neðanjarðalestina og hitti Allison, Helenu og Big John í Central Park. Þar sem við étum ís og sitjum á blautri jörðinni og ákveðum að skipuleggja ferðalag í maí, eftir skólann. Förum svo og fáum okkur rauðvín og írskan bjór á lítilli krá í nágrenninu og spilum pool þar til klukkan sjö er ég dríf mig aftur upp í skóla þar sem ég fer á ókeypis bíósýningu í the Asian Queer Film Festival. Á dagskrá: Gohatto eftir Nagisa Oshima um samúræja árið 1865 og hvað gerist þegar óvenju sætur strákur kemur inn í sveitina og allir verða ástfangnir af honum. Fascinating mynd. Og öfga sætur strákur. Þegar ég kem heim klukkan tíu er klappa ég sjálfri mér á bakið fyrir að vera komin heim tvo daga í röð á skikkanlegum tíma. Ég góð stúlka. En Eva var ekki lengi í paradís. Ákveðin og ónefnd stúlka hringir í mig klukkan hálftólf og ég þarf að fara út aftur to form support þar sem gæinn hennar er apparently á bar með annarri stúlku, og ég þarf að vera með ákveðnu, ónefndu stúlkunni þegar hún gengur inn á barinn svo allt lítur kosher, saklaust, og non-jealous út. En ég er staðföst ung kona. Og þegar allir fara í partí klukkan korter yfir tólf (yes, did you doubt that for a moment, that the gang didn't gather and revel in its own brilliance), þá fer ég heim, les eina bók og sofna.

Föstudagur: Hey! Það er í dag. Sótti um starf á vinnumiðlun skólafólks eftir að Lára frænka hefur böggað mig um það síðustu daga. Á að vera að læra. En Hey! Það er gott veður. Svo ég er að fara að versla. Föt föt og aftur föt. Ég á engin sumarföt. Og sumarið er komið. Og í kvöld. grrrrr hey hó og jibbíjey! en meira um það síðar.

12:49

(0) comments þriðjudagur, mars 25
 
Helen, my yummilicious andkenningavinkona, skrifaði á sínum tíma ljóðabálk þar sem hún blammerar öllum frönsku kenningasmiðunum sem ég elska. Hérna kemur erindið um elsku Derrida:

Motherfuckin' Derrida
The rupture which he grants such force
So torments students in our course
Our only option is to hit
[insert gesture] rupture this!
Motherfuckin' Derrida.

22:51

(0) comments
 
Sigh. Edward, my one true love, komst inn í Oxford. Sæti Englendingurinn okkar er því á leiðinni burt. Sigh. Ekki er það gaman.

En góðar fréttir: ég var að breyta skráningunni í einum áfanganum mínum, svo að ég fæ ekki einkunn eða einingar, heldur aðeins merki um að ég hafi setið þennan tíma. Ég asnaðist sem sagt til að taka fjóra áfanga þessa önn í stað þriggja, sem þýðir það að núna í gær uppgötvaði ég að ef ég myndi ekki afskrá mig úr einum áfanganum, myndi ég þurfa að skrifa 120 blaðsíður næsta eina og hálfa mánuðinn. Núna eru semsagt aðeins hundrað blaðsíður sem ég þarf að hafa áhyggjur af. Hjúkkit!

17:59

(0) comments
 
Tsu Kíní Gáa-ate, Ossíókíó. By the power of the moon I punish you... you insensitive readers. Pity me please. Tsu Kíní Gáa-ate, Ossíókíó.

13:28

(0) comments mánudagur, mars 24
 
Ég hef svo innilega ENGAN áhuga á meistararitgerðinni minni að það er ekki einu sinni fyndið. Ég er búin að gera svo mikið sem EKKI NEITT síðustu fimm dagana og á að skila beinagrind eða fyrsta uppkasti núna eftir tvo daga (einn og hálfan ef við viljum fara út í smáatriði). Og hvað er ég komin með? NADA. Ég hef ekki verið haldin svo mikilli ritfælni í mörg ár. Gisp.

23:36

(0) comments sunnudagur, mars 23
 
Elsku Morgunblaðið greinir frá: "Íslenskur fáni var brenndur í mótmælaaðgerðum gegn stríðinu í Írak í Kaupmannahöfn í gær. Sjónvarpið sýndi myndir frá þessu í kvöld og kom fram að lögregla telji að fólk af arabískum uppruna hafi verið þar að verki." Jæja, nú eiga þessir arabar svo sannarlega skilið að þeir séu sprengdir í tætlur...

Ég spyr bara, hvenær fara íslenskir mótmælendur að brenna íslenska fánann. Hann á það svo sannarlega skilið þessa dagana. Síðan geta þeir verið handteknir undir þessum hallærislegu fánalögum, og test-case farið fyrir Hæstarétt til að fella tólftu grein laga númer 34, sett 17. júní 1944.

16:29

(0) comments
 
Jæja. Ég er búin að prókrastineita alla vikuna. Eins og allir Bandaríkjamenn vita var Spring Break þessa viku. Í stað þess að fara og liggja á ströndinni og á kránum í Tijuana, er ég búin að hanga í New York og þykjast vera að læra. Ég er búin að sitja klukkustundum saman við tölvuna, stara á tómann tölvuskjáinn og blóta því að ég er í engu stuði fyrir að byrja á meistararitgerðinni, ritgerðinni sem á að skilast á miðvikudaginn sem fyrsta uppkast. Smíiiiiiíiiíiíiií. Ég get hins vegar með stolti tilkynnt að ég er búin að hala inn tónlistarforritinu Kazaa, og er búin að skemmta mér vel við að sækja áttatíuslagara og annað rokk til að hlusta á meðan ég sörfa á netinu. Var til dæmis að hala inn dóna franska laginu, Je t'aime með Serge Gainsbourg og auðvitað Moulin Rouge lagið, já og núna er ég að sækja lagið sem var svo vinsælt þegar ég var þrettán, lagið sungið af fjögurra ára franska smábarninu, Dur dur d'etre baby! En núna styngja Serge Gainsbourg og Jane Barkin í tölvunni minni, ég held að það sé kominn tími á að hætta að þykjast vera að læra og færa mig aftur inn í stofuna, þar sem ég kveiki á Radiohead, stilli hljóðið allt of hátt, og horfi á CNN mute. Sprengjur. Bombs over Baghdad (sem ég er auðvitað búin að sækja á tölvuna mína. Er eftir Outkast, ef þið viljið hlusta á þetta snilldarlag á síðustu og verstu tímum).

Já og í öðrum fréttum hérna í stórborginni, þá er ekki hægt að fá fréttaflutning af bandarísku fréttastöðvunum. Er farin að horfa á einhverja spænska fréttastöð sem kemur reglulega með myndir af mótmælum erlendis frá, erlendum fréttaviðtölum og örfáar myndir af Baghdad, engar, by the way, af sprengjunum sem CNN, MSNBC og FoxNews sýna svo lovingly frá aftur og aftur og aftur. Svo virðist sem að aðeins disenfranchised Spanish speaking outcasts hérna í Bandaríkjunum geti hugsað um eitthvað meira en nýjustu tæknina í vopnagerð, fjölskyldur hermanna og the gasmileage of tanks in the Iraqi desert (decent, according to a CNN correspondent).

16:07

(0) comments föstudagur, mars 21
 
forræði sáning óvissa huglægnir jaðar uppskafningur jaðrað eignun endurstaðsetning misgjörðir mismunur leiðarmerki vémyndir ofgnótt flökt smíðisgripur svæði náttúrugjörningur afbrot eignaupptaka yrðing kynblöndun jöfnun félagslegt umhverfi tilfærsla Hitt persónugert hinsegin kortlagt fjölbreytinn tvístrun ósambærileiki sýning endursýning þversagnarkennsl spor málamiðlun túlkun ríkidæmi

Jæja Hugga og Þóra! Milljón segið þið. Well, að minnsta kosti hef ég hér með leyst atvinnuleysið og peningavandræðin í sumar...

18:26

(0) comments
 
Jeg sit hjerna heima hja Allison in shock and despair yfir sprengjunum i Bagdad. Klukkan korter yfir eitt hofust myndirnar. Allar frjettastodvarnar syndu beint fra sprengjuregninu i Bagdad. Byggingar sprungu i taetlur i beinni utsendingu, eldar geisudu yfir skjainn og reykur sveif yfir myndskeidinu. Jafnvel frjettamennirnir sem venjulega fyllast spenningi i hvert skipti sem eitthvad gerist i myndavjelunum sem eru stadsettar i Bagdad thognudu. Jeg hef aldrei sjed jafn hraedilegar myndir. I beinni utsendinu, sa jeg thusundir manna deyja.

Rumsfeld herradherra hjelt raedu klukkustund eftir ad sprengjuregninu var ad mestu lokid og sagdi ad hann hefdi heyrt marga frjettamenn likja loftarasunum vid seinni heimsstyrjoldina og sagdi ad frjettamennirnir vaeru fifl, thar sem The Coalition vaeri ad nota "smart bombs."

Thrjuthusund sprengjur segja their ad their aetli ad skjota ad Bagdad a naestu klukkustundum, dogum. Hver sprengja eitt tonn.

Jeg, Allison og Edward hofum setid i sofanum i fimm tima og gerum mest litid. Allison grof upp gamlan rappdisk fra Bretlandi thar sem eitt lagid hefur vidlagid "bombs over Baghdad" sungid aftur og aftur og aftur i hressilegum ton. Einhvern veginn er thad svo ironiskt, og vid vitum ekki alveg hvernig a ad haga okkur thegar myndskeid eftir myndskeid af brennu og dauda birtist a skjanum, svo vid syngjum vid og vid, "bombs over Baghdad" og hlaejum gedshraeringjahlatri. Ja, og vid pontudum okkur pitsu. Hvad gatum vid gert. Che Bella Pizza og iskalt Diet Coke.

15:54

(0) comments fimmtudagur, mars 20
 
hegemony dissemination indeterminate subjectivities periphery palimpsest peripheral appropriation resituatedness perpetuation difference markers icons plethora fluctuation artifacts territories naturalization transgression appropriation tropes hybridization homogenization cultural milieu displacement Other prosopoeic alterity chorographic polymorphous diaspora incommensurability representation re-presentation aporia traces mediation interpretation copia

17:36

(0) comments
 
CNN er að fara yfirum í fréttaflutningi frá Írak. Þeir eru með myndavélar héðan og þaðan í Bagdad, og birta stöðugar "live" myndir frá borginni. Síðan er fréttamaður sem talar um hvað er að gerast á myndinni. Þetta er eins og að horfa á fótboltaleik. Meðan ég sat og borðaði hádegisverð fyrir framan sjónvarpið var óvenju mikið að gerast í sprengingum og í hvert skipti sem einhver stór sprengja lenti og reykurinn gaus upp, öskraði hann "SCORE" (nei nú er ég alveg að grínast í ykkkur, en hann öskraði samt alltaf upphátt, eitthvað eins og "Wow, that was a big one" eða "that's a hit"). Já og kraftaverkin gerast enn. Það eru engin auglýsingarhlé á CNN lengur.

Síðan hafa þeir á launaskrá fullt af hermönnum á eftirlaunum sem koma og tala um hvað er líklega að gerast og hvað mun gerast á næstu dögum. Fyndnasta var fyrir hálftíma þegar einn majorinn á eftirlaunum talaði um hve erfitt það væri að berjast í borgarumhverfi: "Especially in a country that has that technologically advanced weapons, weapons that they got from ...[short pause]... various European countries." Ég skellti uppúr.

14:37

(0) comments
 
Dúfnasigur! Þar sem ég sit hérna við tölvuna til að reyna að uppfæra ferilsskrána mína, flýgur Priscilla að mér og sest á gluggasylluna. Forvita, starir hún á skerminn sem Jimmy húsvörður setti upp fyrir gluggann minn í gær, og teygir hálsinn til að reyna að sjá hvort að eitthvað op sé fyrir ofan víravirkið. Sorrí Prissie! Þú kemst ekki aftur inn hér!

10:19

(0) comments
 
Hahahahaha! Hr. Y hefur sungið sitt síðasta. Þetta birtist á feminíska póstlistanum í dag:
  • Vinsamlegast takið mig af listanum. Ég vil ekkert með ykkur hafa.. Ég ætlaði að gefa ykkur tækifæri og sjá hvort það væri eitthvað til í því sem þið eruð að segja, en fæ ekkert nema hroka og leiðindi. Þið eruð ekki að leita að jafnrétti þið eruð bara kvenrembur (semsagt feministar) sem eru alls ekki skárri en karlar sem fóru illa með forfeður ykkar.
  • Og ég segi þetta vitandi að ég vil ekkert meira en jafnrétti.. og ef þið væruð að leita að jafnrétti þá væri þetta ekki feminismi heldur jafnréttisstefna.
  • Það voru nokkrar hér sem sögðu eitthvað af viti sérstaklega um hvernig þið eruð upp til hópa hrokapakk sem á ekkert gott skilið.
  • Vonandi sjá fleiri hvað þið eruð miklir hræsnarar og hætta að hlusta.
  • Ég veit ég veit .. nú er ég bara karlremba og fífl sem þolir ekki að heyra sannleikann.. jesus... hvað er að ykkur. Fyrsta skrefið er að hætta að blekkja sjálfan sig og reynið að lifa lífinu án þess að vilja/finna þörf á að skemma fyrir aðra.
  • Bless.

00:43

(0) comments miðvikudagur, mars 19
 
Stríðið er byrjað. Þeir klipptu á Angelþáttinn sem ég var að horfa á þegar aðeins tvær mínútur voru eftir og fóru í einhverja Special Report þar sem sagt er að "afvopnunin" sé hafin (talandi um að tala undir rós!). Mjög pirruð. Fíflin.

Það er ekki eins og fréttastöðvarnar hérna segja okkur neitt. Ég er að segja ykkur, að ég þurfti að fá fréttir frá Comedy Channel, þar sem þeir birtu úrklippur af mótmælum héðan og þaðan úr heiminum (til þess að gera grín að Bandaríkjamönnum). Þessar úrklippur hafa auðvitað ekki verið sýndar á CNN, FoxNews eða MSNBC sem sýna bara sætar fréttir af foreldrum hermanna sem eru að safna kössum með nammi til að senda út.

Ástandið er furðulegt. Vinur minn fór og keypti sér flugmiða í gær. Hann gekk inn á skrifstofuna á flugfélaginu, Virgin Airlines, sem var með sameiginlega sölustofu með American Airlines og Delta Airlines. Afgreiðslukonan tekur á móti honum og spyr: "American?" Hann svarar autómatískt: "No, European." Þögn í nokkra stund og síðan fatta allir á skrifstofunni hvað hann sagði og byrja að skellihlæja... Allir. Geðshræringahlátur. Því að really, þetta var ekki það fyndið, ef ekki væri fyrir umræðurnar um Bandaríkin og Evrópu hérna síðustu dagana.

22:03

(0) comments
 
Þrjár ölduhreyfingar feminismans. Þetta er reyndar stórmerkilegt málefni, og ég er alveg viss um að mörg ykkar, vinir mínir, vitið ekki nóg um þetta. Svo eins og fress sem kastar vatni á runna til að kasta eign sinni á hann, gef ég ykkur nú þessar upplýsingar.

Sögu feminismans hefur löngum verið skipt niður í þrjú tímabil sem oft eru nefnd öldur eða bylgjur. Þessi nafnahefð, að kenna útbreiðslu feminismans við flóð og mismunandi tímabil hans við öldur kemur upphaflega frá Bandaríkjunum en hefur nú breiðst út til annarra landa. Við höfum öll heyrt þessi hugtök: fyrsta, önnur og þriðja bylgja, en fæst gerum við okkur grein fyrir hvað þau merkja. Því er við hæfi að útskýra þau áður en lengra er haldið.

Fyrsta bylgja

Fyrsta bylgjan vísar til súffragettanna sem börðust fyrir kosningarétti kvenna á nítjándu öld og í byrjun hinnar tuttugustu. Súffragetturnar háðu harða baráttu fyrir kosningaréttinum, þá sérstaklega í Bretlandi þar sem fjölmargar þeirra voru handteknar og misþyrmdar af yfirvöldum. Þessi bylgja varð aldrei stór á Íslandi og þegar íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915, virðist það almennt hafa komið flestum á óvart. Bríet Bjarnhéðinsdóttir er þekktust íslenskra kvenna sem tilheyrðu fyrstu bylgjunni.

Önnur bylgja

Önnur bylgjan vísar til kvennahreyfinga á sjöunda og áttunda áratugnum. Konur vöknuðu þá til vitundar að þrátt fyrir að kosningaréttinum hafi verið náð, hallaði enn á konur í samfélaginu. Á þessum áratugum var mikil gróska í kvenréttindabaráttu. Fjöldi hópa spruttu upp sem hver hafði sína skoðun á hvernig jafnrétti skyldi náð. Þessir hópar náðu miklum árangri að ná fram jafnrétti í samfélaginu. Flest þau réttindi sem nú á dögum eru talin sjálfsögð, svo sem rétturinn til sömu launa fyrir sömu vinnu og rétturinn yfir eigin líkama, er baráttu þessara kvenna að þakka. Barátta þessarar hreyfingar var svo almenn og svo sýnileg að þegar fólk í dag hugsar um feminisma, hugsa flestir um hreyfingar þessara ára.

Ekki er hægt að finna eina allsherjar skilgreiningu á þeim feminisma sem tíðkaðist á þessum árum. Hóparnir sem urðu áberandi á þessum tíma voru allt frá virðulegum og gamalgrónum stofnunum eins Kvenréttindasambandi Íslands til nýrra og öfgakenndra hópa eins og Rauðsokkanna. Ef til vill er hægt að draga saman kenningar þessara mismunandi hópa í eina setningu sem kom fram í bók Simone de Beauvoir, Le Deuxiéme Sexe árið 1949: "Þú fæðist ekki kona, heldur verður þú kona." Feministar þessara ára lögðu áherslu á það að kynhlutverkin voru ekki eðlislæg heldur ásköpuð af samfélaginu.

Þriðja bylgja

Þriðja bylgjan er merkileg fyrir þær sakir að upphafskonur hennar tilheyra fyrstu kynslóð kvenna sem elst upp við að kvenréttindi séu talin sjálfsögð mannréttindi. En hún skarast frá forverum sínum tveimur að því leyti að hún er ekki pólitísk fjöldahreyfing. Upphaf þriðju bylgjunnar má reka til upphafs tíunda áratugar tuttugustu aldarinnar. Hún hefst í háskólum vesturlanda og er ennþá aðallega bundin innan akademíunnar. Þriðja bylgjan leggur mikla áherslu á fjölbreytileika. Hugtök eins og póstfeminismi, neofeminismi, öðruvísi, hinsegin og kynusli eru algeng meðal áhangenda hennar.

Þriðja bylgjan hefur þó oft verið gagnrýnd fyrir að vera njörvuð niður í akademíuna og höfða ekki til almennings. Að því leyti dettur hún niður í sömu gryfju og forverar hennar. Þriðja bylgjan gagnrýnir eldri femínista fyrir að hunsa konur af minnihlutahópum en er sjálf gagnrýnd fyrir að höfða bara til akademísku elítunnar og hunsa hinn almenna lesanda. Baráttumál þriðju bylgjunnar hafa einnig talist heldur óljós. En þær svara því að þriðja bylgjan felist í ákveðinni afstöðu frekar en ákveðnum baráttumálum. Þessi afstaða er sú sem stundum hefur verið dubbað grrrl power. Hún felst því að viðurkenna fjölbreytileika einstaklinganna og rétt kvenna til að vera þær sem þær vilja og gera það sem þær vilja.

Ein ástæðan fyrir því að þriðju bylgjunni hefur ekki enn tekist að safna sér saman í kringum eitt ákveðið pólitískt markmið er vegna þess að misréttið er ekki lengur eins augljóst og það var í fortíðinni. Mismunun felst nú oft í menningunni og það er með menningunni sem þessir póstfeministar reyna að breyta því. Leikvangur þeirra er ekki lengur lands- og sveitarstjórnmál, heldur er það á blöðum tímarita, bóka, dagblaða, menningarrita og netsíðna og á sviði leiklistar, tónlistar, myndlistar og kvikmyndalistar. Ekki er víst að þriðju bylgjunni takist nokkurn tímann að hasla sér völl í stjórnmálum. Eins og er, hefur hún lítinn áhuga á því. En hver veit, hennar tími mun kannski koma...

09:30

(0) comments
 
Sigh! Það hlaut að koma að því. Það var verið að mæla með greininni hennar Helgu vinkonu minnar sem hún skrifaði í Veru á síðasta á ári á femilistanum. Sérstaklega var mælt með byrjun greinarinnar þar sem hún útskýrir á greinargóðan hátt hinar mismunandi þrjár bylgjur feminismans... sem by the way, ég skrifaði og gaf henni til þess að setja í greinina. V.jealous now! þar sem ég er auðvitað psycho gella og í nafni systralagsins er enginn eigandi texta nema systurnar og ég elska Helgu sætu o.s.frv.

09:26

(0) comments þriðjudagur, mars 18
 
Núna þegar ég er á kafi (lesist: að drukkna) í lestri á kenningablaðri um póstkólóníalisma, imperíalisma, Derridian dissemination og Saidian peripheries, þá yljar það hjarta mitt að sumir halda að ég sé enn gáfuð. Don't believe me? Check it! Elsku Svonakona hefur krækt á mig sem Binna-gáfuð bloggkona. Sigh. Gisp. Blush.

Já, og einhvern veginn kom það mér ekki á óvart að fja... ríkisstjórnin hefur gert okkur Íslendinga meðlimi í þessu ógeðfellda, ranga, ósiðlega, geðsjúka stríði. CNN birti lista yfir þessa Coalition of the Willing, og þar er Ísland í góðum félagsskap Afganistans, Albaníu, Kólumbíu, Eþíópíu, Níkaragúa og Danmerkur (Danmörk! What's up with that?). Heildarlistann er að finna hérna. Misnomer hefur tekið saman mjög áhugaverðar tölur um hvað almenningi í nokkrum löndum á þessum lista Really Think About the War.

En hvað er þetta með Ísland? Af hverju í ósköpunum? Hvernig datt þeim þetta í hug? Af hverju höfum við kosið sömu ríkisstjórnina síðasta áratuginn? Djeesus. Nú verður bara að koma í ljós hvernig þeim mun farnast í næstkomandi kosningum. Believe you me, ég verð fyrsta manneskjan að mæta á svæðið hjá íslenska ræðismanninum hérna í New York til að kjósa!

23:40

(0) comments
 
Nýjustu fréttir úr atvinnuleitinni:

  • Þjóðarbókhlaðan ræður ekki sumarstarfsmenn.
  • Árbæjarsafn auglýsti eftir sumarstarfsmönnum í febrúar, fékk 115 umsóknir og er búið að ráða í allar stöður.
  • Skrifstofa menningarmála í Reykjavík hefur aðeins þrjá starfsmenn og ræður ekki í sumarstöður
  • Norræna húsið er þegar búið að ráða starfsmann á bókasafnið, en spyr mig hvort ég vil vera húsvörður... LOL
  • Mennt.is ræður ekki sumarstarfsmenn en finnst ég vera massa spennandi og biður mig um að senda inn umsókn ef einhver verkefni munu koma upp.

13:29

(0) comments
 
Ég asnaðist til að kveikja á sjónvarpinu í morgun þegar ég var að borða morgunmatinn og hafa áhyggjur af ritgerðarsmíðinni í dag. Og vitið þið hvað! Reality Bites var einmitt að byrja þegar ég kveikti á kassanum. Reality Bites er myndin. Hún er myndin. Mynd níunda áratugarins. Munum við ekki öll eftir þessum árum, þegar við sátum á Hvítakoti, Café Au Lait og Ara í Ögri (áður en hann varð halló) á hverjum degi, klukkustundum saman, drukkum kaffibolla eftir kaffibolla, töluðum um heimspeki og neindina og hvernig ekkert skiptir máli og hvernig enginn er til og skrifuðum léleg ljóð í dagbækurnar okkar. Gisp. Þetta er allt að koma til baka. Reality Bites. Hvenær lauk áratugnum? Hvenær urðum við fullorðnar? Já og hin myndin með Ethan Hawke, þessi með sætu frönsku stelpunni og lestinni og þýsku leikritunum í Berlín og endalausar endalausar heimspekilegar umræður um tilveruna og ExistenZ. Áratugur Nirvana og karlmanna með kleprað hár niður á axlir og föt úr Hjálpræðishernum. En síðan kom Clueless, heimurinn breyttist og við fórum í Spúttnik í stað þess að fara í Hjálpræðisherinn og Café Au Lait fór á hausinn og eini staðurinn sem eftir var var Kaffibarinn. Og við lifum núna á fyrsta áratug (fyrsta áratug hvers, má ég spyrja?) og ég velti því fyrir mér hvaða mynd ég á eftir að sjá árið 2013 sem fær mig til að dæsa og andvarpa og pæla: þetta var áratugurinn, þetta var bíómyndin, ah, hvenær urðum við fullorðnar?

13:25

(0) comments
 
Og þó. Hugsum aðeins meira út í þetta. Þar sem ég á væntanlega eftir að enda við Háskóla Íslands, hvort sem það er eftir tíu ár eða þrjátíu, ætti ég að hafa þekkingu á íslenskri bókmenntasögu (gisp. Leiðinlegri örlög get ég ekki ímyndað mér. Íslenskar bókmenntir. Booooring.). Þá fæ ég enn eina ástæðuna fyrir að vinna EKKERT í sumar og borga sjálfri mér fyrir að lesa. Ha? Ekki satt? Hmmmm. Grasping at straws here!

00:55

(0) comments
 
Jæja. Ég á að vera farin að sofa (er á leiðinni er á leiðinni) en stóðst ekki freistinguna og tók nýjasta prófið frá Eddu þar sem kemur í ljós að ég er bókaþjóðinni til skammar og hef litla sem enga þekkingu á íslenskri bókmenntasögu (vissi það svo sem fyrir. Aldrei hefur mér hugnast íslenskan.) Það sem mér fannst þó merkilegt og vil endilega spyrja ykkur: Hvenær varð Brynhildur Þórarinsdóttir höfundur Njálu og who the heck is Brynhildur Þórarinsdóttir? Mjög merkilegt.

00:53

(0) comments
 
Vitið þið hvað. Ég sendi mitt fyrsta bréf á femilistann þar sem ég sagði nákvæmlega það sem ég sagði hér fyrir neðan:
  • Hahahahaha! Þetta er ofurfyndið bréf, frá grey Y. Ég hef aðeins eitt að segja, þar sem bréfið er í raun ekki svaravert: Y, allar alvöru konur eru maskúlínistar!

Leið mér síðan ekki eins og akademískum illa þegar Siggi Pönk skrifar langt og greinarmerkt og vel orðað svar þar sem hann skýtur niður gamla fíflið. Og þó. Ég get þó sagt að ég hafi ofvirkt skopskyn og mikla lífsgleði, n'est-ce pas? Já, og síðan sendi Þorgerður Einarsdóttir bréf á femilistann þar sem hún ítrekar það að listinn sé fyrir skoðanaskipti feminista, ekki fyrir fólk sem sendir langt bréf þar sem það endurtekur í sífellu "þið feministar" (og beygir orðið vitlaust í þokkabót). Y hefur ekki verið tekinn út af listanum, en honum verður væntanlega kippt út þegar og ef hann endurtekur leikinn.

Er það aðeins ég sem finnst gaman að fá "flame mail" og lesa furðulega pósta frá fílum. Mér finnst það krydda tilveruna. Mikið væri lífið leiðinlegt ef allir væru sammála. Þá væri listinn fullur af bréfum sem öll segðu það nákvæmlega saman á mismunandi hátt. Miklu skemmtilegra að geta hlustað á fíflin við og við og vera sammála GEGN þeim. LOL. Úps. Ofvirka skopskynið mitt er aftur komið á kreik...

00:35

(0) comments mánudagur, mars 17
 
Erna benti á nýjustu Hummer auglýsingarnar á netinu þar sem hægt er að sjá Ísland. Þar sem það virðist vera í tísku að benda á uppáhalds sjónvarpsauglýsingarnar (já, þá vitið þið hvað við gerum allan daginn, við sem erum í Bandaríkjunum) þá vildi ég mæla með kindaauglýsingunum frá Serta. Sérstaklega er sú fyndin sem heitir Penalty. Ég verð þó að viðurkenna að uppáhaldskindaauglýsingin mín, sú þar sem kindurnar standa fyrir utan The Sleep Clinic er ekki þarna. Sigh.

20:28

(0) comments
 
Ha! Sagði ég ekki! Var að kíkja í pósthólfið mitt og beið mín enn eitt bréfið frá femilistanum (var að búa orðið til: er það ekki flott!!!). Ég opna bréfið með litlum áhuga og lifna öll við. Nú veit ég ekki hvernig reglan er með birtingar á einkabréfum sem send eru á opinberan vettvang eins og þennan póstlista. Svo ég þori ekki alveg að birta bréfið í heild sinni, en ég ætla að gefa nokkur vel valin dæmi. Þetta bréf er frá ónefndum karlmanni. Skulum við nefna hann Y, því að ég er alveg viss um að hann myndi móðgast stórlega ef ég myndi kalla hann X.
  • Sælar, Ég ákvað á skrá mig á þennan lista vegna þess að ég hef míkinn áhuga á að skilja hvað svona feminisma snýst eiginlega um.
  • Mér finnst einnig ótrúlegt hvernig konur kvarta yfir því að þær séu notaðar sem einhverskonar kyntákn í fjölmiðlum. Hvað með myndarlega fáklædda karlmenn í auglýsingum? Er það ekki niðurlægjandi fyrir karlkynið? Ekki hef ég heyrt karlmann kvarta. Af hverju gildir ekki sama um bæði kyn? Það er líka skrýtið hvernig það virðast oftast vera miðaldraðar konur sem hafa eitthvað út á þetta að setja. Mér finnst þetta benda frekar til þess að þær séu eitthvað viðkvæmar og jafnvel afbrýðissamar vegna þess að þær fá ekki svona athygli eins og þessar ungu flottar dömur, frekar en þær séu að standa vörð um hag þessara grey stúlkna sem eru ásakaðar um vera andlitsfríðar með flottan líkama...Karlmenn myndu ekki taka svona ummæli nærri sér, af hverju ættu konur að gera það frekar en karlmenn?? Á ekki að vera jafnrétti?
  • Mér þykir leitt að segja ykkur, en Íslenskar stelpur eru frekar lauslátar miðað við löndin í kringum okkur (ég tala af reynslu). Gæti ekki verið að það sé eitthvað smá til í því þegar þetta er haldið fram? En hvað er að því? Þetta er hluti af því að konur eru ekki lengur jafn "hræddar" um að láta sína hvatir í ljós sem gerir það að verkum að þær eru "lauslátari".
  • Það eru oftast aðeins miðaldraðar konur sem kvarta yfir misrétti í dag, vegna þess að þær hafa kynnst því á meðan það var enn í gangi. Og þessir karlar sem voru að beita misrétti gera það sennilega enn, en það sem er gleymt er að það hefur orðið kynslóðaskipti. Karlmenn undir 25 ára eru ekki karlrembur og vilja ekkert annað en að jafnrétti sé náð. Vitiði ekki að þessar karlrembur sem eru til í dag verða gamlar og deyja út, og með ykkur sem hafa kynnst misrétti í raun.
  • Og mér finnst einnig fráleitt hvernig feministar tala stundum.. um að karlmenn hafa fengið að ráða í mörg þúsund ár og nú sé ekkert að því svo að konur fái að ráða núna. Þetta er eins og að segja að út af því að einhver svertingi í bandaríkjunum hafi átt langafa sem var þræll að hann ætti að fá einhverjar bætur vegna þessa. Þetta fær mig til að hugsa um hvað er raunverulega á dagskrá hjá svona "feministum".
  • Ég vildi einnig tjá mig um þegar sagt er að allir sannir karlmenn eru feministar... Hvernig er hægt að láta svona út úr sér. Þýðir þetta að konur hafa ávallt rétt fyrir sér og að karlmenn eiga að fylgja og læra í blindni. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er alveg eins og ef karlmaður myndi segja að alvöru konur eru "karlistar".

Hahahahahaha. Algjört æði hann Y. Og Y, bara svo þú vitir, þá eru allar alvöru konur maskúlínistar!!! Hahahahahahaha.

19:29

(0) comments
 
Ég var að skrá mig á nýja feminíska póstlistann á Íslandi og hef nú ekki undan við að lesa yfir bréf og stroka út. Ég sver, þegar ég opna pósthólfið mitt á morgnana bíða mín tuttugu bréf og meðan ég renn yfir þau og stroka þau út, bætast við svo sem þrjú í viðbót. Þetta er þó afar merkilegt. Til dæmis er einhver ritdeila núna milli einhvers "Geirs" og allra á listanum, en "Geir" er frjálslyndur (eins og hann skilur orðið) og talar mikið um hina vondu "stjórnlyndu" sem eru að reyna að banna vændi og kynlíf. Allir á listanum eru auðvitað brjálaðir út í "Geir" en mér finnst þetta bara hressandi. Því að ef Geir væri ekki að tala á móti hefðbundnum feminískum skoðunum, hve mikil væri ritgleðin á listanum??? Hef reyndar heyrt öll þessi rök, með og á móti, áður í mörgum mismunandi útgáfum, svo ég endurtek, áhuginn er aðeins svo og svo mikill.

19:19

(0) comments
 
Þegar ég var á leiðinni heim frá Butlerbókasafninu í kvöld gekk ég framhjá manni sem var haldinn Tourettes heilkenninu... held ég. A.m.k. öskrar hann upp skyndilega þegar ég geng framhjá: "Shit. I hate niggers." Ég leit furðu lostin á manninn og í kringum mig og sá ekkert (lesist: engan) sem gæti hafa valdið þessari skyndilegu yrðingu á skoðunum hans (lesist: fordómum hans). Ætli ég sé þá ekki í fyrsta skipti búin að sjá mann með hið víðfræga Tourettes!

Já, og í öðrum fréttum: þá er búið að vera geðsjúkt gott veður í New York síðustu tvo dagana. Tuttugu stiga hiti og engin sól. Ég hef auðvitað ekki fattað þetta og svitna eins og svín í vetrarkápunni minni, treflinum og ullarhúfunni. Gisp. Allir eru þó furðu lostnir þegar ég segi þeim að það verði aldrei heitara en þetta á Íslandi.

19:14

(0) comments
 
Þá er ég búin að senda milljón bréf til stofnana í Reykjavík að betla um starf. Menningarmál menningarmál smenningarmál. Ég hef núna auðvitað miklar áhyggjur að copy/paste aðferðin sem ég notaði hafi klikkað í einhverjum bréfanna, svo að Björk sé að fá bréf merkt Svanhildi, eða að ég sé að betla um starf hjá Gerðubergi í bréfinu til Borgarskjalasafnsins. Þetta er mjög traumatískt! Var að tala við pabba í dag. Ef ég fæ ekki vinnu við mitt hæfi, ætla ég að borga sjálfri mér laun í sumar við að lesa, og nota til þess milljónina góðu frá LÍN (notum nú öll tækifærið og þökkum LÍN). Endilega, ef einhver hefur vísbendingu um skemmtilegt starf í sumar, senda mér info!

13:00

(0) comments sunnudagur, mars 16
 
Unnur vinkona var að hræða mig. Hún sagði að það væri atvinnuleysi á Íslandi, og þar sem ég er ekki ennþá byrjuð að sækja um sumarvinnur, þá gæti verið að ég fái hreinlega ekki vinnu. Á morgun skrifa ég sem sagt marga tölvupósta til hinna og þessa fyrirtækja (lesist: borgar- og ríkisstofnana) og spyr hvort að ég geti sótt um. Kannski ég vinni bara hreinlega ekki neitt í sumar. After all, þá á ég fullt af pening sem LÍN vildi endilega gefa mér og ég hef ekki notað...

Annars var ég í kokkteilboði hjá Krissa vini mínum. Chris er ritstjóri hjá Random House og talar milljón tungumál reiprennandi. Hitti loksins kærastann hans, Daryl, sem var hávaxinn myndarlegur suður-afrískur auglýsingagæi og fyrrum bókmenntafræðinemi við Oxford. Það var fullt af fólki í þessu boði, sem og hundurinn Móna sem gekk um og gelti á fólkið sem reyndi að fá sér snakk. Já, og leiðinleg saga, en furðuleg: hitti þar einhverja stelpu sem heitir Suzanne. Sem: A) Þekkir Chris, eins og ég. B). Þekkir lettnesku Ligu í Kólumbíuháskóla, eins og ég. C) Þekkir Sólver, íslenskan strák sem var skiptinemi í Lettlandi og er vinur kærasta vinkonu minnar, eins og ég. D) Er nágranninn minn. Býr í byggingunni á móti mér. This is kreisí! Émeina, kemur alltaf fyrir á Íslandi, en helló! New York! Við erum greinilega sálufélagar...

23:29

(0) comments föstudagur, mars 14
 
Helv... helv... helv... fíflin.



Hvernig datt þessum örgustu idjótum þetta í hug? Fíflin fíflin fíflin.

Áður en við vitum af, eigum við bara ljósmyndir eftir til minningar um landið okkar.

17:17

(0) comments
 
Ég og Edward fundum fullkomið tækifæri til að fá útrás fyrir allar andamerískar hugsanir sem við höfum haft síðustu tvo mánuði. Við fórum á fyrirlestur í gær hjá einum Gilberti Achbar, frönskum fræðimanni sem kennir við Sorbonne í Parísarháskóla og er kannski einna þekktastur er hérna í Bandaríkjunum fyrir bókina The Clash of Barbarisms. Fyrirlesturinn bar heitið "Iraq and the New US Empire".

Þegar við göngum inn í fyrirlestrarsalinn er hann hálffullur, af miðaldra fræðikonum og -mönnum (sem flest eru, samkvæmt hreimnum þeirra, ekki bandarísk). Meðan við bíðum eftir framsögumanni hlustum við Edward andaktug hvernig fræðifólkið leysir vandamál heimsins á fimmtán mínútum, hoppandi frá eyðni í Afríku, yfir í olíuvandamál á miðausturlöndum, yfir í dauðarefsingu í Bandaríkjunum. Við hugsum okkur gott til glóðarinnar að komast loksins í tæri við miðaldraradíkala. Aftast í salnum hefur ungur strákur frá Labyrinth bókabúðinni komið sér fyrir með bunka af bókinni hans Achbar, og ég nota tækifærið til að kaupa bleðiðilinn. Þögn. Achbar gengur inn.

Grey maðurinn er málhaltur á ensku. Enskan hans er fín, en hún er hæg og röddin hans er mjög svæfandi. Áður en við vitum af, erum við Edward farin að dotta, því að það verður að segjast að Achbar var ekkert að pæla í kenningum eða túlkunum, heldur að setja fram staðreyndir um sögu bandarískra áhrifa á miðausturlöndum síðan í heimstyrjöldinni síðari. Flestir áhorfendurnir líta jafn þreytulega út eins og við tvö, fyrir utan eina konu í annarri röðinni sem segir við og við "That's right" þegar Achbar kemur með óvenju svæsið dæmi um bandaríska afskiptasemi í heimspólitík. Það er ekki fyrr en á lokamínútunum að hann kemur með nokkrar spectacularly anti-American setningar og salurinn hrekkur upp. Ég vakna líka upp við vondan svefn, kemst að því að ég er búin að missa af staðreyndunum frá 1992 til 2002 og sparka í sjálfa mig þegar gæinn segir "and this is where we stand now: this is why the US is going to war." Af hverju? Veit ekki. Tíu mínútna lúr kostaði mig ástæðuna.

Edward, sem hefur ekki eins mikla þolinmæði og ég, notar tækifærið og flýr þegar fyrirlesturinn er búinn. Ég sit sem fastast og vona að spurningarnar eigi eftir að hleypa lífi í fólkið. Eftir nokkrar kurteisislegar spurningar og svör er jafnvel ég farin að vera vonlaus og fetti mig og bretti í sætinu til að reyna koma augunum á úrið hjá sessunaut mínum. En þá kemur sprengjan. Einn áhorfandinn stendur upp og heldur langa ræðu þar sem hann ræðst á Achbar, kenningar hans, enskukunnáttu og endar á að segja: "You're reading of American politics is typically European, casting the American public as mindless wareagles. It is a strange fallacy of the European Left that you ignore the emerging European economic superpower and its complicity in the coming war." Kliður fer um salinn. Loksins loksins eitthvað stuð í gangi. Achbar stendur sig vel. Hann byrjar á því að segja að áhorfandinn hafi "wastly underestimated the unity of the European nations. There is no unified European perspective or political mandate. Europe has been unified only when allied behind the US against somebody else." (Hláturskviða fer um salinn.)

Achbar heldur síðan áfram og ég sit og hlusta í undrun. Fer maðurinn ekki og rífur í sig Evrópuþjóðirnar og hvernig afstaða þeirra er til stríðs. Achbar er massa kúl. Að hans mati er Þýskaland aðeins gegn stríðinu vegna þess að Schroeder var að tapa kosningum og fann í kosningabaráttunni eina efnið sem gat haldið honum í kanslastólnum. Enda hefur Þýskaland verið afar þögult um friðarstefnu síðan eftir kosningar.

Frakkland er litlu betra. Achbar heldur því fram að Frakkland fór í Persaflóastríðið upphaflega til að fá sneið af olíukökunnni og þegar þeir fengu ekki neitt eftir lok stríðsins urðu þeir bitrir. Síðan þá hefur það gerst að Saddam Hussein hefur gert samninga við Rússa og Frakka, að rússnesk og frönsk olíufyrirtæki eigi eftir að fá góða samninga um íraska olíu eftir að viðskiptahömlunum hefur verið aflétt (með væntanlegri hjálp Rússa og Frakka sem meðlimi í Security Council Sameinuðu þjóðanna. En auðvitað aðeins ef að Saddam Hussein er enn við völd. Achbar túlkar hegðun Chiracs svo: "Chirac has no illusions to stop the war. The original opposition to the war was a bargaining chip to gain concessions from Washington in a post-Saddam Iraw. That's why his speech, where he elucidated his plea for peace, he also opened up French airspace to the American military. However, Washington and Bush didn't get this beginning move in a diplomatic game, and pushed Chirac in a corner with their complete denial to negotiate." Achbar heldur síðan áfram og segir að það komi ekki að sök, að Chirac er skyndilega orðinn mjög vinsæll í Frakklandi, eftir að hafa unnið kosningarnar á svo leiðinlegan hátt á síðasta ári.

Ráðstefnunni lýkur þegar einn af fáum bandarísku áhorfendunum stendur upp og heldur langa andameríska ræðu þar sem hann rakkar í sig Bush og endar á því að segja að þessu öllu hlýtur að ljúka með að Bush verði kærður fyrir stríðsglæpi. Ótrúverðugt, but heartwarming, og ég hugsa með mér "Go, boy, go!"

Eftir ráðstefnuna pilla ég mig til Achbars og fæ manninn til að skrifa nafnið sitt á bókina sem ég var að kaupa. Þegar ég rölti út, lít ég kæruleysislega til baka og sé að grey Labyrinthstrákurinn á í miklum erfiðleikum og er hlaupandi fram og til baka til að reyna að ná aftur bókunum sínum. Kemur í ljós að flest fræðafólkið hélt að bækurnar voru gefins, tóku nokkur eintök til að fá árituð, án þess að borga fyrir þau. Svona eru akademíkarnir: allir í fílabeinsturninum og hugsa ekkert um svona óhefluð hugtök eins og peninga...

15:20

(0) comments
 
Eftir mikinn hasar og heilabrot hef ég loksins sent skattaskýrsluna mína til IRS. Í öðrum fréttum: Ég er búin að endurheimta Buffyspóluna mína og Hailey íbúðarfélagi er farin til Los Angeles í viku. Mýsnar leika sér...

Síðan var Siggi vinur minn og fyrrverandi leigusali að senda mér myndir af bóndabænum sínum í sveitinni. Ég verð að segja það, að þrátt fyrir að ég sé borgarbarn og hafi aðeins séð sveitabæ einusinni, þegar ég var ellefu ára og í skólaferðalagi upp í Skálholt, þá fæ ég alltaf nostalgíu þegar ég sé mynd af íslenskri sveit. Check it! Hnappavellir einhversstaðar úti á landi, held á austurlandi (fyrirgefðu Siggi minn, en landafræðiþekking mín er engin).




14:48

(0) comments
 
Við hamara í hondini legði tann 48 ára gamla Ulla Røder á eitt bretskt jagaraflogfar.

01:35

(0) comments miðvikudagur, mars 12
 
Ég er með svæsnasta hausverk í heimi. Og, þarsem elsku Hailey er í miðvetrarprófum, þá bað hún mig um að skila Blockbustervídjóspólunni fyrir sig. Ég hunskaðist því út í kvöld, aðeins til að komast að því að vídjóleigan var lokuð. Ég er mikið búin að vera að hugsa um þetta. I think we've all seen Trainspotting. Ég man vel eftir Tommie. Hann skilaði *vitlausri* spólu inn á vídjóleiguna, kærastan hans yfirgaf hann, hann byrjaði að sprauta í sig heróíni, fékk eyðni og dó síðan úr sjaldgæfum heilasjúkdóm sem hann fékk frá litla kettlingnum hans og kattarkúknum (kattaspörð? hmmm....). Ég endurtek. Er með hausverk.

Fer núna að sofa í fyrsta skipti fyrir miðnætti í þrjár vikur. Tek með mér í rúmið... hmmm. látum oss sjá... Já! Marginalia eftir Jackson.

23:36

(0) comments
 
Innkaupalisti. Ég var að kaupa bækur í dag. Eftir fjórar klukkustundir í Labyrinth bókabúðinni gekk ég út með eftirfarandi bækur:

Fræðikenningar
  • What's Left of Theory? Ritsj. Judith Butler, John Guillory og Kendall Thomas
  • Cultural Capital: the Problem of Literary Canon Formation eftir John Guillory
  • The Political Unconscious eftir Fredric Jameson
  • Postmodernism or, The Cultural Logic of Late Capitalism eftir Fredric Jameson
  • Sexual/Textual Politics eftir Toril Moi
  • Between Men: English Literature and Male Homosocial Desire eftir Eve Kosofsky Sedgwick
  • The Country and the City eftir Raymond Williams
  • Keywords eftir Raymond Williams

Endurreisnarbækur
  • Transitions to Capitalism in Early Modern Europe eftir Robert Duplessis
  • Earthly Necessities eftir Keight Wrightson
  • Londinopolis: Essays in the Cultural and Social History of Early Modern London, ritsj. Paul Griffiths og Mark Jenner

Átjándualdarbækur
  • The Sign of the Angelica: Women, Writing and Fiction 1660-1800 eftir Janet Todd
  • The Women of Grub Street: Press, Politics, and Gender in the London Literary Marketplace 1678-1730

Skemmtilestur
  • Heredity eftir Jenny Davidson
  • A History of Their Own: Women in Europe From Prehistory to the Present, tvö bindi eftir Bonnie Anderson og Judith Zinsser
  • Marginalia: Readers Writing in Books eftir H.J. Jackson

Ég ætlaði að láta fylgja með krækjur í þessar bækur svo þið gætuð séð gleðina sem blasir við mér í bókahillunum mínum. Gafst hins vegar upp á bók númer tvö þegar ég komst að því að ég hefði geta fengið þær allar ódýrari á netinu... Jafnvel á netútgáfu Labyrinth bóksölunnar. Er ekki massa hress yfir því eins og þið getið ímyndað ykkur. However, I will survive and be stronger for it.

Já, og skemmtileg ráðstefna á morgun, þar sem talað verður um U.S. agression against the dove republic of Iraq og síðan á föstudaginn er stórskemmtileg stund með endurskoðendum í boði skólans. I wait with baited breath!

20:08

(0) comments þriðjudagur, mars 11
 
Aaaargh! Klukkan er þrjátíuogþrjár mínútur í Buffy og kemur í ljós að Hailey skilaði Buffyupptökuspólunni minni til Blockbustervídjóleigunnar í staðinn fyrir bíómyndina hennar. Aaarrgh. Ég er búin að glata Buffyþáttunum mínum.

19:33

(0) comments
 
Sólin skein í fyrsta skipti í langan tíma inn um skrifstofugluggann minn á sunnudagsmorguninn og þegar ég vaknaði á hádegi, dreif ég mig í nýja sófann minn og flatmagaði þar í tvo tíma í sólinni. Klukkan þrjú geispaði ég, settist við tölvuna, og skemmti mér í klukkutíma við að hreinsa til í tölvupósthólfinu mínu, þar sem 632 ólesin bréf biðu eftir mér. Klukkan sjö mínútur yfir fjögur fleygði ég mér afturábak í skrifborðsstólnum frá IKEA, gerði nokkrar teygjuæfingar og starði með ánægjusvip á nýja og hreina pósthólfið mitt, með aðeins 207 bréf í hólfinu. Síðan hóf ég að skrifa ritgerðina sem ég átti að skila inn daginn eftir. Og þá hófst hasarinn.

Ritgerðin átti að vera um tímarit sem birt var frá 1798 til 1821 í Englandi, The Anti-Jacobin Review, sem var eitt helsta málgagn afturhaldssinna (ahem: íhaldsmanna). Ég fletti letilega í gegnum bækurnar sem ég hafði tekið á bókasafninu um pólitísk tímarit á þessum tíma og í gegnum textann á tímaritinu... þegar... ég sé að ég hef ekki textann á The Anti-Jacobin Review, heldur The Anti-Jacobin, tímariti sem kom út 1797 til 1798. Í panikkasti fer ég í bókasafnskerfið og leita að tímaritinu mínu og sé að það hefur aldrei verið endurprentað. Ég fer á öll gagnasöfn á netinu sem ég gat ímyndað mér og finn ekki textann. Eina leiðin til að nálgast The Anti-Jacobin Review er að lesa upprunalegu útgáfuna sem aðeins er til staðar í Rare Book and Manuscript Library í Butlerbókasafninu... sem aðeins er opið frá hádegi á virkum dögum. Kaldur sviti brýst fram á enninu og ég tek andköf í IKEA stólnum mínum. Ég hamra inn í tölvuna fjórar blaðsíður þar sem ég púsla saman því efni sem ég finn í heimildunum um textann, og þegar því er lokið hefst ég við að lesa skáldsögurnar tvær sem ég átti að lesa fyrir morgundaginn (jájá já já ég veit að ég hefði fyrir löngu átt að lesa þær sögur). Ég fer að sofa klukkan hálftvö, aðallega vegna þess að orðin í Ferðum Gúllívers synda fyrir augunum á mér og bókin datt niður á gólfið þegar ég hafði ekki orku til að skipta um stellingu í rúminu.

Og þá er kominn mánudagur. Ég vakna harkalega klukkan hálfátta að morgni til þegar Allison hringir í mig til að vekja mig fyrir deildarfundinn þá um morguninn. Ég hafði nefnilega asnast til að komast í einhverja "graduate hiring committee" þar sem ég og nokkrir aðrir framhaldsnemar hittum þrjá kandidata fyrir starf hjá kynjafræðideildinni í Kólumbíu og skiluðum inn áliti okkar til höfuðs deildarinnar. Eftir að hafa gólpað í mér hálfum lítra af kaffi er ég í annarlegu ástandi, sit og stari á stóru prófessorana sem stara á mig til baka og ég segi þeim hvað mér fannst um þremenneningana (in this case, rather, þrekvenningana). Eftir að við stúdentarnir höfum verið reknir út hefst ég aftur við Swift og harka mig í gegnum bókina og hef að lesa Adeline Mowbray eftir Opie. 12:03 er ég mætt í lesstofu handritasafnsins. Þar kemst ég að því að ekki er hægt að ljósrita úr eigum safnsins, og þar sem ég er ekki með ferðatölvu, eyði ég næsta eina og hálfa tímanum í að handskrifa þær greinar úr tímaritinu sem ég þarf á að halda.

Smá innskot: ekki gleyma Said. Said elskan er með tíma á mánudögum. Hann var í vicious skapi þann dag. Kallaði okkur ólesna fávita, spurði hvað við vorum að gera í framhaldsnámi o.s.frv. En þar sem ég var í óvenju annarlegu skapi, rétti ég upp hönd í fyrsta skipti í þessum tíma (sigh. goðið mundi nafnið mitt...) og hélt langa ræðu um Gúllíver og siðfræði og karaktersköpun og karaktervöxt og hvernig það tengist myndun skáldsagnahefðar. Said hefur reyndar þann sérstaka hæfileika að klippa niður allt sem nemendur hans segja, svo að í rauninni var þetta ekki löng ræða, heldur margar stuttar, því að á fimmtán sekúnda fresti grípur hann fram í, spyr nemandann til að útskýra betur orð eða hugmynd sem nemandinn er að reyna að hiksta upp úr sér. Ég entist óvenju lengi. Flestir stoppa við annað eða þriðja framígrip. Ég entist í fjögur!

En nóg um Said. Eftir tímann hleyp ég heim og pikka inn textanum sem ég hafði skrifað niður í handritasafninu. Tók það óvenju langan tíma þar sem hægri höndin á mér var dofin eftir skriffestivalið mitt (which brings me to another point: er nútímakynslóðin hætt að geta skrifað með blýant og penna? Ég get það ekki lengur...). Ég sendi frá mér ritgerðina í tölvupósti klukkan sautján mínútur yfir fimm, held áfram að lesa Adeline sem ég átti að hafa klárað fyrir klukkan sex (náði að lesa 168 blaðsíður af 273), hleyp síðan í skólann og sit og geispa í tvo klukkutíma.

Klukkan átta fæ ég brilljant hugmynd. Ég ákveð að fara í sund og vona að kalda vatnið í lauginni eigi eftir að vekja mig nóg til að lesa Joseph Andrews eftir Fielding fyrir morgundaginn. Ég hefði átt að vita betur, sérstaklega eftir að hafa fitlað við skápinn minn í fimm mínútur án þess að geta opnað hann og komast síðan að því að ég var að reyna að opna vitlausan skáp. Í stuttu máli, þá braut ég á mér fótinn þegar ég var að snúa mér við í lauginni og setti síðan gat á sundbolinn minn í þeytivindunni í búningsklefanum. Ég er búin að haltra í allan dag. Very Byronic if I do say so myself! (ha! Ég fíla að vera í umhverfi þar sem fólk skilur þennan brandara strax).

Já, og ég er ennþá atvinnulaus. Gisp.

18:30

(0) comments mánudagur, mars 10
 
Hjalp! Jeg er atvinnulaus! Var ad fa brjef fra starfsmannastjora Thjodarbokhlodunnar thar sem hun segir ad thar sem safnid er med styttri opnunartima a sumrin, tha thurfi thau ekki ad rada sumarafleysingarstarfsmenn. Og oskar mjer lukku med atvinnuleitina. Hvad a jeg ad gera? Nu vil jeg ekki fara aftur heim! Gisp.

10:15

(0) comments laugardagur, mars 8
 
I know I know I know! I'm sorry. Ég held að ég sé að fara alveg yfirum í þessum persónuleikaprófum. En núna slekk ég á tölvunni. Þetta gengur ekki lengur. Am dragging my sorry ass to the library. En áður en ég fer múhahaha:

Like just 8% of the population you are a MASTERMIND (Submissive Introvert Abstract Thinker). You can be silent and withdrawn, but behind your reserved exterior lies an active mind that allows you to analyze situations and come up with creative, unexpected solutions. Normal people call this "scheming." Don't learn German.

Anyway, your sense of style and originality are your strengths, and people will respect your judgment once they get to know you. If you learn to be a little more personable, you could be a great leader--you've definitely got the "vision" thing down. Just make sure all the plotting you do behind those eyes of yours is healthy.

Famous masterminds in television: Dr. Claw, The Scarecrow and Mrs. King, Montgomery Burns.

The Spark's Personality Test

14:58

(0) comments
 
Engar áhyggjur. Eftirfarandi eru afleiðingar þess að þrátt fyrir þrjár sjúkratryggingar á bakinu, þá er samt ómögulegt fyrir fátækan bókmenntafræðinema að fara til sálfræðings í bandaríska heilbrigðiskerfinu og analísera sig þar. Svo að she is at the mercy of internet personality tests. Ég verð að segja mér til málsbóta að það eru mánuðir síðan ég gerði þetta síðast og eftir þessi tvö er ég hætt... Promise!


Psycho. You are overwhelmed by anger. You may even hate the world and everything in it and you believe revenge is the way of the world. An eye for an eye.
How Emotional Are You?


You are red. You are impure, but noble. You are precious and true to yourself and others. When you love, you love entirely, and will do anything to make your love happy. You are sure of your identity, therefore, you cannot change others or be changed. You are a true prince, you may be forgotten, but without you, none of us could go on.
What inner color are you?

11:20

(0) comments föstudagur, mars 7
 
Athyglisverðar umræður Dagnýjar Kristjánsdóttur og Þórunnar Valdimarsdóttur á Kistunni, þar sem þær tala um auga Saurons og skapabarma. Verður þó að segjast að þetta minnir mig afar mikið á kenningu sem ég formúleraði í innflutningspartíinu hennar Helenu fyrir fjórum mánuðum. Kenningin mín fjallar um The Monolithic Vagina og virkar aðeins þegar komið er aðeins í glas. Here goes:

Feministar hafa síðustu áratugina einblínt á fallusinn. Við höfum reynt að afbyggja hann, jaðra hann, jarða hann, fella hann niður, brjóta hann niður, mýkja hann, afkarllega hann o.s.frv. Ég vil bjóða upp á annan lestur. Í stað þess að tala um fallusinn fram og til baka, afturábak og áfram, gleymum honum, þessu karllega tæki samfélagseinokunar. Í staðinn býð ég upp á Skapaholið. (Betri þýðing óskast, því að enska orðið monolithic felur í sér bæði að sköpin séu aðeins ein, og að sköpin séu stór og löng, o.s.frv.) Ef við lesum umheiminn út frá kenningunni um Skapaholið skiptir fallusinn engu máli lengur. Því að hann er ekki lengur til. Í stað þess að eyða öllu púðrinu á að brjóta niður falluskennt samfélagið, þá mun skapaholið sjúga fallusinn í sig, eins og allt annað, og ekkert er eftir nema Skapaholið Stóra.

Hver segir að fokdýr menntun í Ivy Leage háskóla borgi sig ekki? hahahahahahaha.

18:24

(0) comments
 
Hahahahaha! Margur er misjafn sauðurinn (já, ég veit að þetta er kolvitlaust orðatiltæki. Leiðréttingar óskast vinsamlegast).

Þú ert Bergsveinn

Þú ert Bertsveinn. Ert að eigin mati einn snjallasti en jafnframt vanmetnasti bókmenntafræðingur sem útskrifast hefur. Þú neyðist því til að starfa við misvirðuleg störf en vinnur einnig að sjálfstæðum skrifum. Mikil drykkja frá útskriftardegi hefur sljóvgað fræðaheilann sem brýst oft út í óþarfa tilfinningasemi.
Hvaða persóna úr Ástríki ertu?

18:08

(0) comments
 
Ég er búin að henda háreyðingarkreminu mínu. Ég held að fótleggirnir mínir séu búnir að mynda ofnæmi fyrir því eftir fjögur skipti. This ain't pretty...

15:31

(0) comments
 
Veikindi eru bömmer. Ég er búin að liggja í rúminu og hósta og hósta og sjúga upp í nefið og fer á hálftíma fresti til að kveikja á CNN í stofunni, en aðeins í fimm mínútur, því að þá slekk ég á sjónvarpinu með hryllingi og hoppa aftur í rúmið. Er núna að velta því fyrir mér hvort ég eigi að klæða mig og hlaupa út til að ná í pening, því að Brynhildur þarf að þvo þvott. Ég er umvafinn óhreinum fötum í svefnherberginu, svo jafnvel mér verður um of. Já, og er að vona að veikindin endist fram á kvöldið því að Little Jon er búinn að bjóða öllum í "kegger" partí í kvöld, sem engum langar sérstaklega til að fara í. Hann og lögfræðiíbúðarfélagi hans eru búnir að kaupa saman tunnu af bjór, og lögfræðiguttinn er búinn að bjóða fimmtíu lögfræðinemum og tíu menntaskólanemum í partíið, meðan við í enskudeildinni hugsum til fyrrverandi (leiðinlegra) partía hjá Little Jon og skjálfum.

Síðan eru stórfréttir héðan úr fyrstaárshópi enskudeildarinnar. Allir strákarnir sem voru búnir að sækja um að komast í doktorsnámið eru að fá svörin núna. Hingað til hefur einn fengið nei og einn já, og við bíðum núna í ofvæni eftir að vita hvort að sá síðasti komist inn. Mikill taugastrekkingur skal ég segja ykkur. Gisp. Gott að ég skuli vera veik.

14:43

(0) comments fimmtudagur, mars 6
 
Annars er ég fárveik í dag. En þarf að fara í skólann þar sem ég má ekki missa af tímanum í dag. Ætla að eyða kvöldinu við sjónvarpsgláp með Wesley Snipes og Blade.

15:57

(0) comments
 
The Traitor Tour. Meðal bandarískra föðurlandssvikara eru Barbara Lee, Michael Moore og Alice Walker. Bandaríkjamenn eru gaga.

15:35

(0) comments
 
Ég veit ekki einu sinni afhverju ég verð ennþá hissa yfir fréttunum í Bandaríkjunum. Ég starði forviða á MSNBC, eina fréttastöðina, fyrir fimm mínútum, áður en ég þurfti að standa upp og slökkva á sjónvarpinu. Aðalumræðuefnið: Er það siðferðislega rétt að pynta einhvern gutta sem nýbúið er að handtaka og er líklega náinn samstarfsmaður Osamas bins Ladens? Hvurslags land er þetta að þessi spurning kemur einu sinni upp? Þeir fengu einhvert neoconservative fífl til að koma í þáttinn og tala um pyntingarnar, en þessi maður hefur skrifað blauta-draums-grein þar sem hann lýsir í smáatriðum hvernig á að pynta hryðjuverkamenn svo við komumst að öllu sem þeir vita á klukkutíma. Á hinum fréttastöðvunum meðan þetta átti sér stað: FoxNews: Góð ráð fyrir ferðamenn á stríðstíma. CNN: Hvort og hvernig hægt er að komast undan SÞ og samningunum þeirra um stríð við Írak.

15:29

(0) comments miðvikudagur, mars 5
 
Núna líður mér eins og vondri manneskju. Smí.

Greinin hefur verið fjarlægð. Biðst afsökunar á að hafa klúðrað nafninu þínu, lofa að það kemur ekki fyrir aftur. Ef þú átt fleiri pistla eða skrifar e-ð í framtíðinni sem þér finnst eiga heima á þessari síðu væri gaman að fá eintak af því.

Með von um góðar undirtektir
Kveðja

10:26

(0) comments þriðjudagur, mars 4
 
Jæja. Þá er ég made kona. Það var verið að ritstela frá mér í fyrsta skipti. Í dag fæ ég bréf frá einhverjum gutta á sex.is sem vill endilega fá að birta pistil minn (sem hann hefur væntanlega fundið á þessari eðalheimasíðu) á heimasíðunni. Ég byrja á að skrifa kurteisislegt bréf til baka þar sem ég segi að þar sem þessi grein birtist í Veru árið 1998 (ah, old times) þá þurfi hann að spyrja Elísabetu mína um það. Kíki síðan á síðuna meðan ég er að skrifa bréfið, og HALLÓ. Pistillinn er þegar kominn upp. Hvurslags vinnubrögð eru þetta að birta eitthvað án þess að hafa leyfi. OG, to add insult to injury, þá heiti ég á sexmátann "Brynhildur Heiða". Hver vill vera Heiða. Meira stelpunafn get ég ekki ímyndað mér. Er farin að taka til í skrifstofunni minni. Er ekki sátt kona.

Já, og thank god að þá er þetta ekki klámsíða. Ég meina, sex.is, sounds dubious right? En þetta hafa þeir að segja um vefinn (þeir í karlkyni því að svo virðist sem að tveir karlmenn sjá um þetta):
  • Sex.is berst fyrir því að ekki keyri um koll í öfgafullri frjálsræðiskynlífsbyltingu þeirri sem vaðið hefur yfir Ísland undanfarin 5-6 ár.
  • Sex.is trúir því að frelsi fylgi ábyrgð og þar með ábyrgð okkar til að gefa rétta mynd af því hvað kynlíf er, hvaða áhrif það getur haft og hvað getur farið úrskeiðis.
  • Sex.is er ekki til sölu þótt klámkonungar Íslands hafi gert tilboð í lénið og verið tilbúnir til að greiða umtalsverðar fjárhæðir fyrir það. Nóg er af vefsíðum þar sem gert er lítið úr þeirri athöfn að njóta ásta, við ætlum að benda bæði á góða hluti og slæma í daglegri umræðu og lífinu sem við lifum dag frá degi.
  • Sex.is mun beita þrýstingi á ráðamenn, lögreglu, trúarstofnarnir, fjölmiðla og þá sem þarf að pota í hverju sinni. Við viðurkennum engar heilagar kýr. Það er of oft sem málum er stungið undir stól til að forðast brennimerkingar klámhunda sem hafa komið sér víða fyrir í þjóðfélaginu. Þeir stuðla að hnignandi siðferðiskennd þjóðarinnar undir því yfirskyni að þeir séu að veita okkur frelsi og gefa einnig til kynna að þeir sem andmæla slíku séu aðeins vanþroskaðir afturhaldsseggir og á móti framförum.

19:16

(0) comments
 
Klósettvaskurinn stíflaðist núna fyrir fimm mínútum. Ég kyngdi, andaði djúpt, og leit nánar á ástandið. Það er alveg hræðilegt að búa saman, tvær konur. Hárvöxturinn er ólýsanlegur. Ég gróf upp tvöhundruð grömm af hári og öðru sem ég vil helst ekki hugsa um, áður en fingurnir mínir urðu of stuttir til að pota oní gatið. Þá tók tannburstinn minn við starfinu. Þetta minnir mig alveg á þegar Jim og Darryl (sem hafa beðið mig, einn uppáhaldsleigandann sinn að kalla sig the J&D Crew og hafa boðist til að hengja upp bókahillur fyrir mig) komu hingað fyrir einum og hálfum mánuði til að líta á sturtuinnsogið. Þegar þeir opnuðu niðurfallið heyri ég skyndilega öskrað út úr baðherberginu "Dang girl, you could have stuffed a chicken in there." Og síðan tók við hálftíma excavation af ljósu og svörtu hári, fléttað saman. Táknrænt fyrir vinskap okkar Hailey: true but icky.

14:50

(0) comments
 
Aðeins um flokkunarkerfi. Alveg er það fáránlegt hvernig við mannskepnurnar flokkum allt á sama máta. Item: ég sit við útlánaborðið í Bókasafni Garðabæjar og stari ámátlega á fimmtándu manneskjuna í röð sem spyr mig: "Áttu eitthvað eftir Einar Má?" Item: Ég leita eins og vitleysingur að kæfu í stórmarkaði. Hana er að finna í kæliborðinu, ásamt hinum fimmtíu kjötáleggstegundunum, og osti, if the supermarket is feeling innovative. Item: Stórir axlapúðar: Soooo eighties! Ekki það að ég hafi neitt gegn flokkunarkerfum. Þegar allt kemur til alls þurfum við að flokka okkur fram og til baka, upp og niður, aðeins til að geta haft það á tilfinningunni að heimurinn sé í rauninni skiljanlegur og rökréttur og að við séum ekki bara rykkorn á flökti í eyðimörkinni (hahaha, Binna the Profound).

En engar áhyggjur. Þessar pælingar eru ekki merki þess um að ég sé loksins gone off the deep end. Það er rökræn útskýring fyrir þessu öllu. Ég stend núna frammi fyrir því að ég hef ekki skrifað í vefleiðarann minn sæta í fjóra daga, og í dag fann ég, mér til mikillar skelfingar að sjálfsögðu, að ég á í erfiðleikum með að muna eftir síðustu dögum þar sem ég hef ekki fest þá niður í svarta stafi á hvítum skjá. Svo til þess að vega upp á móti þessu, ætla ég að greina ykkur frá síðustu dögum, í smáatriðum að sjálfsögðu, on the principle that everything that interests me must be fascinating to everyone else. En ég ætla að gera tilraun. Í stað þess að raða þessu upp í gamla góða formið, þ.e. föstudagur laugardagur sunnudagur mánudagur, ætla ég að skipta frásögninni í þematíska röð. Here goes. Fjórir dagar í lífi Brynhildar Heiðardóttur Ómarsdóttur:

Hollenskar bíómyndir
Hollendingar eru algjörir vitleysingar. Fór á bíómyndina Zus&Zo með Eagle vinkonu síðasta sunnudag. Titill myndarinnar þýðir "svona svona", " like this and that", "comme ci, comme ça" en er í raun orðaleikur þar sem "zus" þýðir líka systir (en sá brandari er of flókinn til að ég nenni að fara meira út í það). Myndin er auglýst sem rómantísk gamanmynd, en þar sem þetta er evrópsk bíómynd, þá fáum við ekki að sjá Hugh Grant kyssa Meg Ryan í lokaatriði með börnum og blöðrum og flugeldum. Nei, myndin endar svo (ég ætla núna að segja í smáatriðum frá endanum á myndinni. Ég mæli því með því að þeir sem ætla að horfa á myndinna hoppi niður á næsta sögubrot): Karlinn og konan standa frammi fyrir dómaranum og ætla að gifta sig. Á síðustu stundu hættir karlinn við þar sem að ekki nóg með að hann sé samkynhneigður, heldur er hann líka þverkynhneigður. Degi seinna giftist hann fyrrverandi kærastanum sínum, meðan konan sem hann ætlaði að giftast deginum áður horfir á. En, the plot thickens. Konan er ófrísk eftir karlinn. Svo að karlinn fer í kynskiptiaðgerð, á sama tíma og konan eignast barnið, og konan gefur nýja parinu barnið. V.romantic. Og þetta voru bara síðustu fimm mínútur myndarinnar... The Dutch. Go figure.

Ég hata að versla... jafnvel bækur
Ég eyddi sex tímum í bókabúðum New York borgar á föstudaginn síðastliðinn. Hef þurft að glíma við afleiðingarnar síðan þá. Ekki nóg með að ég gekk út með átta bækur (þar á meðal nýjustu tvær bækur Úrsúlu LeGuin í Jarðarsjávarleiknum hennar, heldur komst ég að því, mér til mikillar skelfingar, að jafnvel bókabúðir hafa þau áhrif á mig að ég byrja að gnísta tönnum eftir þrjá tíma. Sem er auðvitað ekki nógu gott, þar sem ég kemst ekki til tannlæknis fyrr en í sumar.

Besta ráð við hausverk
Beint framhald. Kemur í ljós að eftir langa verslunarferð, þegar manneskja er með tannverk og hausverk, er besta ráðið ekki Paratabs, heldur meikóver. Eftir langan dag, álpaðist ég inn í Sephora, risastóra snyrtivöru verslun. Eftir fimm mínútna aimless wandering in the stocked aisles, var ég tekin undir væng Rosemary, sem leit á púðrið sem ég ríghélt í með sveittum höndum, sussaði og sveiaði, leiddi mig varlega í þægilegan stól, og prófaði fimm mismunandi púðurtegundir þangað til hún fann Rétta Litinn, og setti síðan á mig kinnalit, bláan augnskugga og bleikan varalit. Gekk út feeling gorgeous, and the headache totally gone.

Að vera veik eða ekki vera veik
Grey Allison keypti sér miða ásamt Edward og Jeanette á all-you-can-eat-and-drink skemmtun á einhverju swanky hóteli á mánudaginn. Miðinn: áttaþúsundkrónur stykkið. Stelpan gleymdi því þó að á sama tíma var hún í tíma með mér hjá Jenny Davidson, þar sem við sitjum í tvo tíma og tölum um kvenrithöfunda á síðasta áratug átjándualdarinnar og frönsku byltinguna. Allison var því veik í dag. Og er væntanlega enn að djamma. Leit í heimsókn til hennar á miðnætti í kvöld, þar sem þau þrjú voru rúllandi (I mentioned the all-you-can-drink aspect, right?).

Dúfnavandræði á 122. stræti
Þegar ég opnaði skrifstofuna mína mánudagsmorguninn var dúfnaparið okkar sæta búið að koma sér vel fyrir. Ein dúfan sat ofan á tölvunni minni og hin ofan á einum bókastaflanum. Ég veit ekki hvert okkar var mest brugðið. Ég öskraði óvart, og dúfurnar reyndu að flýja sem fljótast. Hef miklar áhyggjur af annarri þeirra, þar sem henni lá svo á að komast út, að hún flaug á glerið, datt á gólfið, og klöngraðist út hálf vönkuð. Hef skýrt parið Priscilla og Róbert (Pris og Robbie fyrir okkur sem þekkir það vel). Ég skil ekki ennþá hvernig dúfurnar komust inn. Því að í glugganum mínum eru: tvær bækur, stytta af Godzillu, herra Beikon leikfangasvínið mitt, aloe vera planta í blómapotti, selurinn Snorri, jólaskraut og jólafroskurinn Jeremiah, sem spilar lagið Jeremiah was a bullfrog ef ýtt er á gítarinn hans.

Bankar og peningamál
Það er stórmál að ná í ávísanir hérna í Bandaríkjunum. Fór að ná í ávísun frá Kólumbíuháskóla á föstudaginn (þriðja tilraun) og vegna þess að gjaldkerinn nennti ekki að hreyfa sig, bað hann mig um að koma eftir hálftíma. Anyways þetta er bara smáatriði. Jú, ég get bætt einhverju við: týndi ávísanaheftinu mínu föstudagsmorguninn. Eyddi klukkutíma í að fara í gegnum allt draslið í skrifstofunni, þangað til ég fann hefið í tölvudiskakassanum mínum á skrifborðinu þar sem ég hafði sett það til þess að týna því ekki, alveg örugglega. Allison var ekki jafn heppin. Hún týndi heftinu sínu í gær. Hringdi í bankann og lét aflýsa heftinu og fann það síðan klukkutíma síðar. Þetta þýðir að allar ávísanir sem hún hefur skrifað síðasta mánuð munu ekki gilda og símafyrirtækið, rafmagnsfyrirtækið, og leigusalinn eiga eftir að lýsa eftir henni.

Chicklit?
Ég, Helena og Allison ætlum að skrifa roman à clef um ástarmálin hérna í Kólumbíu, sem verða flóknari með hverjum deginum sem líður. Titillinn: "The Ivory Bower" (fyrir þá sem eru ekki inni í enskum orðatiltækjum, þá er þetta samblanda af fílabeinsturninum (þ.e. akademíunni) og síðan auðvitað the virgin bower...

Experimental theater in New York City
Ég fór á eitt leiðinlegasta leikrit í heimi síðasta laugardagskvöld með Árna, sæta Belganum mínum. Miðann fékk ég ókeypis á vegum Fulbright. Leikritið, A Street Corner Pierrot, fjallaði um "the despair of homelessness in the state of dementia" og var einleikur höfundarins sem gekk um og talaði um hvað erfitt var að vera svartur balletdansari. Lína kvöldsins: "It doesn't matter how high you jump. It doesn't matter how high you not jump. It only matters you know what to do when you come down." Þetta viðlag var endurtekið svo sem fimmtán sinnum á fjörutíuogfimm mínútum. Lélegt handrit, lélegur leikur, en góð tónlist og fín ljós.

Reykingar bannaðar í New York, loksins
Núna er loksins búið að banna reykingar í veitingarstöðum og krám New York borgar. Svo til þess að halda upp á það fórum við Helena, Allison, Edward, Big John og Jeanette á Macanudo, vindlabar á 64. stræti og Madison á föstudaginn. Þar keypti Edward sér einn gervikúbverskan vindil (vindill sem er framleiddur í "Guatemala" af stærsta vindlafyrirtæki Kúbu) og Helen fékk sér einn frá Chile. Sátum og sötruðum viskí í tvo tíma og horfðum á einn áttatíuogfimm ára karl í tuxedo pikka upp þrjátíu ára gellu. Ég fékk mér souvenir, blaðið "Cigar Afficianado" sem ég hef núna greint í tætlur. Meira um það síðar.

Jaffee Albert
Við fórum í kappakstur á föstudagskvöldið... tvisvar. Ég, Edward og Big John vorum í liðinu Sparkle Motion og Helena, Allison og Jeanette voru í Team Gore (ég veit, hræðilegt liðsnafn). Við hoppuðum upp í leigubíla og kepptum um hver kæmist fyrr á áfangastað. Leigubílstjórinn okkar var geðveikur. Hann komst svo inn í liðsandann að hann fór fjórum sinnum yfir rautt ljós og þegar hann lenti í umferðarhnút á 80. stræti, fór hann að öskra á hina bílana. Team Sparkle Motion sat í aftursætinu, með hvíta hnúa og skelfingarsvip. En við unnum... tvisvar.

Meltingartruflanir og women-bonding
Föstudagskvöldið var mjög athyglisvert, þar sem ég ældi allt kvöldið. Við Helena og Allison komumst að því að við höfum ekki verið þrjár einar síðan ellefta janúar þegar Edward kom aftur til borgarinnar. Einhvern veginn endar það alltaf á því að einhver af strákavinum okkar hengur með okkur, og við höfum ekki haft alvöru "girl talk" í langan tíma. Til að bæta upp fyrir þetta estrógentap ákváðum við að fara saman út að borða á föstudagskvöldið. Ekki endaði það vel fyrir mig, þar sem ég eyddi þremur stundarfjórðungum á klósettinu heima hjá Helenu að losa mig við matinn (og, by the way, flottu málninguna mína frá Saphoru. Sé reyndar ekki eftir bleika varlitnum). Þrjár mögulegar ástæður: A. Blóðuga suddasteikin hennar Allisonar, sem hún gaf okkur Helenu bita af. Hef ekki borðað nautakjöt síðan síðasta sumar og hef ekki þol. B. Makkdónaldsborgarinn sem ég borðaði með Helenu þá um daginn. Hef ekki borðað Makkdónalds síðan í október. C. Graflaxinn hennar ömmu sem ég borðaði þá um morguninn. Hann var nefnilega kominn tvo daga fram yfir síðasta neysludag. Gisp.

Stríðsástand í borginni
Jæja, þá er komið að því. Herinn er búinn að koma sér fyrir á 125. stræti, þremur götum fyrir ofan heimilið mitt. Á laugardagskvöld, þegar ég fór í neðanjarðarlestina klukkan níu að kvöldi til, stóðu þrír stuttir guttar í herbúningi með byssur sem voru lengri en þeir sjálfir tilbúnir til að verjast gegn öllum árásum Araba.

Silenced, blanketed and ignored
Ég skalf af reiði á mánudaginn í tíma hjá honum Edward Said. Ekki misskilja mig, Said er æði. En hann hafði þennan leiðinlega prófessor, gamlan karl, sem gestafyrirlesara að tala um Róbinson Krúsó. Í hléinu fór ég út á gang til að bæta við vatnsglasið mitt og Edward og Andras hinn ungverski eltu mig til að kjafta. Við stöndum þrjú saman þegar gestafíflið heyrir hreiminn hans Edwards, stekkur til og spyr: "Are you English?" Edward jánkar kurteisislega og þeir takast í hendur og gestafíflið stoppar eitt augnablik, lítur og Andras og spyr "And you? Where are you from?" Andras kynnir sig og þeir takast í hendur. Þögn. Þögn. Þögn. Fíflið hefur ekki einu sinn litið á mig. Edward segir síðan vandræðalega: "And we also have an Icelander..." Said, sem var hinum meginn á ganginum, lítur skyndilega upp og kallar: "Yes, Brunhilda, from Iceland, remember [you sexist pig] that I told you about her". Fíflið lítur í fyrsta skipti á mig, tekur EKKI í hendina á mér og segir "I once spent a week in Reykjavik and ate a puffin." Said er æði. En þessi gamaldags karlrembukvenþöggunarsuddi er %/&/%#$. Ég var ekki til. Í fyrsta skipti. Og hann var síðan hræðilega lélegur fyrirlesari, með klénar hugmyndir um Defoe og skáldsögur 18..aldarinnar. The man didn't have two original thoughts two rub together. Ég klappaði ekki fyrir honum í lokin.

03:24

(0) comments laugardagur, mars 1
 
Ég, Helena og Allison ætlum að snúa við lífi okkar, sem er orðið allt of flókið. Við gefumst upp. Næsta helgi: Meow Mix.

16:14

(0) comments

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur