Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, mars 4
 
Klósettvaskurinn stíflaðist núna fyrir fimm mínútum. Ég kyngdi, andaði djúpt, og leit nánar á ástandið. Það er alveg hræðilegt að búa saman, tvær konur. Hárvöxturinn er ólýsanlegur. Ég gróf upp tvöhundruð grömm af hári og öðru sem ég vil helst ekki hugsa um, áður en fingurnir mínir urðu of stuttir til að pota oní gatið. Þá tók tannburstinn minn við starfinu. Þetta minnir mig alveg á þegar Jim og Darryl (sem hafa beðið mig, einn uppáhaldsleigandann sinn að kalla sig the J&D Crew og hafa boðist til að hengja upp bókahillur fyrir mig) komu hingað fyrir einum og hálfum mánuði til að líta á sturtuinnsogið. Þegar þeir opnuðu niðurfallið heyri ég skyndilega öskrað út úr baðherberginu "Dang girl, you could have stuffed a chicken in there." Og síðan tók við hálftíma excavation af ljósu og svörtu hári, fléttað saman. Táknrænt fyrir vinskap okkar Hailey: true but icky.

14:50

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur