Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, mars 18
 
Vitið þið hvað. Ég sendi mitt fyrsta bréf á femilistann þar sem ég sagði nákvæmlega það sem ég sagði hér fyrir neðan:
  • Hahahahaha! Þetta er ofurfyndið bréf, frá grey Y. Ég hef aðeins eitt að segja, þar sem bréfið er í raun ekki svaravert: Y, allar alvöru konur eru maskúlínistar!

Leið mér síðan ekki eins og akademískum illa þegar Siggi Pönk skrifar langt og greinarmerkt og vel orðað svar þar sem hann skýtur niður gamla fíflið. Og þó. Ég get þó sagt að ég hafi ofvirkt skopskyn og mikla lífsgleði, n'est-ce pas? Já, og síðan sendi Þorgerður Einarsdóttir bréf á femilistann þar sem hún ítrekar það að listinn sé fyrir skoðanaskipti feminista, ekki fyrir fólk sem sendir langt bréf þar sem það endurtekur í sífellu "þið feministar" (og beygir orðið vitlaust í þokkabót). Y hefur ekki verið tekinn út af listanum, en honum verður væntanlega kippt út þegar og ef hann endurtekur leikinn.

Er það aðeins ég sem finnst gaman að fá "flame mail" og lesa furðulega pósta frá fílum. Mér finnst það krydda tilveruna. Mikið væri lífið leiðinlegt ef allir væru sammála. Þá væri listinn fullur af bréfum sem öll segðu það nákvæmlega saman á mismunandi hátt. Miklu skemmtilegra að geta hlustað á fíflin við og við og vera sammála GEGN þeim. LOL. Úps. Ofvirka skopskynið mitt er aftur komið á kreik...

00:35

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur