Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, mars 18
 
Núna þegar ég er á kafi (lesist: að drukkna) í lestri á kenningablaðri um póstkólóníalisma, imperíalisma, Derridian dissemination og Saidian peripheries, þá yljar það hjarta mitt að sumir halda að ég sé enn gáfuð. Don't believe me? Check it! Elsku Svonakona hefur krækt á mig sem Binna-gáfuð bloggkona. Sigh. Gisp. Blush.

Já, og einhvern veginn kom það mér ekki á óvart að fja... ríkisstjórnin hefur gert okkur Íslendinga meðlimi í þessu ógeðfellda, ranga, ósiðlega, geðsjúka stríði. CNN birti lista yfir þessa Coalition of the Willing, og þar er Ísland í góðum félagsskap Afganistans, Albaníu, Kólumbíu, Eþíópíu, Níkaragúa og Danmerkur (Danmörk! What's up with that?). Heildarlistann er að finna hérna. Misnomer hefur tekið saman mjög áhugaverðar tölur um hvað almenningi í nokkrum löndum á þessum lista Really Think About the War.

En hvað er þetta með Ísland? Af hverju í ósköpunum? Hvernig datt þeim þetta í hug? Af hverju höfum við kosið sömu ríkisstjórnina síðasta áratuginn? Djeesus. Nú verður bara að koma í ljós hvernig þeim mun farnast í næstkomandi kosningum. Believe you me, ég verð fyrsta manneskjan að mæta á svæðið hjá íslenska ræðismanninum hérna í New York til að kjósa!

23:40

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur