Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

föstudagur, mars 7
 
Athyglisverðar umræður Dagnýjar Kristjánsdóttur og Þórunnar Valdimarsdóttur á Kistunni, þar sem þær tala um auga Saurons og skapabarma. Verður þó að segjast að þetta minnir mig afar mikið á kenningu sem ég formúleraði í innflutningspartíinu hennar Helenu fyrir fjórum mánuðum. Kenningin mín fjallar um The Monolithic Vagina og virkar aðeins þegar komið er aðeins í glas. Here goes:

Feministar hafa síðustu áratugina einblínt á fallusinn. Við höfum reynt að afbyggja hann, jaðra hann, jarða hann, fella hann niður, brjóta hann niður, mýkja hann, afkarllega hann o.s.frv. Ég vil bjóða upp á annan lestur. Í stað þess að tala um fallusinn fram og til baka, afturábak og áfram, gleymum honum, þessu karllega tæki samfélagseinokunar. Í staðinn býð ég upp á Skapaholið. (Betri þýðing óskast, því að enska orðið monolithic felur í sér bæði að sköpin séu aðeins ein, og að sköpin séu stór og löng, o.s.frv.) Ef við lesum umheiminn út frá kenningunni um Skapaholið skiptir fallusinn engu máli lengur. Því að hann er ekki lengur til. Í stað þess að eyða öllu púðrinu á að brjóta niður falluskennt samfélagið, þá mun skapaholið sjúga fallusinn í sig, eins og allt annað, og ekkert er eftir nema Skapaholið Stóra.

Hver segir að fokdýr menntun í Ivy Leage háskóla borgi sig ekki? hahahahahahaha.

18:24

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur