Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, mars 17
 
Ha! Sagði ég ekki! Var að kíkja í pósthólfið mitt og beið mín enn eitt bréfið frá femilistanum (var að búa orðið til: er það ekki flott!!!). Ég opna bréfið með litlum áhuga og lifna öll við. Nú veit ég ekki hvernig reglan er með birtingar á einkabréfum sem send eru á opinberan vettvang eins og þennan póstlista. Svo ég þori ekki alveg að birta bréfið í heild sinni, en ég ætla að gefa nokkur vel valin dæmi. Þetta bréf er frá ónefndum karlmanni. Skulum við nefna hann Y, því að ég er alveg viss um að hann myndi móðgast stórlega ef ég myndi kalla hann X.
  • Sælar, Ég ákvað á skrá mig á þennan lista vegna þess að ég hef míkinn áhuga á að skilja hvað svona feminisma snýst eiginlega um.
  • Mér finnst einnig ótrúlegt hvernig konur kvarta yfir því að þær séu notaðar sem einhverskonar kyntákn í fjölmiðlum. Hvað með myndarlega fáklædda karlmenn í auglýsingum? Er það ekki niðurlægjandi fyrir karlkynið? Ekki hef ég heyrt karlmann kvarta. Af hverju gildir ekki sama um bæði kyn? Það er líka skrýtið hvernig það virðast oftast vera miðaldraðar konur sem hafa eitthvað út á þetta að setja. Mér finnst þetta benda frekar til þess að þær séu eitthvað viðkvæmar og jafnvel afbrýðissamar vegna þess að þær fá ekki svona athygli eins og þessar ungu flottar dömur, frekar en þær séu að standa vörð um hag þessara grey stúlkna sem eru ásakaðar um vera andlitsfríðar með flottan líkama...Karlmenn myndu ekki taka svona ummæli nærri sér, af hverju ættu konur að gera það frekar en karlmenn?? Á ekki að vera jafnrétti?
  • Mér þykir leitt að segja ykkur, en Íslenskar stelpur eru frekar lauslátar miðað við löndin í kringum okkur (ég tala af reynslu). Gæti ekki verið að það sé eitthvað smá til í því þegar þetta er haldið fram? En hvað er að því? Þetta er hluti af því að konur eru ekki lengur jafn "hræddar" um að láta sína hvatir í ljós sem gerir það að verkum að þær eru "lauslátari".
  • Það eru oftast aðeins miðaldraðar konur sem kvarta yfir misrétti í dag, vegna þess að þær hafa kynnst því á meðan það var enn í gangi. Og þessir karlar sem voru að beita misrétti gera það sennilega enn, en það sem er gleymt er að það hefur orðið kynslóðaskipti. Karlmenn undir 25 ára eru ekki karlrembur og vilja ekkert annað en að jafnrétti sé náð. Vitiði ekki að þessar karlrembur sem eru til í dag verða gamlar og deyja út, og með ykkur sem hafa kynnst misrétti í raun.
  • Og mér finnst einnig fráleitt hvernig feministar tala stundum.. um að karlmenn hafa fengið að ráða í mörg þúsund ár og nú sé ekkert að því svo að konur fái að ráða núna. Þetta er eins og að segja að út af því að einhver svertingi í bandaríkjunum hafi átt langafa sem var þræll að hann ætti að fá einhverjar bætur vegna þessa. Þetta fær mig til að hugsa um hvað er raunverulega á dagskrá hjá svona "feministum".
  • Ég vildi einnig tjá mig um þegar sagt er að allir sannir karlmenn eru feministar... Hvernig er hægt að láta svona út úr sér. Þýðir þetta að konur hafa ávallt rétt fyrir sér og að karlmenn eiga að fylgja og læra í blindni. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er alveg eins og ef karlmaður myndi segja að alvöru konur eru "karlistar".

Hahahahahaha. Algjört æði hann Y. Og Y, bara svo þú vitir, þá eru allar alvöru konur maskúlínistar!!! Hahahahahahaha.

19:29

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur