þriðjudagur, mars 18
Jæja. Ég á að vera farin að sofa (er á leiðinni er á leiðinni) en stóðst ekki freistinguna og tók nýjasta prófið frá Eddu þar sem kemur í ljós að ég er bókaþjóðinni til skammar og hef litla sem enga þekkingu á íslenskri bókmenntasögu (vissi það svo sem fyrir. Aldrei hefur mér hugnast íslenskan.) Það sem mér fannst þó merkilegt og vil endilega spyrja ykkur: Hvenær varð Brynhildur Þórarinsdóttir höfundur Njálu og who the heck is Brynhildur Þórarinsdóttir? Mjög merkilegt.
00:53