mánudagur, mars 17
Ég var að skrá mig á nýja feminíska póstlistann á Íslandi og hef nú ekki undan við að lesa yfir bréf og stroka út. Ég sver, þegar ég opna pósthólfið mitt á morgnana bíða mín tuttugu bréf og meðan ég renn yfir þau og stroka þau út, bætast við svo sem þrjú í viðbót. Þetta er þó afar merkilegt. Til dæmis er einhver ritdeila núna milli einhvers "Geirs" og allra á listanum, en "Geir" er frjálslyndur (eins og hann skilur orðið) og talar mikið um hina vondu "stjórnlyndu" sem eru að reyna að banna vændi og kynlíf. Allir á listanum eru auðvitað brjálaðir út í "Geir" en mér finnst þetta bara hressandi. Því að ef Geir væri ekki að tala á móti hefðbundnum feminískum skoðunum, hve mikil væri ritgleðin á listanum??? Hef reyndar heyrt öll þessi rök, með og á móti, áður í mörgum mismunandi útgáfum, svo ég endurtek, áhuginn er aðeins svo og svo mikill.
19:19