Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

þriðjudagur, desember 31
 
Vá! Það er massa stuð hjá mér. Klukkan er fimm, og ég var að komast að því að eftir klukkutíma byrjar bein útsending frá áramótaskaupinu á ruv.is! Jibbíjey! Núna er ég að horfa á lélega sirkúsinn sem er einnig orðin nokkurskonar áramótahefð. Ég skil ekki hvernig fólk fór að því að búa í útlöndum áður en netið kom til. Partístússið í New York byrjar ekki fyrr en eftir fjóra fimm tíma. Er að safna kröftum...

17:14

(0) comments
 
Ég er flúin inn á skrifstofuna mína. Ég kom heim í dag um hálfellefuleytið eftir að hafa setið í þrjá tíma í Prep for prep húsinu að fara yfir ritgerðir hjá ungum krökkum sem eru að sækja um háskóla hérna í Bandaríkjunum (sjálfboðaliðastarf, gisp). Eftir að hafa setið á fokdýrum veitingastað að treina súpuna mína og kókglasið mitt með Japana í deildinni minni sem er í ástarsorg OG á leiðinni til London (a worse fate I cannot imagine), kem ég heim, dauðþreytt, og byrja að glápa á sjónvarp í fyrsta skipti í viku. (Já, Þórey systir er greinilega farin heim...) Og ógeð ógeð ógeð finn ég á Discovery channel. Heimildamyndaþáttur byrjar sem hljómar rosalega vel -- þátturinn fjallar um hvernig skurðlæknar byggja upp líkamann aftur eftir slys og sjúkdóma. Eftir að hafa setið, niðurgrafin í teppinu mínu, með báðar hendurnar fyrir augunum, og pírt á sjónvarpsskjáin meðan ég horfi á brjóst konu opnað (með því að taka af geirvörtuna), allt að innan skafið uppúr, hvernig maginn hennar var opnaður, kjötflykki tekið úr honum og skorið og klippt þangað til að það er jafn þungt og lítur eins út og kjötflykkið sem tekið var úr brjóstinu, hvernig þetta nýja kjötflykki er síðan troðið inn í brjóstið og taugar og æðar endurraðað, er ég að því komin að hrópa upphátt (sem ég má alls ekki gera þar sem klukkan er hálftvö að nóttu til og ég er ekki einsömul hérna í tveggja manna íbúðinni minni). Ég flý samt ekki fyrr en ég sé nálgast á skjánum eitthvað verkfæri sem lítur út eins og hamar, og byrjað er að tala um hvernig bein eru löguð til. I am off to bed. Or not.

Ég minntist á hvernig ég væri kona eigi einsömul. Bróðir hennar Haileyjar íbúðarfélaga er semsagt í heimsókn í New York yfir nýja árið. Hann lítur út eins og karlkynsútgáfa af Hailey og heitir Joð eitthvað, Justin eða Jason eða eitthvað svoleiðis. Maðurinn er alveg týpísk steríótýpa af Kaliforníubúa (soooo Cali, eins og við Bandaríkjamenn orðum það). Maðurinn ætlar actually að eyða áramótunum með því að taka þátt í miðnæturhlaupi í Central Park núna á morgun. Djísus.

Talandi um áramót. Hef ekki GRÆNA hvað ég ætla að gera, ef eitthvað. Er mest í skapi til að gera ekki neitt, planta mér fyrir framan bók, með afganginn af jólaBaileysflöskunni mér við hlið og góða tónlist í græjunum.

Mig langaði að enda þetta á því að fá að vera póstmódernisti í smá stund. Eins og allir hafa væntanlega tekið eftir, fann ég þýðingarþjónustu á netinu sem þýðir milli ensku og íslensku. Væntanlega hafa líka allir tekið eftir að þýðingunum sem þjónustan bíður upp á er ekki alveg gúddí gúddí. Nú langar mig að þýða færsluna mína sem þýðingarforritið þýddi í gær frá íslensku yfir á ensku, aftur yfir í íslensku. Þeir sem hafa áhuga, geta borið útgáfurnar tvær saman. Þetta var sem sagt upphaflega dómur um nýju Star Trek myndina...
  • Í dag hef ÉG fengitími alvarlega athugasemd borga hræsni til hjúfra sig upp til á brjósti kalla Stara Laga kaffi Hefndargyðja " eins og vitlaus væri ". ÉG segir hér með hjúfra sig upp til ÉG ódaunn á sléttu loka orð minn. ÉG hef ekki kitla ég sjálfur a ) heitur á Stara Laga kaffi og , heilbrigður , þá á The Fyrstur Snerting. Mynd var hin tútna út slökun borga hræsni til hardkore Stara Laga kaffi aðdáendur. Hún hafði góðan dag söguþráður hafði fínar tilvitnanir inn í eldri maður mynd og sjónvarpsþtti var dásamlegur órólegur , og vondi æpa var majór sexí. Hann gekk óður í , unglegur , einrækt og krúnurakaður , inn í laterít og leðri , með öfga stór axlir og minn dáldið á Títuprjónshaus inn í Hellraiser ( alger auðvitað myndarlegur og án allra nýjasti pinnahæll inn í andlit , já og lifandi ). Hrollur hrollur. grrrr Loka fyrir hvern var hjúfra sig upp til myndinni var mjög trufla kynlífsatriði með vansæll manneskja Riker hvern er orð hlýja - yfir og heilbrigður fed , á meðan er enn " sex táknrænn " inn í hluti. Eugh og eugh mótmæla. Á meðan there voru eini fimm sekúndubrot ( æ , þessir gamall krakkar ) inn í tveggja deilda stundlegur Stara Laga kaffi Helgihátíð. óp

02:13

(0) comments mánudagur, desember 30
 
Hahahahahah! Ég var að finna þýðingarþjónustu á netinu sem þýðir frá íslensku yfir á ensku. Elsku Helen er búin að vera lesa dagbókina mína og hún hefur misskilið allt. Ekki furða. Svona lítur síðasta færsla út:

  • Today hef I rutting season sorely remark pay lip service to snuggle up to á brjósti call Stare Percolate Nemesis " madly". I sayest hereby snuggle up to I stendur á sléttu close orð my. I hef not tickle myself ;a) hot river Stare Percolate and, well, then river The First Contact. Form var hin round out relaxation pay lip service to hardkore Stare Percolate aðdáendur. She hafði good morning story line, hafði fínar tilvitnanir into senior form and sjónvarpsþætti, var wonderful uncool, and vondi cry var major sexí. He gekk about, youthful, clone and krúnurakaður, into laterite and leðri, with öfga big axlir and my dáldið river Pinhead into Hellraiser ( total of course handsome and án allra nýjasti spike heel into face, yes and alive). Shiver shiver. grrrr. Shut off whom var snuggle up to myndinni, var very disturbing kynlífsatriði with miserable person Riker whom is verbalism warmed-over and well-fed, while is yet " six symbolið" into segment. Eugh and eugh contradict. While there voru only fimm split second (ah, these old guys) into tveggja deilda temporal Stare Percolate Fiesta. Whoopla!

Greyið hélt að ég að tala um síðasta partíið okkar. Enda hljómar allt sem fer í gegnum þessa þjónustu eins og kinky sex scene. Kommon. "Today I have rutting season". Hahahahahahaha. Núna sitjum við í skrifstofunni minni, étum harðfisk frá pabba og drekkum brennivín. Life is good!

00:44

(0) comments laugardagur, desember 28
 
Nú hef ég fengið alvarlegar athugasemdir fyrir að hafa kallað Star Trek Nemesis "ÆÐISLEGA". Ég segi hér með að ég stend fast við orð mín. Ég hef ekki skemmt mér eins mikið á Star Trek og, well, síðan á The First Contact. Myndin var hin fullkomna afþreying fyrir hardkore Star Trek aðdáendur. Hún hafði góðan söguþráð, hafði fínar tilvitnanir í eldri myndir og sjónvarpsþætti, var yndislega hallærisleg, og vondi kallinn var major sexí. Hann gekk um, ungur, klónaður og krúnurakaður, í latexi og leðri, með öfga stórar axlir og minnti dáldið á Pinhead í Hellraiser (nema auðvitað myndarlegur og án allra pinna í andlitinu, já og lifandi). Shiver shiver. grrrr. Eina sem var að myndinni, var mjög disturbing kynlífsatriði með grey Riker sem er orðinn gamall og feitur, en er ennþá "sex symbolið" í þáttunum. Eugh and eugh again. En það voru aðeins fimm sekúndur (ah, these old guys) í tveggja tíma Star Trek Fiesta. Whoopla!

22:54

(0) comments
 
Jæja. Fyrir alla filistínana heima á Íslandi, þá er MoMA svo mikið sem The Museum of Modern Art, eitt stærsta, ef ekki það stærsta, nútímalistasafn í heimi. Sem stendur er það staðsett í úthverfi New York, þ.e. í Queens. Verið er að byggja glæsilegt fimmhæða hús í miðbæ Manhattan, en þar sem Bandaríkjamenn eru ekki Íslendingar, þá hafa sýningarsalir verið opnaðir á öðrum stað í millitíðinni. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir list sem sýnir ekki dumbrauða og gyllta liti, og svo sem einn satíra eða tvo, en það var nú stuð að fara á safnið. Alltaf gaman að sjá alla listamennina sem við höfum lesið um í listasögu og gera sér grein fyrir að ef ég rétti fram litlafingur, get ég snert efni sem þessir frægu dauðu guttar snertu (það er auðvitað ef mér er nokkuð sama um að vera handtekin).

Í kvöld fórum við Þórey svo á spaugsýningu (hvað heitir þetta á íslensku annars... já uppistand). Það var svo sem ágætt, en ég verð að viðurkenna að bíómyndirnar í gær og billjardkvöldið þar áður var nú skemmtilegra. Enda hef ég aldrei haldið því fram að ég sé mikið fyrir hámenningu. Ahem...

Já og hallelúja! Kids In the Hall eru til sýnis hérna í Bandaríkjunum, nánar til tekið í The Museum of Radio and Television (I know I know, that's my spot!). Svo að við Þórey skundum aftur í úthverfin á morgun og vonum bara að við náum flugvélinni hennar um kvöldið.

22:33

(0) comments
 
Þórey lítur ekki út eins og fílamaðurinn lengur. Og við erum á leiðinni á MoMA.

12:15

(0) comments föstudagur, desember 27
 
Jæja já, þetta hefur verið mikill hasardagur í stórborginni, þó að undir lokin hafi komið í ljós að enginn var þetta háskaleikur. Litla Þórey fór á spítala. Hún vaknaði í morgun með fimm millimetra þykk augnlok og gat ekki opnað augun til fulls. Binna hringdi auðvitað strax í elsku Ernu sem er búin að vera hérna í eitt og hálft ár, og fékk þau ráð að hringja í Columbia Health Services, til að fá upplýsingar hvað við ættum að gera. Eftir að hafa beðið í símanum í fimm mínútur, verið skellt á mig einu sinni, komst ég í samband við þjónustufulltrúa sem sagði að vegna þess að Þórey væri ekki nemandi í Kólumbíu myndu þau ekki hjálpa henni og skellti á mig aftur. Svo við brunuðum niður á spítala, St. Luke's niðrá 110 stræti og Amsterdam og skráðum hana inn í neyðarmóttökuna. Yndisleg kona sem hlýtur að heita Rósa, þó að það hafi ekki staðið á nafnspjaldinu hennar, tók niður allar upplýsingar um hana og blóðþrýsting og sendi hana beint í skoðunarherbergi. Eftir nokkra bið kom svo Röddin. Dr. Coleman, kona með rödd sem fól í sér umhyggju en samt authority, djúp og hljómfögur, gekk inn og spurði "What have you been doing to yourself". Röddin (ég vildi bara segja hérna að vinkona mín Unnur sem er að læra læknisfræði er með alveg eins rödd, sem á örugglega eftir að róa niður margan sjúklingin þegar hún útskrifast eftir fimm ár) lokaði herberginu og grey Binna var skilin eftir í biðstofunni, án bóka (þar sem ég hafði verið rifin á fætur klukkan átta og drifin út án þess að geta hugsað nógu langt fram í tímann að stinga niður einni eða annarri bók). Eftir fimmtán mínútur er öllu lokið. Þórey hefur verið stungin í rassinn, með sterasprautu og antihistamíni, Röddin hefur sagt henni að fara í ofnæmispróf þegar hún kemur aftur heim, og við erum send niður í skrifstofu til að borga fyrir heimsóknina (rúmlega 500 bandaríkjadalir, eitthvað um 50,000 íslenskar krónur) og við biðjum um að fá reikninginn sendan svo við getum sent hann beint til Tryggingastofnunarinnar. Og eftir langa og stranga bið í apótekinu til að fá meiri stera (ég er að segja ykkur það, að Þórey getur núna rakað nafnið sitt í hárvöxtinn sem sprottið hefur á brjóstkassanum), förum við heim, dauðþreyttar, og sofnum svefni hinna réttlátu. (Þórey biður mig hérna um að bæta að eina ástæða þess að hún sofnaði aftur var að sterarnir hafa þá aukaverkanir að fólk uppdópast og sofnast. Ég var bara þreytt og löt.) Við vöknum aftur klukkan hálffjögur, og horfum á Cartoon Network, rífumst um hvert við eigum að fara. Kemur í ljós að það er of seint að fara í Harlem þar sem það er að fara að dimma, og tvær ljóshærðar ungar útlenskar stúlkur ganga ekki um í Harlem að nóttu til. Svo núna erum við á leiðinni í bíó niðri í Lower East Side. Við erum að fara að sjá Bowling for Columbine til þess að geta bitchast í friði um hvað það er dýrt og ömurlegt hérna í Bandaríkjunum. Mazeltov.

17:38

(0) comments fimmtudagur, desember 26
 
Jólakveðjur frá Binnu og jólasveininum:


Here comes Santa Claus,
Here comes Santa Claus,
Bright down Santa Claus Lane.
He huffs and puffs and coughs a lot,
yet never he complains.
Bells are ringing, children singing,
all is merry and white.
Hang your stockings and say your prayers,
'cause Santa Claus comes tonight.

Here comes Santa Claus,
Here comes Santa Claus,
Glum down Santa Claus Lane.
He's got a bag that strains his back,
he never is unchained.
Hear that grunting, stunted runting,
and the fat jolly jeers.
Don't be afraid, and cover your years,
'cause Santa Claus comes this year.

Here comes Santa Claus,
Here comes Santa Claus,
Oozing through the rain.
He doesn't care if you're rich or poor,
he comes t'you just the same.
Santa knows we're all his children
--he can do what he likes.
Lock your doors and say your prayers,
'cause Santa Claus comes tonight.

Here comes Santa Claus,
Here comes Santa Claus,
Guts out, fever high.
He tosses and turns and twists and burns
and people start to cry.
Yes, Santa comes when the clocks are ringing
that it's Christmas again.
Yes, lock our doors and say our prayers,
'cause Santa has come to stay.

--Halderman/Brynhildur


12:25

(0) comments miðvikudagur, desember 25
 
bleugh bleugh bleugh. Það er snjóstormur í New York, og ég er með snælduvitlausan túrista hérna í skrifstofunni minni sem heimtar að fara í langar gönguferðir í Central Park og niður 5 Avenue til að sjá Rockefeller tréð stóra. Ég held að ég hafi sjaldan verið eins kalt og í dag. Bleugh. Er núna búin að planta mér fyrir framan tölvuna, og hef miklar áætlanir fyrir kvöldið. Sjónvarp. Bók. Afgangar frá aðfangadagslambalærinu. Smákökur. Teppi. Og Bailey's. Mazeltov.

18:59

(0) comments mánudagur, desember 23
 
Tja. Núna gerist merkilegur atburður. Eftirfarandi frásögn er ekki aðeins mín, heldur Þóreyjar, sem liggur deadbeat í nýja sófanum mínum. Þórey, segðu mér, hvað gerðist?

Nú ég vakna klukkan sjö, vek þig með herkjum klukkan tíu. Horfi á Hailey hoppa um af gleði yfir að fara á skíði. Fékk mér veikan kaffibolla útúrþynntum með léttmjólk. Fór inn í stofu þar sem þú kynntir mér fyrir áttatíu stöðum...

Þórey geispar. Nennir ekki að segja meira. Er of þreytt. Reynir að segja mér að klukkan er þrjú að nóttu til að hennar staðartíma og ég stari á hana í disgust fyrir að vera svona léleg í að halda sér vakandi. Well ég verð hreinlega að taka við.

Ég segi ykkur, að ég hef ekki séð eins mikið af New York í þá fjóra mánuði sem ég hef verið hérna og ég hef séð síðustu tíu tímana. Ég er að segja ykkur, Kreisí!!! Við byrjuðum á því að ganga niður fjörutíu götur (eitthvað sem enginn heilvita, offeitur Bandaríkjamaður gerir) til að leita að kjöti sem er ekki upppumpað af hormónum. Villumst niður í (AAAAAAAarrrrrrgggggh. Það er alveg hræðilegt að vera ekki ein hérna. Ég var að reyna að kveikja á tónlistinni minni, Pulp, kveiki á græjunum, stilli á lag fjögur, uppáhaldslagið mitt, og Litla Saklausa Jólabarn sungið af Litlum Saklausum Barnakórskvikindum dynur út. ÞÓREY!!!!) hmm, hvar er ég, já við villumst niður í fjármálahverfið, þar sem við tökum mynd af Þóreyju í Torgi Fólksins með Eyðni (People With AIDS Plaza). Störum síðan á gatið þar sem World Trade Center stóðu, förum í krús um eyjuna og hlustum á hyper þjóðlega leiðsögumanninn tala um hvað New York og Bandaríkin eru æðisleg, reynum að komast yfir í tvö söfn, en allt er lokað þar sem jólin nálgast, villumst enn og aftur í neðanjarðarlestarkerfinu, þar til ég dreg Þóreyju út á Christopher Street í miðju Greenwich hverfinu. Ég er nefnilega það vel að mér í borginni að ég veit að í nágrenninu er æðisleg krá sem ber heitið The Slaughtered Lamb. Nú, auðvitað finnum við það ekki, og drögum þreytta og sveitta fæturnar í vegetarian organic halfsushi (don't ask) new age restaurant. Síðan er ferðinni heitið á Times Square þar sem við horfum á ÆÐISLEGA mynd, nýjustu Star Trek myndina Nemesis, reynum að forðast að hlusta á manninn sem situr við hliðina á okkur og talar við myndina, sjálfan sig, salinn í heild og gefur athugasemdir um hvað er að gerast (Trekkari eða Kleppari, hef ekki komist að niðurstöðu), reyni síðan að draga Þóreyju með mér í spilaleikjasal en hún er of þreytt, svo við hunskumst heim, en stoppum á leiðinni og kaupum sorríasta jólatré sem ég hef séð, rætislegt, tuttugusentimetra hátt og með tíu sentimetra háa, dauða, toppgrein. En það er nú allt í lagi, þar sem við eigum ekki einu sinni stjörnu á það. Og það var það. Þetta var sagan, sögð tvíradda, af deginum í dag. Engar hugleiðingar eru eða skulu vera dregnar af henni. Ég ætla alls ekkert að tala um vitleysuna sem við fundum niðrí miðbæ, þar sem allar byggingar og kirkjur eru fylltar af gömlum vatnsbrúsum sem einhver björgunarmaður snerti einhvern tímann. Bla. Og síðan má ég heldur ekki skrifa meira. Þórey starir á mig grimmilega. Vill fara að skreyta tréð svo hún geti farið að sofa. Gisp. Hvað get ég gert. Ég er kúguð kona. Gisp. Og hvaða þakklæti er þetta, ég sem þrælkaði í gær við að baka jólasmákökur og búa til jólaís, ég sem á eftir að vera vakandi næstu klukkutímana við að lesa og klára að baka kökurnar sem ég náði ekki að baka. Og ég sem sit hérna við tölvuna mína og hlusta á einhverja íslenska, væmna söngkonu syngja litlu jólabörnin og hæhó litlu jólabjöllurnar. OG ónei, það er kominn kór í bakrödd. Gisp. Over and out. Am getting the hell out of my office. Gleðileg jól!

22:39

(0) comments sunnudagur, desember 22
 
Jæja. Loksins Hallelújah. Ég er komin með netið aftur. Hins vegar er smá vandamál. Kemur í ljos að netið er allt í lagi. Það sem er ekki nógu gott er að það er bara komið á tölvuna mína. Hailey er enn netlaus. En NENNI ekki að laga það. Annars hef ég eins og venjulega engan tíma til að skrifa. Í dag þarf ég að þvo þvott. Taka til í skrifstofunni minni svo að Þórey komist inn. Kaupa mat fyrir jólin. Kaupa jólagjafir. Fara á Lord of the Rings. Og eitthvað sem ég er alveg örugglega að gleyma. Allison elskan átti ammæli og hélt alveg furðulegt boð í the Meatpacking District. Suddahverfi það. Fór heim snemma og skildum Allison eftir í ógeðslegustu krá heimsins sem lyktaði af gubbi og öðrum unspeakable essences þar sem bandarísk kántrímúsík var í botn og bandarískar stelpur dansandi á kráarborðinu. Jesus. Meikaði þrjár mínútur þar inni og fór heim með Helenu og belganum Arne þar sem við töluðum um póstmódernískar kenningar og stöðu okkar sem bókmenntafræðingar í nútímasamfélagi. For five hours. LOL. Það var skemmtilegt. Það er greinilegt hvað ég skemmti mér bestt við að gera. Er búin að fá eina einkunn í skólanum, A í frönsku. Gisp. Vil ekki fá hinar.

12:33

(0) comments föstudagur, desember 20
 
Aaaargh. Disaster struck. Internettengingin vid tolvuna mina datt nidur nuna a thridjudaginn, og jeg hef ekki tekist ad tengja hana aftur. Thad er furdulegt ad sitja vid tolvu sem er ekki nettengd. Einhvern veginn virdist su tolva ekki vera heil. Jeg sit og skrifa ritgerd, og thegar jeg tek mjer rithlje, veit jeg ekki hvad jeg a ad gera af mjer. Svo jeg hef enduruppgotvad kaplana a tolvunni. Sit og spila konguloarkapalinn a fullu thegar jeg gefst upp a ad paela i Barthes og Foucault og vandamalin vid hofundarkenningar theirra. Anyways. Fae vidgerdarmann fra simafyrirtaekinu minu i heimsokn a laugardaginn, og tha er jeg aftur komin i bissness. Anyways yet again. Thad vantar hjerna heila viku af hasar og haskaleikjum i New York. Vantar heilt parti sem var a manudaginn, fyrstu skakreynsluna mina sidan jeg var sjo ara, og thegar Binna for ut i bud og keypt nyjan sofa. Ja, og audvitad ritgerdasmidar, ritgerdasmidar, ritgerdasmidar... En allt buid a morgun. Whoopla. Og jolin koma i naestu viku. Hoopla. O.s.frv.

02:39

(0) comments mánudagur, desember 16
 
Ég hef fengið tvær athugasemdir við pistlinum hér fyrir neðan. Sú fyrri var: "Ok Binna.....a madur sem sagt ad skilja tad svo ad tu hafir Pfofad??? Og ef svo er "Hvad er ad koma fyrir saklausu Reykjavikurmaerina" uti i hinum stora heimi!!!!" Sú seinni var "[Þú ert] greinilega ekki nægilega neikvæð.....þú gafst það aldrei skýrt til kynna í pistlinum að þú afþakkaðir....heldur tönglaðist á að vitna í aðra kennimenn." Ég sé að bókmenntafræðimenntunin er að koma sér til skila. Ég er búin að mynda með mér þann hæfileika að skrifa langan texta án þess að segja neitt. Viva la obfuscation. Hvað væri lífið (lesist: texti) án tvíbendni?

00:37

(0) comments sunnudagur, desember 15
 
Þetta hefur verið átakamikil helgi. Hef velt því mikið fyrir mér hvort og hvernig ég ætti að segja frá henni, en tók þá ákvörðun að ég að verð skrifa þetta, því að ég brenn í skinninu að segja einhverjum, hverjum sem er, frá atburðum föstudagskvöldsins, en þetta er málefni sem ég get ekki talað um (lesist: slúðrað) við hvern sem er hérna í enskudeildinni, þar sem þetta fjallar um samnemendur mína og góða vini. Hins vegar nefni ég engin nöfn. Gisp.

Ég fór í lítið teiti á föstudagskvöld að kveðja vin minn sem er á leiðinni til Englands yfir jólin að heimsækja ættingja sína þar. Eftir afar skemmtilegt kvöld hjá honum fluttum við okkur heim til mín þar sem við héldum áfram gleðinni með Diskó 2000 disknum mínum og tókum þá ákvörðun að fara niður í miðbæ. Við tjúttuðum í rigningunni í fjóra tíma, tókum leigubíl aftur upp í Morningside hverfið, kvöddum vin okkar sem tók leigubíl niðrá flugvöll, og fórum í eftirpartí til enn annars nemanda þangað til kvöldið var búið um sex um morguninn.

Þetta er sem sagt strúktúr kvöldsins. Við fyrstu sýn virðist þetta vera ómerkilegt og hefðbundið kvöld (partí --> partí --> bar --> partí), ef ekki hefði verið fyrir síðusta hálftímann.

Ég ætti kannski byrja á því að segja að allir í deildinni voru í furðulegu skapi í gærkveldi. Flestar ritgerðirnar eru komnar inn til kennaranna, fólk er búið að vera á kafi í lestri og ritsmíðum síðasta mánuðinn, og gærkveldið var endapunktur viku-vinnutarnar hjá fyrsta árs nemum sem áttu allir að skila inn fjórum ritgerðum núna í gær. Flest okkar, þar með talin ég, höfðum sofið óreglulega, illa og afar lítið síðustu fjóra dagana. Jafnvel veðrið vildi halda upp á lok annarinnar með okkur. Harðir og kaldir regndropar dundu á stræti New York borgar og bræddi síðustu snjóskaflana frá óveðrinu mikla fyrir tveimur vikum. Mánaðaruppsafnaður af rusli flaut niður gangstéttirnar og vegfarendur tipluðu varlega á ójöfnum í malbikinu til að reyna að halda spariskónum þurrum. Regnið buldi á augunum okkar, og við áttum fullt í fangi með berjast við regnhlífarnar til að koma í veg fyrir að við tækumst á loft í vindhviðunum.

Framandlegt kvöld. Firrt. Forvirret. Absúrd og súrrealískt og algjörlega furðulegt. Og (svona, spýttu þessu út úr þér, kona) og mér var boðið upp á snjó. Snow, flake, blow, the big C, coca, coke, það er að segja, mér, Binnu, Bryn, Brynhildi var boðið upp á kókaín. Kókaín! Augun víkka þegar ég stari á litla ziplock pokann með 1.3 grammi af þessu hvíta dufti sem minnir mig á þvottaduftið sem ég notaði í fyrradag þegar ég fór niður í kjallarann til að þvo handklæði.
  • He raised his eyes languidly from the old black-letter volume which he had opened. "It is cocaine," he said, -- "a seven-percent solution. Would you care to try it?"
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

Ég skelli saman tönnunum þegar ég tek skyndilega eftir því að kjálkavöðvarnir mínir eru skyndilega máttlausir. Undrandi? Overstatement of the year. Hvítt duft í litlum poka. Ég hef séð þetta í svo mörgum bíómyndum og aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá þetta í alvörunni. Hvítt duft í litlum poka. Dear god. Tveimur metrum frá mér, í hvítri hendi sem titrar aðeins, blikkar hann til mín og ég loka augunum, opna þau aftur, forðast að líta aftur á Pokann, stari á bjóðandann, kyngi og segi með furðulega matter-of-fact röddu: "Dear X, I think that it is a little too early in the morning for hallucinatory stimulants." Og lít með skelfingu á vinkonu mína í hinum sófa herbergisins og sé að henni hefur ekki tekist eins vel upp og mér að halda munninum lokuðum.
  • SHERLOCK HOLMES took his bottle from the corner of the mantelpiece, and his hypodermic syringe from its neat morocco case. With his long, white, nervous fingers he adjusted the delicate needle and rolled back his left shirtcuff. For some little time his eyes rested thoughtfully upon the sinewy forearm and wrist, all dotted and scarred with innumerable puncture-marks. Finally, he thrust the sharp point home, pressed down the tiny piston, and sank back into the velvet-lined armchair with a long sigh of satisfaction.
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

Hver er X? Brilljant fyrsta árs nemi í enskum bókmenntum sem getur svarað öllum spurningum sem mér hefur dottið að spyrja hann (athugið að talað er um X í karlkyni til að viðhalda málfræðilega réttri tilvísun til orðsins "nemi". Mér er alvara þegar ég segi að ég ætli að halda allri nafnleynd hér.) um endurreisnarbókmenntir. Vel lesinn, myndarlegur, sjálfsöruggur, daðrari af guðs náð, talar fimm tungumál, hefur búið í flestum heimsálfunum sex, afburðargreindur, með umdeildar skoðanir á einstaka málefnum og afspyrnu skemmtilegur viðræðu, með kaldhæðnislegt skopskyn.
  • "My mind," he said, "rebels at stagnation. Give me problems, give me work, give me the most abstruse cryptogram or the most intricate analysis, and I am in my own proper atmosphere. I can dispense then with artificial stimulants. But I abhor the dull routine of existence. I crave for mental exaltation."
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

X er einn af þeim fáu sem ég hef hitt sem tekst alltaf að halda ró sinni og hann hefur þann hæfileika að líta á allar mögulegar hliðar vandamála og draga tiltölulegar hlutlausar niðurstöður um þau. Hann er vinnuþjarkur, vaknar klukkan hálfsjö á hverjum morgni og lærir allan daginn. Hann skrifar skemmtilegan texta og tekst endrum og eins að komast að óvæntum og umdeildum niðurstöðum um þessi verk sem eru það þekkt að stundum virðist sem að enginn þori að pikka í hefðbundinn lestur á þeim.
  • Hence the cocaine. I cannot live without brain-work. What else is there to live for? Stand at the window here. Was ever such a dreary, dismal, unprofitable world? See how the yellow fog swirls down the street and drifts across the dun-coloured houses. What could be more hopelessly prosaic and material? What is the use of having powers, doctor, when one has no field upon which to exert them? Crime is commonplace, existence is commonplace, and no qualities save those which are commonplace have any function upon earth.
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

Það er furðulegt að sjá X, alltaf svo rólegan, þegar hann segir okkur af hverju hann notar duftið, hvenær hann byrjaði að nota það, hve oft hann tekur það. Hann er á leiðinni heim með Pokann sinn, hann stendur upp og sest niður og stendur upp aftur, hendurnar eru skyndilega byrjaðar að skjálfa, munnurinn geiflast og hann sýgur ósjálfrátt upp í nefið sí og æ eins og að líkaminn sé þegar farin að búa sig undir hvíta duftið. Augun læðast aftur og aftur að útidyrunum, en það er eins og hann getur ekki hætt að tala við okkur tvær sem eftir eru: manísk og slitrótt einræða um hitt og þetta. Athyglin beinist frá okkur, til Pokans, aftur til okkur, til útidyranna, til hálftóms vodkaglassins hans.

X! Af hverju? Hvað í ósköpunum fær þig til að nota þetta eitur? Hvað er þetta hvíta duft í pokanum sem hefur þessi áhrif á X þig og gerir þig, vin minn, skyndilega framandlegan og skelfilegan í mínum augum? Látum oss sjá, hvað segja sérfræðingarnir?
  • Kókaín er líkt og morfín svokallaður plöntubasi. Það var einangrað úr kókablöðum um miðja 19. öld. Þá komust menn að því að það hefði örvandi áhrif á miðtaugakerfið, drægi úr þreytu og matarlyst og síðar að það hefði staðdeyfandi verkun.
    -- Fræðslumiðstöð í fíknivörnum

Hmmmm.
  • Kókaín hefur bæði áhrif í heila og úti í líkamanum. Það hindrar upptöku taugaboðefnanna dópamins og noradrenalins í heilanum og eykur einnig þéttni dópamin viðtökutækja taugafrumanna. Úti í líkamanum hefur það áhrif, bæði með því að auka magnið af adrenalini og noradrenalini í blóðrásinni og með því að magna bæði hvetjandi og letjandi áhrif. Það gerir einnig vefina næmari fyrir áhrifum catecholamina.
    -- Geðdeild Landsspítalans

Þurr, leiðinleg, hræðileg, læknisfræðileg lýsing á hvíta duftinu sem X heldur á í útréttri hendi í áttina til mín. X, X, X, X, X! Af hverju? Mig langar að öskra á hann og kalla hann fífl. X. Hlustaðu á mig,
  • Count the cost! Your brain may, as you say, be roused and excited, but it is a pathological and morbid process, which involves increased tissue change, and may at least leave a permanent weakness. You know, too, what a black reaction comes upon you. Surely the game is hardly worth the candle. Why should you, for a mere passing pleasure, risk the loss of those great powers with which you have been endowed? Remember that I speak not only as one comrade to another, but as a medical man to one for whose constitution he is to some extent answerable.
    -- Dr. Watson, í The Sign of the Four"

Ég segi þetta ekki. X fer og ég fyllist skyndilegri reiði yfir því hvernig honum tókst á tuttugu mínútum að snúa við heimsmynd minni, við allri minni ímynd af bókmenntanámi, af skólanum mínum, af vinum mínum. Ég á ekki að sjá Pokann. Ég á að tala um Hann. Ég á að taka námskeið sem bera heiti eins og The Culture and Politics of Coca and Cocaine. Ég á að ræða gáfulega um áhrif kókaíns á bókmenntasöguna. Ég á að segja lesendum mínum frá því að kókaín birtist fyrst í enskri bókmenntasögu í ljóði Abrahams Cowleys, "A Legend of Coca", þar sem hann segir að plantan sé "Endowed with leaves of wondrous nourishment / Whose juice succ'd in, and to the stomach ta'en / Long hunger and long labour can sustain." Ég á að bæta við neðanmálsgreinum í ritgerðum um Robert Louis Stephenson sem greina frá því að hann skrifaði The Strange Case of Dr Jekyll and Mr Hyde á sex daga kókaíntrippi. Ég á að tala um hvernig Sigmund Freud mælti með notkun kókaíns í sálfræðimeðferðum, hvernig Sherlock Holmes neytti kókaíns í verkum Arthurs Conans Doyles. Ég á að tala um William Shakespeare.

William Shakespeare--þekktasti og virtasti höfundur enskrar tungu. Notaði hann kókaín? Leirpípubrot sem grafin hafa verið upp frá heimili hans í Stratford-upon-Avon og 17. aldar fornleifafræðigröftum hafa sýnt að kókaín og önnur skynvilluvaldandi lyf voru reykt í Englandi í tíma Shakespeares. Kókaín fannst í tveimur af tuttuguogfjórum leirbrotum sem rannsökuð voru og niðurstöður eru birtar í The South African Journal of Science. Áræðinn ungur bókmenntafræðinemi gæti nýtt sér þessar upplýsingar og skrifað grein um verk Shakespeares í ljósi þessarar niðurstaðna. Til dæmis: Sonneta 76. Er Shakespeare að vísa í kókaín eða marijuana þegar hann segir:
  • Why is my verse so barren of new pride,
    So far from variation or quick change?
    Why with the time do I not glance aside
    To new-found methods and to compounds strange?
    Why write I still all one, ever the same,
    And keep invention in a noted weed.

Vitað er að marijuana var reykt á tíma Shakespeares. Var hann að vísa til þess þegar hann talar um "noted weed". Og hvað með "compounds strange" og "new-found methods"? Er hann að tala um uppfyndingu prentverksins? Eða ný ljóðaform? Eða er hann að vísa til innflutnings kókaíns frá nýuppgötvuðu löndum Suður Ameríku?

Ég á að tala um birtingarmyndir kókaíns og annarra eiturlyfja í nútímamenningu. Ég á að skrifa langar og lærðar ritgerðir um níhilismann og tómleikann í Less Than Zero eftir Bret Easton Ellis og um firringuna og áhrif óhefluð markaðsmenning á einstaklinginn í Bright Lights, Big City eftir Jay McInerney. Ég á ekki að tala um Pokann sem ég sá í íbúðinni við 113. stræti New York borgar aðfaranótt laugardagsins 14. desember 2002.

Hvernig er hægt að tala um kókaín? Ég á í erfiðleikum með að skrifa um það. Ég nota orð eins og duft/poki/lyf til að forðast að skrifa KÓKAÍN. Ég vitna í texta, aðra en mína eigin, til að ég sjálf þurfi ekki að skrifa um kókaín. Ég tala um menningarlega sögu kókaíns, um líffræðilega eiginleika kókaíns, ég tala um allt nema um sjálfa mig og Pokann. Þessi pistill er sundurslitinn. Ég á ekki að þurfa að skrifa um kókaín, hugsa um kókaín. Látum Conan Doyle sjá um það fyrir mig. Kókaín slítur í sundur allt samhengi og öll tengsl í rökrænni umræðu. Hvernig annars getum við litið á texta sem þennan:
  • Cocaine delivers an intensity of pleasure beyond the bounds of normal human experience. Unfortunately, it delivers suffering beyond the bounds of normal human experience too. The pleasure it yields is brief. The suffering that follows may be prolonged. The brain's hedonic treadmill isn't easily cheated.

Og myndin sem fylgir þessum texta: afskræmdum verum er skellt á rauðleitan bakgrunn, hús brenna, fólk berst banaspjótum, og djöfullegt gin gapir og sýgur til sín þessa veröld martraðar. Og ef við smellum músinni á myndina, lesum við:
  • The high from crack cocaine is intensely rewarding. So it's reckless to try the drug at all - at least until one's death-bed - because it's extraordinarily hard to forget. If one succumbs to curiosity, then other things in life can easily pall in comparison.

Hvaða efni er þetta sem fær fólk til að halda því fram að lífið fölnar í samanburði við það? Hvílík ofsaáhrif sem þetta efni hefur á okkur, þetta sakleysislega hvíta duft, unnið úr laufblöðum Erythroxylon coca rauðviðarrunnans! Öfgakenndar tilfinningar kristallast í 1.3 grammi af þvottadufti sem selt er í litlum ziplock poka á 210 bandaríkjadali. Efnið sem vekur upp nautn sem yfirstígur mörk mannlegrar reynslu. Efnið sem vekur upp þjáningu sem yfirstígur mörk mannlegrar reynslu. Kókaín.
  • For me," said Sherlock Holmes, "there still remains the cocaine- bottle." And he stretched his long white hand up for it.
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

04:49

(0) comments föstudagur, desember 13
 
Jumpin' Jeremiah. Það er svo sannarlega búinn að vera hasar í dag. Ég vaknaði í morgun eldsnemma til að klára ritgerðirnar tvær sem ég átti að skila í dag. Sit við tölvuna í hálftíma og uppgötva að ég þarf að fara á bókasafnið til að ná í fleiri heimildir. Svo ég þýt út, og er komin aftur klukkutíma seinna þar sem ég sit sveitt og skrifa og skrifa og skrifa og skrifa og skrifa og... well you get the picture. Og hvað! klukkan orðin þrjú! Og ég þarf að koma mér niður á Park Avenue og fertugasta stræti til að skila einni ritgerðinni! Svo enn og aftur þýt ég af stað, en ákveð að vera smart og taka með mér jólagjafa pakkann svo ég geti sent hann í leiðinni og sparað mér tíma. Quelle idiote! Hoppa upp í næsta leigubíl og lendi í bíl með karribískum bílstjóra. Hann er að hlusta á einhvern spjallþátt þar sem fólk hringir inn og segir af hverju það getur/vill ekki eyða jólunum með fjölskyldum sínum.

Kona: Well, I won't be with my family. I'm suing all of them.
Strákur: Man, you know, like, last Thanksgiving, I banged my stepsister, right? Like, in the alley behind the liquor store. Man.
Stelpa: I come from a wealthy family but my brother just turned homosexual. So like, he's going to be there with his new boyfriend who is a hairdresser and our uncle who was going to leave us money won't anymore, like because he doesn't like homosexuals...

O.s.frv. Og bílstjórinn er alveg að drepa sig í framsætinu. Hlær við og við og starir á mig, "Boned his sister, that is wild..." Og ég geri mitt besta að stara út um gluggann og þykjast vera upptekinn. KLukkutími. Klukkutími skal ég segja ykkur er ég föst í umferðinni þangað til ég kem í Guggenheimstofnunina með þunga kassann minn. Og er send being af öryggisþjónustinni að einhverjum afturdyrum þar sem þeir halda að ég sé sendill vegna þess að ég er með kassann. GRRRRRR.

Haldið aftur heim á leið í ranghölum neðanjarðarlestarkerfisins. Er kastað út úr þremur lestum vegna fjölda. Kemst við illan leik aftur í Kólumbíu þar sem ég skila inn hinni ritgerðinni minni, uppgötva að það er of seint að fara á pósthúsið (#&$%#%) dregst heim á leið, sit núna við tölvuna, of þreytt til þess að fara í þessi þrjú partí í dag, á eftir að fara í sturtu, kaupa blóm, hef ekki borðað í tvo daga því að maginn á mér var of fullur af dæetkóki og kaffi og hef sofið fjóra tíma á hverri nóttu síðan laugardaginn í síðustu helgi. Gisp. Jólafrí og gleði.

17:53

(0) comments fimmtudagur, desember 12
 
Whoopla! Búin að skila inn fyrstu ritgerðinni minni!!!! Gaman gaman gaman gaman. Núna þarf ég bara að skila inn tveimur í viðbót á morgun og einni í næstu viku og þá er ég BÚIN. Whoopla. Annars vildi ég ekkert segja nema þetta. Já og auðvitað að monta mig af ritgerðinni minni, sem er ekki gallalaus, og þarf mikla vinnu til að vera að the polished gem that it shows the potential to become, en eins og við vitum öll, þá eru lokaritgerðir alltaf hráar. Alvöru vinnan hefst þegar farið er að vinna úr efninu á sjálfstæðan máta og tímaritsgrein skrifuð upp úr henni. Fyrir þá sem vilja lesa lokaorð ritgerðinnar, haldið áfram, hinir geta farið eitthvert annað.

Conversations in the Garden of Eden:
Problems of Identity and Social Formation in Aphra Behn’s Oroonoko

The optimistic view of Surinam as an utopian society that the narrator tries to convey to the reader collapses in the end. The natural beauty and sweet smell of the country that had been so delightful in the earlier stages of the narrative become putrid at the end of the book. Oroonoko is almost subsumed by the viscous nature of this paradise. After killing Imoinda and laying her body on a bed of flowers, he sinks to the ground beside her and lies there for eight days. As Imoinda’s flowered black body melts into the ground and her cloying smell blends with the natural scents of the land, the reader comes to the realization that there is no nobility and no utopian paradise in the story of Oroonoko, the royal slave. Oroonoko is the story of forced slavery, of death and of broken promises. It is the story of the rape of Surinam by strange metallic invaders. And the bright colored flowers that seemed so innocent at the beginning of the story, providing shade to happy lovers from the glare of the sun, now provide their deathbeds.

21:01

(0) comments
 
Jæja. Núna eru sex tímar þangað til að ég þarf að skila inn fystu ritgerðinni minni. Tvær fylgja eftir á morgun og ein í næstu viku. Gisp. Ég held að fæstir geti giskað á ástand skrifstofu minnar núna (I take that back. Flestir sem þekkja mig ættu að vita). Skrifstofan mín er 16 fermetrar, 4X4. Þegar gengið er inn í hana blasir gluggi við gestum og gangandi, gluggi sem vísar inn í afar ljótt lokað pláss og þar sem gluggatjöldin duttu niður fyrir þremur vikum, geta íbúar þriggja íbúa starað á mig við tölvuna, if they so wish. Á hægri hönd er fataskápurinn minn og skrifborðið. A.m.k. á skrifborðið að vera þar. Ég hef ekki séð það í tvær vikur þar sem það er hlaðið bókum og mismunandi blöðum. Fyrir framan ofninn, fyrir neðan gluggann, eru sex staflar af bókum og mismunandi blöðum. Leiðinn til gluggans er fraught with hazards for the weary traveller. Ekki er hægt að ganga þangað án þess að stara niður á gólfið, því að gula íkeateppið mitt er hulið blöðum sem liggja forlornly og bíða yfirlesturs, og nokkrum afar pathetic hrundum bókastöflum. Förum aftur í dyragættina. Á veggnum á vinstri hönd og vinstra meginn við gluggann eru bókaskápar. Á veggnum sem dyrnar eru á eru aðrir bókastaflar, aðeins þrír í þetta skipti. Af hverju aðeins þrír, jú vegna þess að þar eru einnig þrír kassar troðfullir af skjölum sem mér hefur ekki enn tekist að troða í skjalaskápinn sem komið hefur verið haganlega fyrir fyrir neðan skrifborðið. Hmm. Já og tvö stofuborð. Eitt er í horni skrifstofunnar, sem er lengst frá skrifborðinu, og því er það tiltölulega hreint. Núna þegar ég stari á það virðast mér aðeins þrjár ritgerðir liggja þar. Hvert er ég komin? Já, ég er gengin frá hurðinni og hef sest niður við skrifborðið. Þar finn ég þrjár tómar tveggja lítra dæet vanillukókflöskur og eina hálffulla og volga. Sem og þrjá tóma kaffibolla. Mér á hægri hönd hef ég dregið hitt stofuborðið. Þar finn ég sautján bækur, þar af þrettán frá bókasafninu, fimm ritgerðir, tvo plastpoka, tvö tímarit, sjö ljósritaðar bækur sem ég hef ekki ennþá bundið inn og (ó nei) annan kaffibolla í viðbót. Mér á vinstri hönd, glugginn. Þar stendur Godzilla mín og þegar ég gefst upp á ritgerðinni minni, eða þegar lélega tölvan mín frýs í fimmtaskiptið í dag, þá ýti ég á takka og hún öskrar og teygir hrýstruga hálsinn sinn og kremur þyrlu og Empire State bygginguna. Mjög satisfying, I must say. Nuff said. Er farin að lesa yfir ritgerðina og cut and paste.

10:27

(0) comments miðvikudagur, desember 11
 
Jæja. Þá er allt að smella saman. Búin með eina ritgerð, tuttuguogtvær blaðsíður thank you very much, og er að vinna að einni sem ég á að skila inn á morgun. gisp. En þangað til langaði mig að senda jólakveðjur frá litlu (extremely talented) systur minni til allra. Don't worry. Það sem ég er sjálf ekki nógu talented í teiknimyndunum, þá verða mínar jólakveðjur í formi orða. Hvenær? Eftir ritgerðaskil. Until then...

Hasta la vista!


09:37

(0) comments mánudagur, desember 9
 
Brjálaður titill! They don't make 'em like this anymore...

All the Histories and Novels Written by the Late Ingenious Mrs. Behn, Entire in One Volume. Viz. I. The History of Oroonoko, or the Royal Slave. Written at the Command of King Charles the Second. II. The Fair Jilt, or Prince Tarquin. III. Agnes de Castro, or the Force of Generous Love. IV. The Lovers Watch, or the Art of making Love; being Rules for Courtship for every Hour of the Day and Night. V. The Ladies Looking-Glass to dress themselves by, or the whole Art of Charming all Mankind. VI. The Lucky Mistake. VII. Memoirs of the Court of the King of Bantam. VIII. The Nun, or the Perjured Beauty. IX. The Adventure of the Black Lady. These three last never before Published. Together with The History of the Life and Memoirs of Mrs. Behn. Never before Printed. By one of the Fair Sex. Intermix’d with Pleasant Love-Letters that pass’d betwixt her and Minheer Van Brun, a Dutch Merchant; with her Character of the Country and Lover: and her Love-Letters to a Gentleman in England. London. Printed for Samuel Briscoe, in Russel-street; at the Corner of Charles-street, Covent Garden. 1698.

23:58

(0) comments
 
Ég hef aldrei gert mér grein fyrir því hve ritstjórar eiga það erfitt. Svo ég er að útbúa míníútgáfu af Oroonoko eftir Öfru Behn. Ég er búin að útvega mér afrit af fyrstu fjórum útgáfum verksins, tvær sem komu út 1688, ein 1696 og ein 1698. Og ég er búin að lesa þær yfir og skrifa niður alla staði þar sem kommur eru á mismunandi stöðum, þar sem orð eru stafsett á vitlausan máta og svo framvegis. Og núna þarf ég að ákveða hvaða breytingar ég á að gera á textanum. This is very irritating.

22:30

(0) comments sunnudagur, desember 8
 
Föstudagurinn þrettándi desember er dagurinn. Ritgerðirnar búnar og er búið að bjóða mér í þrjú partí. Bleugh.

15:44

(0) comments
 
Bleugh. Skólinn er að verða búinn og skilafresturinn fyrir megaritgerðunum mínum er að renna út. Bleugh.

15:44

(0) comments fimmtudagur, desember 5
 
Já. Gleymdi alveg. Það er alveg geðveikur snjór í New York. Það er búið að fresta ég veit ekki hvað mörgum fyrirlestrum í deildinni í dag vegna veðurs. Bandaríkjamenn! Sissies!

20:20

(0) comments
 
Vá. Ég hef farið í Grolier. Grólíer klúbburinn er bókaklúbbur staðsettur hérna í New York. Klúbberinn var stofnaður árið 1884 þegar bókasafnarinn Robert Hoe kallaði til átta aðra bókaunnendur sem allir voru sammála um að prentun og útgáfa bóka er æðsta skemmtun mannskepnunnar. Síðan þá hefur klúbburinn farið vaxandi, og er núna staðsettur í sex hæða húsi sem er troðfull af bókum um bækur og bókaútgáfu. Get ég orðið meðlimur? Nei. Til þess að verða Grólíeri þarf að fá meðmæli frá fimm öðrum meðlimum stofnunarinnar. En hins vegar get ég nýtt mér bókasafnið þeirra og setið í mahóganí stólunum þeirra og lesið meðan gömlu málverkin stara á mig.

Það er sem sagt stanslaust (er þetta íslenska?) stuð í Kólumbíu. Í gær fór ég t.d. á fyrirlestur sem bar heitið "Hope for Healing? Sexual Politics, Civil Rights and Religious Conversions in the Ex-Gay Movement." Ung fræðikona að nafni Tanya Erzen hélt þennan fyrirlestur. Erzen skrifaði doktorsritgerð um afhommunarhreyfinguna í Bandaríkjunum. Hún eyddi átján mánuðum í New Hope Ministry þar sem hún tók djúpviðtöl við meðlimi og reyndi að komast að því hvernig hreyfingin virkar og af hverju meðlimir þeirra tóku þá ákvörðun að afhommast. Þetta var hreint út sagt alveg stórmerkilegur fyrirlestur.

Það sem mér fannst einna áhugaverðast var próblematískt samband kirkjunnar við aðra hægriöfga kristnar hreyfingar í Bandaríkjum. New Hope er ásamt öðrum afhommunarkirkjum undir regnhlífarsamtökunum Exodus. Exodus er rekið undir áhrifum hægriöfga hreyfingarinnar hérna í Bandaríkjunum. Hægriöfgahreyfingin, sem við á Íslandi þekkjum kannski helst í gegnum predikera á þeirra vegum eins og Jerry Falwell og Benny Hinn, er gífurlega fjársterk, hefur ótrúlega mikil pólitísk áhrif og hugmynd þeirra um samkynhneigð er að hún er djöfulleg og að það ætti að handtaka alla homma. (Já já, ég geri mér alveg grein fyrir að þetta er einföldun á málefninu, en þar sem ég er að skrifa ritgerð um Rochester, hef ég ekki tíma til að segja meira.) Litlar kirkjur eins og New Hope nýta sér peninga og útbreiðslu hægriöfgahreyfingarinnar til að koma málstað sínum á framfæri og hægriöfgahreyfingin nýtir sér litlar kirkjur eins og New Hope til að sýna fram á að samkynhneigð sé afbrigðileg og að hægt sé að lækna hana. Á sama tíma ríkir mikil tortryggni milli þessara tveggja hópa. New Hope, sem þegar allt kemur til alls, er byggt upp af (fyrrv.) samkynhneigðum sem hafa orðið fyrir barðinu á hægriöfgaflokkum í gegnum tíðina, treystir boðskap hægrihreyfingarinnar engan veginn. Hægriöfgamennirnir á sama tíma finnst ekki sérstaklega þægilegt að vinna með kirkjum sem eru troðfullar af hómóum. (OK. Veit að þetta er enn mjög mikil einföldun).

Erzen fór vel og hlutlægt yfir starfsemi New Hope og yfir próblematísk sambönd kirkjunnar við umheiminn. Og áhorfendur hlustuðu kurteisislega á, þegar hún fór yfir kirkjuna og hvernig hún hugsaði og talaði um hvernig kirkjan leit á lækninguna (kemur í ljós að grey meðlimir kirkjunnar eru ekki að læknast, þ.e. í hefðbundnu merkingu orðsins, og eins og þeir segja sjálfir þá eru þeir ekki að verða gagnkynhneigðir, heldur eru þeir að endurfæðast í Kristi og ætla að reyna að fylgja öllum kenningum hans um kynhneigð. Which beg the question, hvenær talaði Kristur um samkynhneigð? Ef ég man rétt, þá eru flestar, ef ekki allar, biblíugreinarnar sem fordæma samkynhneigð í gamla testamentinu. Endilega, ef einhver veit meira, skrifið mér!). Þegar fyrirlesturinn var búinn, fóru áhorfendur þó að flissa, þótt að auðvitað hafi það verið alveg ótrúlega óakademískt að flissa að kirkjumeðlimum (jeg meina, mynduð þið flissa að íbúum smáþorps í Tansaníu eftir að hafa hlustað á fyrirlestur mannfræðings um líf í þorpinu???). En hvað get ég sagt? Við vorum öll últralíberal akademíkerar í hinseginfræðum og feminískum fræðum, að heyra um kynferðislegan sértrúarsöfnuð.

Setning dagsins kom þó fram í lok fyrirlestursins þegar einn áhorfandinn sagði: "Well, sexual identity is always in a state of flux. I mean, all my girlfriends' ex-girlfriends are now ex-gay. What is the difference between New Hope's sexual fluidity which we consider suspect and the evidence of this flux in our near surroundings which we consider to be normal?"

En til þess að ljúka þessu með ákveðnu jafnvægi, þá sé ég að ég er búin að gefa krækjur í tvær kristnar exgay hreyfingar. Til þess að allt er slétt og hreint, þá gef ég hér með krækju í Human Rights Campaign, Working for lesbian, gay, bisexual and transgender equal rights. Og til þess að eigin fordómar komi í ljós gef ég hér með krækju í greinina "Mission Impossible: Why Reparative Therapy and Ex-Gay Ministries Fail".

17:19

(0) comments þriðjudagur, desember 3
 
Yessirree. Er á lífi. Tókst að hamra saman suddaritgerð um Wollstonecraft og er farin núna að líta betur á Oroonoko eftir Öfru Behn svo ég geti sýnt eitthvað í kvöld þegar ég fer í síðasta tímann minn í "textual editing" (hef ekki græna hvað þetta myndi kallast á íslensku). Skemmti mér vel í gær. Algjörlega ósofin á flandri á efri hluta vesturbakka Manhattaneyjar, haldin uppi af svefndrykkju og misgóðum kaffibollum frá götusölum. Sofnaði svefni hinna saklausu klukkan níu (já, NÍU!) í gærkveldi og vaknaði í fyrsta skipti í mánuði fyrir klukkan átta í morgun. Sem er fínt, þar sem ég hafði tíma til að horfa á endursýningar á Buffy sem eru alltaf á þessari ungodly hour á FX sjónvarpsstöðinni minni.

Það ætti einhver að þýða Wollstonecraft á íslensku. Þetta er Æðislegur Texti. Ég meina, kíkið á þetta:

The conduct and manners of women, in fact, evidently prove that their minds are not in a healthy state; for, like the flowers which are planted in too rich a soil, strength and usefulness are sacrificed to beauty; and the flaunting leaves, after having pleased a fastidious eye, fade, disregarded on the stalk, long before the season when they ought to have arrived at maturity.—One cause of this barren blooming I attribute to a false system of education, gathered from the books written on this subject by men who, considering females rather as women than human creatures, have been more anxious to make them alluring mistresses than wives; and the understanding of the sex has been so bubbled by this specious homage, that the civilized women of the present century, with a few exceptions, are only anxious to inspire love, when they ought to cherish a nobler ambition, and by their abilities and virtues exact respect.

...

Women are every where in this deplorable state; for, in order to preserve their innocence, as ignorance is courteously termed, truth is hidden from them, and they are made to assume an artificial character before their faculties have acquired any strength. Taught from their infancy that beauty is woman's sceptre, the mind shapes itself to the body, and, roaming round its gilt cage, only seeks to adore its prison.

...

How grossly do they insult us who thus advise us only to render ourselves gentle, domestic brutes! For instance, the winning softness so warmly, and frequently, recommended, that governs by obeying. What childish expressions, and how insignificant is the being—can it be an immortal one? who will condescend to govern by such sinister methods! ... Men, indeed, appear to me to act in a very unphilosophical manner when they try to secure the good conduct of women by attempting to keep them always in a state of childhood.

...

If man did attain a degree of perfection of mind when his body arrived at maturity, it might be proper, in order to make a man and his wife one, that she should rely entirely on his understanding; and the graceful ivy, clasping the oak that supported it, would form a whole in which strength and beauty would be equally conspicuous. But, alas! husbands, as well as their helpmates, are often only overgrown children; nay, thanks to early debauchery, scarcely men in their outward form—and if the blind lead the blind, one need not come from heaven to tell us the consequence.

Hello feminismi frá 1792. Go Wollstonecraft! Svona on a sidenote, eins og allir vita, þá var það dóttir hennar, einnig kölluð Mary, sem seinna skrifaði ódauðlega verkið Frankenstein sem mun lifa að eilífu í túlkun Kenneth Brannaghs. Sigh.

15:19

(0) comments mánudagur, desember 2
 
Yupp. Þið sjáið hvað ég er freðin núna klukkan hálfsex að morgni til, uppi að eyrum í útópískum sýnum átjándu aldar stjórnmálakenningasmiða.

05:42

(0) comments
 
Tíhí GISP. Tíhí. Aðrir þekkja auðvitað GISP sem aðalteiknimyndatímarit Íslendinga með Halldór frænda í fararbroddi. Gisp.

05:41

(0) comments
 
Gisp (sem er og verður aðalorðið mitt næstu tvær vikur). Er andvaka. Er því farin á fætur og sit við tölvuna að skrifa um Wollstonecraft.

05:34

(0) comments sunnudagur, desember 1
 
Gisp. Var reyndar búin að segjast ekki ætla að segja neitt, en helló! Fékk fjóra burly firemen í heimsókn í dag (já ég veit, hljómar eins og dónaútgáfa af jólalaginu endalausa). Kemur í ljós að klósettvaskurinn á efrihæðinni sprakk og það var farið að leka niður í baðherbergið mitt. Og þess vegna komu slökkviliðsmennirnir í búningunum sínum í heimsókn til mín til að athuga hvort að vatn hefði komist í rafmagnið. Hef ekki enn þorað að kveikja á ljósinu inni á klósetti. Gisp... Anyways. Nuff said. Farin að læra. Smí.

19:17

(0) comments

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur