Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

mánudagur, desember 23
 
Tja. Núna gerist merkilegur atburður. Eftirfarandi frásögn er ekki aðeins mín, heldur Þóreyjar, sem liggur deadbeat í nýja sófanum mínum. Þórey, segðu mér, hvað gerðist?

Nú ég vakna klukkan sjö, vek þig með herkjum klukkan tíu. Horfi á Hailey hoppa um af gleði yfir að fara á skíði. Fékk mér veikan kaffibolla útúrþynntum með léttmjólk. Fór inn í stofu þar sem þú kynntir mér fyrir áttatíu stöðum...

Þórey geispar. Nennir ekki að segja meira. Er of þreytt. Reynir að segja mér að klukkan er þrjú að nóttu til að hennar staðartíma og ég stari á hana í disgust fyrir að vera svona léleg í að halda sér vakandi. Well ég verð hreinlega að taka við.

Ég segi ykkur, að ég hef ekki séð eins mikið af New York í þá fjóra mánuði sem ég hef verið hérna og ég hef séð síðustu tíu tímana. Ég er að segja ykkur, Kreisí!!! Við byrjuðum á því að ganga niður fjörutíu götur (eitthvað sem enginn heilvita, offeitur Bandaríkjamaður gerir) til að leita að kjöti sem er ekki upppumpað af hormónum. Villumst niður í (AAAAAAAarrrrrrgggggh. Það er alveg hræðilegt að vera ekki ein hérna. Ég var að reyna að kveikja á tónlistinni minni, Pulp, kveiki á græjunum, stilli á lag fjögur, uppáhaldslagið mitt, og Litla Saklausa Jólabarn sungið af Litlum Saklausum Barnakórskvikindum dynur út. ÞÓREY!!!!) hmm, hvar er ég, já við villumst niður í fjármálahverfið, þar sem við tökum mynd af Þóreyju í Torgi Fólksins með Eyðni (People With AIDS Plaza). Störum síðan á gatið þar sem World Trade Center stóðu, förum í krús um eyjuna og hlustum á hyper þjóðlega leiðsögumanninn tala um hvað New York og Bandaríkin eru æðisleg, reynum að komast yfir í tvö söfn, en allt er lokað þar sem jólin nálgast, villumst enn og aftur í neðanjarðarlestarkerfinu, þar til ég dreg Þóreyju út á Christopher Street í miðju Greenwich hverfinu. Ég er nefnilega það vel að mér í borginni að ég veit að í nágrenninu er æðisleg krá sem ber heitið The Slaughtered Lamb. Nú, auðvitað finnum við það ekki, og drögum þreytta og sveitta fæturnar í vegetarian organic halfsushi (don't ask) new age restaurant. Síðan er ferðinni heitið á Times Square þar sem við horfum á ÆÐISLEGA mynd, nýjustu Star Trek myndina Nemesis, reynum að forðast að hlusta á manninn sem situr við hliðina á okkur og talar við myndina, sjálfan sig, salinn í heild og gefur athugasemdir um hvað er að gerast (Trekkari eða Kleppari, hef ekki komist að niðurstöðu), reyni síðan að draga Þóreyju með mér í spilaleikjasal en hún er of þreytt, svo við hunskumst heim, en stoppum á leiðinni og kaupum sorríasta jólatré sem ég hef séð, rætislegt, tuttugusentimetra hátt og með tíu sentimetra háa, dauða, toppgrein. En það er nú allt í lagi, þar sem við eigum ekki einu sinni stjörnu á það. Og það var það. Þetta var sagan, sögð tvíradda, af deginum í dag. Engar hugleiðingar eru eða skulu vera dregnar af henni. Ég ætla alls ekkert að tala um vitleysuna sem við fundum niðrí miðbæ, þar sem allar byggingar og kirkjur eru fylltar af gömlum vatnsbrúsum sem einhver björgunarmaður snerti einhvern tímann. Bla. Og síðan má ég heldur ekki skrifa meira. Þórey starir á mig grimmilega. Vill fara að skreyta tréð svo hún geti farið að sofa. Gisp. Hvað get ég gert. Ég er kúguð kona. Gisp. Og hvaða þakklæti er þetta, ég sem þrælkaði í gær við að baka jólasmákökur og búa til jólaís, ég sem á eftir að vera vakandi næstu klukkutímana við að lesa og klára að baka kökurnar sem ég náði ekki að baka. Og ég sem sit hérna við tölvuna mína og hlusta á einhverja íslenska, væmna söngkonu syngja litlu jólabörnin og hæhó litlu jólabjöllurnar. OG ónei, það er kominn kór í bakrödd. Gisp. Over and out. Am getting the hell out of my office. Gleðileg jól!

22:39

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur