föstudagur, desember 13
Jumpin' Jeremiah. Það er svo sannarlega búinn að vera hasar í dag. Ég vaknaði í morgun eldsnemma til að klára ritgerðirnar tvær sem ég átti að skila í dag. Sit við tölvuna í hálftíma og uppgötva að ég þarf að fara á bókasafnið til að ná í fleiri heimildir. Svo ég þýt út, og er komin aftur klukkutíma seinna þar sem ég sit sveitt og skrifa og skrifa og skrifa og skrifa og skrifa og... well you get the picture. Og hvað! klukkan orðin þrjú! Og ég þarf að koma mér niður á Park Avenue og fertugasta stræti til að skila einni ritgerðinni! Svo enn og aftur þýt ég af stað, en ákveð að vera smart og taka með mér jólagjafa pakkann svo ég geti sent hann í leiðinni og sparað mér tíma. Quelle idiote! Hoppa upp í næsta leigubíl og lendi í bíl með karribískum bílstjóra. Hann er að hlusta á einhvern spjallþátt þar sem fólk hringir inn og segir af hverju það getur/vill ekki eyða jólunum með fjölskyldum sínum.
Kona: Well, I won't be with my family. I'm suing all of them.
Strákur: Man, you know, like, last Thanksgiving, I banged my stepsister, right? Like, in the alley behind the liquor store. Man.
Stelpa: I come from a wealthy family but my brother just turned homosexual. So like, he's going to be there with his new boyfriend who is a hairdresser and our uncle who was going to leave us money won't anymore, like because he doesn't like homosexuals...
O.s.frv. Og bílstjórinn er alveg að drepa sig í framsætinu. Hlær við og við og starir á mig, "Boned his sister, that is wild..." Og ég geri mitt besta að stara út um gluggann og þykjast vera upptekinn. KLukkutími. Klukkutími skal ég segja ykkur er ég föst í umferðinni þangað til ég kem í Guggenheimstofnunina með þunga kassann minn. Og er send being af öryggisþjónustinni að einhverjum afturdyrum þar sem þeir halda að ég sé sendill vegna þess að ég er með kassann. GRRRRRR.
Haldið aftur heim á leið í ranghölum neðanjarðarlestarkerfisins. Er kastað út úr þremur lestum vegna fjölda. Kemst við illan leik aftur í Kólumbíu þar sem ég skila inn hinni ritgerðinni minni, uppgötva að það er of seint að fara á pósthúsið (#&$%#%) dregst heim á leið, sit núna við tölvuna, of þreytt til þess að fara í þessi þrjú partí í dag, á eftir að fara í sturtu, kaupa blóm, hef ekki borðað í tvo daga því að maginn á mér var of fullur af dæetkóki og kaffi og hef sofið fjóra tíma á hverri nóttu síðan laugardaginn í síðustu helgi. Gisp. Jólafrí og gleði.
17:53