Dagbók
Myndir
Greinar
Krækjur
Senda póst

sunnudagur, desember 15
 
Þetta hefur verið átakamikil helgi. Hef velt því mikið fyrir mér hvort og hvernig ég ætti að segja frá henni, en tók þá ákvörðun að ég að verð skrifa þetta, því að ég brenn í skinninu að segja einhverjum, hverjum sem er, frá atburðum föstudagskvöldsins, en þetta er málefni sem ég get ekki talað um (lesist: slúðrað) við hvern sem er hérna í enskudeildinni, þar sem þetta fjallar um samnemendur mína og góða vini. Hins vegar nefni ég engin nöfn. Gisp.

Ég fór í lítið teiti á föstudagskvöld að kveðja vin minn sem er á leiðinni til Englands yfir jólin að heimsækja ættingja sína þar. Eftir afar skemmtilegt kvöld hjá honum fluttum við okkur heim til mín þar sem við héldum áfram gleðinni með Diskó 2000 disknum mínum og tókum þá ákvörðun að fara niður í miðbæ. Við tjúttuðum í rigningunni í fjóra tíma, tókum leigubíl aftur upp í Morningside hverfið, kvöddum vin okkar sem tók leigubíl niðrá flugvöll, og fórum í eftirpartí til enn annars nemanda þangað til kvöldið var búið um sex um morguninn.

Þetta er sem sagt strúktúr kvöldsins. Við fyrstu sýn virðist þetta vera ómerkilegt og hefðbundið kvöld (partí --> partí --> bar --> partí), ef ekki hefði verið fyrir síðusta hálftímann.

Ég ætti kannski byrja á því að segja að allir í deildinni voru í furðulegu skapi í gærkveldi. Flestar ritgerðirnar eru komnar inn til kennaranna, fólk er búið að vera á kafi í lestri og ritsmíðum síðasta mánuðinn, og gærkveldið var endapunktur viku-vinnutarnar hjá fyrsta árs nemum sem áttu allir að skila inn fjórum ritgerðum núna í gær. Flest okkar, þar með talin ég, höfðum sofið óreglulega, illa og afar lítið síðustu fjóra dagana. Jafnvel veðrið vildi halda upp á lok annarinnar með okkur. Harðir og kaldir regndropar dundu á stræti New York borgar og bræddi síðustu snjóskaflana frá óveðrinu mikla fyrir tveimur vikum. Mánaðaruppsafnaður af rusli flaut niður gangstéttirnar og vegfarendur tipluðu varlega á ójöfnum í malbikinu til að reyna að halda spariskónum þurrum. Regnið buldi á augunum okkar, og við áttum fullt í fangi með berjast við regnhlífarnar til að koma í veg fyrir að við tækumst á loft í vindhviðunum.

Framandlegt kvöld. Firrt. Forvirret. Absúrd og súrrealískt og algjörlega furðulegt. Og (svona, spýttu þessu út úr þér, kona) og mér var boðið upp á snjó. Snow, flake, blow, the big C, coca, coke, það er að segja, mér, Binnu, Bryn, Brynhildi var boðið upp á kókaín. Kókaín! Augun víkka þegar ég stari á litla ziplock pokann með 1.3 grammi af þessu hvíta dufti sem minnir mig á þvottaduftið sem ég notaði í fyrradag þegar ég fór niður í kjallarann til að þvo handklæði.
  • He raised his eyes languidly from the old black-letter volume which he had opened. "It is cocaine," he said, -- "a seven-percent solution. Would you care to try it?"
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

Ég skelli saman tönnunum þegar ég tek skyndilega eftir því að kjálkavöðvarnir mínir eru skyndilega máttlausir. Undrandi? Overstatement of the year. Hvítt duft í litlum poka. Ég hef séð þetta í svo mörgum bíómyndum og aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá þetta í alvörunni. Hvítt duft í litlum poka. Dear god. Tveimur metrum frá mér, í hvítri hendi sem titrar aðeins, blikkar hann til mín og ég loka augunum, opna þau aftur, forðast að líta aftur á Pokann, stari á bjóðandann, kyngi og segi með furðulega matter-of-fact röddu: "Dear X, I think that it is a little too early in the morning for hallucinatory stimulants." Og lít með skelfingu á vinkonu mína í hinum sófa herbergisins og sé að henni hefur ekki tekist eins vel upp og mér að halda munninum lokuðum.
  • SHERLOCK HOLMES took his bottle from the corner of the mantelpiece, and his hypodermic syringe from its neat morocco case. With his long, white, nervous fingers he adjusted the delicate needle and rolled back his left shirtcuff. For some little time his eyes rested thoughtfully upon the sinewy forearm and wrist, all dotted and scarred with innumerable puncture-marks. Finally, he thrust the sharp point home, pressed down the tiny piston, and sank back into the velvet-lined armchair with a long sigh of satisfaction.
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

Hver er X? Brilljant fyrsta árs nemi í enskum bókmenntum sem getur svarað öllum spurningum sem mér hefur dottið að spyrja hann (athugið að talað er um X í karlkyni til að viðhalda málfræðilega réttri tilvísun til orðsins "nemi". Mér er alvara þegar ég segi að ég ætli að halda allri nafnleynd hér.) um endurreisnarbókmenntir. Vel lesinn, myndarlegur, sjálfsöruggur, daðrari af guðs náð, talar fimm tungumál, hefur búið í flestum heimsálfunum sex, afburðargreindur, með umdeildar skoðanir á einstaka málefnum og afspyrnu skemmtilegur viðræðu, með kaldhæðnislegt skopskyn.
  • "My mind," he said, "rebels at stagnation. Give me problems, give me work, give me the most abstruse cryptogram or the most intricate analysis, and I am in my own proper atmosphere. I can dispense then with artificial stimulants. But I abhor the dull routine of existence. I crave for mental exaltation."
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

X er einn af þeim fáu sem ég hef hitt sem tekst alltaf að halda ró sinni og hann hefur þann hæfileika að líta á allar mögulegar hliðar vandamála og draga tiltölulegar hlutlausar niðurstöður um þau. Hann er vinnuþjarkur, vaknar klukkan hálfsjö á hverjum morgni og lærir allan daginn. Hann skrifar skemmtilegan texta og tekst endrum og eins að komast að óvæntum og umdeildum niðurstöðum um þessi verk sem eru það þekkt að stundum virðist sem að enginn þori að pikka í hefðbundinn lestur á þeim.
  • Hence the cocaine. I cannot live without brain-work. What else is there to live for? Stand at the window here. Was ever such a dreary, dismal, unprofitable world? See how the yellow fog swirls down the street and drifts across the dun-coloured houses. What could be more hopelessly prosaic and material? What is the use of having powers, doctor, when one has no field upon which to exert them? Crime is commonplace, existence is commonplace, and no qualities save those which are commonplace have any function upon earth.
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

Það er furðulegt að sjá X, alltaf svo rólegan, þegar hann segir okkur af hverju hann notar duftið, hvenær hann byrjaði að nota það, hve oft hann tekur það. Hann er á leiðinni heim með Pokann sinn, hann stendur upp og sest niður og stendur upp aftur, hendurnar eru skyndilega byrjaðar að skjálfa, munnurinn geiflast og hann sýgur ósjálfrátt upp í nefið sí og æ eins og að líkaminn sé þegar farin að búa sig undir hvíta duftið. Augun læðast aftur og aftur að útidyrunum, en það er eins og hann getur ekki hætt að tala við okkur tvær sem eftir eru: manísk og slitrótt einræða um hitt og þetta. Athyglin beinist frá okkur, til Pokans, aftur til okkur, til útidyranna, til hálftóms vodkaglassins hans.

X! Af hverju? Hvað í ósköpunum fær þig til að nota þetta eitur? Hvað er þetta hvíta duft í pokanum sem hefur þessi áhrif á X þig og gerir þig, vin minn, skyndilega framandlegan og skelfilegan í mínum augum? Látum oss sjá, hvað segja sérfræðingarnir?
  • Kókaín er líkt og morfín svokallaður plöntubasi. Það var einangrað úr kókablöðum um miðja 19. öld. Þá komust menn að því að það hefði örvandi áhrif á miðtaugakerfið, drægi úr þreytu og matarlyst og síðar að það hefði staðdeyfandi verkun.
    -- Fræðslumiðstöð í fíknivörnum

Hmmmm.
  • Kókaín hefur bæði áhrif í heila og úti í líkamanum. Það hindrar upptöku taugaboðefnanna dópamins og noradrenalins í heilanum og eykur einnig þéttni dópamin viðtökutækja taugafrumanna. Úti í líkamanum hefur það áhrif, bæði með því að auka magnið af adrenalini og noradrenalini í blóðrásinni og með því að magna bæði hvetjandi og letjandi áhrif. Það gerir einnig vefina næmari fyrir áhrifum catecholamina.
    -- Geðdeild Landsspítalans

Þurr, leiðinleg, hræðileg, læknisfræðileg lýsing á hvíta duftinu sem X heldur á í útréttri hendi í áttina til mín. X, X, X, X, X! Af hverju? Mig langar að öskra á hann og kalla hann fífl. X. Hlustaðu á mig,
  • Count the cost! Your brain may, as you say, be roused and excited, but it is a pathological and morbid process, which involves increased tissue change, and may at least leave a permanent weakness. You know, too, what a black reaction comes upon you. Surely the game is hardly worth the candle. Why should you, for a mere passing pleasure, risk the loss of those great powers with which you have been endowed? Remember that I speak not only as one comrade to another, but as a medical man to one for whose constitution he is to some extent answerable.
    -- Dr. Watson, í The Sign of the Four"

Ég segi þetta ekki. X fer og ég fyllist skyndilegri reiði yfir því hvernig honum tókst á tuttugu mínútum að snúa við heimsmynd minni, við allri minni ímynd af bókmenntanámi, af skólanum mínum, af vinum mínum. Ég á ekki að sjá Pokann. Ég á að tala um Hann. Ég á að taka námskeið sem bera heiti eins og The Culture and Politics of Coca and Cocaine. Ég á að ræða gáfulega um áhrif kókaíns á bókmenntasöguna. Ég á að segja lesendum mínum frá því að kókaín birtist fyrst í enskri bókmenntasögu í ljóði Abrahams Cowleys, "A Legend of Coca", þar sem hann segir að plantan sé "Endowed with leaves of wondrous nourishment / Whose juice succ'd in, and to the stomach ta'en / Long hunger and long labour can sustain." Ég á að bæta við neðanmálsgreinum í ritgerðum um Robert Louis Stephenson sem greina frá því að hann skrifaði The Strange Case of Dr Jekyll and Mr Hyde á sex daga kókaíntrippi. Ég á að tala um hvernig Sigmund Freud mælti með notkun kókaíns í sálfræðimeðferðum, hvernig Sherlock Holmes neytti kókaíns í verkum Arthurs Conans Doyles. Ég á að tala um William Shakespeare.

William Shakespeare--þekktasti og virtasti höfundur enskrar tungu. Notaði hann kókaín? Leirpípubrot sem grafin hafa verið upp frá heimili hans í Stratford-upon-Avon og 17. aldar fornleifafræðigröftum hafa sýnt að kókaín og önnur skynvilluvaldandi lyf voru reykt í Englandi í tíma Shakespeares. Kókaín fannst í tveimur af tuttuguogfjórum leirbrotum sem rannsökuð voru og niðurstöður eru birtar í The South African Journal of Science. Áræðinn ungur bókmenntafræðinemi gæti nýtt sér þessar upplýsingar og skrifað grein um verk Shakespeares í ljósi þessarar niðurstaðna. Til dæmis: Sonneta 76. Er Shakespeare að vísa í kókaín eða marijuana þegar hann segir:
  • Why is my verse so barren of new pride,
    So far from variation or quick change?
    Why with the time do I not glance aside
    To new-found methods and to compounds strange?
    Why write I still all one, ever the same,
    And keep invention in a noted weed.

Vitað er að marijuana var reykt á tíma Shakespeares. Var hann að vísa til þess þegar hann talar um "noted weed". Og hvað með "compounds strange" og "new-found methods"? Er hann að tala um uppfyndingu prentverksins? Eða ný ljóðaform? Eða er hann að vísa til innflutnings kókaíns frá nýuppgötvuðu löndum Suður Ameríku?

Ég á að tala um birtingarmyndir kókaíns og annarra eiturlyfja í nútímamenningu. Ég á að skrifa langar og lærðar ritgerðir um níhilismann og tómleikann í Less Than Zero eftir Bret Easton Ellis og um firringuna og áhrif óhefluð markaðsmenning á einstaklinginn í Bright Lights, Big City eftir Jay McInerney. Ég á ekki að tala um Pokann sem ég sá í íbúðinni við 113. stræti New York borgar aðfaranótt laugardagsins 14. desember 2002.

Hvernig er hægt að tala um kókaín? Ég á í erfiðleikum með að skrifa um það. Ég nota orð eins og duft/poki/lyf til að forðast að skrifa KÓKAÍN. Ég vitna í texta, aðra en mína eigin, til að ég sjálf þurfi ekki að skrifa um kókaín. Ég tala um menningarlega sögu kókaíns, um líffræðilega eiginleika kókaíns, ég tala um allt nema um sjálfa mig og Pokann. Þessi pistill er sundurslitinn. Ég á ekki að þurfa að skrifa um kókaín, hugsa um kókaín. Látum Conan Doyle sjá um það fyrir mig. Kókaín slítur í sundur allt samhengi og öll tengsl í rökrænni umræðu. Hvernig annars getum við litið á texta sem þennan:
  • Cocaine delivers an intensity of pleasure beyond the bounds of normal human experience. Unfortunately, it delivers suffering beyond the bounds of normal human experience too. The pleasure it yields is brief. The suffering that follows may be prolonged. The brain's hedonic treadmill isn't easily cheated.

Og myndin sem fylgir þessum texta: afskræmdum verum er skellt á rauðleitan bakgrunn, hús brenna, fólk berst banaspjótum, og djöfullegt gin gapir og sýgur til sín þessa veröld martraðar. Og ef við smellum músinni á myndina, lesum við:
  • The high from crack cocaine is intensely rewarding. So it's reckless to try the drug at all - at least until one's death-bed - because it's extraordinarily hard to forget. If one succumbs to curiosity, then other things in life can easily pall in comparison.

Hvaða efni er þetta sem fær fólk til að halda því fram að lífið fölnar í samanburði við það? Hvílík ofsaáhrif sem þetta efni hefur á okkur, þetta sakleysislega hvíta duft, unnið úr laufblöðum Erythroxylon coca rauðviðarrunnans! Öfgakenndar tilfinningar kristallast í 1.3 grammi af þvottadufti sem selt er í litlum ziplock poka á 210 bandaríkjadali. Efnið sem vekur upp nautn sem yfirstígur mörk mannlegrar reynslu. Efnið sem vekur upp þjáningu sem yfirstígur mörk mannlegrar reynslu. Kókaín.
  • For me," said Sherlock Holmes, "there still remains the cocaine- bottle." And he stretched his long white hand up for it.
    -- Sherlock Holmes, í The Sign of the Four"

04:49

Comments: Skrifa ummæli

Efst á síðu

This page is powered by Blogger.
Skyndikrækjur
Bríet.is
Þórey Mjallhvít

Kólumbíuháskóli
Enskudeildin í Kólumbíu
Húsið mitt

Aðrir vefleiðarar
Eagle & Weasel
Sveit(t)astelpan
Sparkle Motion
Fláráður
Rói
Brantley
Fellow librarian
Atallus
Ylfa
Þórey Mjallhvít
DíDee
Diary of a Feminist


Eldri greinar
<< í dag




2002
brynhildur